Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1995, Blaðsíða 8
28 MÁNUDAGUR 19. JÚNÍ 1995 Iþróttir Aiaborg meistari Þorbjöm Jensson tilbúinn með sinn fyrsta landsliðshóp: Þrír nýir í hópinn Álaborg varð í gær danskur meistarí í knattspyrnu i fyrsta sinn í 110 ára sögu félagsins þegar liðið bar sigurorö af Arhus, 4-0. Á sama tíma tapaði aðalkeppi- nautur liðsins, Bröndby, fyrir FC Köbenhavn, 1-0, þar sem 37.000 áhorfendur fylgdust með. Erik Bo Andersen var hetja Álarborgarliðsins en hann skor- aði þrjú af mörkum liðsins og varð markahæstur með 24 mörk. Álaborg hlaut 31 stig, Bröndby 29 og Silkeborg 24. Börsungarunnu Barcelona tryggði sér sæti í Rvrópukeppninni á næsta keppn- istímabili þegar liðið lagöi At- letico Bilbao að velli, 2-0, í loka- umferð spænsku 1. deildarinnar. Aitor Beguristaín og Jordi Cr>Tiff gerðu mörkin fyrir Börsunga. Með ósigri heföu Börsungar orðið af Evrópukeppninni í fyrsta sinn í sögu félagsins. Spánarmeistar- ararnir Real Madrid lutu í lægra haldi fyrir Real Betis, 0-2, og var þetta fyrsta tap meistaranna á heimavelli á þessari leiktiö. Lo- grones og Real Valladolid féllu í 2. deild. Tvöheimsmet Olga Kuzenkova frá Rússlandi setti nýtt heimsmet í sleggjukasti i gær þegar hún þeytti sleggjunni 68,16 metra og bætti hún eigið met sem hún setti fyrr í þessum mánuði. Þá setti Daniela Bartova frá Tékklandi heimsmet i stang- arstökki þegar hún stökk 4,12 metra á móti í Duisburg. Lewis í langstökkið Carl Lewis keppir í langstökki á HM í frjálsum íþróttum sem fram fer í Gautaborg í sumar. Lewis sem mistókst að vinna sér sæti í bandarísku sveitinni í spretthlaupunum varð annar í langstökki á eftir Mike Powell. Powell stökk 8,55 metra en Lewis stökk 8,54 metra Þorbjörn Jensson, nýráðinn landsliðsþjálfari karla í handknatt- leik, valdi sinn fyrsta landsliðshóp fyrir helgina. Þorbjörn valdi 20 leik- menn og eru þrír leikmenn í hópnum sem ekki hafa leikið A-landsleik. Það eru þeir Hallgrímur Jónasson, Sel- fossi, Einar Baldvin Árnason úr KR og Ingi Rafn Jónsson úr Val. Þor- bjöm velur Einar í stöðu línumanns þrátt fyrir að hann leiki fyrir utan hjá KR. „Ég veöja á hann sem línu- mann. Hann er sterkur varnarmaður og fínn karakter en ég kynntist hon- um þegar ég fór með U-21 árs lands- liðinu til Portúgals. Það kom svo í ljós þegar ég ræddi við hann um hvort hann væri tilbúinn í þetta að hann hafði spilað sem línumaður í yngri flokkunum og að hann hefði af illri nauðsyn þurft að fara í stöðu útileikmanns," sagði Þorbjörn við DV. Landsliðshópurinn mun hefja æf- ingar í kvöld og standa æfingarnar til 7. júlí en þær eru liður i undirbún- ingi landsliðsins fyrir leiki í undan- keppni Evrópumóts landsliða í haust. Fyrsti leikurinn er gegn Rúm- enum ytra miðvikudaginn 27. sept- ember og að sögn Þorbjörns er stefnt aö því að leika landsleik gegn Aust- urríkismönnum í sömu ferð eða helg- ina fyrir Evrópuleikinn. Landsliðshópurinn er þannig skip- • aður: Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson........Val Bergsveinn Bergsveinss...Aftureld. Bjarni Frostason...........Haukum Hallgrímur Jónasson......Selfossi Hornamenn: Valdimar Grímsson........Selfossi Bjarki Sigurðsson....Aftureldingu Sigurður Sveinsson.............FH Gunnar Beinteinsson............FH Páll Þórólfsson......Aftureldingu Línumenn: Geir Sveinsson........Montpellier Róbert Sighvatsson...Aftureldingu GústafBjarnason..........Haukum Einar B. Árnason...............KR Útispilarar: Einar G. Sigurðsson........Selfossi Jón Kristjánsson................Val Dagur Sigurðsson................Val Patrekur Jóhannesson.............KA Ingi Rafn Jónsson...............Val Ólafur Stefánsson...............Val Jason K. Ólafsson.....Aftureldingu Fjórir leikmenn sem léku með landsliðinu á HM voru ekki valdir í þennan hóp. Það eru Sigurður Sveinsson, Júlíus Jónasson, Konráð Olavsson og Sigmar Þröstur Óskars- son. Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari sagði við DV að Júlíus væri í gifsi og hann gæti ekki tekið þátt í undir- búningnum og sömu sögu er að segja af Héðni Gilssyni en hugsanlegt væri að Júlíus tæki þátt í leikjunum í haust. Aðspurður um Sigmar Þröst og Konráð sagði Þorbjöm að hann ætlaði aðeins að biða með þá. „Auð- vitað voru þeir inni í myndinni en ég kaus að setja þetta saman svona. Þessi hópur getur breyst þegar nær dregur leikjunum. Ég verð búinn að fylgjast með undirbúningnum hjá liðunum, Reykjavíkurmótið verður búið og tveimur umferðum í 1. deild- inni verður þá lokið,“ sagði Þorbjörn. slavartilHK Tveir júgóslavneskir knatt- spyrnumenn eru væntanlegir til 2. deildar liðs HK nú í vikunni. Annar þeirra heitir Tomislav Sivic, 28 ára miðjumaður. Hann kemur frá 2. deildar liði en lék áður með Spartak Subotica í 1. deildinni og spilaði þar með Leift- ursmönnunum Slobodan Milisic og Nebojsa Corovic og nýja Fram- aranum, Josip Dulic. Ekki er end- anlega ljóst hver hinn verður. HK hefur byrjað illa í 2. deild- inni og tapað fyrstu íjórum leikj- um sínum en þessir tveir leik- menn ættu að styrkja liðið fyrir baráttuna í sumar. Halldórfærstyrk Alþjóðlega ólympíunefndin hef- ur ákveðið að veita Halldóri Haf- steinssyni júdókappa úr Ár- manni styrk til að stunda æfinga- búðir á Spáni í 6 mánuði. Innifal- ið í styrknum er ferð fyrir Hall- dór og fjölskyldu hans út til Spán- ar ásamt fæði og uppihaldi fyrir hann og ferðir á alþjóðleg mót. „Ég fer út 1. júlí. Ég fer fyrst í alþjóðlegar æfmgarbúðir rétt hjá Barcelona 3.-12. júli og svo fylgja eftir æfingabúðir í Belgíu og Hol- landi. Það verður erfitt að hlaupa frá þessu hér heima Ég er ekki með neina styrki hér heima og nú þarf ég að leita eftir stuðningi fyrirtækja svo ég geti nýtt mér þetta tæki- færi,“ sagði Halldór við DV í gær. Pavinsigraði Bandaríkjamaðurinn Corey Pa- vin sigraði á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem lauk í New York í gærkvöldi. Pavin lék síðasta hringinn á 68 höggum eða tveimur höggum undir pari og lauk keppni á 280 höggum. Greg Norman frá Ástralíu og Tom Leh- man frá Bandaríkjunum, sem voru í toppbaráttu allan tímann, komu næstir, Norman á 282 högg- um og Lehman á 283 höggum. Fyrir sigurinn hlaut Pavin 350 þúsund dollara, eða sem svarar rúmum 22 milljónum króna. Ingi Rafn Jónsson úr Val er einn af þremur nýliðum i 20 manna landsliðs- hópi Þorbjörns Jenssonar landsliðsþjálfara í handknattleik. Yflrlýsing Inga Bjöms Albertssonar um brottviknLnguna frá Keflavík: Veikgeðja taugaveiklaðir stjórnar- menn sem réðu ekki við starfið Reykjavík 18. júní 1995 Vegna fyr- irvaralausr- ar brottvikn- ingar undir- ritaðs úr starfi þjálf- ara 1. deildar liðs Keflavík- ur í knatt- spyrnu vill undirritaður láta eftirfarandi koma fram: Klukkan að ganga 17 síðastliðinn föstudag, um það leyti sem ég var að undirbúa brottfór mína til Kefla- , víkur á æfingu, hringdi starfsmað- ur knattspymudeildar Keflavíkur í mig og tjáði mér aö honum heföi verið fahö að tilkynna mér að ekki væri óskað eftir frekari störfum af minni hálfu, ekkert að sér þætti leitt að þurfa að tilkynna mér þetta né þakkað væri fyrir samstarfið né að gefin væri skýring á ákvörð- uninni. Ég hins vegar innti hann eftir því hver ástæðan væri. Hún var sögð undirbúningur liðsins og gengi þess. Fleira fór okkur ekki á milli enda ekki hans að færa rök fyrir ákvörðun stjómarinnar, en ósköp em nú stjómarmenn knatt- spymudeildar litlir menn að geta ekki eöa þora ekki að gera sín skít- verk sjálfir. Hafa ekki kjark til að horfast í augu við mig Nú þegar liðnir em tveir sólar- hringar frá því að mér bárust þessi skilaboð frá stjórninni, sem réð mig í starfið, hef ég ekki enn heyrt frá nokkrum stjórnarmanni knatt- spymudeildar. Þeir hafa ekki haft kjark né manhdóm í sér til þess að horfast í augu viö mig og tilkynna mér ákvöröun sina og því síður aö færa rök fyrir henni. Nú er það svo að undirritaður hefur gert samning viö knattspyrndudeildina þar sem segir eftirfarandi í niðurlagi hans: „Samningnum má aðeins segja upp, með 4 vikna fyrirvara, á tíma- bilinu 1. október til 1. desember 1995.“ Undir þennan samning skrif- ar Birgir Þór Runólfsson fyrir hönd knattspyrnudeildar. Heppilegur starfsmaður Háskóla íslands? Það tók Birgi Þór Runólfsspn, sem er lektor viö Háskóla íslands, marga mánuði að setja upp samn- inginn, sem er aðeins upp á tvær greinar, og var hann ekki undirrit- aður fyrr en rétt fyrir fyrsta leik á íslandsmóti en það tók hann hins vegar ekki nema örfáar vikur að brjóta hann. Það er því umhugsunarefni fyrir stjórnendur Háskóla íslands hvort maöur sem nú er vís að kláru samningsbroti og þar með lögbroti geti talist heppilegur starfsmaður skólans með framtíð nemenda og þjóðar í huga. Varla er þetta það siðferði sem Háskóh íslands vill að nemendum sínum sé kennt. Stjórnin sá heldur enga ástæöu til þess að ræða við mig um samn- inginn og hvort ég væri tilbúinn til þess að leysa þá undan honum, hún sá reyndar ekki ástæðu til þess að ræða við mig um nokkum skapað- an hlut hvorki fyrir brottvikningu né að því er virðist eftir hana. Hvað var að? Brottvikingin kom mér vissulega á óvart, sérstaklega í ljósi þess að aldrei hafði kastast í kekki milli mín og stjómarmanna, reyndar hafði ég það sem reglu að ég kom við á skrifstofu þeirra fyrir hverja æfingu og einnig eftir hverja æf- ingu þannig að tækifærin voru til staðar ef þeir heföu eitthvað út á mín störf að setja, en svo var ekki eða virtist ekki vera. Ekkert hefur heldur komið upp á gagnvart leik- mannahópnum, þá er því eftir sú áleitna spuming hvað var að. Var það gengi og staða liðsins? Varla, liðið er nú í 3. sæti í deildinni og á góðan möguleika á að fara í annaö sæti eftir næstu umferð. Staða liðs- ins nú er enda miklu betri en á sama tíma í fyrra. Liöið hefur feng- ið á sig næstfæst mörk í deildinni það sem af er, aðeins íslandsmeist- arar ÍA hafa fengið á sig færri mörk þannig að varnarleikur Uðs- ins hlýtur að teljast viðunandi. Leitað að blóraböggli Engin óánægja hefur komið upp hjá leikmönnum, mér vitanlega og samkvæmt því sem fyrirliði liðsins tjáir mér. Niðurstaða mín er því sú að um veikgeðja, taugaveiklaöa stjórnarmenn sé að ræða sem fund- ið hafa að þeir réðu ekki við starfið og þurftu því að leita að blóra- böggli. Eg vil óska vini mínum, Þóri Sig- fússyni, til hamingju með stöðuna og óska ég honum góös gengis með liðið en vara hann jafnframt við því að samningar við þessa menn hafa ekkert gildi og að hann líti oft og títt um öxl því þama koma menn ekki framan að þér heldur aftan frá. Þá vil ég einnig óska leikmönn- um góös gengis og þakka þeim fyr- ir ánægjulegt samstarf. Liðið er nú í 3. sæti. Krafa stjórnarinnar hlýtur að vera að fara ofar þar sem mér er vikiö úr starfi fyrir þetta sæti. Leita réttar míns Mín næstu skref í þessu máli verða þau að leita réttar míns og hef ég þegar sett máhð í hendur lögfræð- ingi. Einnig mun ég óska eftir því við KSÍ að samtökin íjalh um málið þar sem slíkt starfsóöryggi sem þjálfurum landsins er boðið upp á getur ekki verið sambandinu þókn- anlegt. Þá er einnig ástæöa til þess að óska eftir því við þjálfarasam- bandið að það taki málið upp. í lokin vil ég þakka þeim fjölmögu sem haft hafa samband við mig vegna þessa máls og lýst furðu sinni og hneykslan en það hafa gert fjölmargir bæjarbúar í Kefla- vík, leikmenn, þjálfarar, formenn knattspyrnudeilda og svo mætti lengi telja. Ingi Björn Albertsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.