Þjóðviljinn - 01.09.1939, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 01.09.1939, Qupperneq 6
6 Þ J ó Ð V I L J I N N Ftistudagur' 1. september 1939. DBnsfcu kennararnir að Langarvatni Eins og Þjóðviljinn hefur áður getið um, hefur staðið yfir að Laugarvatni námsskeið fyrir kennara við lýðháskóla i Dan- mörku. Alls sóttu mót þetta 63 kennarar og kennarakonur. Er það fólk á öllum aldri og frá hll- um héruðum Danmerkur. Vegna erfiðleika með að fá skipsrúm hingað til landsins, urðu þátttak- endurnir að skifta sér í 3 hópa á leiðinni hingað. Langstærsti hóp- urinn kom með Gullfossi, þriðju- dagskvöldið 22. ág. Um miðnætur- skeið lagðist Gullfoss að Hafnar- bakkanum. Allir almennir farþeg- ar héldu þegar í land, fagnandi eftir ferðavolkið. En þegar fækka tók á skipsfjöl, mátti enn heyra mannamál úr lestinni. Kom þá í ljós, að þar hafðist við allálitleg- ur hópur þessara pílagríma, sem frá blautu barnsbeini hafa alizt upp við trúrækni og sálmasöng, samfara eldheitri aðdáun á nor- rænni fornaldarmenningu, og þá fyrst og fremst aðdáun á fornbók- menntun okkar Islendinga. Þarna um nóttina var auðveldast að ná fundi lestarbúanna. Þeir voru á nægðir með farkost sinn og létu hið bezta yfir ferðinni, þótt nokk- uð hefði gætt sjóveiki. Allir, sem þar voru, litu Island nú í fyrsta sinn og biðu þess með eftirvænt- ingu að dagur rynni, svo þeir gætu byrjað að skoða landið. En kl, 7 næsta morgun safnaðist allur hóp- urinn til morgundrykkju á Hótel Skjaldbreið, og var síðan ekið af stað til Laugarvatns. Það var rigningarsuddi og þungbúið veð- ur. En eftir að Grýla hafði fært þeim heim sanninn um þann yl, sem aldrei deyr, í skauti íslenzkr- ar jarðar, var alveg hætt að hugsa um veðrið. I salarkynnum Laugarvatns- skólans er engum kalt, þó lítið sé um sólfarið. Strax fyrsta daginn voru fluttir 3 fyrirlestrar. Ekki var örgrannt um, að sumir hálf- partinn kveinkuðu sér við að hugsa til alls fyrirlestrafjöldans sem á dagskránni stóð. En danskt lýðháskólafólk kallar ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Og svo mikið er víst, að á miðvikudags- kvöldið, þegar Pálmi Hannesson hafði frætt um íslenzka náttúru, Steingrímur Steinþórsson um íslenzkan landbúnað, og Emil Jónsson um íslenzkan iðnað, þá var allur fyrirlestrakvíði gersam- lega liorfinn út í veður og vind. Á fimmtudaginn komu enn 3 fyrirlestrar: ólafur Lárusson tal- aði um stjórnmálasögu Islands, Ölafur Björnsson hagfræðingur um fjárhagsafkomuna og Harald- ur Guðmundsson um félagsmála- þróunina. Mun enginn fyrirlesar- anna hafa þurft að kvarta undan því, að ekki væri hlustað með at- hygli. Þennan dag varð Arnfreð, skóla stjóri í Askov, að yfirgefa mótið og halda heimleiðis vegna aðkall- andi annríkis heima. Um kvöldið tók að gægjast fram alveg sérstök tilhlökkun gestanna til næsta dags. Þá skyldi skoða Gullfoss og Geysi, Hvernig skyldi nú veðrið verða ? Föst.udagurinn rann upp, þokugrár og regnþrunginn. Til allrar hamingju gerðu gestirnir Steinþór Guðínundsson kennarf. sér yfirleitt ekki grein fyrir, hve ískyggilegt útlitið var. Dagurinn hefst með fyrirlestri danska sendi- herrans um Jónas Halgrímsson, og í fyrra lagi var sezt að snæðingi. Um ellefu leytið hættir að rigna, enda eru bílarnir komnir. I lifandi von, brennandi trú, og vafalaust með heitar vænir á vörum er sezt upp í bifreiðamar. Fararstjórinn, Hallgrímur Jónasson, kennari, hrópar' inn í alla bíla: ,,Hve marg- ir Danir eru nú hér?” Við manntal í einum bílnum kemur í ljós, að þar eru 18 Danir og 2 Færeyingar. „En hvar er Islendingurinn”, er nú hrópað aftan úr bifreiðinni. Islending viljum við hafa. Hvern ættum við annars að spyrja spjör- unum úr?” Nú birtir óðum í lofti og sólin fer að skína. „Islendingurinn” í bifreiðinni á ekki sjö dagana sæla. Hann er spurður í þaula og verð- ur að tjalda fram allri sinni þekk- ingu, sögulegri þekkingu fyrst og fremst, en einnig er spurt um bú- skaparháttu, húsaskipun o. s. frv Og það er þýðingarlaust að svara með ágizkunum, þar sem þekking- una þrýtur. Hér eru ekki á ferð- inni venjulega fáfróðir ferðalang- ar. Söguna kunna þeir bezt. Sögum Laxness lýsa þeir sjálfir, og þegar nefndur er bærinn Borg ber Borg- arættin á góma, o. s. frv. En loks er komið að Gullfossi Þar er prílað fram á hvern stalla og tyllt á tæpustu nöf. Sólinni hef- ur nú tekizt að greiða af sér allt þykkni og .^regnbogalitir titra tærir”. Þessi heimsókn gat ekki betur tekizt. Allt er reynt að festa á filmurnar, hrifning og að- dáun er hafin yfir allt hugarflug, Ein rödd heyrist andvarpa: „Eig- um við nokkuð að vera að skoða meira? Nú gætum við sannarlega farið heim”. Én Geysir er eftir. Hann var nokkuð seinþreyttur til stórræð- anna í þetta sinn. Köld norðan- gola næddi yfir vatnsflötinn og kældi yfirborðið. En veður var nú orðið skafheiðríkt. Fólkið rásaði upp um alla hnúka í nágrenninu, horfði á kvöldskuggana færast yfir skrúðgræn engin. Þegar leið á 4, tímann, sem beðið var, tók að kenna vantrúar. „Þarna höfum við þó fórnað þrem krónum á mann” segir einn. „En hvað gefum við fyrir aðgöngumiða að Konunglega leikhúsinu” segir annar. „En þar er líka hægt að skila miðanum aft- ur, ef sýning fellur niður”, segir sá þriðji. En þolinmæðin vinnur allar þrautir. Geysir tók sér rúmlega 4 stundir til að melta sápuna, en svo kom gosið yrirvaralaust, fagurt og kraftmikið, svo að vart mátti tæpara standa með undankomu þeirra forvitnustu. Var nú ekið í skyndi til Laugarvatns. En þá kom í ljós, að Geysir virtist hafa haldið í fólkið í alveg ákveðnum tilgangi, því á leiðinni út Tungurn- ar blasti við augum eitthvert hið fegursta sólarlag, sem ísland hef- ur upp á að bjóða. Dimmblá norð- urfjöllin bar hátt við rauðskýjað- an kvöldhimininn, svo að greini- lega mótaði fyrir hverri þústu á fjallabrúnunum, fannhvítar jökul- tungurnar rufu þennan dimmbláa hring á stöku stað, en í suðaustr- inu brá Hekla á sig gullinskikkju kvöldgeislanna, og hvert sem auga var rennt, blasti við öll sú auðlegð í litum og línum, sem íslenzkt síð- sUmarkvöld á til. „Þetta var dýrðlegur dagur”, sagði maður við mann, þegar stig- ið var út úr bifreiðunum. Alvara heimsfréttanna varp áhyggju- þunga á sum andlitin, sérstaklega eldra fólksins. Það var seint gengið til hvílu á föstudagskvöld. Strax á laugar- dagsmorgun var þó hafizt handa með fyrirlestra. Hallgrímur Jónas- son flutti erindi um barnafræðsl- una, Bjarni Bjarnason skólastjóri um framhaldsskólana og dr. Jón Helgason biskup um kirkjumálin. Síðari hlúta dagsins höfðu gestirn- ir til frjálsra afnota, Þreyttu sum- ir fjallgöngur, aðrir skoðuðu stað- inn, skrifuðu bréf og ræddu við kunningjana. Um kvöldið var fyr- irspurna- og umræðufundur. Á sunnudag var ekið til kirkju að Stóruborg, þar sem dr. Jón Helga- son prédikaði á Islenzku. Síðan var skemmtun um kvöldið. Á mánudag var ekið til Fljótshlíðar og austur að Seljalandsfossi, á þriðjudag aftur fyrirlestrar: Dr. Guðmundur Finnbogason flutti er- indi um íslenzk þjóðareinkenni, Vilhjálmur Þ. Gíslason um is- lenzkar bókmenntir og Dr. Alex- ander Jóhannesson um íslenzka tungu. Eldsnemma á miðvikudags- morgun var síðan haldið af stað frá Laugarvatni um Sogsfossa og Þingvöll til Reykjavíkur. Þar skoð uðu þeir söfnin, sem ekki höfðu gert það áður. Að öðru leyti var um nóg að hugsa, því mestur hluti hópsins lagði enn af stað i gær- morgun í fjögurra daga ferðalag nqrður í land. Heimleiðis verður svo haldið með' Gullfossi 4. þ. m. og með Lyru 7, þ. m. Gestum þessum hefur ekki ver- ið hampað eins með veizluhöldum og fagnaðarlátum eins og öðrum útlendingum, sem hingað hafa komið í sumar. En óhætt er þó að fullyrða, að þeir halda héðan á- nægðir yfir viðtökum lands og þjóðar, ef ekki mæta þeim nein vonbrigði í Norðurförinni. Foringi fararinnar er Lars Bæk- höj, skólastjóri í Ollerup. Auk Arnfreds í Askov, sem áður er nefndur, eru í hópnum: Færeying- urinn Simun av Skarði og kona hans, Kryger Larsen, skólastjóri landbúnaðarskólans í Dalum og kona hans, Folke Trier Hansen, skólastjóri í Abild, Svend Emborg kennari, Ollerup, Johannes Bjerre, kennari við verkamannalýðháskól- ann í Esbjerg o. fl. o. fl. Þegar þess er gætt, að árlega sækja yfir 8000 nemendur lýðhá- skólana í Danmörku, og um ger- valt landið er haldið uppi nánum félagsskap með nemendum liðinna ára, þá verður það ekki dregið í efa, að heimsókn þgssi er einhver hin þýðingarmesta til útbreiðslu þekkingar á Islandi og íslenzku þjóðlífi meðal danskrar alþýðu. Gestir þessir hafa litla viðdvöl i höfuðstaðnum, enda er hér um að ræða skólafólk, sem að langmestu leyti starfar meðal sveitafólks í heimalandi sínu. Efalaust fá þeir hér að kynnast því, sem hugur þeirra stendur helzt til. Aftur á móti njótum við komu þeirra minna en skyldi, þar sem þeir koma á mesta annatíma sveita- fólksins og verkafólks í bæjunum En þetta er eini tími ársins, sem hlé er á kennslu við skóla alþýð- unnar í Danmörku. Þeir fáu íslendingar, sem átt hafa þess kost að kynnast þessum góðu gestum, eru þeim innilega þakklátir fyrir komuna. Við meg- um vera þess fullviss, að framveg- is verður Islandi ætlað meira rúm í fræðslu alþýðunnar dönsku. Því fagna allir þeir, sem óska bróður- legrar sambúðar milli þjóðanna um ókomnar aldir. Stþ, G. Hinar vinsælu hraðferdir Steindórs Til Akureyrar um Akranes eru: l‘rá Reykjavík: Alla mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og sunnudaga. Frá Akureyri: AUa mánudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga. Afýrcíðsla okkar á Akureyrí zr á bífreíðasföð Oddeyrar, símí 260. Al-S' Fagranes annast sjóleiðina- Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. Allar okkar hraðferðir eru um Akranes. Br czhu audjark arnár reyna að fella sfjórn verfea- manna f lohksí ns í Nýja Sjálandí Eftir kosningasigur Verkamanna- Ulokksins I Nýja Sjélandi 1935, mynd aði hann stjórn, sem setið hefur að völdum til þessa dags. Hand bendi Chamberlains og annarra enskra íhaldsmanna, auðjöinarnir í City hafa aldrei síðan lint látum með að géra stjórn þessari sem erfiðast fyrir. Einkum hafa þeir þó með blaðaskrifum og öðrum ráð- um reynt að koma af stað fjár-' flótta úr landinu. Allt hefur þetta þó komið fyrir ekki, og verkamanna stjórnin situr fastari fyrir en áður, eftjr siðustu kosningar, er fóru fram í október síðastliðið haust. En.svo liart gengu brezku fjár- málamennirnir í City til verks að stjórn Nýja Sjálands sá sig neydda til að gera harðvítugar ráðstafanir til þess að liefta fjárflóttann og eins. til þess að hafa liönd í bagga með innflutningi og útfiutningi- með það fyrir augum að koma á liagstæðum verzlunarjöfnuði við Bretiand. En þrátt fyrir það þó að stjórn Nýja Sjálands hafi tekizt að halda í horfinu að mestu Ieyti og auka Tramleiðslu landsins á mörgum svið-' um, þá hefur þó herferð ensku auðjötnanna ekki að öllu leyti verið unnin fyrir gíg. Ríkisskuldabréf Nýja Sjálands hafa fallið nokkuð i verði eða um 7 milljónir punda. Þá hefur og útflutningur lækkað, sem nemur svipaðri uppliæð á ár- unum 1935 1939. Fjármálaráðherra . Nýja Sjálands, Walter Nash var nýlega á ferð í London ti 1 þess að semja um greiðsl ur á brezkum lánum og eins til þess, að leita fyrir sér um lán til eflingar iðnaði og landvömum lands ins. Hér var því um ágætt tæki- færi að ræða fyrir brezka fjáf* málamenn til þess aö konfa i kring fyrirætlunum sínum gagnvart verka anannastjórninni í Nýja Sjálandi. Er fjármálaráðherran hafði dvalið mánaðartíma í London var honuin tilkynnt að með „vissum skilyrð- um" stæði Nýja Sjálandi til imða 5 milljón punda Ián til Iandvarna og auk þess með vissum skilyrðum 1 milljón punda lán til innkaupa frá Bretlandii i stað þess að efla iðnað- inn heima fyrir. Það urðu mikil vonhrygði fyrir stjórn Nýja Sjálands að málið fékk slík endalok, þar sem viðskiph Nýja Sjálands-búa og Breta hafa ætið verjð hin beztu. Fjánnálamenn- iimir í City hafa unnið bráðabirgða sigur að minnsta .kosti, hvernig scin máli þessu kanna að ljúka í framtíðinni. Stelndðr Sfmi 1580 Lesendnr! Shíptíð vtð þá, sem auglýsa í Þjóðvíljanum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.