Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1995, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1995, Síða 13
FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 13 Það var tiltölulega rólegt hjá stelpunum í fatahenginu á Tunglinu þegar DV bar að. Halla, Dóra og Unnur fatcihengispíur gáfu sér því tíma til að brosa blítt. Það var engin spurning um stemninguna hjá Heiðu, Steinunni og írisi á Ingó þegar DV greip þær glóðvolgar af dansgólfinu. D V-my ndir T J Meiming Orðfáar stemningar Ásdís Óladóttir er ung skáldkona sem fyrir skömmu gaf út sína fyrstu ljóðabók, Birta nætur. Þetta er falleg- ur og ástúðlegur titill og lýsandi fyrir ljóðin sem mörg hver geisla af mýkt og hlýju eins og t.d. ljóðið Tár: Eins og ljósið dregið niður á litlum lampa er ekkinn tekinn að hljóðna í litlu herbérgi. (17) Ljóðið býr yfir kyrrlátri angurværð og er Ásdís nokk- uð lunkin við að ná fram stemningu andartaksins í stuttum, einföldum og orðfáum ljóðum í þessum anda. í ljóðinu Birta nætur yrkir hún um íslenska nætur- birtu og kemur í íjórum línum til skila þeirri lífsgleði og innri óþreyju sem býr í sumarnóttinni: Birta nætur fyllir mig þrá. Eg stig dans inn í glóandi hnöttinn. (32) Mér finnst Ásdísi takast best þegar hún heldur sig á þessum hófsömu nótum en síður þegar hún vill vera háfleyg. Þá ramba ljóðin á brún tilgerðar og flatneskju eins og Vorljóð sýnir vel: Á helgu vori dreypum við á mjúku vatni. Eilífur er gljúpur draumur. (29) Ólíkt Birtu nætur, sem er fallegt í látleysi sínu, er þetta ljóð uppskrúfað og óekta og það sama á við um eftirfarandi ljóð: í reykmettuðum bíl í litlausri kvikmynd angurvær með bros á vör örvasa sál. (28) Ómarkviss orðanotkun lokar lesandann úti og þótt vissulega megi álykta sem svo að hér sé ort um lífs- leiða skilar sú stemning sér ekki. En það er einmitt Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir meginstyrkur Ásdísar hve skemmtilega henni tekst oft að laða fram litlar en skarpar myndir sem magna upp vissa stemningu. Fegurðarstemningu í því stutta ljóði Fegurð: Við enda götunnar búa falleg orð. (23) Eða stemningu ástar í einu af betri ljóðum bókarinnar, Litagleði: Úr dropóttum krukkum þú blandaðir liti ímyndana þinna. Bleikt fyrir sól, blátt fyrir mold en fyrir saflrgrænan sjó valdirðu mig. (27) Þótt fmna megi ýmsa annmarka á ljóðunum, sem vel má flokka undir reynsluleysi byrjandans, er Ásdís Óladóttir áhugaverð skáldkona sem lætur vonandi heyra meira í sér í framtíðinni. Birta nætur Ásdís Óladóttir Andblær 1995 __________________ Fréttír Risarabarbari í Hveragerði Þrátt fyrir heldur kalt sumar hefur risastór víða en þó mestur að Kamba- gróður víða sunnanlands tekið vel hrauni 42. Þar er hann nokkuð á við sér enda hefur ekki skort væt- annan metra á hæð og gildur eftir una. Rabarbarinn í Hveragerði er því. Brenda Kristmundsdóttir með mesta risann i garði sínum að Kambahrauni. DV-mynd Sigrún Lovísa, Hveragerði Taktu þátt í Sumar Þrumuleik Bónus Radíó í síma 904 17^0 og þú átt þess kost að vinna olæsilega Samsung Max 370 hljómtækjasamstæðu að verðmæti kr. 35.900 ega tíu geisladiskastanda frá Bónus Radíó að verðmæti kr. 1.490 hver/ Þú hringir í síma 904 og svarar þrem laufléttum spurningum um hin fjölbreyttu Sumar- Þrumutilboði Bónus Radíol ^ Svörin við sptirrtingunum finnur þú í fjögflrra síðna blaðauka frá BÓnus Radíó sem fylgdi DV \ laugardaginn 29. júlí. Grensásvegi 11 Sími: 5 886 886 Fax: 5 886 888

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.