Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1995, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 23 Messur Árbæjarkirkja: Bamaguðsþjón- usta sunnud. kl. 11.00, við upphaf barnastarfs í söfnuðinum að loknu sumarhléi. Guðsþjónusta kl. 14.00. Ath. breyttan messutíma. Væntanleg fermingarbörn og foreldrar þeirra boð- in velkomin í guðsþjónustuna við upphaf fermingarfræðslunnar. Áskirkja: Barna- og fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11.00. Árni Bergur Sigur- björnsson. Breiðholtskirkja: Barnaguðsþjón- usta kl. 11.00. Guðsþjónusta á sama tíma. Samkoma kl. 20.00 í umsjá Ungs fólks með hlutverk. Bústaðakirkja: Upphaf vetrar- starfs. Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14.00. Digraneskirkja: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Messa á sama tíma. Altar- isganga. Dómkirkjan: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11.00 við upphaf barnastarfs. Sr. María Ágústsdóttir prédikar. Sr. JakobÁ. Fljálmarsson þjónar fyrir alt- ari. Skírn. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Stefán Lárusson messar. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartar- son. Barnaguðsþjónusta á sama tíma I umsjón Ragnars Schram. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykja- vik: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. Grafarvogskirkja: Barnamessa kl. 11.00. Barnamessa I Rimaskóla kl. 12.30. Börn í Engja- og Rimahverfi eru hvött til að mæta. Umsjón Hjört- ur, Rúna og prestarnir. Messa kl. 14.00. Grensáskirkja: Barnasamkoma kl. 11.00. Barnakór Grensáskirkju syng- ur. Stjórnandi Margrét Pálmadóttir. Messa kl. 14.00. Altarisganga. Hallgrímskirkja: Barnasamkoma og messa kl. 11.00. Kvöldmessa kl. 20.00 á vegum Reykjavíkurprófasts- dæmis vestra. Prestar, sóknarnefndir, starfsfólk, söngfólk og sjálfboðaliðar safnaðanna taka þátt I messunni. Kór Langholtskirkju syngur. Háteigskirkja: Kl. 11. Barnaguðs- þjónusta. Börnin fá afhenta fallega möppu, poka o.fl. sem tengist starfi vetrarins. Axel og Ösp koma í heim- sókn. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Messa kl. 14.00. Sr. Tómas Sveins- son. Hjallakirkja: Guðsþjónusta og kynningarfundur um fermingarstarfið kl. 10.30. Vænst er þátttöku ferming- arbarna úr Hjallaskóla og foreldra þeirra. Barnaguðsþjónusta kl. 13.00. Foreldrar eru hvattir til að fylgja börn- um sínum til þátttöku í barnastarfinu. Guðsþjónusta og kynningarfundur um fermingarstarfið kl. 14.30. Vænst er þátttöku fermingarbarna Hjalla- sóknar úr öðrum skólum en Hjalla- skóla og foreldra þeirra. Keflavíkurkirkja: Guðsþjónusta kl. II árd. Prestur: Ólafur Oddur Jóns- son. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Kópavogskirkja: Barnastarf i safn- aðarheimilinu Borgum kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 11. Aðalfundur Kársnessóknar verður I Borg að lok- inni guðsþjónustu. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. Langholtskirkja, Kirkja Guðbrands biskups: Útvarpsmessa kl. 11.00. Ell- efu ára vígsluafmæli kirkjunnar. Léttar veitingar á vægu verði eftir messu. Laugarneskirkja: Barnastarfið hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Félagar úr Kór Laugarneskirkju syngja. Kaffi eftir messu. Ölafur Jóhannsson. Neskirkja: Upphaf barnastarfs kl. 11.00. Sr. Frank M. Halldórsson. Guðsþjónusta kl. 14.00. Innri-Njarðvfkurkirkja: Guðs- þjónusta sunnud. 17. sept. kl. 11. Seljakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11. Barnastarfið hefst á sama tíma í um- sjá Elínborgar Sturludóttur. Stokkseyrarkirkja: Messa kl. 14.00. Erla Friðriksdóttir og Magnús Pálsson, starfsmenn Kringlunnar, vinna að uppsetningu sýningarinnar World Press Photo. DV-mynd ÞÖK Ljósmyndasýningar í Kringlunni: World Press Photo Áhugafólk um góðar ljósmyndir hefur ríka ástæðu til aö leggja leið sína í Kringluna um þessa helgi. Á morgun opnar þar sýningin World Press Photo sem er þekktasta sam- keppni í heiminum á sviði fréttaljós- myndunar. Sýningin World Press Photo er orðinn árlegur viðburður hér á landi og sjálfsagt eru margir sem bíöa spenntir eftir aö hún veröi opnuð. World Press Photo verður í Kringlunni til 1. október en sýndar erji 230 ljósmyndir. Það eru DV og Kringlan sem standa að sýningunni í samstarfi við Listasafn ASÍ og Jóna hf., flutningaþjónustu. Afmæli DB Þá hefur þegar verið opnuð sýning á sama stað á myndum tengdum sögu DB en þessar sömu myndir voru sýndar á afmælishátíð blaösins í Perlunni um síöustu helgi. Þúsundir manna skoðuðu myndimar í afmæl- isveislunni um daginn og nú gefst annað tækifæri til að berja þær aug- Sumarmyndasamkeppnin Síðast en alls ekki síst er það svo Sumarmyndasamkeppni DV og Kod- ak. Úrslit keppninnar hggja nú fyrir og verða sigurvegurum veitt verð- laun í Kringlunni á sunnudaginn kl. 14. Verðlaunamyndimar em að sjálf- sögðu til sýnis en þær hafa verið stækkaðar upp. Sumarmyndasam- keppni DV og Kodak hefur verið haldin um margra ára skeið og þátt- takan ávallt verið góð. Haustdagar á Selfossi í dag og á morgun em svokallaðir Haustdagar á Selfossi. Af þessu til- efni hefur verið sett saman vegleg dagskrá þar sem allir ættu að geta funöið eitthvað við sitt hæfi. M.a. er fornbílasýning á planinu við Fjölbrautaskólann, sýning á gömlum búvélum á Sýslumannstún- inu við Austurveg, sýning á vélum framleiddum í smiðju KÁ á sama stað og þá verða torfærubílar sýndir við Bókasafnið. Ýmis tilboð og kynn- ingar verða í gangi og í nýjum versl- unarkjarna verða ýmsar uppákom- ur, tískusýningar o.fl. Viö KÁ verður loftkastah fyrir bömin og keppt verður í götubolta við veitingahúsið Brúarsporðinn. Götuleikhúsið verður á ferð um bæinn og fagkeppni kjötiðnaðar- nema verður í Kjötvinnslu Hafnar- Þríhyrnings og fá gestir að fylgjast með gangi mála en keppnin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Á Haustdögum á Selfossi verður boðið á fjölbreytta dagskrá. Kynningardagar hjá Sorpu í Gufunesi: Endurvinnsla og umhverfisvemd Þaö verður mikið um að vera á athafnasvæði Sorpu um helgina því þá mun verða efnt til kynningardaga um starfsemi fyrirtækisins og um 30 annarra fyrirtækja er starfa á sviði sorphirðuogendurvinnslu. Sýningin verður opin frá kl. 13-18 bæöi laugar- dag og sunnudag og gefst almenningi kostur á að kynna sér verklag í Sorpu og starfsemi þeirra fyrirtækja sem tengjast endurvinnslu með einum eða öðram hætti. Sýningin verður á athafnasvæði fyrirtækisins í Gufunesi en sýnt veröur á 10.000 fermetra fleti, innan og utandyra. Innandyra verða gestir leiddir í allan sannleika um starf- semi Sorpu, fyrirtæki verða með af- markaða bása og sérstakur bama- krókur verður útbúinn þar sem hægt er að vinna gripi úr úrgangsefnum og búinn til enduranninn pappír, svo dæmi séu nefnd. Utandyra verða sýnd ýmis tól og tæki, svo sem gáma- flutningabílar, gámar, lyftarar, sorp- pressur o.fl. Þá verður komið upp heljarmiklu „sorpfjalli" við inngang- inn í stöðina til að minna á nauðsyn þess að draga úr umbúðanotkun og stuöla þar með að aukinni umhverf- isvernd. ymi Réttardagur í Grindavík Á morgun verður réttað i Grindavik. Rekið verður upp í rétt um kl. 13 og klukkutíma siðar verður byrjað að draga. Ýmislegt verður til skemmt- unar við réttina og um kvöldið leikur svo hljómsveitin Hafrót fyrir dansi á réttardansleik í Festi. Myndin er úr myndasafni DV. DV-mynd EJ Knattspyrna: ísland og Rússland Fyrsti leikur íslands í Evrópu- keppni kvennalandslíða í knatt- spymu 1995-1996 fer fram á Laugardatsveliinum á sunnu- dagskvöldið og hefst klukkan 20. Mótherjarnir eru lið Rússlands, sem komst í 8-liða úrslitin í síð- ustu keppni, eins og íslenska lið- ið. og fallbarátta Næstsíðasta umferð 1. deildar karla í knattspyrnu fer fram á sunnudaginn og hefjast allirleik- irnir klukkan 14. Þar geta ráðist úrslitín í baráttu ÍBV og Leifturs um sæti I Evrópukeppni, og eins geta Framarar endanlega fallið I 2. deild. Leikirnir eru sem hér segir: ÍBV-Grindavík FH - Fram Keflavík-Leiftur Breiðablik KR Valur-Akranes Hvada lið falla í 3. deild? ( 2. deild karla I knattspyrnu fer iokaumferðin fram á morgun, laugardag, og hefjast allir leikirn- ir klukkan 16. Þar snýst allt um fallbaráttuna sem er á milli Vlk- ings, Víðis og HK, en tvö af þess- um liðum falla I 3. deild á morg- un. Víkingar þurfa eitt stig til að sleppa en ef þeir tapa fyrir Þrótti verður það sigurvegarinn i leik Víðis og HK sem heldursætisínu í 2. deild. Leikirnir eru sem hér segir: Fylkir - Þór KA-ÍR Víðir-HK Stjarnan - Skallagrlmur Víkingur - Þróttur R. Handbolti: Fyrsta umferðin Fyrsta umferð 1. deildar keppni karla í handknattleik verður leikin á sunnudagskvöldið og hefjast allir leikirnir klukkan 20. Þeir eru eftirtaldír: KR-KA FH-ÍBV Selfoss-Stjarnan ÍR-Grótta Valur - Haukar Vlkingur - Afturelding Helgarferðir Ferðafélagsins Ferðafélag íslands býður upp á tvær helgarferðir um þessa helgi. Þeir era Vesturdalir-Hrafntinnu- sker-Laugar og Þórsmörk, hausthtir. Brottför í báðar þessar ferðir er í fyrramálið kl. 8. Á morgun kl. 9 er farin gönguferð á Þríhyming og á sunndaginn kl. 10.30 er það Selvogsgata sem er göm- ul þjóðleið. Eftir hádegið kl. 13 er það svo Víðisandur-Herdísarvík. Brott- farir era frá BSÍ, austanmegin, og Mörkinni 6. Lakagígaferðinni hefur veriö frest- að. Dagsferð með Utivist Á sunnudaginn er gönguferð á veg- um Útivistar þar sem gengin verður gömul leiö úr Brynjudal um Leggja- brjót til Svartagils. Fyrst í stað er farin sama leið og á Vestursúlu og þegar komið er í tæplega 500 metra hæð er haldið áfram suður með Sandvatnshlíöum og síðan með Sandvatni að austan. Vestan Leggja- bijóts er Myrkravatn sem Öxará rennur úr. Leiðin er mjög skemmti- leg og alls 15 kOómetrar. Hún er seinfarin og því er göngutími um 5-6 klst. Brottför frá BSÍ, bensínsölu, kl. 9.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.