Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1995, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1995, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 Fréttir Frágangi háhýsanna á Völimdarlóðinni loks lokið: Sex ára baráttu íbú- anna lauk með bænahaldi þegar þeir fögnuðu lokafrágangi sameignarinnar „Þetta var mikið félagslegt slys og viö erum mörg sem höfum orðið að líða fyrir það. Þegar Steintak varð gjaldþrota fyrir 6 árum skildi það viö húsin öll hálfkláruð og engin sam- eign var komin; ekki lyfta, ekki dyra- sími, ekki útidyrahurðir, engin þvottahús, bara alls ekki neitt. Það sem við, sem höfðum keypt þarna íbúðir, þurftum því að gera var að drífa þetta áfram. Við þurftum að gera íbúðimar íbúðarhaefar og síðan að ljúka viö sameignina. Við emm því búin að tvíborga sameignina og hefur það kostað aukalega um 1,5 milljón krónur á meðalíbúð. Okkur tókst þetta og við fögnuðum þeim merka áfanga okkar síðastliðinn laugardag. Við héldum smá útihátíð á lóðinni okkar og fengum séra Jak- ob Hjálmarson til að fara með hús- bæn í tilefni þessa,“ sagði Þorsteinn Einarsson, formaður húsfélagsins að Skúlagötu 10, en það em háhýsin frægu á Völundarlóðinni. Hann sagði að það væru á milh 60 og 70 fjölskyldur sem hefðu lent í þessum hremmingum. Og fyrir utan að þurfa að greiða sameignina tvisv- ar tóku flestir við íbúðum sínum miklu styttra komnum en þeir höfðu greitt fyrir. Venjulegt launafólk í þessum hópi mætti erfiðleikunum með því að neita sér um sumarfrí í mörg ár eða að kaupa sér bíl eða að endurnýja þann gamla. Enda þurfti fólk að taka mjög dýr og óhagstæð lánvegna þessa. „Á meðan við höfum staðiö í þess- ari baráttu okkar höfum við haft fjóra félagsmálaráðherra. Við höfum ítrekað sent þeim erindi og beðið um viðtal en höfum ekki einu sinni feng- ið að komast inn á biðstofuna hjá þeim. Við ætluðum að athuga hvort ekki væri til einhver húsbréfavinkill fyrir okkur en náðum aldrei að fá að spyrja þá að því, hvað þá meira. En nú er þessu lokið. Sameignin öll og lóðin er fullfrágengin en fólk situr auðvitað uppi með skuldirnar," sagði Þorsteinn Einarsson. Aö ná sambandi viö togarana í Smugunni: Alveg vandræðalaust ef fólk notar ritsímann - segir Sævaldur Gunnarsson útgeröarstjóri „Við notum alltaf ritsímann til að ná sambandi við okkar skip í Smug- unni. Einnig er til tölvubúnaður sem er þannig að útgerðimar geta sent boð beint í gegnum gervihnött til skipa sinna og eru allmargar útgerð- ir komnar með slíkan búnað. Ég hef aldrei lent í minnstu vandræðum við aö ná sambandi við okkar skip í gagnum ritsímann," sagði Sævaldur Gunnarsson, útgeröarstjóri Hrað- frystihúss Þórshafnar sem gerir út togarana Hágang I og Hágang II. Fréttir hafa verið um að fjölskylda sjómanns á skipi í Smugunni hafi ekki náð sambandi við hann í gegn- um norska strandstöð og kvartað til norska sendiráösins vegna þessa. Sævaldur sagði að veiði í Smug- unni hefði glæðst síðustu daga og einnig að um stærri fisk væri að ræða. Hann sagði að nokkuð hefði borið á smáfiski undanfarið og hefðu til að mynda Hágangamir verið meö smáfiskpakkningar í gangi fyrir nokkru. Nú væri fiskurinn farinn að veiðast í botntroll, aflinn meiri og fiskurinn stærri. Um þessar mundir munu vera á milh 30 og 40 íslenskir togarar að veiðum í Smugunni. ElrlrS #|mamÍA iiv kln* ekki oregio ur mut- verki íslands Þrátt fyrir breytt hlutverk Atl- ars með HaUdóri Ásgrímssyni ut- antshafsbandalagsins mun hlut- anríkisráðherraogDavíðOddssyni verk Islands innan þess verða síst forsætisráðherra meðan á dvöl minna en áöur. Lega landsins milU hans stóö hér á landi. Meðal um- Evrópu og Bandaríkjanna er ekki ræðuefna var ástandið í ríkjum síður mikilvæg en áður og að auki fyrram Júgóslavíu og afskipti má vænta þess aö vera íslands inn- NATÓ af stríöinu. an bandalagsins geti auðveldað að- Á blaöamannafúndinum í gær lögun nýrra ríkja að starfínu og gerði George að umtalsefhi farsæl aukið Jíkur á varanlegum friði í samskipti Islands og NATÓ frá því álfunni. Þetta kom meðal annars ísland gerðist stofnaðiU að banda- frara á blaðamannafundi sem laginu 1949. Nú sé rætt um að George A. Joulwan, yfirmaöur her- breyta bandalaginu, fjölga aðildar- afla Atlantshafsbandalagsins í Evr- rikjunum og koma á fót samvinnu ópu, hélt í Reykjavík í gærdag. um frið viö ríki Mið- og Austur- George kom hingað til lands í Evrópu, sem aftur kalli á ný vinnu- stutta skyndiheimsókn í fyrra- brögö þar sem ísland geti gegnt kvöld en flaug aftur utan sfðdegis veigamiklu hlutverki. í gær. George fundaði meðal ann- -kaa ,r ö d d FOLKSINS 904-1600 Á að hækka bílprófsaldur upp i 18 ár^ Alllr i stafrana k«rflnu meO t«n»ail$»Im» e»t» nýtt atr ftetsa þftnuttu. Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Já l_j Nei _2j Bátnum var bjargað á þurrt eftir að hann sökk. Hann hafði skamma viödvöl á yfirborði ægis. DV-mynd Eggert Antonsson Hvammstangi: Gisinn fyrir ægi Eggert Antonsson, DV, V-Húnavatnssýslu: Smábátur sökk í höfninni á Hvammstanga á dögunum. Þegar báturinn var sjósettur hafði líklega ekki komið í sjó lengi, var heldur gisinn fyrir ægi og sökk eftir tvo tíma á yfirborði hans. Slökkvibíll var fenginn til að dæla sjó úr bátnum og vörubílskrani var notaöur til þess að lyfta undir hann svo hægt væri að sjótæma hann og koma honum á þurrt á ný. Reyndist þetta ágæt æfing fyrir slökkviliösmenn aö nota nýjan slökkvibíl við svona aðstæður. Laxveiði 1 sjó við Akranes: Hafa fengið 400 laxa ínetádag Daiúel Ólafsson, DV, Akranesi: Mjög góð veiði hefur verið í net hjá tveimur bæjum, sem hafa leyfi til að leggja laxveiðinet í sjó, nálægt Akra- nesi. Bæirnir eru Kirkjuból og Kúla. Sigurjón Guðmundsson, bóndi á Kirkjubóli, sagði að veiöin í ár hefði verið mun meiri en í fyrra. Stundum hefðu allt að 400 laxar komið í netin yfir daginn. Nú væri þetta farið að minnka vegna strauma og væri veið- in um 40 laxar yfir daginn. Svipað hefur einnig verið upp á teningnum hjá Kúlubændum. Talað hefur verið um að semja við bændur á þessum bæjum um upp- kaup á réttindunum en að sögn Sig- urjóns Guðmundssonar hefur ekkert gerst í þeim málum í sumar. Stuttar fréttir Líklegt er að samkomulag náist um stækkun álversins, að sögn iðnaðarráöherra. Vinnuveitend- ur og verkalýðshreyfing hafa þrjár vikur til að semja um rýmri útboösreglur, skv. Stöð 2. Hæstiréttur skipi í nefnd Utanríkisráðherra telur hugs- anlegt að fela Hæstaréttí að skipa menn í kaupskrámefnd, að sögn RÚV. Nefndin úrskurði um laun íslenskra starfsmanna hjá Varn- arliðinu. Engar viðskiptahindranir íslensk og dönsk stjórnvöld vUja ekki setja viðskiptahindran- ir á franskar vörúr til aö mót- mæla kjarnorkutilraunum Frakka, skv. Stöð 2. Ekkertframboð Enginn gefur kost á sér til vara- formanns í Alþýðubandalaginu á landsþingi í haust. Varaformaður veröur kjörinn beint á landsþing- inu. loðnafundin Loðna hefúr fundist á lokuöu svæði úti fyrir Vestíjörðum. Leyfi hefur fengist til aö kasta á gönguna, skv. RÚV. Bretar hafa áhuga á Uxa Stórir breskir tónleikahaldarar vilja koma að tónlistarhátíðinni Uxa á næsta ári. Nokkurt tap var af hátíðinni, skv. Stöð 2. 200 tepptir i Þórsmörk Tæplega 200 ferðamenn voru tepptir f Þórsmörk fram eftir degi i gær vegna mikilla vatnavaxta, samkvæmt Sjónvarpinu. Bankaleyndrofin? Bankaeftirlitið teiur ástæðu til að láta ríkissaksóknara úrskurða um hvort bankaleynd hafi veriö rofin hjá Landsbankanum. Bank- aráð telur það ólíklegt- -GHS Hreindýrahræ í tugatáli eystra: Dýrin hafa ekki lifað af harðindin í vor Sesselja Traustad., DV, Borgarf. eystra: Hreindýraveiðin er hafin hér eystra. Hefur farið rólega af stað en þó er búið að fella einn tarf. Að sögn Skúla Sveinssonar veiöimanns er mikið um hreindýrahræ í Loðmund- arfirði og Húsavík, rétt norðan Loð- mundarfjarðar, og virðist sem dýrin hafi ekki þolað harðindin í vor. Hann taldi 52 hræ á þessum slóðum. Hjörð- in á veiðisvæði Borgfirðinga er talin vera rúmlega 100 dýr og virðist svæð- ið ekki bera öllu fleiri dýr í slæmu árferði. Úthlutaður kvóti til Borgarfjarðar- hrepps er 17 dýr, 5 tarfar og 12 kýr. Heimamenn munu veiða hluta kvót- ans en ákveðið hefur verið að gera tilraun meö sölu á hiuta leyfanna í ár. Því hefur Hreindýraráði verið fahð að annast sölu á 3 tarfaveiðileyf- um og 6 kúaleyfum eftir 7. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.