Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1995, Síða 30
42
MÁNUDAGUR 29. MAÍ 1995
Afmæli
Gísli Asgeirsson
Gísli Ásgeirsson, barnakennari viö
Öldutúnsskóla í Hafnaríiröi, Vöröu-
stíg3, Hafnarfirði, varð fertugur í
gær.
Starfsferill
Gísli er fæddur á ísafirði en ólst
upp aö Þúfum í Vatnsfjaröarsveit í
Norður-ísafjarðarsýslu. Hann er
stúdent frá MÍ1974 og B.Ed frá
Kennaraháskóla íslands 1979.
Gísli kenndi viö Iðnskólann í
Hafnarfiröi 1974-75, Grunnskóla
Reyðarfjaröar 1975-76, Glerárskóla
á Akureyri 1979-81, Ljósafossskóla
í Grímsnesi í Árnessýslu 1981-83,
Vesturbæjarskóla í Reykjavík
• 1 '1
1983-85 og við Öldutúnsskóla frá
þeim tíma.
Gísli var í sfjóm FRÍ1989-90 og
hefur sinnt ýmsum nefndarstörf
fyrir sambandiö frá 1988. Hann var
í aðalstjórn FH1991-94 en hefur
starfað fyrir félagið frá 1985, einkum
nefndarstörf. Gísli stofnaðiTún-
fiska sf. 1986 ásamt Matthíasi Krist-
iansen. Hann hefur verið í söng-
sveitinni „Björn og húnarnir" frá
1991, formaður reiðhjólafélagsins
Súsa frá 1994 og yfirþjálfari skokk-
hópsins „Bláa kannan" frá 1992.
Gísli hefur fengist við margs kon-
ar þýöingar og ritstörf, einkum þýð-
ingar á myndböndum. Hann hefur
ritað kennslubækur í móðurmáli
fyrir Námsgagnastofnun ásamt
ÞórðiHelgasyni.
Fjölskylda
Gísli kvæntist 6.7.1979 Margréti
Sigrúnu Jónsdóttur, f. 4.2.1955, fé-
lagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg:
Foreldrar hennar: Jón Ólafsson, lát-
inn, sjómaður, og Sigrún Bárðar-
dóttir, húsmóðir, búsett í Reykjavík.
Börn Gísla og Margrétar Sigrúnar:
Ilmur Dögg Gísladóttir, f. 21.11.1977,
nemi í Flensborg; Orri Freyr Gísla-
son, f. 18.3.1980, grunnskólanemi.
Systkini Gísla: Páll Ásgeir Ás-
geirsson, f. 10.11.1956, blaðamaður,
búsettur í Kópavogi; Hrafney Ás-
geirsdóttir, f. 19.10.1958, matar-
tæknir, búsett í Reykjavík; Þorbjörg
Ásgeirsdóttir, f. 13.5.1961, húsmóðir,
búsett í Kanada. Hálfsystur Gísla,
sammæðra (dætur Ásthildar og Þór-
halls Halldórssonar); Bryndís Þór-
hallsdóttir, f. 1.6.1949, skrifstofu-
maður, búsett á Stöðvarfirði; Björg
Þórhallsdóttir, f. 1.6.1949, bæjar-
starfsmaður, búsett á Tálknafirði.
Hálfsystir Gísla, samfeðra (dóttir
Ásgeirs og Ragnheiðar Guðmunds-
dóttur); ÁslaugÁsgeirsdóttir, f. 11.8.
1953, húsmóðir, búsett á Akureyri.
Foreldrar Gísla: Ásgeir Svan-
bergsson, f. 4.10.1932, ættfræðingur
Gísli Ásgeirsson.
og ráðsmaður Skógræktarfélags
Reykjavíkur, og Ásthildur Pálsdótt-
ir, f. 5.10.1925, húsmóöir, þau bjuggu
að Þúfum til 1973 en í Kópavogi frá
þeimtíma.
afmælið 29. maí
Bjami Guðmundsson
85 ára
Hákon Þorkelsson,
Arahólum4, Reykjavík.
Valdemar Bjarnason,
Önguisstöðum 3, Eyjafjarðarsveit
80 ára
Sigríður Sigurjónsdóttir,
Borgarholtsbraut 44, Kópavogi.
Þorkeli Zakaríasson,
Brandagili, Staöarhreppi.
75 ára
Margrét Jakobsdóttir,
Jökulgrunni 21, Reykjavík.
Haiidóra Júlíusdóttir,
Gnoðarvogi 68, Reykjavík.
Eiginmaður hennar er Magnús
Finnbogason.
Þau taka á móti gestum á heimili
sínu eför kl. 20 á afinælisdaginn.
Benedikt Þ. Jakobsson,
Meðalholti 19, Reykjavík.
70 ára
Svava Brynjóifsdóttir,
Langageröi 28, Reykjavík.
Sigríður Kristinsdóttir,
Aflagranda 40, Reyiqavík.
Valborg Þorgrímsdóttir,
Kópavogsbraut 85, Kópavogi.
Andrés Þ. Guðmundsson,
Hauntxmgu 11, Kópavogi.
60 ára
Sigurbjörn Ögmundsson,
Brekkugötu7, Hrísey,
Jóntna Sigríður Óskarsdóttir,
Álftarima7, Selfossi.
Kristín Vilbjálmsdóttir,
Móabarði 28b, Hafnarfírði.
Þorvaldur Ingibergsson,
Blesugróf 22, Reykjavik.
50 ára
Oddur Valur Gunnlaugsson,
Efstasundi85, Reykjavík.
Kristinn Sveinbjörnsson,
Eskihlíð 16a, Reykjavík.
Hjörtur Ingólfsson,
Norðurvangi 8, Hafnarflrði.
Kristján Ævar Arason,
Víöihlíð23, Sauðárkróki.
Arína Guömundsdóttir,
Jörundarholti 128, Akranesi.
Guðmundur Heiðar Guðj ónsson,
Ystaseli 21, Reykjavík.
Hanneraöheiman.
Axel Axelsson málarameistari,
Vallarási4,
Reykjavík.
Eiginkona
hanserDag-
björt S. Guð-
mundsdóttir.
Þautakaámóti
gestum föstu-
daginn 2.júní
kl. 20 í Skipholti 70 í sal meistarafé-
laganna.
Guðmundur Eyjólfsson,
Sogavegi 46, Reykjavík.
Sigfús Traustason,
Austurvegi 45, Grindavík.
Sveinn IngiPétursson,
Ásgarði 2, Garðabæ.
Hans Agnarsson,
Miðtúni 5, Reykjavik.
40ára
Bergur Mekkinó Jónsson,
Eskiholti2, Borgarhreppi.
Jón Finnur Ögmundsson,
Goðalandi 5, Reykjavík.
Guðlaugur Þór Pálsson,
Rauðalæk 37, Reykjavík.
SkúliEinarsson,
Tannstaðabakka, Staðarhreppi.
Sveinn D. Kristjánsson,
GóuhoIti3,ísafirði.
Sigurður Pétur Eiríksson,
Sundlaugarvegi 14, Reykjavík.
Bjarni Guðmundsson flakari, Fjarð-
arstræti 2, ísafirði, er fimmtugur í
dag.
Fjölskylda
Bjarni er fæddur í Reykjavík en
ólst upp á Þingeyri. Hann hefur
unnið við fiskvinnslu á Þingeyri og
ísafirði.
Systkini Bjarna: Guðrún Finn-
borg, f. 11.8.1948, d. 16.1.1972, hús-
móðir, hennar maður var Pétur
Jakob Líndal Jakobsson, f. 12.8.
1946, látinn, sjómaður, þau bjuggu á
Þingeyri, þau eignuðust eina dóttur;
Guðmunda Kristín, f. 30.10.1949,
sjúkraliði og húsmóðir, gift Hösk-
uldi Ragnarssyxú, f. 26.4.1942, sjó-
manni, þau eru búsett í Reykjavík,
þau eiga þrjú börn; Magnús Helgi,
f. 21.11.1950, verkamaður, búsettur
á Þingeyri; Sigurveig, f. 13.2.1952,
sambýlismaður hennar er Sölvi Sig-
urðsson, f. 21.3.1958, þau eru búsett
í Reykjavík, þau eiga einn son, Sig-
urveig á fiögur börn af fyrra hjóna-
bandi; Gunnar Benedikt, f. 22.11.
1953, sendibifreiðastjóri, kvæntur
Guðrúnu Kristínu Ingimundardótt-
ur, f. 9.8.1949, þau eru búsett í
Garðabæ og eiga fjögur böm; Mika-
el Ágúst, f. 5.8.1956, veghefilsstjóri
hjá Vegagerð ríkisins, kvæntur
Steinunni Lilju Ólafsdóttur, f. 31.12.
1959, verkakonu og húsmóður, þau
eru búsett á Þingeyri og eiga fjögur
böm; Ingibjörg María, f. 15.3.1959,
húsmóðir, gift Þráni Sigurðssyiú, f.
30.12.1956, vélvirkjameistara og
sölumanni, þau eru búsett í Reykja-
vík og eiga tvær dætur; Jónína
Björg, f. 11.9.1961, félagsráðgjafi og
húsmóðir, sambýlismaður hennar
er Hnikarr Antonsson, f. 18.8.1960,
vélvirki, þau eru búsett í Reykjavík
og eiga þijú börn; Sigríður Gerða,
f. 1.2.1966, snyrtifræðingur oghús-
móðir, sambýlismaður hennar er
Áskell Sigurösson, f. 13.8.1962, raf-
virki, þau eru búsett í Reykjavík og
eiga eina dóttur; Katrín, f. 18.5.1967,
starfsmaður á Landspítalanum og
Bjarni Guðmundsson.
húsmóðir, Katrín á einn son.
Foreldrar Bjarna: Guðmundur
Karvel Sören Magnússon, f. 8.10.
1922, bóndi, og Kristín Gunnarsdótt-
ir, f. 17.7.1931, húsfreyja. Þau eru
búsettáÞingeyri.
Bjarni er að heiman.
Valgeir Hauksson
Valgeir Hauksson, sjómaður á Slétt-
bak EA 304, Löngumýri 32, Akur-
eyri, varð fertugur í gær.
Fjölskylda
Valgeir ólst upp á Hjalteyri. Hann
er gagfræðingur að mennt og var í
1. bekk i iðnskóla. Valgeir hefur
verið sjómaður á ýmsum togurum
hjá ÚA, Samherja, á Ólafsfirði og í
Vestmannaeyjum. Hann er nú sjó-
maður á frystitogaranum Sléttbak
EA304.
Valgeir kvæntist 12.8.1989 Hall-
dóru Sverrisdóttur, f. 8.1.1954, mat-
sveini. Foreldrar hennar: Sverrir
Magnússon og Guðbjörg Ingimund-
ardóttir. Þau eru bæði látin.
Dóttir Valgeirs og Halldóru: Sigur-
björg Rún Valgeirsdóttir, f. 23.8.
1982. Synir Valgeirs af fyrra hjóna-
bandi: Gunnar FreyrValgeirsson,
f. 16.11.1980; Hreiðar Bragi Valgeirs-
son, f. 20.4.1982. Fósturbörn Val-
geirs og börn Halldóru: Guðbjörg
HuldaValdórsdóttir,f. 10.9.1972,
verslunarmaður; Jóhartn Kristján
Valdórsson, f. 22.12.1973, iönverka-
maður; Ásdis Erla Valdórsdóttir, f.
27.11.1976, verkakona.
Systkini Valgeirs: Ragnar Hauks-
son, f. 14.4.1953, bifreiðastjóri; Þor-
björg Hauksdóttir, f. 13.5.1954,
ræstitæknir; Sigurður Rúnar
Hauksson, f. 4.8.1964, verkamaöur;
Herdís Hauksdóttir, f. 11.9.1969,
verslunarmaður.
Foreldrar Valgeirs: Haukur Þor-
björnsson, f. 1.1.1931, bifreiðastjóri,
og Sigrún Ragnarsdóttir, f. 4.12.
Valgeir Hauksson.
1933, iðnverkakona. Þau eru búsett
áAkureyri.
LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA
VALDA ÞÉR SKAÐA!
/ÍKÍX
Miðskólinn
einkaskóli - grunnskóli
Fríkirkjuvegi 1, Reykjavík,
sími 562-92-22.
Síðustu innritunardagar fyrir næsta skólaár eru þriðjudagur
30. og miðvikudagur 31. maí.
Skólastjóri
Sviðsljós
Thor Vilhjálmsson las up úr nýútkominni Ijóðabók sinni,
en hann á það til að heimsækja Pál upp aö Húsafelli og
bergir þá að sögn á kraftmiklum orkulindum staðarins.
DV-mynd Olgeir Helgi
Lokadagur sýningar Páls á Akranesi:
Tónlist og
ljóðalestur
Olgeir Helgi Ragnarsson, DV, Borgamesi:
Staðið hefur yfir á Akranesi sýrúng Páls Guð-
mundssonar, myndlistarmanns frá Húsafelli. Hann
hefur getið sér gott orð fyrir list sína þrátt fyrir
ungan aldur.
Þegar sýningu Páls lauk formlega heimsótti hann
allnokkur hópur gesta, vinir og velunnarar lista-
mannsins. Meðal þeirra voru ágætir tónlistarmenn
og landsþekkt skáld sem settu hátíðlegan og
skemmtilegan svip á daginn með tónlistarflutningi
og upplestri.