Þjóðviljinn - 04.09.1938, Page 4

Þjóðviljinn - 04.09.1938, Page 4
Sfs Mý/a ÍÓ'iö ags Geefubörnín Bráðssemtileg þýsk kvik- mynd frá UFA aðalhlfuf- verkin leika 4 lang fræg- ustu leikarar þjóðverja: Lílían Harvey Wílfy Frítsch Paul Kemp og Oshar Síma. 1 Aukamynd: Ferðalag um Dan- mörhu. hrífandi frœðimynd fekin á ferðahagi víðsvegar um Danmörku. Sýnd kl. 7 og 9 Dularfulla flugsveítín Oll myndín 2 kaflar 24 þættír sýnd hl. 3 Börn fá ehhí aðgang. Síðasta sínn. Næturlæknir Halldór Stefánsson Ránargötu 12, sími 2234, aðra nótt Kristín Ölafsdóttir, Ingólfsstræti 14, sími 2161; Karl Sig. Jónasson Sólvallagötu 13, sími 3952. Ctvarpið í dag: 11.00 Messa í Dómkirkjunni. (Prédikun: Sigurbjörn Á. Gíslason cand. theol. — Fyrir altari séra Friðrik Hallgríms- son). 12.15 Hádegisútvarp. 17.40 Otv. 11 útlanda (24.52m-. 20.15 Erindi: And’egar framtíð- gMÓÐVILJINIS DaisalfRaulhölasRála í kvöM irá klnkkam 8. Æ skulýðsMúbbufínn, Sellufnndir á mánudagínn. Deildars8|órnln. arhorfur (Árni Sigurðsson frí kirkjuprestur). 20.45 Hljómplötur: a) Kvöldlag, eftir Beethoven. b) Söngvar úr óperum. 21.30 Danslög. Sextugsafmælí. Sigurður Guðm.undsson skóla- meistari á Akureyri átti sextugs afmæli í gær. Sigurður hefir ver ið skólameistari við Akureyrar- skóla síðan haustið 1921, og hef- ir hann átt mestan þátt. í efl- ingu stofnunarinnar á seinni ár- um. Fyrir ós’eitilega cg ötufa baráttu hans hefir skólanum ver ið veitt full menntaskólaréttindi, og margvíslegum öðrum endur- bótum hefir hann komið þar á. Sigurður Guðmundsson er kennari hinn besti og stjórnsam- ur skólastjóri.. Má hiklaust telja hann í hópi hinna merkustu skólamanna, sem þjóðin hefir á að skipa. iín vid Ebró #? Framh. 3. síðu. leggja alla krafta fram til varn- ar landi sínu. Hér liggjum við og gróum sára okkar, og getum ekkert aðhafst. En sóknin við Ebró heldur áfram hægt en öruggt, og hún hefir gert meira: Sókn- in við Ebró hefir létt farginu af Levante-vígstöðvunum og gert vinum okkar þar mögulegt að ganga einnig yfir til sóknar gegn innrásarhernum. Hver dagur hefir hingað til bætt að- stöðu okkar, og áfram mun verða haldið þangað til herir hinnar fasistisku villimennsku eru reknir af spánskri grund. Hallgrímur Hallgrímsson. Æ Gair)lal3jö Reímleik« l'" amír á faerrá gardínum. Fjörug og fyndin sænsk gamanmynd. Aðalhlutverkið leikur hinn góðkunni sænski skop- leikari ADOLFJAHR Sýnd kl. 7 og 9. Á alþýðusýningu kl. 5. SUZY Njósnara- og flugmyndin með JEAN HARLOW og CARY GRANT K B og Fram feepfsa i dag feL 5 á Iþróííavelíánum í fílefní af 30 ára afmaeli FRAM. Nó vefdíir þad spetmandi. Kvor sígrar? Nefndín. elmskrlngln laugaveg 38. Símí 5055. Agatha Christie. 20 Hver er sá seki? — Ég, herra læknir! Nei, það liefi ég svo sann- arlega ekki gert. Slíkt gæti mér aldrei dottið í hug- — Eigið þér við að þetta sé tómt gabo? Er herra Ackroyd í fullu fjöri — Fyrirgefíð læknir, en segið mér, notaði sá sem talaði við yður í símann, mitt nafn? — Ég skal segja yður nákvæmlega það sem við mig var sagt: Er það dr. Sheppard? þetta er.Park- er, bryti á Fernley. Þér verðið að koma hingað tafarlaust, læknir. herra Ackroyd hefur verið myrt- ur. Parker og ég störðum hvor á annan steinhissa- — Þetta er óvenjulega grátt gaman, læknir, sagði hann loks, skjálfandi röddu, Að hugsa sér að geta látið þetta út úr sér. — Hvar er herra Ackroyd? spurði ég umsvifa- laust- — Ég hugsa að hann sé ennþá i vinnustofunni- Konurnar eru farnar í háttinn, en Blunt major og herra Raymond eru í biljardsstofunni. — Ég ætia að líta inn til hans sem snöggvast, sagði ég. Ég veit að hann vill vera í næði, en þetta gráa gaman hefur gert mig svo órólegan að ég ætla að sannfæra mig um að alt sé í lagi. — Já, gerið þér það, læknir, Ég er líka orðinn hálfórólegur. Ef yður er sama, þá vildi ég mega fylgjast með yður að dyrunum. — Jú, auðvitað- Komið þér bara með. Ég gekk inn um dyrnar til hægri, og Parker kom fast á eftir mér, Gegnum litla forstofu, en þaðan lá stigi upp til svefnherbergis Ackroyds, og bafði að dyrum vinnustofunnar. Það kom ekkert svar. Ég snéri snerlinum, en hurðin var tvilæst. — Lof rnér að sjá, sagði Parker. Hann var talsvert feitur og miðaldra orðinn, en nú lagðist hann fimlega á annað hnéð og gægðist í g.egnum skráargatið. — Lykillinn stendur í að innan, sagði hann, og stóð á fætur. Aþ jnnan. Herra Ackroyd hlýtur að hafa læst sig inni, og hefur sennilega dottið útaf. Ég heygði mig niður að skráafgatinu og sann- færði mig um að lykiflinn stæði í skránni. — Þetta virðist alt í lagi, sagði ég, en ég held samt að ég 'ætti að vekja húsbónda yðar. Ég kann ekki við að fara heim án þess að hafa heyrt það af hans egin munni, að ekkert ilt hafi komið fyrir hann. Um leið og ég sagði þetla hristi ég snerilinn og kallaði: Ackroyd, Ackroyd, heyrðu snöggvast. En það kom ekkert svar. Ég horfði um öxl. — Ég vil ógjarnan vekja alla í húsinu, sagði ég hikandi. Parker fór og lokaði dyrunum milli litlu forstof- unnar og stóra forsalsins. — Nú heyrir enginn neitt héðan. Biljardsher- bergið er í hinum enda hússins, og þar eru einnig vistarverur þjónustufólksins og kvennanna. Ég kinkaði kolli til samþykkis. Svo barðí ég með hnefanum á dyrnar og kallaði eins hátt og ég gat í gegnum skráargatið: — Ackroyd, Ackroyd, þetta er Sheppard. Opn- aðu fyrir mér. Þögu — ekkert nema þögn. Enginn lifsvottur innau úr læstu herberginu. Párker og ég horfðum hver á annan ráðalausir. — Parker, sagði ég, ég ætla að sprengja upp dyrnar, þér verðið að hjálpa mér til þess. Ég tek á mig ábyrgðina. Já, ef þér teljiö það nauðsynlegt, sagði Parker efinn. — Já, það e,- nauðsynlegt. Ég er alvarlega smeykur um að eitthvað hafi komið fyrir herra Ackroyd. Ég horfði í kringum mig í litlu forstofunni, og grei|) þungan eikarstók Við Parker tóluim hann á milli okkar og réðumst á hurðina með hann að vopni. Einu sinni, tvisvar, þrisvar smeltum við stólrium á hurðina. Við þriðja höggið lét læsingin undan og við ultum inn í herbergið. Ackroyd sat í sömu stellingum og þegar ég skildi við hann. Höfuð lians hafði hnigiö út af á aðra öxlina og rétt undir kraganum á smókingn- um lians stóð blikandi undinn májmfleinn. Við Parker gengum til hans ogjitum niður að lionum, Ég heýrði brytann gripa andann á loíti. Hann hefir vérið stunginn til dauðs aftanfrá. hvíslaði hann. Skelfilegt.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.