Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1995, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 5. JULl 1995 21 dv Hús og garðar Oryggishellur frá Gúmmívinnslunni eru i kringum trampólinið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Gúmmívinnslan Akureyri: Framleiðir endur- unnar gúmmíhellur þarf að hafa það í huga við lagningu þeirra. Eins og við svo mörg önnur verk er ávallt gott að fá ráð hjá fag- fólki áður en hafist er handa. Gúmmíhellurnar þurfa að hafa góðan stuðning allt í kringum lögn- ina og getur stuðningurinn verið rammi úr járni eða timbri en einnig er hægt að fella hellurnar í venjulega hellulögn eða malbik. Hellurnar eru 80x80 sm að stærð en eru stimplaöar með 40x40 sm mynstri og passa þann- ig inn í hinn almenna íslenska hellu- staðal. Allar almennar upplýsingar er að fá hjá Gúmmívinnslunni h/f á Akur- eyri, s: 461-2600, en þeir dreifa vöru sinni um land allt tÚ kaupenda. Umræða um öryggi barna og hvernig megi komast hjá slysum á þeim hefur verið mikil undanfarin ár. Fall af einhverju tagi eru algeng- ustu slysin sem börn verða fyrir' við leik. Meö því að hafa mjúkt og demp- andi undirlag við leiktæki barna er hægt að minnka tíðna slysa talsvert. Ný tegund Gúmmívinnslan h/f hefur í sam- vinnu við íslenska vöruþróun h/f þróað öryggishellur úr endurunnum hjólbörðum. Gúmmíhellur frá Gúmmívinnslunni hafa verið til í nokkur ár en í fyrra kom á markað- inn ný gerð sem er þykkari og mýkri og gefur meiri dempun en þær eldri. Gúmmívinnslan og íslensk vöruþró- un hlutu viöurkenningu Slysavarna- félagsins, Öryggi barna - okkar ábyrgð, árið 1994 fyrir þessar nýju öryggishellur. Eldri hellurnar eru nú meira ætl- aðar á staði þar sem fólk vill ein- angra kulda, s.s. á svalir eða þar sem fallhætta er lítil, til dæmis í kringum sandkassa. Yfirborö þeirra er stamt og eru því tilvaldar þar sem börn vantar spyrnu við leiki sína. Passa inn í hellulögn Við lagningu gúmmíhellna er und- irbyggt með frostfríu efni og þjappað eins og við almenna hellulögn. Gúmmíhellur þenjast út í hita og Naglfestan og Veðurkápan Fyrir nokkrum árum gaf Vírnet hf. út fróðleiksrit um stálklæðningar á þök og veggi og í ár kemur út þriðja útgáfa þess rits. Jafnframt því er bætt um betur og fróðleiksrit með aðgengilegum leiðbeiningum um val og notkun nagla er einnig gefiö út. Naglfestan-um nagla og neglingu Fræðsluritinu Naglfestunni er í grófum dráttum skipt í þrjá megink- afla sem heita naglar - uppruni og framleiðsluferill, tæringarvörn fest- inga og áraun og útdráttarprófanir (mæling á haldi nagla) og staðlar. Efnið, sem er að mestu samið af þeim Birni Marteinssyni, arkitekt og verk- fræöingi hjá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins, og Pétri Sig- urðssyni efnaverkfræðingi, er mjög aðgengilegt og skýrt sett upp. Fjöldi skýringarmynda er í ritinu auk línu- ritá og ýmissa taflna. Sérstakur kafli er einnig í bókinni með hagnýtum upplýsingum um alla nagla sem framleiddir eru hjá Vír- neti hf. auk leiðbeininga um hvar hver tegund hentar. Veóurkápan-um stálklæðningu húsa í fræðsluritinu Veðurkápunni er kappkostað að fara hlutdrægnislaust með staðreyndir en Vírnet er fram- Fræðsluritin Naglfestan og Veðurkápan eru aðgengileg fyrir almenning. leiðandi Borgarnessstáls. Birtar eru niðurstöður rannsókna og prófana sem unnar eru af sérfræðingum. Efni Veðurkápunnar er að miklu leyti unnið af Birni Marteinssyni en Pétur Sigurðsson og Jón Bjarnason efna- verkfræðingur hafa einnig lagt hönd á plóginn. Komið er inn á fjölmarga verk- og efnisþætti er varða stálklæðningar. Upplýsingum, sem nýtast hinum al- menna húsbyggjanda til ákvarðana- töku og verkframkvæmdar, er komið skilmerkilega á framfæri. Fjöldi skýringa- og deilimynda prýðir ritið, auk þess eru ýmsir umreiknikvarð- ar, sem viðkoma byggingariönaðin- um, aftast í ritinu. Enn sem komið er er eingöngu hægt að nálgast fræðslurit þessi hjá Vírneti, s: 437-1000, en til stendur að dreifa þeim í einhverjar bygginga- vöruverslanir. Garðúðari tS'GARDENA ^ 1 Gleðilegt sumar! Skógarplöntur með stórum rótarhaus, 35 í bakka, fura, birki, greni og víðir, frá kr. 1080. 'tUir dqyw1 eru hlöntuduyw< i irmwqgsstöd (íqtf- og lithiHufii* nuutat1 Blómstrandi runnar, fjölbreytt úrval. Sumarblóm og sígræn tré. Ráðgjöf - þjónusta - helgartilboð Fossvogsstöðin, Fossvogsbletti 1 -fyrir neðan Borgarspítalann. Opið 8-19, um helgar 9-17, sími 5641777

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.