Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1995, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1995, Blaðsíða 1
IÞROTTIR Getraunir: Sænski boltinn: x12-2xx-x2x-121x Lottó 5/38: 3 192731 36(28) //////////////////////////////////// Jón tekur væntanlega viö Val Samkvæmt öruggum heimild- um DV verður Jón Kristjánsson, landsliðsmaður úr Val, næsti þjálfari íslandsmeistara Vals í handknattleik og mun hann jafn- framt leika með liðinu. Jón tek- ur við af Þorbjömi Jenssyni sem á dögunum var ráðinn landsliðs- þjálfari. Valur hefur misst nokkra leik- menn frá síðasta keppnistíma- bili. Geir Sveinsson er á förum til Montpellier í Frakklandi, Finnur Jóhannsson er genginn í raðir Selfyssinga og Júlíus Gunnarsson er á förum erlendis í nam. Atli meö Eyjapeyjum gegn Fram Atli Eðvaldsson, fyrrum lands- liðsfyrirliði í knattspyrnu, leikur í kvöld með 23-ára liði Eyja- manna þegar það tekur á móti 1. deildarliði Fram í Mjólkurbikar- keppninni í knattspyrnu. Þetta verður fyrsti leikur Atla fyrir ÍBV en hann gekk á dögun- um frá félagaskiptum úr HK, þar sem hann lék og þjálfaði i fyrra, til að geta spilað með gegn Fram, en hann má vera með sem eldri leikmaður. Flestir þeirra leik- manna sem komu 23-ára liði ÍBV áfram í bikarkeppninni, spila með aðalliði félagsins í þessari umferð, og því þurfti Atli að taka fram skóna á ný. Fagnaöi of mikiö og meiddist Stefan Toth, Slóvakinn öflugi sem leikur með FH í 1. deildinni í knattspyrnu, verður líklega ekki með liðinu í næstu tveimur leikjum og hann spilaði ekki gegn Völsungi í bikarkeppninni i gær. Toth meiddist á hné í leikn- um við Val á dögunum - þegar hann fagnaði seinna marki sínu afar innilega! Hann verður ekki með gegn ÍBV í Eyjum á miö- vikudag og missir líklega einnig af leiknum við Breiðablik á sunnudaginn kemur. Stefán Amarson, markvörður FH, meiddist líka í Valsleiknum, á öxl, og var ekki með á Húsavík í gær, en ætti að geta leikið með FH í Eyjum á miðvikudag. Samaranch forseti til ársins 2001? Juan Antonio Samaranch get- ur haldið vefli sem forseti Al- þjóða ólympíunefndarinnar til ársins 2001, þegar hann verður 81 árs. Þing nefndarinnar í Búdapest haföi samþykkt tillögu um að stjórnarmenn mættu ekki vera eldri en 75 ára þegar þeir væru kosnir, en undir lok þings- ins í gær kom Samaranch, sem er 74 ára, með breytingartiflögu þess efnis að aldursmörkin yrðu sett við áttrætt. Næstu kosning- ar eru árið 1997, þá verður Sam- aranch 77 ára og getur boðið sig fram einu sinni enn. ■ Nýir stjórnendur hjá Keflavík ¥ 0 DV-mynd GS Inga greitt sam- kvæmt samningi - Keflvíkingar ætla að standa við samninginn þrátt fyrir uppsögnina Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Við höfum ekki sagt upp samn- ingnum við Inga Bjöm. Við létum framkvæmdastjórann hringja í hann og segja honum að hann þyrfti ekki að mæta til vinnu. Við munum standa við samninginn að öðru leyti og greiða laun sam- kvæmt honum út tímabilið, og segjum honum upp þegar það er heimilt samkvæmt ákvæðum í honum, eftir 1. október. Þegar þar að kemur mun Ingi Björn fá frá okkur ábyrgðarbréf í pósti,“ sagði Jóhannes Ellertsson, formaður knattspymudeildar Keflavíkur, í samtali við DV í gærkvöldi. „Uppsögnin er til komin vegna óánægju með leik liðsins. Stjómin er ósátt við hann og sá ekki fram á skemmtilegt sumar undir stjóm Inga Björns. Því var ákveðið að gera þessa breytingu og ég vona að nýir þjálfarar breyti leik liðsins til batnaðar," sagði Jóhannes við DV. Þórir Sigfússon, sem var aðstoð- armaður Inga Bjöms, og Þorsteinn Bjarnason, markvarðaþjálfari Keflavíkurliðsins, eru teknir við þjálfuninni og stýrðu liðinu í fyrsta skipti í gær, en þá var myndin hér að ofan tekin af þeim. Ingi Bjöm sendi i gær frá sér greinargerð um málið og hún er á blaðsíðu 28.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.