Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1995, Blaðsíða 32
SIMATORG DV 904 1700 562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJORN - AUGLYSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 563*2700 BLAÐAAFGREIÐSLA OG ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BÐNN SIMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL. 6-8 LAU6ARDAG& OG MÁNUOAGSMORGNA Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995. Ólafur Jóhann Ólaísson, forstjóri hjá Sony 1 New York: Vaxtarbroddurínn í gagn virkum skemmtihugbúnaði „Viö erum að fara i auknum mæli inn á gagnvirka markaðinn sem er orðinn .einn helsti vaxtar- broddurinn í fyrirtækinu. Ástæðan er sú að næstu 20-30 árin mun skemmtiefni, þar sem fólk þarf aö gera eitthvað annað en að horfa eða hlusta, aukast mjög mikið, bæði tengt sjónvarpi og tölvum. Það er sá hluti skemmtanaiðnaðarins sem hefur aukist langmest síðustu fímm árin og eykst mjög ört. Sony Electronic Publishing hefur vaxið mjög hratt og það er í rauninni bara staðfesting á því að það verður eitt helsta vaxtarfyrirtækið innan Sony á næstunni," segir Ólafur Jóhann Ólafsson, forstjóri Sony Electronic Publishing, Inc. Ólafur Jóhann hefur tilkynnt að nafhi fyrirtækisins Sony Electr- onic Publishing, Inc., verði breytt í Sony Interactive Entertainment, Inc., til að sýna betur áherslu Sony á gagnvirkan skemmtihugbúnaö í framtíðinni en breytingin kemur 1 framhaldi af stærri skipulagsbreyt- ingum innan Sony. Búið er að stokka Sony Electronic upp í sjö dótturfyrirtæki, stúdíó, sölu-, markaðs- og dreifingarfyrirtæki, og færa til ýmsar deildir auk þess sem sjöunda fyrirtækið er með alla framleiðslu Sony á CD ROM disk- um. - En eiga fréttir af vandræðum Sony-forstjórans með samstarfs- mann að nafni Steve Race og Jap- ani við einhver rök að sfyðjast? „Þessar fréttir voru ansi rangar eins og kom í ljós þegar þessi mað- ur hætti og öli skipulagsbreytingin fór fram. Eg er búinn að undirbúa þessar breytingar í eitt ár og síð- ustu tvo mánuði hefur mikiö gerst, deildir verið fluttar til og menn far- ið í aðrar stöður. Þá fylgja alitaf raiklar sögusagnir og þetta var bara ein þeirra. í svona stórfyrir- tæki eru menn ekki alltaf sammála en það er bara það venjulega," seg- ir Olafur Jóhann sem staddur er hér á landi. -GHS Flugleiðir: Nýjarflugleið- ir og 80 nýir starfsmenn Samningarum neyðarvaktslöð Flugleiðir hyggjast á vori komanda hefja flug til tveggja nýrra staða, Boston í Bandaríkjunum og Halifax í Kanada. Vegna þessa mun einni Boeing 757-200 þotu verða bætt við flugflotann og hyggst félagið ráða um 80 nýja starfsemenn vegna aukinna umsvifa. Flogið verður þrisvar í viku til Boston og tvisvar í viku til Halifax. Frá og með 1. september nk. veröur innanlandsflug Flugleiða skilið frá öðrum einingum félagsins en það verðurþóáframhlutiFlugleiða. -sv Samningar standa yfir milli dóms- málaráðuneytisins og hlutafélags í eigu Slökkviliðs Reykjavíkur, Slysa- varnafélags íslands, Securitas hf„ Vara hf. og Sívaka hf. um uppbygg- ingu og rekstur neyðarvaktstöövar. Stöðin á að taka við beiðnum um aðstoð gegnum samræmt neyðar- númer í Evrópu, 112, en það tekur gildi um áramót. -GHS Þjófurálínu- skautum gómaður Tveir spænskir ferðamenn eru nú svo gott sem strandaglópar á Egils- stöðum. Spánverjarnir ætluðu að ferðast um landið á vélhjólum og gistu á tjaldstæðinu á Egilsstöðu í nótt. Þegar þeir vöknuðu í morgun var búið að stela hlífðaríotum þeirra sem þeir höföu hengt til þerris í gær- kvöld. Lögreglan á Egilsstöðum rannsakarnúfatahvarfið. -pp „Strákurinn opnaði peningakass- ann, hrifsaði til sín peninga og hljóp út. Hann var á línuskautum en við náðum strax í skottið á honum og afhentum lögreglunni kauöa. Hann var þrettán ára og hefur líklega hlaupið með tólf til þrettán þúsund krónur út úr búðinni. Þetta hefði auðvitaö verið slæmt ef við hefðum ekki náð honum en fyrst svo fór þá erum við ánægðir," sagði starfsmað- ur sportvöruverslunarinnar Bolta- ^mannsins viö Laugaveg eftir að hafa gómað ungan þjóf í versluninni í gær. Dean Martin lifir Hare Krishna-félagar af ýmsu þjóðerni hafa dvalist hér á landi að undanförnu og fóru i fyrstu friðargöngu Hare Krishna á íslandi i Reykjavík um helgina. Gangan er hluti af 10.000 kilómetra alþjóðlegri Hare Krishna-göngu til Moskvu sem farin verður á einu ári. DV-mynd JAK „Dino lifir enn - Dean Martin há- tíð“ er yfirskrift mikillar skemmti- dagskrár sem fram fer í Þjóöleikhús- kjallaranum næstkomandi fimmtu- dag. í dag kl. 16 halda aðstandendur hátíðarinnar hæfileikaprufu í Þjóð- leikhúskjallaranum þar sem leitað verður að hstafólki til þess aö koma fram á hátíðinni en auk þess kemur fram fjöldi landsþekktara skemmti- krafta. LOKI Egilsstaðir- Reykjavík álínuskautum . Veðrið á morgun: Gola eða kaldi Á morgun verður suðaustan gola eða kaldi. Rigning verður með suður- og austurströndinni en víðast þurrt annars staðar. Hiti verður á bilinu 10 til 20 stig, hlýjast í innsveitum norðan- lands. Veðrið í dag er á bls. 36 'mWFILl/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.