Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1995, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1995, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1995 23 Þóra B. Jónsdóttir handverkskona: Málar sveppi og fólk á sjávargrjót í Hafnarfiröi getur að líta margt yfirnáttúrlegt. Sagt er aö hvergi sé álfabyggð meiri en þó á fólkið sem er í garðinum á Jófríðarstaðavegi 10 ekkert skylt við álfa. Hér er á ferð- inni handverk Þóru B. Jónsdóttur sem hefur málað sveppi og fólk á sjávargrjót undanfarið eitt og hálft ár. Engir tveir eins Upphafið var að Þóra fór að skraut- skrifa ýmsar athugasemdir á tré- platta fyrir um 3-4 árum. Þeir voru gerðir sem gjafir og fyrir um einu og hálfu ári fór hún að byrja að fikta við að mála á sjávargrjót og fékk mikil viðbrögð frá fólki sem hvatti hana til dáða. Þóra segist hafa mjög gaman af að mála á steinana enda alltaf verið hrifin af steinum. Lögun og gerð þeirra sé svo margbreytileg. í raun eru engir tveir eins og hún því alltaf með nýtt efni í höndunum. Þóra, sem lokið hefur við 3 annir í Myndlistarskólanum í Hafnarfirði, segir sig aldrei skorta hugmyndir og er ekkert hrædd viö að endurtaka sjálfa sig. Nú í sumar, á víkingahátíð- inni, verður hún með sölubás og hyggst mála bæði víkinga og eins einhverja af bæjarstjórnarmönnum Hafnarfjarðar fyrir þá hátíð. Taka þá inn yfirveturinn Fólkið og sveppirnir hennar Þóru eru skemmtilegt skraut í garðinn og fer einnig vel á að skreyta gróður- skála með náttúruefnum eins og þeim. Málningin, sem Þóra notar, er Dekor-lakk og steinarnir eru fengnir suður með sjó. Þóra mælir með því að hlutimir séu teknir inn yfir vetr- armánuðina til að litirnir endist bet- ur. Fyrir þá sem áhuga hafa er hægt að nálgast steinafólkið í versluninni Gjöf og kaffi í Hafnarfirði og einnig hjá Þóru að Jófríðarstaðavegi 10 í sama bæ. Birkikvistur er viða illa farinn eftir erfitt vor. Gróður illa farinn í síðasta blaði húss og garða var fjallað um hve sígrænn gróður hefur farið illa í vetur eða réttara sagt á útmánuðum þessa árs. Þegar líða tók á sumarið kom betur og betur í Ijós að sígrænn gróður er ekki sá eini sem farið hefur illa í vor. Á höfuöborgarsvæðinu má viða sjá gamla og harðgera runna nánast líf- lausa niður í 20 sm hæð. Sterkar rós- ir eins og hansarós og fjallarós kól víöa mikið og eru jafnvel dæmi um að fjallarósin sé alveg dauð niður í rót. Sama má segja um t.d. birkikvist og eins er vitað um marga fallega heggi sem eru alveg líflausir. Stundum hefur verið sagt að garð- yrkjumenn og garðræktaráhugafólk sé sá þijóskasti kynstofn sem til er, hann gefist aldrei upp. Það er ein- mitt það sem þarf núna, ekki gefast upp. Þeir runnar sem fariö hafa illa koma langflestir meö nýja sprota frá rót og þarf því bara að hreinsa ofan af það sem dautt er. Gömul rót er mun fljótari að koma upp með sterka plöntu á nýjan leik heldur en ef ný ung planta er keypt. Hansarósin er ein þeirra tegunda sem almennt er talin harðger en er nú viða mikiö kalin. f- Hús og garðar Steinfólkið hennar Þóru er skemmtilegt skraut í garða. #SSIáttuvélin SÖLUSTAÐIR UM LAND ALLT Rafmagns- garðsláttuvél með grassafnara. Laus við mengun og hávaða. Þrjár stærðir. Verð frá kr. 23.960 SINDRA BORGARTÚNI 31 ■ SÍMI 562 7222 Coelastic eínið hentar alls staðar þar sem þorí er á áferðaríallegu, sterku og viðhaldsíriu þak- og þéttiefni. Coelastic er mjög auðvelt og fljótlegt í ásetningu á flöt- og allt að 45° hallandi þök. Coelastic leysir leiðinleg lekavandamál t.d. í steyptum þakrennum, kverkum og köntum sem eru frostsprungnir og skemmdir. Lekur þakið og svalagólfið eða þarftu að finna hentugt ef ni á skyggnið yfir aðalinnganginum? Þá er Coelastic ódýr lausn á dýru vandamáli Coelastic er (Ijótandi þak- og þéttiefni sérstaklega hentugt á þök og gólf þar sem þörf er á samskeytalausu, teygjanlegu og áferðarfallegu efni til viðgerða og nýlagninga. Coelastic hefur farið sigurför um gjörvalla Evrópu vegna hinna sérstöku eigin- leika sinna. Helstu kostir Coelastic eru hversu fljótleg og auð- veld öll vinna er með efnið, hvort heldur verið er að nota það við nýbyggingar eða til viðgerða. Þegar Coelastic er komið á myndar það áferðafallega, samskeytalausa, sterka, vatnsþétta kápu sem þó „andar" og er viðhaldsfrí. Auk þess að vera mjög þolið gegn útfjólubláum (UV) og innrauðum (IR) geislum er Coelastic ekki viðkvæmt fyrir loftmengun sem er því miður vaxandi vandamál hér á landi. Coelastic endurkastar bæði Ijósi og hita, er hljóðeinangrandi og myndar vernd t.d. gegn glóandi neistaflugi frá verkfærum. Coelastic hefur 400% teygjuþol sem gerir efnið sérstaklega hentugt í þakrennur og alls staðar þar sem þörf er á efni sem þolir mikla þenslu, t.d. vegna hitabreytinga. Með alla þessa kosti í huga liggur í augum uppi að Coelastic er kjörið á alls konar þök svo sem á báru- járns- og steypt þök, undir torfþök og þakgarða, svalagólf, bað- og búningsherbergi, blómaker og gosbrunna, svo nokkur dæmi séu nefnd. Coelastic er ódýr og þægileg lausn á oft óþægilegu og dýru vandamáli. Hringið og sölumenn okkar veita túslega allar nánari upplýsingar. heildverslun Smiðjuvegi 30 - Kópavogi - Sími 587-2360

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.