Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1995, Blaðsíða 15
MANUDAGUR 29. MAI 1995
15
Tilbrigði um frægðina
Öll elskum við drauminn um
frægðina en ekki frægðina sjálfa.
Við fylgjumst af áhuga með þeim
sem segist hafa tekist að leggja
undir sig heiminn á meöan við
þykjumst nokkuð viss um að það
sé ekki rétt. Við þurfum ekki að
setja merki á Kristján, eins og á
villtu álftimar, við vitum að hann
snýr aftur. Frægð hans nærist á
okkur, hann neyðist til þess að
koma til baka. Við getum dáðst að
honum því hann stólar á okkur.
Björk þarf ekki á okkur að halda.
Hún er fræg. Og hvað gerir hún
fyrir okkur? Ekkert.
Hreint út
Segjum það hreint út: Útlending-
ar vita ekki að íslendingar eiga
nóbelsverðlaunahafa í bókmennt-
um, aö þeir eru góðir skákmenn
og ná langt í handbolta þegar vel
gengur (fæstir Frakkar vita reynd-
ar að þeir séu heimsmeistarar í
handbolta). Þegar við uppfræðum
útlendinga um þessar staðreyndir
njótum við tvöfaldra yfirburða: Við
vitum, en þeir ekki, og frægð
frægra íslendinga varpar ljóma á
okkur.
íslensk fjölskylda horfir á tvo ís-
lenska söngvara í sjónvarpinu
sama kvöldið. Alhr reyna að verja
Björgvin. Maður skynjar enga
elsku, enn þá minni aðdáun, en
„greyið“ er ekki „svo slæmur“.
KjaUaiinn
Gérard Lemarquis
kennari og fréttaritari
Nokkru seinna er sýnt mjög dýrt
myndband með Björk og allir fá
útrás fyrir neikvæðni sína. Hún
kann ekki að syngja, textarnir eru
vonlausir, hún er illa klædd. í
stuttu máli; allt er ómögulegt.
Þetta er viðburður
Tvær fréttir sem birtust meö
stuttu millibili í blöðunum: íslensk
kvikmynd; skiptir ekki máli hvaða,
vann til verðlauna í Frakklandi.
Það tók mig korter að finna borgina
á korti. Þetta er viðburður! Þá er
haft eftir erlendum blöðum aö Sig-
urjón Sighvatsson, sem hefur getið
sér alþjóðlegan orðstír, sé að hefia
framleiðslu á kvikmyndum sem
munu kosta tugi milljóna dollara.
Varla fréttnæmt! - Samt er hann
líklega sá sem ásamt Björk hefur
„meikað það“ í útlöndum.
Oft er talað um þá frægu í pörum:
Sá góði og hinn vondi. Dæmi um
þetta: Hógvaeri Kristinn og sjálf-
umglaði Kristján. Prúða Hófí og
villta Linda. Samanburðurinn get-
ur tekið mikið pláss í umræðum á
mannamótum.
Maður þekkir mann, sem þekkir
mann, sem fór á óperu í útlöndum:
Söngvarinn fékk lélega dóma,
óperuhúsið var hálftómt og þeir
sem ekki fóru í hléinu púuðu að
lokum. Og þetta var Scala sem
hann á að hafa sungið í - er það
nokkuð til? Hinn hefur lagt Evrópu
að fótum sér án þess að nokkur
viti það. Samt syngur hann árið um
kring og alltaf fyrir fullu húsi!
Móðgun við meðalmennsku
Fegurðardísir, sem ná frægð, fara
í taugarnar jafnt á konum sem
körlum. Við erum afbrýðisöm. Við
þolum þær ekki fyrr en þær kom-
ast á ævisögualdurinn og hrukk-
umar í andliti þeirra hefna okkar.
Og þó ... Þessar myndir af
þekktu fólki, hótelin í sólinni og
skíðaferðir á réttum stöðum eru
móögun við meðaimennsku okkar.
Sem betur fer hafa þær gifst mönn-
um, oftast útlendingum, sem börðu
þær áöur en þeir héldu fram hjá
þeim. Óhamingja þeirra bjargar
þessu. Vilduð þið kaupa æviminn-
ingar konu sem hefur alltaf veriö
falleg, gáfuð, óhemju aðlaðandi og
auk þess nógu ósvífin til þess að
hafa líka leyft sér að vera ham-
ingjusöm? - Ekki ég!
Gérard Lemarquis
„Vilduð þið kaupa æviminingar konu
sem hefur alltaf verið falleg, gáfuð,
óhemju aðlaðandi og auk þess nógu
ósvífin til þess að hafa líka leyft sér að
vera hamingjusöm? - Ekki ég!“
„Þessar myndir með þekktu fólki, hótelin í sólinni og skíðaferðir á réttum stöðum eru móðgun við meðalmennsku okkar," segir Gérard m.a. i
grein sinni.
Fasteignaskattar og dauði
Nú er svo komið að enginn má
eignast fasteign án þess að þurfa
að upplifa það að vera skattpíndur
og mergsoginn af Gjaidheimtumii
til þess eins að framfleyta því sveit-
arfélagi sem fasteignin er staðsett í.
ímyndaður skattstofn
Það er nú einu sinni svo að ekki
eru allir í aðstöðu til þess að geta
haft tekjur af sinni fasteign, má í
því sambandi nefna þá sem hafa
óseljanlegar fasteignir á sínum
snærum. Fasteignir sem enginn
vill leigja né kaupa. Fasteignir sem
standa auðar árum saman. Þar
ræðst Gjaidheimtan á hinn ímynd-
aða skattstofn og mergsýgur þar til
eignin hafnar á uppboði Gjald-
heimtunnar, því að þar endar
dæmið að sjálfsögðu er eigendur
geta ekki greitt hin svimandi háu
fasteignagjöld.
Það þarf ekki annað en að lesa
uppboðsauglýsingamar í Lögbirt-
ing til þess aö sjá að Gjaldheimtan
fer þar offari, fremst allra í flokki.
Vitanlega eru þar á ferðinni
ógreidd gjöld, bæði persónubundin
og eignalegs eðlis, en samt sam-
tvinnuð. Lögmenn fiármagnsstofn-
ana bíða eftir því að Gjaldheimtan
gangi fram fyrir skjöldu og taki af
þeim kostnaðinn og ómakið og
KjaUarinn
Njáll Harðarson
framkvæmdastjóri
krefiist uppboðs, þaö má ailtaf
treysta á Gjaldheimtuna í þeim efn-
um. Eins og maðurinn sagði „það
er bara eitt víst í þessu lífi, það eru
skattar og dauði".
Hvemig væri nú að Gjaldheimtan
gæfi eftir opinber gjöld af eignum
sem standa auðar árum saman svo
að eigendur þeirra þurfi ekki að
gefa þær einhveijum svo að þeir
verði ekki gerðir nauðugir að van-
skilamönnum af Gjaldheimtunni
sem innheimtir miskunnarlaust
gjöld af engum tekjum.
Auðar fasteignir
Er ekki kominn tími tii þess að
hiö opinbera fari að horfast í augu
við staðreyndir eins og t.d. þær að
ef engar tekjur em af fasteignum
þá er ekkert rými til þess að borga
af þeim svimandi gjöld. Ástandið
er oröið þess eðlis núna eftir að
menn hafa byggt allt sem hægt er
aö byggja, jafnvel perlur, kirkjur
og bílastæðahús, að fasteignir
standa auðar um alia borg, skrif-
stofuhúsnæði, iðnaðarhúsnæði og
íbúðir svo nemur tugþúsundum
fermetra. Er nema von að erfitt sé
aö fá viðunandi leigu eða söluverð
fyrir slíkar eignir?
Hvað eiga þeir aöilar að gera sem
sitja uppi með eignir sem þeir losna
ekki við?
Gjaldheimtan þykist hafa svarið.
Ef þeir losna ekki við eignimar á
eðlilegan hátt þá losar Gjaldheimt-
an þá við eignirnar á næsta upp-
boði. Ert þú, lesandi góður, einn
af þessum fasteignaeigendum?
Flestar eignir hafa einhverjar
veðsetningar og er Gjaldheimtan
hefur lagt fram 150 þúsundin þá
koma bankamir og sjóðimir og
segja „nú get ég“. Er nokkur furöa
þó að bankamir hafi ailir stofnaö
eignaumsýsludeildir, pakkaðar
með eignum, þínum eignum?
Kannski ekki núna, en fljótlega.
Ég held að Gjaldheimtan ætti aö
draga sín uppboðsmál eitthvað á
langinn og fella niður gjöld af eign-
um sem standa auðar árum saman.
Njáll Haröarson
„Er nokkur furöa þó aö bankarnir hafi
allir stofnaö eignaumsýsludeildir,
pakkaðar meö eignum, þínum eignum?
Kannski ekki núna, en fljótlega.“
Meðog
ámóti
Krókabátar á aflamark
Enginnfiski
frjálst
„Þaö liggur
í augum uppi
aðþegarverið
er að stýra
veiðunum
með þeim
hættiaðhvert
skip fai kvóta
þá gengur þaö
ekki að einn
hópurbátafái Krlrt|énÁ»aelrMon út-
aö veiöa
fijálst utan nokkurra banndaga.
Mér finnst það einnig ósann-
gjamt gagnvart bátum af sömu
stærð hvemig krókabátamir fá
að veiða ftjálsL Þegar minni bát-
amir vom teknir inn í kerfið var
þeim gefinn kostur á að vefia á
milli þess að taka upp krókaleyfið
með banndögum eða fara á afla-
mark sem byggt væri á afla-
reynslu þeirra árin á undan. Síð-
an geröíst það hjá þeim sem völdu
aflamarksleiöina að úthlutun á
hvem bát vár mjög lítil vegna
þess hve þorskveiðin hefur verið
skorin niður. Nú em þessir menn
þannig settir aö þeir em með
þetta tvegga til tuttugu tonna
kvóta. Hinir sem völdu þá leið að
taka krókaleyfið fá að vera ftjáls-
ir á veiðum að því marki sem
banndagamir ekki stoppa þá.
Mln reynsla var sú aö það var góð
viðvera að geta farið 160 til 180
róðra á ári meöan allt var ftjálst.
Að mínum dómi er það versta við
þetta allt í dag hveraig þeir hafa
fariö iiia ut úr ðllu saman sem
treystu á löggjafenn og treystu á
aflareynslu sína. Einnig er það
afar slæmt að hafa einn hóp báta
ftjáslan á meðan verið er að
þrengja að öllum öðrum.“
Krókabátar
mega aldrei
f ara inn í
kvótakerfið
„Krókabát-
ar mega aldr-
ei fera inn
kvótakerfiö.
Ástæðan er
afar einföld.
Leikurinn
innan þess
kerfis, á milli
smæstu
skelja og
Arthúr Bogaaon, for-
maður UmdBssmbanda
stærstu verk- »m*WHaels««la.
smiðjuskipa, er svo ójafh gagn-
vart iitlu bátunum að þaö er og
verður alltaf algerlega óásættan-
legt að hafa þá undir sama þaki.
Við höfum bent á þaö í mörg ár
að með þvi aö vera með þetta aUt
undir sama stýrikerfi sé sú hætta
fyrir hendi aö smábátaútgerðin,
og bátaútgerð almennt, leggist
hreinlega af vegna ftjálsra við-
skipta með aflaheimUdir. Menn
hafa slett í góm i gegnum tiðina
vegna þessara fuUyrðinga okkar.
Þessar gómslettur hafa nú ögn
minnkað meö ár unum vegna þess
að sú staðreynd blasir viö að árið
1991 vom 1043 smábátar settir á
kvóta. Þessum bátum hefúr nú
feekkaö niður í um þrjú hundmð
sem eru á sjó í dag. Það er raeðal
annars vegna þessa að við höfn-
um þvi aö útrýraa smábátaflotan-
urn og útdeUa hrikalegu óréttlæti
i kjölfer þess að selja þá inn í aíla-
mark. Þaö er alveg sama hvemig
menn velta þessu fyrir sér. Það
gengur aldrei upp að setja smá-
bátana inn í kvótakerfið."