Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1995, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 DANSSTAÐIR Amma Nuno og milljónamæringar leika föstudagskvöld. Áslákur Mosfellsbæ Lifandi tónlist föstudags- og laugar- dagskvöld. Blúsbarinn Hljómsveitin Lipstikk heldur tónieika föstudags- og laugardagskvöld. Café Amsterdam Hljómsveitin Bylting leikur föstu- dags- og laugardagskvöld. Danshúsið í Glæsibæ Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar með hina landsþekktu skagfirsku sveiflu föstudags- og laugardags- kvöld. Duus-hús v/Fischersund, s. 14446 Opið kl. 18-1 v.d., 18-3 föstud. og laugard. Feiti dveraurinn Höfðabakka 1 Lifandi tónlist föstudags- og laugar- dagskvöid. Garðakráin Garðabæ Hljómsveitin Klappað og kiárt með Garðari Iíarlssyni og Önnu Vilhjálms föstudags- og laugardagskvöld. Gaukur á Stöng Lifandi tónlist um helgina. Hljóm- sveitin Speedwell Blue leikur á sunnudagskvöld. Hafnarkráin Lifandi tónlist á hverju kvöldi. Hótel ísland Stórsýning Björgvins Haildórssonar, Þó líði ár og öld, á laugardagskvöld. Ðansleikur að sýningu lokinni. Hótel Saga Dansleikur með Gleðigjöfunum á laugardagskvöld. Mímisbar: Rapnar Bjarnason og Stefán Jökulsson sja um fjörið á Mímisbar föstudags- og laug- ardagskvöid. Jazzbarinn Hljómsveit Eddu Borg leikur föstu- dags- og laugardagskvöld. LA-Café Laugavegi 45, s. 626120 Um helgina: Matur ki. 18-22.30 með léttri tónlist, síðan diskótek til kl. 3. Hátt aldurstakmark. Leikhúskjallarinn Dansieikur föstudags- og laugardags- kvöld. Naustkjallarinn E.T. Bandið leikur föstudags- og laug- ardagskvöld. Næturgalinn Smiðjuvegi 14, Kópavogi Útlagarnir troða upp' um helgina. Rósenbergkjállarinn Hljómsveitin Unun heldur tónleika lau^ardagskvöld. Einnig kemur fram hljomsveitin Bellatrix. Skálafell Mosfellsbæ Lifandi tóniist föstudags- og laugar- dagskvöld. Sólon íslandus Hjörtur Howser leikur á píanóið föstudagskvöld. Á laugardagskvöld skemmtir Valgeir Skagfjörð og á sunnudagskvöld leikur Símon Kuran fiðluleikari. Ölkjallarinn Arnar og Þórir skemmta föstudags- og laugardagskvöld. Ölver Glæsibæ Karaoke um helgina. Opið alla virka daga frá ki. 11.30 til 1 og til 3 föstu- dag. Staðurinn Keflavík Hljómsveitin Sunnan Tveir leikur föstudags- og laugardagskvöld. Kjallarinn Akureyri Hljómsveitin Speedwell Blue leikur föstudags- og laugardagskvöld. Sixtiés á Neskaupstað og Akureyri Hljómsveitin Sixties leikur í Egilsbúð, Neskaupstað, á föstuda^skvöld og á Hótel KEA, Akureyri, a laugardags- kvöld. Hótel Stykkishólmur Rokksveitin Draumalandið skemmt- ir laugardagskvöld. Langbrók í Ásakaffi Hljómsveitin Langbrók leikur á Ása- kaffi, Grundarfirði, föstudags- og laugardagskvöld. Sól Dögg í Vest- mannaeyjum Hljómsveitin Sól Dögg leikur á skemmtistaðnum Calypso, Vest- mannaeyjum, föstudags- og laugar- dagskvöld. Bylting er um þessar mundir að hljóðrita efni á plötu sem væntanleg er á næstu mánuðum. Café Amsterdam: Bylting í hljóðver Hljómsveitin Bylting mun skemmta í Café Amsterdam föstudagskvöldið 15. september og laugardagskvöldið 16. september. „Við höfum verið að spila úti á landsbyggðinni undanfamar vikur en nú er að því komið að gleðja borgar- búa,“ sagði Tómas Sævarsson, hljóm- borðsleikari og söngvari sveitarinnar. „Sveitin var stofnuð fyrir tveimur árum og við spilum allar tegundir tón- listar. Tónlist okkar hefur oft verið líkt við þá sem Vinir vors og blóma spila, _en við teljum okkur ekkert vera síðri. Bylting er um þessar mundir að hljóð- rita plötu sem er væntanleg í október eða nóvember. Upptökur á efni fara fram í Stúdíó Hljóðlist á Akureyri og upptökumaður er Kristján Edelstein. Eitt lag af þessari plötu er þegar farið að heyrast á útvarpsstöðvunum, en það er lagið „Best of ‘ sem var í fjórar vikur á íslenska listanum,“ sagði Tómas. Aðrir meðlimir sveitarinnar eru Bjarni Valdimarsson sem spilar á bassa, Þorvaldur Eyfjörö sem syngur og spilar á gítar, Frímann Rafnsson sem einnig syngur og spilar á gítar og Valur Halldórsson sem syngur og spil- ar á trommur. Draumalandið í Stykkishólmi Rokksveitin Draumalandið skemmtir laugardagskvöldið 16. sept- ember á Hótel Stykkishólmi. Hljómsveitin er þekkt fyrir að spila fjöfbreytta tónlist, jafnt á skólaböllum sem réttardansleikjum. í hljómsveitinni eru Lárus Már Hermannsson, sem syngur og spilar á trommur, Einar Þór Jóhannsson, sem einnig syngur og spilar á gítar, Rík- harður Mýrdal, sem spilar á hljóm- borð, og Sigurdór Guðmundsson sem spilar á bassa. Björgvin Halldórsson á Hótel íslandi: Þó.líði ár og öld Vegna fjölda áskorana frá þeim sem komust ekki í fyrra hefur verið ákveð- ið að sýningin Þó líði ár og öld, sem sett var upp síðasta haust til að halda upp á 25 ára söngafmæli Björgvins Halldórssonar, verði tekin upp aftur. Aðeins verður um 6 sýningar að ræða og fyrsta sýningin verður laugardags- kvöldið 16. september á Hótel Islandi. í sýningunni rifjar Björgvin upp nærri 60 lög og kemur víða við. Hon- um til hjálpar er 10 manna hljómsveit Gunnars Þórðarsonar sem útsetti tón- listina á sýningunni, bakraddasöngv- ararnir Erna Þórarinsdóttir og Jó- hann Helgason. Einnig dansarar úr Battú dansflokknum og Sigríður Bein- teinsdóttir sem er sérstakur gestur Björgvins. Kynnir er Jón Axel Ólafs- son. Nokkrir meðlimir sveitarinnar Lippstikk. Hljómsveitin Lippstikk: Komin heim úr N or ður landar eisu Hljómsveitin Lippstikk er nú kom- in heim úr Norðurlandareisu sinni og mun fagna heimkomunni með tón- leikum á Blúsbarnum helgina 15. og 16. september. Lippstikk lék um síðustu helgi á tónlistarhátíðinni Norden Rocker í Bergen í Noregi og flaug þaðan til Kaupmannahafnar þar sem leikið var fyrir fjölmiölafólk og útgefendur. Viðkoma á Blúsbarnum er orðinn vinsæO liður í tónleikaferðum sveit- arinnar því þar gefst tækifæri til þess að leika í órafmagnaðri kantinum. Meðlimir sveitarinnar eru Bjarki Kal- kumo, Anton Már, Ragnar Ingi, Sæv- ar Þór og Árni Gústafson. Meðlimir hljómsveitarinnar Sixties em Rúnar Örn Friðriksson, söngur, Þórarinn Freysson, bassi, Guðmundur Gunnlaugsson, trommur, og Andrés Gunnlaugsson, gítar. Sixties á ferð og flugi Bítlahljómsveitin Sixties er nýkom- in frá Bonn í Þýskalandi þar sem sveit- in lék við góðar undirtektir á góð- gerðasamkomu til styrktar bosnísk- um bömum. Um helgina leggja þeir félagar í sveitinni land undir fót og leika á Austur- og Norðurlandi. I kvöld, föstudag, leikur Sixties í Egils- búð í Neskaupstað. Sveitin lék þar síð- ast á Neistaflugi ‘95 og setti þá nýtt að- Langbrók Hljómsveitin Langbrók spilar aft- ur á Ásakaffi um helgina en þar lék sveitin fyrir mánuði síðan. „Til liðs við hljómsveitina er genginn nýr trommari og er það talið Brókinni til framdráttar. Við munum eins og vanalega bjóða gestum upp á fría klippingu á sviðinu og má til gamans geta þess að aðrar hljómsveitir hafa tekið þessa nýbreytni upp eftir Brók- inni,“ sagði AUi Langbrók, söngvari og gítarleikari sveitarinnar, við DV. Aðrir meðlimir sveitarinnar eru Ofur-Baldur Langbrók hljómborðs- leikari, Jodurr Blöndal gítarleikari, Flosi Þorgeirsson bassaleikari og nýi liðsmaðurinn, SilJi Staur sem leikur á trommur. sóknarmet. Laugardagskvöldið 16. september mun Sixties leika á Hótel KEA á Ak- ureyri en þar hefúr sveitin ekki leik- ið síðan um miðjan júnímánuð. Með- limir hljómsveitarinnar Sixties eru Rúnar Örn Friðriksson söngvari, Þór- arinn Freysson á bassa, Guðmundur Gunnlaugsson, trommur, og Andrés Gunnlaugsson á gítar. í Ásakaffi Alli Langbrók kampakátur með fyrsta grtarinn sem hann eignaðist á ævinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.