Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1995, Side 11
FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ1995
11
Mennmg
íslenskar söngperlur
Þau Sigrún Hjálmtýsdóttir og Jónas Ingi-
mundarson komu fram á tónleikum sl.
mánudagskvöld í Listasafni íslands. Á efnis-
skrá þeirra þessu sinni voru eingöngu ís-
lensk sönglög. Þetta mun vera í fyrsta skipti
sem þau Diddú og Jónas hafa unnið saman
að alíslenskri efnisskrá fyrir tónleika en
þessir tónleikar tengjast ferð þeirra síðar í
þessum mánuði til Princeton í Bandaríkjun-
um. Þar munu þau koma fram á tónleikum
Tónlist
Askell Másson
í Westminster Choir College í sumardagskrá
skólans sem samanstendur af tónleikum og
fyrirlestrum. Tónleikarnir eru enn fremur
liður í menningarsamskiptum þjóðanna en
nýlega sóttu þau Ellen Lang sópransöngkona
og píanóleikarinn Nicholas Mastripolito ís-
land heim.
Efnisskráin átti að sýna n.k. þverskurð af
íslenskri sönglagagerð og gerði það bærilega
þótt að sjálfsögðu megi lengi deila um hvaða
ca 25 lög eigi að velja úr þeim þúsundum sem
Sigrún Hjálmtýsdóttir.
til eru. Tónleikarnir hófust á Ave Maríu
Kaldalóns en síðan var lögunum raðað niður
eftir eðh og gerð þeirra. Þannig komu næst
sex þjóðlög og söng Diddú þaö fyrsta þeirra,
Ljósiö kemur langt og mjótt, án undirleiks.
Jonas Ingimundarson.
Úr þessari fyrstu syrpu má kannski nefna
sérstaklega lögin Sofðu unga ástin mín sem
var sérlega fallega flutt og Litlu börnin leika
sér sem var mjög skemmtilegt í flutningi
þeirra Diddúar og Jónasar.
Við tóku fjögur lög af ólíku tagi, fyrst hið
frábæra lag Jórunnar Viöar, Únglíngurinn í
skóginum, við ljóð Laxness, en síðan Róa,
róa rambinn eftir Jónas Tómasson, Man-
söngur Kjartans Ólafssonar við ljóð Þórarins
Eldjárns og Yfirlýsing Hjálmars H. Ragnars-
sonar við skondið ljóð Magneu Matthíasdótt-
ur. Flutningur allra þessara laga var hinn
vandaðasti. Bæði rödd Diddúar svo og sviðs-
framkoma hennar er einkar aðlaðandi og
hefur hún mikla útgeislun og á auðvelt með
að heilla áheyrendur. Ef ekki lægju að baki
vönduð vinnubrögð dygði þó fátt til en Diddú
er nú örugglega meðal okkar mikilhæfustu
söngkvenna.
Við tóku m.a. hestavísur, þ. á m. Jarpur
skeiðar eftir Pál ísólfsson, geysigott lag sem
var og frábærlega flutt, svo og Á Sprengi-
sandi eftir Kaldalóns. Þá komu vögguvísur,
m.a. eftir Jón Leifs sem er skemmtilega sér-
kennilegt lag, og síðan endaði dagskráin á
flmm lögum úr ólíkum áttum, m.a. Drauma-
landinu eftir Sigfús Einarsson og Ég elska
þig eftir Jón Þórarinsson. Aukalögin voru
mörg. Samstarf þeirra hefur greinilega borið
ríkulegan árangur og gaman væri að fá þessa
efnisskrá hljóðritaða á hljómdisk. Er þeim
óskað heilla í for sinni til Bandaríkjanna.
Fréttir
Ferðahópurinn í blíðviðrinu í Kjósinni
ÍSLNtfD
Vinninua skal
ÍVP' \ il j;,r> h ja
l-rni ou Orlvui hl
Vinningshafar
aaesms:
l)a\ ió Björnsson
Hciðarluiulur 45 • 600 Akurcvri
Anna Nlaría Arnardóttir
Stelkshólar 4*111 Rcykjavík
< •
I
Stelpurnar taka hraustlega á í reiptoginu. Og auðvitað unnu þærstrákana.
Hoppkastalinn frá Herkúles átti augljóslega hug og hjarta yngstu kynslóðar-
innar.
Fjörug
fjöl-
skylduferð
Frjáls fjölmiðlun hefur um árabil
boðið starfsfólki sínu og fjölskyldum
þess í ferðalag í júlímánuði. Þessar
ferðir hafa alltaf verið vinsælar enda
vel þegið af foreldrum að skreppa
með íjölskylduna í skemmtiferð án
þess að þurfa útbúa nesti eða hafa
áhyggjur af akstrinum.
Um síðustu helgi fjölmenntu starfs-
menn DV, Tímamóta og ísafoldar-
prentsmiðju með fjölskyldur sínar í
skemmtferð sumarsins en alls fóru í
ferðina um hundrað og áttatíu
manns.
Að þessu sinni var ekið upp í
Vatnaskóg þar sem Skógarmenn
tóku á móti gestunum, gengu með
þeim um svæðið og reifuðu í stuttu
máli sögu þeirrar merku starfsemi
sem KFUM hefur haldið á lofti í
Vatnaskógi um áratugaskeið.
Þá var haldið niður að Félagsgarði
í Kjós þar sem boðið var upp á heitar
pylsur, samlokur og svaladrykki eins
og hver gat í sig látið. Síðan undu
menn viö leiki í glaða sólskini í Kjós-
inni meðan rigningarsuddi hrelldi
borgarbúa hinum megin Esjunnar.
Ungir og aldnir reyndu með sér í fót-
bolta en yngsta kynslóðin ærslaðist
í hoppkastala sem leigður var út af
fyrirtækinu Herkúles. Þegar degi tók
að hafla var lagt af stað heimleiðis
um Kjósarskarð en áð í Hlégarði og
þar snæddur kvöldverður.
Það var ánægður hópur sem kom
aftur í Þverholtið seint á laugardags-
kvöldið eftir enn eina vel heppnaða
fjölskylduferðina.
Hlíðarendi (Rang). Bær og kirkju-
staður í Fljótshlíð. (...)
Á Hlíðarenda bjó Baugur Rauðsson er
nam Fljótshlíð alla að sögn Landnáma-
bókar. Hann var langafi Gunnars
Hámundarsonar sem er ein af aðalsögu-
hetjum Njáls sögu. Gunnar kvæntist
Hallgerði Höskuldsdóttur sem kölluð
var langbrók. Lýsingar sögunnar á
sambúð þeirra heima á Hlíðarenda eru
meistaraverk en hæst rís frásögnin
þegar flokkur óvina Gunnars gerði
atlögu að honum. Tókst einum úr því
liði að höggva sundur strenginn í boga
Gunnars. Bað hann Hallgerði um lokk
úr hári hennar til að snúa úr nýjan
streng en hún neitaði. Féll hann síðan
eftir hetjulega vöm. (...)
ÖRN OG ® ÖRLYGURk
Dvergshöfða 27, Reykjavík
Sími 568 4866
■ u
m
9 0 4 *1
Don'tjose contact with the world.
Call 904-1700 and hear the latest
world news in English orDanish.
7 0 0
kr. 39.90 min.
m&jœ