Þjóðviljinn - 25.08.1939, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.08.1939, Blaðsíða 1
Hvað hefur þú gert fíl að úfbreiða Þfóðvilíann Brjóta Sovótríkin „Bxnlinncc Sovétrikln gora okkiárásarsamningt við Þýzkaland og rjáfa þar með holmsbandalag fasistarikjanna gogn kommúnismannm Þýzkaland ofurselur |apan og japanska hervaldíð ordíð vonlausl um ad valdadraumar þess í Asíu raefisf. Sovéfríkín ákvedín í að láfa ekkí fórna Klna á sama háff og Spáni var fórnað, en á því var Chamberlaín byrjaður með samníngum sínum víð japaní Með undirskrift samningsins milli Sovétrikjanna og Þýzkalands, skuldbindur Þýzkaland sig til þess að ráðast ekki á Sovétríkin þó Japan geri það. En eins og kunnugt er hafa friðarríkin engar árásir í huga, en það hafa hinsvegar fasistaríkin. Með þessum hlutleysissamn ingi rofnar því bandalag fasistaríkjanna og Japan, árás- arríkið í Asíu, er skilið einangrað eftir. Þar með tryggja Sovétríkin í rauninni sigur Kínverja yfir Japönum og hindra að Kína verði leikið jafn grátt og Spánn, en áþvi var Chamberlain raunverulega byrjaður með undan- látssemi sinni við Japani og samningunum við þá. Sakir þess hvernig „b andalagið gegn kommúnism anum“ þannig hefur verið rofið, byrjar nú ítalía auð- sjáanlega líka að draga sig til baka. Miklir möguleik- ar væru því á, ef rétt er á haldið að Þýzkaland stæði einangrað ef það legði nú til stríðs út af Danzigmálun- um. EINKASK. TIL ÞJÓÐVILJANS MOSKVA í GÆRKVELDI. Von Ribbentrop, utanríkisráð- lierra Þýzkalands kom til Moskva í gær um eitt-leytið, ásamt all- miklu fylgdarliði. Á aðalflugstöð- inni í Moskva tók Pótemkín á móti honum og fleiri sovétembættis- menn. Kl. 3 fór fyrsti umræðufundur fram og stóð um 3 klukkustundir. Síðan var aftur haldið áfram til kl. 10 um kvöldið. Viðstaddir voru Molotoff og Stalin frá hálfu Sov- étríkjanna og Ribbentrop og þýzki sendiherrann Schulenberg frá hálfu Þýzkalands. Kl. 2 um nótt- ína var svo eftirfarandi samning- nr undirritaður: Samiiín§urínn Hér fer á eitir nákvæm þýðing á ekki-árásarsáttmálanum milli So- ■vétstjórnarinnar og stjórnar Þýzkalands: „Stjórnir Sovétríkjanna og Þýzkalands hafa gert með sér eft- irfarandi samning í því skyni að tryggja frið milli landanna, — og er samningurinn byggður á aðalat- riðum |iess samnings, er ríkin gerðu með sér i apríl 1926. 1. Báðir samningsaðilar skuld- binda sig til þess að ráðast ekki hvor á annan, hvorki einir sér né ásamt öðrum ríkjum. 2. Ef annar samningsaðilji verð ur fyrir hernaðarárás af þriðja ríki, mun hinn aðiljinn á engan hátt styðja árásarríkið. . .3. Stjórnir beggja samningsríkj anna munu framvegis hafa sam- , band sín á milii og ráðgast um Jiau mál, er snerta sameiginlega hagsmuni, |4. Hvorugur samningsaðilja mun taka Jiátt í neinum ríkjasam- tökum, er beint eða óbeint er stefnt gegn hinum aðiljanum. 5. Ef ágreiningsmál eða deilur koma upp milli samningsaðilja, munu báðir aðiljar leysa slík mál eingöngu á friðsamlegan hátt með vinsamlegum viðræðum, — eða ef þörf krefur, með skipun nefndar til að leysa ágreiningsmálin. 6. Samningurinn er gerður til 10 ára, og verði honmn ekki sagt upp ári áður en hann á að renna út, framlengist hann sjálfkrafa til næstu fiimn ára. 7. Samninginn skal fullnaðar- samþykk ja ( ratif izieren) eins fljótt og unnt er. Skal skipzt á plöggum um fullnaðarsamþykkt- ina í Berlín. Samningurinn gengur í gildi jafnskjótt og hann er undirritað- ur’’. Samningurinn er gerður í tveim- ur eintökum, á þýzku og rúss- nesku, hinn 23. ágúst 1939, og undirritaður af Molotoff fyrir hönd Sovétstjórnarinnar og von Ribbentrop fyrir hönd þýzku stjórnarinnar. Préttaritari. Japanír ásaka Hífler um svík. Forsætisráðherra Japans, Hira- numa barón, lýsti því yfir á ráðu- neytisfundi í dag, að jap:nska stjórnin hefði tkki haft hugmynd Framhald á 2. siðu Nazísfaleídfogínn Försfer gerdur ríkísleíðfogí i Danzig Hernaðarundirbúníngur um alla álfuna. Brezka sfjórn- ín fæ* víðíæki eínrdsðísvald EINKASKEYTI TIL ÞJÓÐVILJANS. KHÖFN I GÆRKV Um mestalla álfuna fer nú fram ákafur hernaðar- undirbúningur, og virðist stríð geta brotist út þá og þeg- ar, Framferði nazista í Danzig er komið á það stig, að telja má borgina í bernaðarástandi. Förster, aðalleið- togi nazista, befur verið yfirlýstur „þjóðhöfðingi“ (staatsoberhaupt) Fríríkisins, samkvæmt lögum, er Senatið samþykkti í dag þvert ofan í stjórnarskrá Frí- ríkisins. Ofsóknir gegn pólskum þegnum og em- bættismönnum færast stöðugt í aukana. Þjóðverjar hafa flutt mikið herlið til landamæra Póllands og hafa orðíð skærur á þremur stöðum víð pólsku landamærin, er þýzkt lið hefur ráðist á landa- 1 mæraverði Pólverja. Pólvcrjar víðbúnír sfríðí Pólska stjórnin hefur enn kvatt t til vopna þrjá árganga varaliðs, og er talið að innköllun þessi muni ná til 600.000 manna, Hafa Pólverjar orðið ákaflega mikinn hernaðar- viðbúnað, og fara fram sífelldir herflutningar til tandamæranna. Pýzkí ví$búnaðurínn á hásfígí Hernaðarundirbúningur Þjóð- verja er einnig kominn á hástig. Mikill her hefur verið fluttur til landamæra Póllands, en einnig hafa undanfarna sólarhringa sí- fellt gengið herflutningalestir til vesturlandamæranna, til landa- mæra Belgíu, Luxemburgs og Frakklands. Eínræðíslögín sam- þykkf í Englandí Chamberlain forsætisráðherra Bretlands hélt í gær ræðu á fundi neðri deildar brezka þingsins. Lýsti hann yfir því, m. a. að hann hefði látið sendiherra Breta í Ber- lín flytja Hitler þau boð, að Bret- land mundi standa við allar skuld- bindingar sínar gagnvart Póllandi. — en jafnframt það álit brezku stjórnarinnar, að milli Póllands og Þýzkalands væni ekki önnur deilu- mál en þau, sem hægt væri að semja um, ef vilji væri fyrir hendi. Brezka Jiingið samþykkti í gær- kvöld lög, er gefa Chamberlain- stjórninni raunverulegt einræðis- vald. Gegn lögunum voru aðeins 4 atkvæði, Verður franska sfjórnín endurskípulögð Franska ráðuneytið kom saman á fund í morgun, og skýrði Dala- dier, forsætisráðherra frá þeim hernaðarlegu ráðstöfunum, er gerðar hafa verið. Gefin hafa ver- ið út bráðabirgðalög, er heimila stjóminni að taka eignarnámi flutningatæki og aðrar þær eign- ir, er gætu haft þýðingu fyrir landvarnirnar. Allmikið varalið hefur verið kvatt til vopna. Stöðugur orðrómur gengur um það í París, að Daladier muni hafa i hyggju að treysta stjórn sína með' því að taka inn í hana leið- toga flokka, er nú standa utan stjórnarinnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.