Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1995, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1995, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 Neytendur DV Verðhækkun á mjólkurvörum Þann 1. ágúst síðastliöinn hækk- uðu ýmsar sérvörur frá Mjólkursam- sölunni um tvö og hálft til þrjú og hálft prósent. Það voru þó ekki allar vörur frá Mjólkursamsölunni sem hækkuðu. Mjólkin sjálf kostar til dæmis eftir sem áður 64 kr. víðast hvar og hreint skyr, rjómi, mysa og G-vörurnar hækkuðu ekki heldur. Hins vegar hækkuðu vörur eins og skyr með ávöxtum, jógúrt, kvarg, engjaþykkni og kaldi. Ef meðaltalshækkunin, þrjú prósent, er tekin má sjá að blandað rjómaskyr, svo dæmi sé tekið, hækk- ar úr 151 kr. í 156 krónur. Hver er ástæðan? Vilhelm Andersen, fjármálastjóri hjá Mjólkursamsölunni, segir að ástæðan sé fyrst og fremst hækkun á aðföngum. „Umbúðir, bragðefni og fleira sem við þurfum aö kaupa hefur hækkað að undanfömu og þess vegna neyð- umst við til þess að hækka okkar vörur í samræmi við það,“ sagði Vil- helm. Hann sagði jafnframt að þær vörur sem hækka nú, væru þær vör- ur sem Mjólkursamsalan hefði nokk- uð frjálsar hendur um álagninu á. ástæðan er hækkun á aðfóngum, segir flármálastjóri MS Aðrar vörur, eins og mjólkin sjálf, rjóminn og hreint skyr, væri ekki á þeirra valdi að hækka heldur hinnar svokölluðu fimm manna nefndar sem samkvæmt búvörulögunum verðleggur þær vörur. Hækkunin þann fyrsta ágúst síð- astliðinn kom flatt upp á ýmsa neyt- endur enda hafði Mjólkursamsalan lítið sem ekkert kynnt þessar breyt- ingar á verðskrá. Aöspurður sagði Vilhelm að það hefði mátt kynna hækkunina betur. Slíkt væri smekk- legra gagnvart neytendum. Frekari hækkanir? Vilhelm kvaðst ekkert vita um þaö hvort þær vörur sem stóðu í stað i þessari hækkun myndu hækka á næstu vikum. Þó er vitað að fimm manna nefndin svokallaða, sem ræð- ur verðlagi á þeim vörum, mun fara yfir verðskrána um næstu mánaða- mót, eins og venja er til. Fimm manna nefnd þessi er skipuð samkvæmt landslögum og í henni eiga sæti 2 fulltrúar frá mjólkuriðn- aðinum, 1 frá ASÍ, 1 frá BSRB og fulltrúi samkeppnisstofnunar. Mjólkursaia dvínar A undanfórnum árum hefur mjólk- Það er spurning hvort neytendur verða „alveg kókó“ vegna hækkananna hjá Mjólkursamsölunni. Sá vinsæli drykkur hækkar þó ekki i þessari lotu að minnsta kosti. ursala í landinu farið dvínandi og samkvæmt Adolf Ólasyni hefur sal- an verið „röngu megin við núllið" undanfarin ár, fyrir utan árið 1993 þegar Fjörmjólkin kom á markaðinn. „Við erum í mjög harðri samkeppni við ýmsa aðra drykki, svo sem ávaxtadrykki, gosdrykki og vatn. Fjörmjólkin lyfti sölunni hjá okkur upp og á tímabili var hún 17% af seldri mjólk í landinu en er nú kom- in í 10%,“ sagði Adolf. Hann sagði jafnframt að þrátt fyrir að mjólkurneysla hefði dregist nokk- uð saman hefði sala á ýmsum sérvör- um aukist á móti, svo sem á engja- þykkni. íslendingar hafa þannig fært neysluna í mjólkurvörum frá venju- legri mjólk yflr í sérvörurnar. 155 lítrar á mann Eftir sem áður eru íslendingar með allra , mestu mjólkurneytendum heims, enda drekkur hver íslending- ur að meöaltali 154,93 litra á einu ári sem er fjórða mesta neysla í heimin- um á hvern haus. Ef teknar eru allar mjólkurvörur í heild sinni eru ís- lendingar í þriðja sæti. Belgía £== Sviss *== Þýskaland i= Danmörk <= Spánn Finnland Frakkland Bretland J Grikkland j írland ; Ítalía í Lúxemborg j Holland I Noregur I Portúgal < Svíþjóð I Hvenær berst Iréfið? - meöalsenditími pósts til og frá landinu - Póstur frá Islandi Póstur til íslands 6 8 10 Taflan er unnin út frá niðurstööum könnunar Price Waterhouse samkvæmt UNEX-kerfinu. Miðað er viö fimm daga vinnuviku. Laugardagar og sunnudagar eru því ekki meö, né heldur löggiltir frídagar í viðkomandi löndum. DV Alþj óðleg póstkönnun: Póstþjónusta á ís- landi á uppleið - talsmenn Pósts og síma ánægðir með niðurstöðurnar Nýlega voru birtar niðurstöður könnunar sem Alþjóðapóstfélagið (Intemational Post Corporation) lét gera á póstsamgöngum í Evrópu- löndum. Félagið hefur það að markmiöi sínu aö bæta póstþjón- ustuna í heiminum og beindist könn- unin að því að finna út á hvaða svæð- um póstsamgöngum sé einkun ábóta- vant. Talsmenn Póst- og símamálastofn- unarinnar hér á íslandi telja að nið- urstöðurnar séu góðar fyrir íslend- inga. 1,3 milljónir bréfa Könnun þessi var unnin á þann hátt að bréfvoru send í þeim tilgangi aö fylgjast með hversu fljótt og vel þau bærust á milli staða. Um 1,3 milljónir bréfa voru send í þessum tilgangi og með í reikningin voru tek- in 64 mismunandi atriði, svo sem þyngd bréfanna, mismunandi utaná- skrift, frímerking, póststimplanir og fleira. Könnunin fór fram á öllu síð- asta ári og verður áfram í gangi allt árið um kring og verða niðurstöður birtar reglulega. Markmiðið er að fylgjast með póstþjónustunni og bæta hana. Hvar stendur ísland? Taflan hér á síðunni sýnir niður- stöður könnunarinnar frá fyrsta fjórðungi þessa árs. Þar sést til dæm- is að bréf frá íslandi til Danmerkur er rétt rúmlega tvo daga að meðal- tali að berast til viðtakanda þar. Bréf frá Ítalíu til íslands er hins vegar rétt tæpa sex daga á leiðinni, en ef íslendingur vill senda til Ítalíu verð- ur viðtakandinn þar að bíöa níu daga eftir bréfinu. Ef þessar tölur eru bornar saman við heildartölur frá árinu 1994 má sjá að póstur til og frá íslandi kemst nú í fleiri tilfellum til viðtakenda innan þriggja daga, en það er sá tími sem Alþjóðapóstfélagið miðar við. Sann- arlega jákvæö þróun. Gottmeðgrillinu: Graslauks-gúrkusalat - frábært meðlæti,.segir Ingvar Sigurðsson Enn birtum við ljúffengar upp- skriftir frá Ingvari Sigurðssyni, mat- reiðslumeistara á Argentínu. Þetta salat segir Ingvar vera gott með öll- um mat og kjörið til þess að taka með í útileguna. Sæta sinnepið gefur salatinu mikið bragð þannig að rétt er að fara varlega í það og bæta frek- ar smám saman út í ef menn vilja auka sæta bragðið. Graslaukinn er hægt að fá í flestum búðum en einnig er mjög auðvelt að rækta hann í garðinum ef fólk hefur aðstöðu til þess. Hér kemur upp- skriftin: 2 dl majones 1/2 dl sýrður ijómi 1-2 msk. sætt sinnep 1 msk. sykur 2 msk. saxaður graslaukur 2 msk. saxaðar súrar gúrkur 2 tsk. dill (þurrkað) Þessu er öllu hrært saman og blandað vandlega. Salatið er síðan bragðbætt með salti, pipar og aro- Spörun - nokkur einföld rá Það er algengt að fólk kvarti und- n bensín 5 sem draga úr eyðslu ar eru bónaðar oft svo þær eyði an oi nau Densinveroi ner a lanui. Það gleymist hins vegar oft að bensínkostnaö er hægt að lækka verulega þrátt fyrir lúð háa bensín- verö. Hér koma nokkur ráð til öku- minna eiasneyti:; • Bíll í hægagangi eyðir Ef stansað er í meira en hálfa til eina minútu borgar sig peningalega að drepa á bílnum. og skila árangri. • Hraðakstur kostar Eyðslan getur aukist um tíu pró- • Haltu jöfnum hraða Bíllinn eyðir mest við hraða- aukningar, snöggar inngjafir, of ef ekið er á 100 km/klst. í stað 80 km/klst. Meö öðrum orðum, bíllinn og þess háttar. Best er að halda jöfnum hraða. Kemst íu /o lengra a nveijum uira ef ekið er á 80 km/klst. en á 100 km/klst. • Þrýstingur í hjólbörðum • Skreppum saman Það er mikilvægt, bæði fyrir bensínsparnað og slit á bílum, að fólk reyni að samnýta bílana sína. Það margborgar sig aö mæla þrýstinginn í hjólbörðunum og hafahannjafnan. Ójafn þrýstingur Tvenn hjón ættu frekar að fara saman á einum bíl og deila bensín- kostnaði en að fara á sínum bílnum eöa linur hjólbaröi eykur eyðslu. • Minnkið loftmótstöðu Öll loftmótstaða eykur eyöslu. Hafið því glugga og topplúgu lok- aöa, forðist óþarfa farangur á topp- grind og hafiö bilinn hreinan, það skiptir máli. (Vissuö þiö að flugvél- hvor og eyða helmingi meira bens- íni. Þessi ráð ættu allir ökumenn að geta nýtt sér. Þau eru fengin hjá bifvélavirkjum og áhugamöimum um bensínsparnað. Svo muna allir að fara varlega í umferöinni. Ingvar Sigurðsson matreiðslumeist- ari gefur hér neytendum enn eina Ijúffenga uppskriftina og nú að gras- lauks-gúrkusalati sem gott væri að borða með grillmatnum um helgina. mati eftir smekk. Verði ykkur að góðu!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.