Þjóðviljinn - 01.09.1939, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.09.1939, Blaðsíða 5
^östudagur 1. september 193t> P r V ***** ^ ►♦♦-♦-.♦ ♦.-♦♦♦♦-♦-♦ ♦ X .í KTGNNASlÐAN 4s T V ❖ ? ! Rafmagnsverðið þarf að lækka Mér er sagt að það muni vera um 2 þúsund fjölskyldur í Reykja- Vlk. sem eru farnar að elda við rafmagn. Það þarf ekki að lýsa þvi fyrir konum, hvað indælt það er, að nota rafmagnið. Matarílátin og búverkin verða hreinn leikur í höndum okkar, þegar við höfum fengið spegilfagra rafmagnspotta °g röðum þeim á fágaða vélina. bvi miður eru þessi áhöld enn svo dýr, að það eru tiltölulega fáar fátækar barnakonur, sem hafa enn notið þeirra. Það er erfitt að ,,slá fram” þeim peningum, sem þarf «1 þess að fá vélina og pottana, þegar svo bætist ofan á rafmagns- eyðslan mánaðarlega, auk afborg- unar af vélinni. Það er mikið fyrir verkamann með stopula vinnu að iáta um 20 krónur á mánuði í raf- magnið. Við, sem höfum ráðist í þetta verðum því oft að taka af matarpeningunum, til þess að horga af vélinni. Við verðum líka, eins og sjálfsagt er, að spara raf- magnið eftir mætti. Eg hef tekið eftir því, að sumar nágrannakon- Urnar hafa mun hærri rafmarns- reikninga heldur en ég, og þó hafa þær ekkert fleiri í heimili né heldur margbreyttari mat. Sumar þeirra álíta alltaf að mælirinn þeirra sé í ólagi. Þetta stafar ein- göngu af því, að ég elda nákvæm- iega eftir þeim reglum og leiðbein- ingum, sem Rafmagnsveitan hef- ur gefið út, og lætur ókeypis til hotenda, en grannkonurnar gera það ekki. % Reglur þessar kenna manni að elda allan venjulegan mat, með því að nota eins lítið rafmagn og hægt er. Við fyrsta lestur regln- anna trúir maður því varla, að ekki þurfi nema örlítinn vatns- sopa til þess að sjóða fulian pott af kartöflum, þar sem okkur hef- Ur hingað til verið kennt að láta vatnið fljóta yfir í pottinum, en reynslan sannar þetta. Eg vil með þessum línum hvetja konur til arreglurnar. Ef þeim er fylgt, þá er hægt að hafa rafmagnsreikn- inginn þriðjungi lægri heldur en ella. Við höfum öll gert okkur vonir um að rafmagnsverðið mundi lækka, þegar fram liðu stundir, en í sumar var auglýst i blöðunum, að rafmagnsverð hækki um 10% í ágústmánuði. Þarna kemur víst enn ein „blessunin”, sem fylgir stýfingu krónunnar, Hún kemur viða við pyngju okkar húsmæðra. Sjálfsögðustu stríðsráðstafanir þætti flestum vera, að rafmagn yrði lækkað að mun svo að al- menningur gæti notað það til hit- unar. Það mun nógur straumur vera til. sem annars rennur ónot- aður. En úr því að ég minnist á þessa hlið málsins, þá vil ég að- eins geta þess, að mér fyndist eðlilegast að Rafmagnsveitan hefði tryggt sér fé í sambandi við Sogslánið, til þess að fjölga elda- vélum sem fyrst og tryggja þann- ig sölu rafmagnsins frá byrjun, rétt eins og bygging nýju stöðvar- innar tryggir næga framleiðslu. Því að þetta tvennt: framleiðsla og notkun straumsins, sé ég ekki að verði skilið að. Eg get ekki var- izt þeirri liugsun, að hér hafi ver- ið um allra íhaldssömustu skamm- sýni að ræða. Þetta kemur sér- -staklega hart niður á okkur, ef stríð skellur á. og samgöngur teppast. Reykvikingar ættu állir að geta verið samtaka um að krefjast þess að rafmagnið verði lækkað í haust, í stað þess að það hækki. Húsmóðir. Handsnyrtingar Snyrting nagla og handa er einn liður hinnar daglegu snyrtingar nú- tímakonunnar. Vel hjrtar neglur og fallegar hendur er hin mesta prýði á hverri konu, og óþolandi að sjá fallegar konur með óhreinar hendur og neglur með breiðum naglabönd- um, ójöfnum og rispuðunr neglurn. Neglurnar þarf að bursta vel á hverju kvöldi með stifum bursta og þvo úr volgu valni og nrildri sápu og þerra vel nreð handklæði. Rjóðið því næst á hendumar góðum handáburði. Sambland af rósávatni glycerini og sitrónusafa er ágætur handáburður, niýkir húðina og við- heldur nöglunum. Séu neglurnar samt það þurrar að þær vilji brotna þarf að velgja ólivenolíu og halda nöglunum ofan í nokkrar mínútur og þurrka þær svo með handklæði. Þetta þarf að gera 4—5 daga sam- fleytt og árangurinn mun undra fljótt komja í Ijós. Naylsriyrtingu þurfið þér að veita yður cinu sinni í viku. Hafið allt til búið áður en þér byrjið: hvítt lér- þe^s að læra nákvæmlega notkun-eftsstykki, fín, oddmjó naglaskæri hagnýting berja Krækiberjasaft. Berin eru hreinsuð vel, hökkuð, og sykur settur saman við, 1 kg. sykur á móti 1 kg. af berjum. Þessi blanda er látin standa í 24 klst., síðan er hratið síað vand- lega úr saftinni, sem síðan er sett á flöskur og þeim lokað strax. Bezt er að setja dálitla vínsýru út 1 saftina áður en henni er hellt á flöskurnar. Á þennan hátt fara ehgin fjörefni úr saftinni, þar sem hún er alls ekki soðin eða hituð llPp, Krækiberjasaft nr. 2, má búa til úr berjahratinu. Þá er hratið soðið í vatni, og dálitlum sykri bætt út í. Að öðru leyti er hún iöguð á sama hátt og saft nr. 1. Sykruð bláber. Berin eru hreinsuð vel, sett í Slerilát og nokkrum sykri stráð yfir berin. Siðan er ílátinu lokað Vel, svo að ekkert loft komist að. Berin má geyma lengi, og nota í súpur. Hrærð bláber. Hreinsuð bláber eru hrærð vel saman við sykur, 1 kg. ber á móti 1 kg. af sykri. Það þarf að hræra þetta vandlega saman með tré- sleif, svo að sykurinn leysist upp, en samt sem áður kremst aðeins nokkur hluti berjanna. Gott er að láta þessa blöndu standa yfir nótt- ina áður en henni er liellt á loít- þétt glerílát, en síðan má geyma berin lengi, og nota sem ávaxta- mauk með mat og kökum. Það er sérstaklega gott að nota hrærð i ber með pönnukökum. Einnig eru þau ágætur ábætir með, rjóma, þeyttum eða óþeyttum, Á þennan hátt geymast berin sem ný án þess að missa nokkuð af fjörefnum sínum. naglaþjöl, Iré eða l ein-prjón og skál með volgu sápuvalni með sítrónu- sneið í. Fyrst sverfið þér neglurnar með þjölinni. Æskilegt er að þær séu egglaga'að frarrian, ekki of langar og uin fram allt ekki svo frammjóar að þær minni á klær. Dýfið því næst gómunum öfan i sápuvatnið i skálinni og haldið þeim þar nokkra stund. Nuddið gómana að framan með sitrónusneiðinni, þerrið yður lauslega og þrýetið svo naglhold- inu vel upp að naglrótinni með bein prjóninum, á. meðán neglurnar eru rakar. Klippið burtu allar annneglur og ójöfnur af naglholdinu með skær um, en gæ'ið þess að særa það ekki. Vanrcvkið alclrei oð ýta naglhold- inu i'cl til baka í hvert sinn, er pér ppoiö liendurnar. Berið síðan á neglurnar nær- ingarkrem, eða ef þér hafið það ekki, þá hvitt vasilín og nuddið neglurnar. Þvoið það svo í burtu og þurrkið þær vandlega áður en þéri berið á þær naglalakk eða pól- erið þær. Ef þér pólerið neglurnar notið þér til þess „vaskaskinn” og naglpúður1, og kemur þá fljótlega á þær fallegur og fínlegur gljái. Em ef þér notið naglalakk, þá skul- uð þér á daginn við vinnu nota lakk með sem eðlilegustum lit eða aðeins rauðara, en í samkvæmum dekkri iiti, sem eiga við kjólinn. Naglalakk má fá' í‘f jöldamörgum litum og eins sem, krem, en er aðallega ætlað fyr ir samkvæmi. Dökkt naglakrem er horið yfir alla nöglina, nema hvað örmjó rönd er höfð fremst, en naglalakk er aðeins borið yfir hálfa nöglina, þannig að hálfmáninn og fremsti hluti naglarinnar sé lakkj laus og sýnist þannig sem hvítast. Hreinsið ætið gamla naglalakkið vel af nöglunum, áður en þér berið á þær nýtt lakk. Acetone, sem blandað er 5°/o oliv- enolíu, er ágfett til þess að hreinsa burt lakk af nöglum. Það fæst í lyfjabúðum, og er mjög ódýrt. öód ráð. Bezt er að hreinsa steikaipönn- ur með grófu salti. Ef straujárnið er stamt að neð- an, þá nuddið það með grófu saltli ... . Reykiavikurbðrnin koma heim úr sveitinni. Börnin sem dvalið hafa á sum- arheimilum „Vorboðans” í Braut-, arliolti á Skeiðum og Flúðum í Hrunamannahrepp, eru nú komin heim. Að Vorboðanum standa, eins og kunnugt er, samtök verkakvenna í Reykjavík og A. S. V. I sumar dvöldu 70 börn á sumarheimilum „Vorboðans” sjö vikna tíma. Voru flest börnin á aidrinum 6—12 ára og var þeim skipt á héimilin eftir aldri, þannig að 8 ára börn og yngri voru í Brautarholti, en þav eldri voru á Flúðum. BörnunUm lieíur yfirleitt farið ágætlega fram, og heilsufar verið ágætt, enda sumarið verið afburða gott. Yngri börnin í Brautarholti þyngdust að meðaltali um 2,102 kg. og börnin á Flúöum þyngdust aö meöaltali um rúm 3 kg. Mestur þyngdarauki varð 5 lA k? og ei t barn þyngdist ekkert, en am ars þyngdust börnin furðu jafnt Ð.völ allra barnanna 'var ókeyn- is. Enn eru þau alltof fé. Revkje- víkurbörnin, sem komast í sveit á, sumrin. í sumar sóttu 140 böi'n um dvöl á heimih.m Vorboðans, og var ákaflega erftt að ger-’ upp á milli þeirra, þau hefðu efalaust öll haft þörf fyrir sumardvöl í sveit. ; Vorboðarm langar mjög til að auka starfsemi sína, en það er þvi að- eins hægt að sterkari stoðir renni undir félagsskapinn, t. d vuðist sjáfsagt að fleiri verkaK As*'é!ög tækju þátt í þessari starfseiri. Grænertusúpa 2 1. kjötsoð, 50' g. smjörl. 50 g. hveiti, * 1 i kg. grænar ertiir, 2 eggja rauður. Ef súpan er bökuð u ip ,er smjör- ið brætt fyrst og hveitinu síðan hrært eða bakað saman við og þvnnt út með kjötsoðinu, þánriig verður súpan bragðbezt, en ckki eins holl og ef hún er jöfnuð se.n kallað er. Jöfnuð súpa er húin þann ig til, að kjötsoðið s?r hitað, hveitið hrasrt út i köldu vatni og þcg:ir soðið sýður er hvdtijafningnum hrært út í iog látið jafnast vel og sjóða augnablik. Jafnaðar súpur eru léttmeltanlegri en uppbakaðar. Eggjarauðurnar eru hrærðar mjög vel, síðan er nokkru af súpunni hellt upp i skálina og látið jafnast vel, og síðan öllu hellt i pottinn aftur en eftir það má súpan ekki sjóða. Soðið af grænu ertunum er lá.tið saman við sú iun:i cn erturnar lr« nar í um leið og sú;ian er bor- in fram. Séu notaðar jmrrkaðar grænar ertur verður að leggja þæf í bleyti daginn áður og sjóða þær ','.vo i léttsöltucu vatni. 1 stað grænu ertnahna m .Ifiota allt mögulegt, svo sem aspárges, blómkál, gulrófur, makkaronur og rækjur, tómat o. fl. og eru þá súp- urnar kallaðar eftir þvi hvað það er, sem gefur þeim bragð og útlit svo sem aspargessúpa, blómkáls- sína o. s. frv.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.