Þjóðviljinn - 22.03.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.03.1938, Blaðsíða 4
ap I\íy/&r5ib ag Leynifarþeginn. með undrabarninu SHIRLEY TEMPLE Barnasýning kl. 6. Aðgöngu- miðar seldir frá kl. 4. Op bopginni Næturlæknir Kjartam ölafsson, Lækjargötu 6B, sími 2614. ,/ Næturvörður er í Reykjavíkur apóteki og lyf jabúðinni Iðunn. Útvarpið í dag 8.30 Dönskukensla. 10.00 Veðurfregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 18.45 Þýskukensla. 19,10 Veðurfregnir. 19.20 Þingfréttir. 19.40 Auglýsingar. 19,50 Fréttir. 20.15 Erindi: Berklaveiki og berklavarnir á heimíilum, I. (Sigurður Magnússon prófess- or). 20.40 Hljómplötur: Létt lög. 20.45 Slysahætta fyrir börn á heiimilum (frú Sigríður Eiríks dóttir). • 21.05 Symfómutónleikar: a) Tónleikar Tónlistarskólans. b) (21.45) Tónverk eftir Schu ¦ bert (plötur). 22.15; Dagskrárlok. Skipafréttir , Gullfoss er í Leith, Goðafoss er á leið til Vestmannaeyja frá Kaupimannahóf n, Brúarfoss er í Kaupmannahöfn, Dettifoss er í Hull, Lagarfoss er í Reykjavík, ..Selfoss fór til útlanda í gær, Dr. Alexandrine kom, frá, útlöndum í gærmorgun og fer norður og vesítur í kvöld kl.i 6. Leiðrétting 1 úrdrætti úr ræðu Brynjóífs Bjarnasonar um gerðardóminn hef ir slæðst sú villa, að Brynj- ólfur hafi sagti að ríkisstjórnin ætli þá leið að koma á lögþving- uðum dómi á grundvelli tillögu sáttasemjiara. Þarna hefir frá- sögnin skolast. Brynjólfur sagði að ef bankarnir ekki vildu beita valdi sínu til þess að láta tog- arana, fara út með þeim kjörum sem fengist hefði samkomulag við sjóime^n um þá ætti ríkis- stjórnin þá leið að lögþvinga nýja sáttat'illögu sem, þannig væri fengin trygging fyrir að sjómenn ætu sætt sig við., Vísir gerir aístöðu kommún- ista til málsins ,að umtalsefni á grundvelli þeirrar yillu sem slæddist inn í útdrátt Þjóðvilj- ans. Getur Vísir sannfært sig um, að hér er rétt frá skýrt um efni ræðunnar með því að at- huga handrit þingræðanna og eru bollaleggingar blaðsins út af þessu máli þar með úr sögunni. Sendisveinafél. Reykjávíkur heldur frarnhalds aðalfund sinn á morgun kl. 8i síðdegis í Alþýðuhúsinu við Hverf isg'ötu. Á fundinum verða tekin fyrir þau aðalfundarstörf, sem ekki vansti tími' til að ljúka á síðasta fundi og ýms önnur mál.; U. M. F. Velvakandi í kvöld kl„ 9. Frá höfninni Franskur togari kom hingað í gærmprgun til þess að taka kol og enskur togari kom hingað vegna- bilunar. Leikfél. Reykjavíkur Samæfingin verður á fimtu- dag kl. 8i e. h. Bassar, múnið raddæfingarn- ár í kvöld. Gerdardómurinii FRAMH. AF 1. SIÐU. »MMi Félags íslenskra botn- i vörpuslapaeigenda cunnars vegar og Sj&mannafélags Reykjamkur, Sjómannafélags Patreksfjarðar og Sjómanna- félags Hafnarfjarðar hins veg- ar árið 1938, gilda samrúngar dagi. 28. jan. 1935 um ráðn- ingarkjör háseta, matsveina, aðstoðarmanna á vél, kyndara og brœðslumanna á botnvörpu skipum með þeim breytingum, sem hér segir: »,¥/(, er kaupverð síldar yfir 5 kr. pr. mál, samkvæmt á- kvbrðun Sildarverksmiðja rík- isms, og skal þá aukaþóknun- in hœkka í sama hlutfalli og síldarverðið«. Skip talid af I Þórshöf n er nú alment tajið að Fossanesi hafi farist við Is- land í ofvtðrinu með 19 færeysk- um mönnum og 2 Islendinguim. (F.O.) Kjartan Ölafsson skilaði eftir- farandi ágreiningi: »Bg tel ósanngjarnt, að sjó- menn f ái ekki hlutf allslega sömu kauphækkun á ísfiskveiðum, sem meirihluti gerðardóms vio- urkennir að þeim: beri á salt- fiskveiðum.i Einnig tel ég ófull- nægjandi hækkun þá„ sem úr- skurðurinn gerir ráð fyrir á síld- arpremíunni. Hlutfall það, serai úrskurðurinn gerir ráð fyrir á milli launa kyndara á ísfisk- og saltf iskveiðum, tel ég mdög ósann, gjarnan.1 Loks tel ég, að hættia sé á því, að úrskurðurinn sé ekki nægileg lausn á þeirri kaupdeilu, sem honum er ætlað að leysa úr, og vísa ég þar um til árangurs af tveimur atkvæða greiðslum sjómanna um tillögu sáttasemjara. Ágreiningur Kjartans Thors var eftirfarandi: »Með tilvísun til framlagðra skýrslna um afkomu togaraút- gerðarinnar er það ljóst, að þessi atvinnurekstur getur ekki risið undir auknum kaupgjöldum. Get ég því ekki f allist á niður- stöðu meirihluta gerðardóms- ins«. Tilkynning: til einstakra áskrifenda úti á landi Peir áskrifendur, eiga eftir að greiða blað- ið frá fyrra ári, verða að hafa greitt skuld sína fyrir 1. ¦apríl, annars verða stöðvað- ar sendingar til peirra. Afgreiðsla t>jóöviljans. íjl GeuDbr^io J% Lítilsvirt kona Gullf alleg og hugnæim þýsk mynd eftir sjónleik OSCAR WILDE Aðalhlutverkin leika KÁTHE DORSCH og GUSTAF GRUNDGENS. Hljómsveit Reykjavíkur. »Bláatapai« (Tre smaa Piger). leikin annað kvöld kl. 8i í 15. SINN. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag og eftir kl. 1 á morg- un. M Spáni FRAMH. AF 1. SIÐU. Áhlaupi ítalska hersins var hrundið, þrátt; fyrir það að inn- rásarherinn beytti óspart stór- skotaliði, skriðdrekum og flug- vélum. Álitið er að mesta hættan af sókn uppreisnarhersins sé þar með liðin hjá- Undanfarna daga má, heita ai hafi verið látlausar loftárásir á Barcelona,. Yfir 3000 manns hafa látið iífið, og þýðingarmiklar bygg- ingar eyðilagst, þar • á meðal þinghúsið. 10000 manns eru heimilislausir. Vieky Baum. Hclcna Willfúer 75 Auðvitað mundum við ekki bjóða yður sömu kjor og öðrum byrjendum, en reyna að fara í kringum taxtann! Eg mundi því leggja til að bætt yrði við 200 marka þjónustuviðbót á m,ánuði«. Hann leit snöggt til Helenu, og flýtti sér að bæta við: »og svo væri hægt að hafa sérstaka hæfileika-viðbóti — eig- um við a,ð segja önnur 200 mörk á mánuði?« Helena brosti: »Nei, þakk«, sagði hún, — annað ekki. Það kom svolítið líf í þögulu herrana í djúpu stól- unum. Hún, leit til doktor Sandhagen og hann brosti örlítið til hennar. Ekki að láta þá stingayður í vas- ann, — las hún út úr andliti hans. »Ef ég skil yður rétt, þa neitið þér tilboði voru. Ég ' fulivissa yður um, að þetta eru óvenjugóð kjör, sem yður bjóðast. Vér getum ekki gengið fram hjá þeirri staðreynd, að þér hafið ekki áður unnið að. iðnaðar- framíeiðslu. Þó að tilætlunin sé að fá yður stjórn á vísindahlið deildarinnar, verðum vér að leggja skipu- lagningu og framleiðslustjórnina öðrum á herðar, og það þýðir aukinn kostnað«. . ' »Það er hreiht ekki víst, herra forstjóri, að ég geti ekki unnið að skipulagsmálunum og f ramleiðslustjórn- inni, — ég hef að sjálfsögðu lagt mig fram til að kynna mér einmitt þau mál síðan þér bentuð mér á þessa stöðu. Það starf, sem, ég hef lagt í vitalin er alls ekki fræðilegt starf. Tíminn einn verður að sanna hvort é.g er fær um að standa í stöðu mlinni í iðnaöarfyrirtæki yðar, -— ef að samningar okkar 4, . milli takast á annað borð«., Þetta var djarft, — en einmitt þanpig kom Helena fram á úrslitastundunum í lífi sínu. Bots.tie.ber for- stjóri lyfti hinu virðulega goeithe-höfði. siínu, og lagcii sig nú aílan fram., »Það vona ég, það vona ég sannarlega, að samningar tak'ist okkar á mdlli, frú doktor. Viljið þér ekki lofa oss að heyra hvað þér .sjálfar gætuð hugsað yður? En ég vara yður fyrir- fram við því aðstefna of hátt. Þó að ótrúlegt megi viroast, reiknumi við með hverjum eyri. Sá eyrir, sem vér græðum á hverri, einstakri yöru, verður aö miljón- um með þeirri geysilegu umsetningu sem vér höfumv »Rétt er það, herra forstjóri, — en ég kann líka að reikna, — ef ekki með aurum, þá með lífsverðmætum. Ég er orðin þrítug, og fram að þessu hef ég lif aö eins, og flækingsseppi! Eg hefi ekki mátt vera að því að njóta lífsins. Ég hef soltið, þolað kulda, lagt á mig næturvökur, — ég hef reynt ótrúlega mikið ilt,— pg nú vil ég uppskera laun erfiðis míns, og það refja- laust. Ég vil geta lifað eins og manneskju er sæmandi, og geta bætt barninu mánu það, sem það hefir farið á mis við. Eg ætla að láta mér líða vel, — já hrelnt og beint vel! Já, þér verðið ef til vill hissa á því sem ég segi, — en ég get ekki sagt það öðru vísi en svo, að mig er farið að langa í dálítið meðlæti —« Helena sá brosandi og undrandi andlit hvert sem hún leit. Botstieber forstjóri lagði nú af sér stífnis- gerfið, og sagði innilega: »Þess unnum vér yður á- bvggilega,, frú doktor. Auðvitað eigið þér heimtingu, á gúðu lífi, — og að svo miklu leyti, sem slíkt stend- ur í okkar valdi___Viljið þér ekki láta okkur heyra hvernig þetta »meðlæti« verður í framkvæmd?« »Sg vil fá skilyrðislausa stjórn deildarinnar, sem framleiðir vitalin, um alt er lítur að sjálfri fram- leiðslunni, 1000 marka mánaðarlaun og hluta í nettó- hagnaðinum af framleiðslunnk. . »Hve stóran' hluta?« »Tvö prósent af nettóhagnaðinum. Ég vænti þess að ég geti áður en langur tími líður gert framleiðsl- una ódýrari, svo að hægt sé að fara, niður fyrir þau 2,8ö mörk, er þér hafið reiknað út að væri lægsti framleiðslukostnaður á stykkið. Ég verð auðvitað að hafa einkatilraunastofu til að starfa í«. »Vér höfum tilraunastofu, þar sem fjörutíu efnar f ræðingar vinna að tilraunum1. »Eg þarf einkatilraunastofu handa sjálfri mér, tvo aðstoðarmenn ,og tvo lyfjafræðinga. Auðvitað held ég áfram starfi okkar Köbellins', ég geri mjg ekki á- nagoa með þessa éinu uppgötvun. Vitalin er aðeins byrjunin — fyrsti liðurinn. Einka-tilraunastofa er fyrir mér þýðingarmeira atriði en sjálft kaupið«, sagði hún óþoljnmóðlega, og roðnar örlítið. »Vér göngum1 að þessu með því skilyrði, að verk- smiðjur vorar fái forkaupsrétt að þeim uppgötvun- um, sem þér kunnið að gera«, — svaraði Botstieber

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.