Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1995, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1995, Side 12
12 Spumingin MÁNUDAGUR 29. MAÍ 1995 Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu mest álit? Guðrún Guðjohnsen húsmóðir: Dav- íð Oddssyni; hann er röggsamur og góður stjómandi. Sigurður I. Ingólfsson netagerðar- maður: Þetta er erfið spurning en ætli ég segi ekki Eggert Haukdal. Hann er heiöarlegur stjórnmálamað- ur. Kristín Sif Árnadóttir hjúkrunar- fræðingur: Rannveigu Guðmunds- dóttur. Hún er dugleg og traust. Rannveig Helgadóttir nemi: Ingbjörg Sólrún er dugleg og drífandi. Sigurjón Eðvarðsson sjómaður: Hall- dóri Ásgrímssyni. Hann hefur staðið sig vel varðandi sjávarútveg. Guðbjörg Einarsdóttir eliilífeyris- þegi: Haildóri Ásgrímssyni. Hann er ákveðinn og lætur ekki hræra neitt með sig. Lesendur Ósiölegar hestatamingar með þyngingum: Arðbær atvinnu- grein á niðurleið Hér eru hross tamin á nokkrum vikum, segir m.a. i bréfinu. Jörgen skrifar: Mér var bent á greinar í lesenda- dálki DV og höfðu birst sl. vetur. Þar var vikið að því efni sem segir í fyrir- sögnum hér að ofan, nefnilega hesta- tamningum og þyngingum og fleiri trixum sem notuð eru við tamning- ar. Ég er meira en sammála þeirri gagnrýni sem fram hefur komið í þessu efni og tel raunar að hér verði opinberir eftirlitsmenn, dýralæknar eða aðrir að taka í taumana, áður en þessi arðbæra atvinnugrein, hesta- tamningar, leggst af. í fyrsta lagi þarf að banna blýþyng- ingar og tvöfaldar eða þrefaldar skeifur á hófa hestanna. Eins ætti ekki að þekkjast að nota svokallaöar „spennuaðferðir" sem voru notaðar áöur fyrr þegar latir hestar voru teknir bak við hús og þar notaðar ýmsar spennutilfæringar, líkt og þegar óþægur krakki er tekinn til bæna. Síðan kom hesturinn „þægur og góður“ með tamningamanni úr meðferðinni. Gallinn er bara sá að þessi aðferð dugir ekki á hestinn nema skamma stund. Það er hægt að taka truntu og gera hana að gæð- ingi til bráðabirgða, en hið sanna kemur ávallt í ljós. Alvörutamning tekur u.þ.b. eitt til tvö ár. En hér er verið að temja hross á nokkrum vik- um! - Að mestu fyrir útlendinga. Mikillar varkárni er nú farið að gæta hjá útlendingum þegar íslensk- ir hestar eiga í hlut. Þeir treysta hreinlega ekki hrossum héðan. Dæmi eru um aö útlendingur hafi keypt hér 5 eða fleiri hross og kannski einn reynst sæmilegur. Hin- ir hafa endað sama sem á pönnunni. Jafnvel bókstaflega talað, því víða í Evrópu er sóst eftir hrossakjöti til matreiðslu á veitingahúsum. Ekki síst í Frakklandi. Menn kaupa því fremur eftir hryssum til undaneldis, svo og graðhesta, og sjá sjálfir um tamningu upp frá þvi. En það eru ekki bara útlendingar sem verða fyrir barðinu á því að kaupa truntur í stað vel tamdra góð- hesta. íslenskir kaupendur, sem hafa fengið hestadelluna, hafa líka lent í vandræðum. - Haldi óprúttnir tamn- ingamenn áfram að gera þessa at- vinnugrein, tamningar og hestasölu, að féþúfu með óvönduðum vinnu- brögðum deyr þessi atvinnugrein út. Til hvers ættu hrossabændur að ala hross ef enginn er markaðurinn? Frábært á Nausti og Naustkrá Lára Björgvinsdóttir, Guðný Tómas- dóttir, Þórhalli Einarsson og Jón Pálsson skrifa: Að gefnu tilefni langar okkur að fá að þakka sérstaklega fyrir frábæra kvöldstund sem við áttum á Naust- inu þann 19. mai'sl. í tilefni afmælis eins okkar. - Það varð okkur strax ljóst að þama var fagmennskan og ánægjan í fyrirrúmi til að láta öðmm líða mjög vel á þessum skemmtilega stað, að ógleymanlegt verður. Við þóttumst kannast við sumt af því fólki sem var að þjóna okkur og fórum að grennslast fyrir um hvert fólkið væri. Kom þá í ljós að við könnuðumst við fólkið frá því veit- ingastaðurinn „Broadway" var og hét. Við fórum að rifja upp stundir síðan þá, t.d. eins það hvemig hægt var að gefa 5-600 manns að borða bæði heitan og góðan mat á innan við 60 mínútum, svo að enginn kvart- aði, en allir hrósuðu, og þessu hafði maður orðið vitni aö. Og þama var kominn sami maður, hann Hörður. Eftir að hafa borðaö þama mjög svo góðan mat með góðum drykkjarfóng- um, og við bjuggumst til að sýna á okkur fararsnið, var okkur boðið að líta á Naustkrána, sem við gerðum. Þar reyndist vera sama ánægjan hjá starfsfólkinu til að þjóna og láta fólki líða vel, þótt margt væri á staðnuin. Þetta var í fyrsta skipti en örugglega ekki í það síðasta sem við veljum veitingahúsið Naust til að láta stjana við okkur. Hörður og Magga - sögð- ust þau heita sem þjónuðu okkur þetta ógleymanlega kvöld. - Með söknuði hve kvöldið leið hratt á þess- um frábæra stað erum við strax farin að leita eftir ástæðu til að geta komið aftur. - Að lokum; kærar þakkir enn og aftur fyrir okkur. Skyndikaffi hér og þar: Hvers vegna þessi verðmunur? Sigurður Hreiðar skrifar: Skyndikaffi hefur fleygt fram að gæöum hin síðari ár. Enda er það einkar hentugt þar sem fáir drekka kaffi og kannski ekki mikið, en kunna vel að meta bolla af góðu kaffi endmm og eins. Cap Colombia frá Nescafé hefur reynst þeim er þetta ritar afbragðs gott kaffi - bæði ilmurinn upp úr dósinni og ekki síður kaffiblandan sjálf þegar hún hefur verið leyst upp. Gallinn er hins vegar sá að þetta er alldýrt kaffi. Kostar 429 krónur í Hagkaupi og/eða Nóatúni hver 100 grömmin í glerkrukkum - sem aö - eða hringið í síma 563 2700 kl. 14 og 16 vísu eru nokkuð margir bollar. Engu að síður lætur maður sig hafa þetta, af stakri sjálfselsku. En hissa varð ég þegar ég sá ná- kvæmlega sama kaffi, að því ég best fæ séð, skilið og fundið, í baðstrand- arsúpermarkaði á Mallorca þar sem það kostaði aðeins 545 peseta - 283 krónur á því gengi sem ferðapening- ur minn kom upp á. - Það er sem sé rétt um 50% dýrara hér en þar! Nú væri fróðlegt að fá svar frá þeim sem flytja inn þetta dýrindis kafii hvort þessi verðmunur milli landa sé eðhlegur. Eins og fram kemur á miða, er ég sendi hér með, sýnist þetta vera sama kaffið, þrátt fyrir mismunandi tungumál á krukkun- um. En ef það skyldi nú engu að síð- ur vera talið mismunandi fer ég fram á að fá hið ódýrara á markað hér, því bragð- og gæðamunur er enginn. Cap Colombia - á spænsku Puro Colombia - gæðakaffi um 50% dýrara hér en á Mallorca. Tíðarílauna- greiðslur Óskar hringdi: Ég las grein í DV sl. þriðjudag eftir Krisfjón Kolbeins um ónóg- an sparnaö heimilanna. Það er mikið til í þvi sem þar kemur fram. Hann ýjar að því hvort ekki sé svo komið að greiða þurfi mönnum launin daglega. Hann beitir hér að vísu líkingamáli. Hins vegar minnir þetta mig á aö verkalýðsfélög hafa aldrei léð máls á því að ræða við vinnuveit- endur um tíðari launagreiðslur í staö gagnslausra launahækkana. Ég er þess fullviss að tiðari launa- greiðslur kæmu mörgum fyrir- tækjum betur en stór mánaðar- uppgjör sem reynast þeim oft erf- iður biti. Erlendis tiökast úborg- anir hálfsmánaðarlega. KrataríHafnar- Guðjón Einarsson hringdi: Mérfmnst Hafnarfjarðarkratar hafa heldur betur misst flugiö eftir myndun nýrrar bæjar- stjómar. Þeir hafa allt á hornum sér og nú síðast lögðu þeir frarn tillögu í bæjarstjórn um að meiri- hlutinn allt að því bæðist afsök- unar á því hvemig þeir standa að málum. - Kratar í Firðinum veröa að sætta sig við tapið. Þeir hljóta að hafa áttað sig á að þeirra biðtimi getur nú orðiö æriö lang- ur. Fordómafuliir Keflvíkingar G.E. skrifar: Mér finnst skammarlegt hvern- ig komið er fram við Ameríkana á skemmtistöðum í Keflavík, sér- staklega á Strikinu. Þar em þeir stöðvaðir af dyravörðum og beðmr um skilríki og séu þeir ekki háttsettir fá þeir ekki inn- göngu. Þetta er ekki beinlínis góð landkynning fyrir okkur því þetta spyrst út. Hollustuvemd fundar Björn hringdi: Ég hringdi til Hollustuvemdar rikisins í morgun (24. maí) til að fá nokkrar upplýsingar. Síma- stúlka svaraði mér kurteislega að enginn væri viðlátinn, allir væm á fundi sem myndi standa allt til hádegis (nánar tiltekið til kl. 11.30). Þetta finnst mér ekki snið- ugt. - En fundir hafa jú forgang hjá hinu opinbera. Hraðaksturoglög- Gísli Reynisson skrifar: Ég las í DV 22. maí sl. grein eft- ir S.H.H. undir yfirskriftinni „Hraðakstur og hræsni". - Þessi grein gladdi mig verulega því ég hef álitið að hraðatakmarkanir og þáttur lögreglu sé rangur, einkanlega við bestu ákstursskil- yröi. Sá sem t.d. ekur Reykjanes- brautina á björtum degi á svo sem 90 km hraða getur talið hve marg- ir bílar fara fram úr og eins talið hve mörgum hann mætir. Lög- reglan á aö einbeita sér að innan- bæjarakstri, þar sem oft fer sam- an bæði hraöakstur og glanna- skapur. Hvort tveggja hættulegra en hraðakstur úti á þjóðvegum með bundnu slitlagi. - Ef lögregl- an vill vera úti á þjóövegunum á hún að vera þar þegar umferð er þung en ekki þegar hún er litil sem engin. - Að vera stöðvaður á þjóðvegi með bundnu slitlagi þar sem engin umferð er svo langt sem augað eygir er hreint út í hött.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.