Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1995, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1995, Síða 36
FRETTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem þirtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLYSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA 0G ÁSKRIFT ER 0PW: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL, 6-8 IAUGARDAGS- OG MANUDAGSMORGNA MÁNUDAGUR 29. MAl 1995. Kristján Gunnarsson: Útgerðar- menn hafa boðisttilað ganga úr LÍÚ „Útgerðarmenn hafa lýst miklum áhuga á að semja við okkur og jafn- vel boöist til að ganga úr LÍÚ til þess. Þeir eru tilbúnir til þess að ganga mun lengra en LÍÚ og munurinn liggur fyrst og fremst í því að þeir hafa lýst yfir vilja til þess að nálgast okkur varðandi fiskverðið. í því felst að öllum afla verði landað hjá óskyldum aðila fyrir hæsta verð sem fáanlegt er í hvert skipti,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur og nágrennis, aðspurður hvort rétt væri að útgerðarmenn suður með sjó væru að hugleiða samninga fram hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna (LÍÚ). „Það er alveg ljóst að ef LÍÚ hreyf- ir sig ekki til samninga við okkur þá skoðum við alvarlega hvað við ger- um. Við hljótum að ljá máls á því ef einhverjir vilja semja við okkur um betri kjör og meira kaup en LÍÚ,“ sagði Kristján Gunnarsson sem sagð- ist vilja vera samstiga félögum sínum í sjómannasamtökunum, þeim væri vel kunnugt um þessar viðræður og þær væru ekki bundnar við Suður- nesin. Taugastríð í fullum gangi „Ég hef heyrt ávinning af þessu en trúi þessu ekki og veit ekki hveijir þessir menn eru. Taugastríðið er í fullum gangi og ég óttast þetta ekki. Auðvitað eru óábyrgir útgerðar- menn innan okkar raöa og ef þeir vilja semja sjálfir þá mega þeir það mín vegna," sagði Jónas Haraldsson, skrifstofustjóri LÍÚ, í samtali við DV ígærkvöldi. -SV Steingrímsí] arðarheiði: Árekstur snjóblásara og bifreiðar Árekstur varð milli fólksbils og snjóblásara á Steingrímsfjarðarheiöi í vonskuveðri í gær. Ekkert skyggni mun hafa verið á heiðinni og því sáu ökumenn bílanna ekki hvor til annars er þeir mættust.' Engin slys urðu á mönnum en öku- tækin urðu fyrir minni háttar tjóni. LOKI Spurningin hlýtur að vera hver bakar hvern í þessari bakaradeilu! vegnakjörs Mikil ólga er nú í röðum ásatrú- armanna vegna kosningar allsherj- argoða en nýr allshexjargoði á að taka við embætti þann 22. júní nk. Jörmundur Ingi Hansen hefur geflð kost á sér en hann hefur ver- ið allsherjargoði sl. ár. Auk hans hefur Tryggvi Hansen boöíð sig fram en hann er ósáttur við æðstu stjóm ásatrúarmanna, Lögréttu, við undirbúning kosninganna. Tryggvi segir Lögréttu beita hlut- drægum og óiýðræðislegum vinnu- brögðum. Tryggvi gerir athugasemdir við að Jörmundur Ingi hafl getað haft bein áhrif í gegnum Lögréttu á framkvæmd kosninganna og t.d. komið í veg fyrir að sérstakur kynningarfundur yrði haldinn. I staðinn hefði vetið ákveðið að Jör- mundur og Tryggvi fengju sína sið- una hvor í fréttabréfi ásatrúar- manna undir kynningu á sér og skrifin yrðu ritskoðuð. Tryggvi hefur sent Lögréttu bréf þar sem hann fer fram á að þeir Jörmundur fái fjórar síður í fréttabréfinu, órit- skoðaðar. Lögrétta hefur ekki svar- að jæssum óskum og segist Tryggvi ekki ætla aö gefast upp á framboð- inu. Þá hefur Jón Ingvar Jónsson sagt sig úr framkvæmdastjóm ásatrú- armanna sem ásamt nokkrum goð- rnn skipar Lögréttu. Jón Ingvar staðfesti þetta í samtali við DV. Hann sagðist m.a. ekki hafa sætt síg viö vinnubrögð Jörmundar Inga og Lögréttu við undirbúning kosninga og hvernig meðhöndlun Tryggvi hefði fengið. Jörmundur Ingi sagðist í samtali við DV ekki skilja óánægju Tryggva og hans manna og sagði það „hinn mesta misskilning" að hann hefði haft einhver áhrif á framkvæmd kosninganna. „Framboðsreglur hafa verið sam- þykktar og ég fer eftir þeim. Ann- ars vil ég litiö tjá mig um þetta þar sem ég tel að kosningabaráttan eigi ekki að fara fram í fjölmiðlum," sagði Jörmundur. Kosningar eiga samkvæmt lögum ásatrúarmanna að taka 3 vikur og vera skriflegar. Samkvæmt því veröa þær aö hefjast í síðasta lagi 1. júni eigi að skipa nýjan allshetj- argoða 22. júnf. Tæplega 200 manns eru i félaginu. -hib Hamast við baksturinn. Hjónin Haukur L. Hauksson og Erna K. Sigurðardóttir hjá Borgarbakarii hömuðust við að koma brauðdeiginu á plöturnar þegar Ijósmyndari DV leit inn til þeirra í gærkvöldi. DV-mynd JAK Veöriö á morgun: Hlýjast lands i V V V- /\± 2* 'ém Á morgun verður norðaustlæg átt, kaldi eða stinningskaldi norð- vestan til en annars fremur hæg. Dálítil rigning austanlands og við norðurströndina en annars þurrt og sæmilega þjart sunnan- og vest- anlands. Hiti 1-5 stig á Vestfjörðum og annesjum norðanlands en ann- ars 7-15, hlýjast sunnanlands. Veðrið í dag er á bls. 44 ‘ y / / / 'EO / / 5/ / / V vj . / / -/ / /i7</) 7//V f/ (W1 / — ag ar ¥ Austfírðir: Færeyingar landa sfld Jóhaim Jóhaiuisson, DV, Seyðisfirði; Færeyski síldveiðibáturinn Króm- borg kom með 1500 tonn af síld til Seyðisfjarðar í gærmorgun og var henni landað hjá SR-mjöli. Síðar sama dag kom svo annar færeyskur síldveiðibátur, Kristján í grjótinu, með 1000-1100 tonn af sfld sem landa átti hjá síldarbræðslu Hraðfrystihúss Eskiljarðar. Þjóðarbókhlaðan: Vatnsf lóð í Þjóð- arbókhlöðu Slökkviliðið var kallaö í Þjóðarbók- hlöðuna í gærmorgun vegna vatns- leka. Slanga sem fest er við kafíivél fór að leka með þeim afleiðingum að vatn flæddi á rúmlega tvö hundruö fermetra svæði og var orðið 2-3 sentí- metra djúpt þegar að var komið. Nokkrar skemmdir urðu á hús- næðinu en mesta mildi var aö ekki fór verr. Það tók um tvo klukkutíma fyrir slökkviliðsmenn að þurrka svæðið. Mjög alvarlegt hefði verið ef vatnið hefði lekið í kjallara hússins þar sem mikil verðmæti eru geymd. Bakarasveinar: Mikið bar á milli „Okkar kröfur eru þær aö við för- um fram á að fá tvo launataxta, leng- ingu orlofs og næturvinnu aftur eftir átta tíma. Fyrir fundinn í kvöld þar mikið á milli en okkar viðsemjendur hafa ekki viljað koma til móts við kröfur okkar," sagði Gunnar Guð- mundsson, formaður Bakarasveina- félagsins í gærkvöldi. Sáttafundur stóð enn þegar þoðað verkfall bakarasveina hófst á mið- nætti. Á skrifstofu sáttasemjara fengust þær upplýsingar að menn sætu sem fastast og málin væru á viðkvæmu stigi. -sv Sleipnismenn á fundiframánótt Sleipnismenn sátu á fundi með við- semjendum sínum hjá ríkissátta- semjara fram á nótt. Þegar DV fór í prentun voru viðræðurnar á við- kvæmu stigi. Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, sagðist á mið- nætti ekki vera bjartsýnn á að samn- inga tækjust en ómögulegt væri að fullyrða neitt. -bjb NSK kúlulegur SuAuriandsbraut 10. 8. 686403. LfTI# alltaf á Miðvikudögnm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.