Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1995, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995
3
{jpjptist
TÓNLISIAR
TLC - Crazysexycool
★★il
Niðursoðið rapp á hugljúfum nótum
Rappið á nokkuð undir högg að sækja á heimaslóðum
vestur í Bandaríkjunum vegna þess að siðapostular hafa
risið upp á afturlappirnar og lýst stríði á hendur
orðljótum klámkjöftum og karlrembum á borð við Snoop
Doggy Dogg, Dr. Dre, 2Pac og fleiri stór stjörnum.
Við þessu bregst bandaríski markaðurinn að sjálfsögðu
og kemur fram með snyrtilega stúlkn arappsveit sem
flytur huggulegt rapp á ljúfum nótum; klæmist ekki en
daðrar undir rós. Pottþétt uppskrift, eins og best má sjá
af því að TLC hefur nú selt vel á fimmtu milljón eintaka
af þessari fyrstu plötu sinni og er ekkert lát á sölunni,
enda fer hvert lag plötunnar á fætur öðru á topp
bandaríska vinsældalistans.
I raun þarf varla að segja meira um þessa plötu,
innihald hennar styggir engan, heldur rennur ljúflega í
gegn án nokkurrar fyrirstöðu og engin þörf á að stimpla
plötuna viðvörunum vegna orðbragðs. Lögin eru
bómullarpakkað soulrapp, huggulegustu lög, dægilega
melódísk og kjörin til vinsælda.
Það hlálega við þetta allt er að hjónin sem stóðu að
þessu í upp hafi eru nú skilin og bítast af slíkri heift um
gullgæsina að stúlkurnar í hljómsveitinni hafa neyðst til
að lýsa sig gjaldþrota! Þetta eru snillingar.
- Sigurður Þór Salvarsson
Graham Goble
Stop
iri
Máttfarið sveitarokk
Graham Goble er Ástrali sem á árum áður gerði
garðinn frægan með The Little River Band sem var
áströlsk kántrírokksveit. Nú er Goble farinn að gefa út
plötur uppá eigin spýtur og hann heldur bara áfram
þar sem frá var horfið með Little River Band.
Tónlistin er semsagt sama gamla áferðarfallega
kántrírokkið; öllu vandlega pakkað inní bómull svo
öruggt sé að enginn stingi sig á neinu. Melódíurnar
eru fínslípaðar og fallegar; útsetningarnar ákaflega
vandaðar og nostursamlega gerðar. Söngurinn er af
sama toga, ákaflega vandaður og íburðamikill á
köflum, en einhvern veginn verður þetta samt allt
saman frekar lítið spennandi. Lögin eru vissulega
mörg hver afskaplega hugljúf og falleg, en það vantar í
þau sálina; þetta eru fyrst og fremst fallegar umbúðir
en þegar betur er að gáð er innihaldið frekar
lítilfiörlegt.
- Sigurður Þór Salvarsson
Safnplatan Pottþétt 1 er fyrsta samstarfsverkefni Skrfunnar og Spors og ráögert er að gefa út sjö Pottþétt plötur á hverju ári
í framtíðinni.
Pottþétt 1
- samstarfsverkefni útgáfufyrirtækja
„Þetta er búið að standa til í mörg
ár“ segir Jónatan Garðarsson hjá út-
gáfufyrirtækinu Spor ehf „ en hingað
til hefur bara ekki fundist samstarfs-
grundvöllur."
Nú er hann hinsvegar fundinn, því
eftir helgi kemur út fyrsta tvöfalda
safnplatan í tilvonandi „Pottþétt" ser-
íu. Platan er samstarfsverkefhi Skíf-
unnar ehf og Spors ehf. Eins og gefur
að skOja er þetta mikiU fengur fyrir
plötukaupendur á íslandi, því þama
verður að finna það besta frá hvoru
útgáfufyrirtæki fyrir sig hverju sinni,
hvort sem það er innlent eða erlent.
Sjö plötur á ári
1 framtíðinni verða gefnar út sjö
Pottþétt plötur á hverju ári, ein á
tveggja mánaða fresti auk þess sem
gefin verður út ein „best of‘ plata á
ári. Uppskriftin er í námunda við
„Now that’s what I call music“ út-
gáfuseríuna sem kemur út erlendis.
Fyrri platan verður í poppkantinum
en sú seinni mun innihalda meira af
danstónlist. Lítum á hvað fyrsta plat-
an i útgáfuröðinni hefur að geyma.
Live - Throwing Copper:
★★★
Live heldur uppi góðri plötu, fullri
af góðum melódíum og kraftmiklu
rokki og á erindi á sístækkandi evr-
ópskan markað.
-GBG
The Fabulous Thunderbirds
- Roll of the Dice:
★★★★
Hljómsveitin The Fabulous
Thunderbirds spOar fyrirtaks R&B
tónlist, blússkotið rokk með hlýleg-
um suðurríkjakeim.
-ÁT
Warren Zevon - Mutineer.
★★★
Zevon sér um aOan söng sjálfur og
þótt hann sé kannski ekki besti
söngvari í heimi setur söngurinn
sterkan persónulegan blæ á plötuna
og gerir hana jafn góða og raun ber
vitni. -SÞS
Gary Moore - Blues for Greeny:
★★★
Blues for Greeny er bæði Moore
og Green tO mikOs sóma og á Moore
heiður skOinn fyrir að kynna tónlist
Peters Greens fyrir yngri blúsaðdá-
endum. -SÞS
Flugfélagið Loftur
- Rocky Horror:
★★★★
AOir aðstandendur standa sig af-
bragðsvel en sérstaklega ber að
hrósa þeim Bimi Jörundi, Helga og
Valgerði.
-SÞS
Blind Melon - Soup:
★★★★
Blind Melon á hrós skOið fyrir fjöl-
breytta plötu sem á erindi inn á
heimili allra sannra tónlistaraðdá-
enda.
-GBG
Popphliðin, eða plata númer eitt er
rúmar sextíu og átta mínútur á lengd
og inniheldur sautján lög. Nýtt lag frá
íslensku rokksveitinni Jet Black Joe
(1 know) ýtir plötunni úr vör. „Vina-
sveitimar" Blur og Oasis eiga næstu
tvö lög, Country House og RoO With
ft sem fóru í fyrsta og annað sæti
breska vinsældarlistans fyrir stuttu
síðan. Rokksveitin Supergrass flytur
lagið Alright og reyklausa sveitin Cig-
arette með Heiðrúnu Önnu Björns-
dóttur í fararbroddi á þama nýtt lag
sem heitir Bleeding like a star. Þess
má geta að Cigarette gerði nýlega
tveggja plötu samning við Skífuna ehf
og má eiga von á frumburðinum fyr-
ir jól.
Þar á eftir koma þekktari lög með
The Connels (‘74 - ‘75), Oliviu Newton
John (No matter what you do), Everyt-
hing but the girl (Missing - sérstök end-
urhljóðblöndun sem á uppruna sinn á
Ítalíu), Take That (Never forget) og
Seal (Kiss from a rose) sem öO hafa átt
velgengni að fagna fyrr á árinu. Loks
kemur lagið Mér var svo kalt með SS-
SÓL út, en það hefur verið spOað tölu-
vert í útvarpinu í sumar, einnig ættu
útvarpshlustendur að kannast við lag-
ið með Edwin CoOins, A girl like you.
Gamla Beatles lagið I’m only sleep-
ing er komið í nýjan búning Suggs
(einn af fyrrum söngvurum Madness).
Morrisey á nýtt lag sem heitir Dagen-
ham Dave og íslenska sveitin fn Bloom
á þarna lagið Decived, en þeir frum-
sýndu myndaband við lagið fyrr í sum-
ar á Tveim Vinum. Síðustu lög fyrri
plötunnar eru síðan flutt af söngkon-
unni Tina Arena (Chains) og trú-
badomum Orra Harðar frá Akranesi
(FaOegur dagur).
Danshliðin, eða hlið númer tvö er
rúmar sextíu og sjö mínútur á lengd
og inniheldur átján lög. Diana King
flytur fyrsta lagið (Shy Guy), en það
má finna í kvikmyndinni Bad Boys.
Fyrirsætusöngvarinn Haddaway flyt-
ur okkur nýtt lag sem titlast Catch a
fire og strax á eftir honum kemur önn-
ur fyrirsæta, nefnilega sú danska
Whigfield með lag sem heitir Big
Time. Berri flytur okkur The Suns-
hine after the rain, Corona syngur lag-
ið Try me out, Outhere Brothers rappa
La La La Hey Hey og Real MacCoy
flytja Come and get your love.
Krakkarnir í 20 fingers hafa nú
breytt um nafn, heita nú Max-A-MiOi-
on og flytja okkur lagið Fat Boy. Scoot-
er Keldur sínu striki og nefhir sitt nýja
lag Friends og hinn sænski Dr.Alban
er mættur aftur tO leiks með lagið This
time Tm free, en á plötunni má einnig
finna útgáfu Moziac af laginu Sing ft
(The HaOelujah song) eftir doktorinn.
Hafa notið
velgengni
A plötunni má einnig finna gamla
Kathrine and the Waves lagið Walking
on sunshine í flutningi Redbone feat.
Rhonda. Ný smáskifa með M-People
lítur dagsins ljós (Search for the hero)
og Eurogroove flytja Dive to paradise.
Líkið af laginu Zombie með Cran-
berries er varla kólnað þegar út er
komin dansútgáfa með A.D.A.M. feat.
AMY. Söngkonan Dana Dawson kynn-
ir nýtt lag sem heitir 3 is famOy, en
það hefur átt mikilli velgengni að
fagna erlendis. Síðustu lög seinni plöt-
unnar flytja Shannon (ft’s got to be
love) og La Bouche (FaOin’ in love).
Ef marka má velgengni safhplatna
á íslenskum markaði undanfarin
misseri má búast við því að þetta sam-
starfsverkefni Skífunnar ehf og Spors
ehf eigi eftir að slá í gegn. Pottþétt 1
kemur út eftir helgi, en svo má búast
við Pottþétt 2 rétt fyrir jól, „Best of
Pottþétt ‘95“ stuttu eftir jól o.s.frv.
GBG