Þjóðviljinn - 23.11.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.11.1943, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 23. nóv. 1943. þlÓÐVIUINN Útgefc'.ndi: Sameiningarflohkttr alþúZu — Sóaíalietúflokkurinn. Ritstjóri: Sigur&ur Guðm’andnun. Stjórnn álaritstjórar: Eir.ur Olgeirsson, Sigjús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifsfrcíur: Austurstrœti 12, sími 2270. Afgr-ioala og auglýsingar: Skpl'ivörðustíg 19, sími 2184. Prentsmiðja: Víkingsprent h. j., Garðastrœti 17. Askriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6,00 á mánuði. landi: Kr. 5,00 á tnánuði. l! Úti Virðing þjóðarinnar íslendingum er það lífsskilyrði að fá haldið þeirri virðingu, er þeir áður hafa aflað sér erlendis. Þeir hafa aflað sér þess á- Iits, er þeir hafa, sakir andlegs atgerfis, þegar þjóð vor var svo kúguð og bæld af erlendri áþján, að við lá að landsmenn flosn- uðu allir upp af hólma þessum. Það hefur verið litið á þjóð vora sem þjóð, er ann bókmennt- um og elskar frelsið. Stórblöð eins og „Times“, hafa gert það að umtalsefni, hve þrálátir íslendingar væru í sjálfstæðismálum sínum. Þetta er gott álit. Vér skulum reyna að verðskulda það áfram. íslendingar munu sýna það í staðfastri baráttu fyrir sjálf- stæði sínu að þeir bera mikla virðingu fyrir ótvíræðum og óaf- salanlegum rétti vorum sem annarra til að ráða sér sjálfir, — og vér munum sýna þá virðingu fyrir þeim dýrmætu mannrétt- indum hverrar þjóðar með því að framkvæma þann rétt vorn, nú þegar hin tilskildu 25 ár eru liðin, sem samið var um 1918. En það reynir meir á íslendinga en hvað þetta snertir. Það reynir á fórnfýsi þeirra og virka samúð með öðrum þjóðum. Það hefur sjaldan í sögu vorri reynt á slíka eiginleika í fari þjóðar vorrar sem heildar gagnvart öðrum þjóðum. Vér höfúim lengst af hvorki haft aðstöðu né getu til að sýna þá! En svo sem samúð hefur vaxið með íslendingum innbyrðis í lífsbaráttu þeirra, svo mun hún og sýna sig að vera rík gagnvart erlendum þjóðum, þegar á reynir. Og nú reynir á. Það þarf að hjálpa þeim þjóðum, sem orðið hafa fyrir hörm- ungum þeim, sem nú hafa dunið yfir. Það þurfa allar þjóðir að leggjast á eitt til þess að bæta úr brýnustu þörf barna, kvenna og karlmanna, sem hungurdauðinn nú vofir yfir, — og það verð- ur að gera það án tillits til greiðslugetu þess fólks. En það þýðir, að þær þjóðir, sem bezt hafa sloppið við verstu ógnir styrjaldar- innar, verða að leggja að sér til að hjálpa. Það hefur undanfarið verið reynt að ófrægja íslendinga er- lendis sem stríðsgróðaþjóð. Það er nú tækifæri til áð sýna það með ríflegum framlögum til alþjóðlegrar hjálparstarfsemi, að stríðsgróðinn hefur ekki spillt fslendingum, að hjarta þeirra hefur ekki kalið, að samúð þeirra með öllum þeim, sem nú þjást, er eins sterk, er vér loks höfum getu til að sýna hana í verki, eins og hún var þegar skáld vor urðu að láta sér nægja að yrkja fögur ljóð um þjóðir þær, er fórnfrek frelsisstríð háðu. Það er nú verið að spilla áliti íslendinga erlendis með því að kasta mat svo tugum tonna skiptiy þegar aðrar þjóðir svelta. Þeir menn, sem slíku stjórna, stofna virðingu þjóðarinnar út á við í voða. Það er nú tækifæri til að sýna að íslenzka þjóðin vill hjálpa þeim, sem nú þjást af skorti og neyð. Það hefur verið mikið um það talað að vér yrðum að halda virðingu annarra þjóða fyrir oss. Hér er einmitt'tækifæri til þess að sýna það í verki að vér verðskuldum hana, — að vér erum raunverulega full gjaldgeng- ur meðlimur í því samfélagi þjóðanna, sem nú er að skapast. Hin alþjóðlega hjálparstofnun hinna sameinuðu þjóða (U. N. ingu brezka hernámsins. Jafn- N. R. A. eins og nafn hennar er skammstafað á ensku = Unitedl£ramt sam(ji fsland við Banda- íslendingar viljum vér allir vera Um hvað er deilt í sjálfstæðismálinu NOKKRAR SÖGULEGAR STAÐREYNDIR Til þess að glöggva sig á nú- verandi afstöðu í Sjálfstæðis- málinu, er gott að festa sér vel í huga nokkur atriði í for- sögu þess, sem mestu máli skipta. Skal hér á þeim stiklað, með því að of langt yrði að rökræða til hlítar hvert þeirra fyrir sig og tengja síðan í við- unandi heild. væru 1. í sjötta kafla sambandslag- anna frá 1918, er kveðið svo á í 18. gr., að eftir árslok 1940 „getur Ríkisþing og Alþingi, hvort fyrir sig hvenær sem er, krafizt, að byrjað verði á samn- ingum um endurskoðun þessara laga. Nú er nýr samningur ekki gerður innan þriggja ára frá því að krafan kom fram, og getur þá Ríkisþing eða Alþingi hvort fyrir sig samþykkt, að samningur sá, sem felst í þess- um lögurrt, sé úr gildi felldur“. 2. Þremur ársfjórðungum áð- ur en endurskoðunarkrafa , skv. 18. gr. gat komið til fram- kvæmda, eða 9. apríl 1940, var Danmörk hernumin af Þjóð- vefjum. Var þar með konungi jafnt sem danska ríkinu gert ókleift að uppfylla ákvæði sambandslaganna’, énda tók Al- þingi þegar í sínar hendur mál þau, er Danir fóru með fyrir íslendinga hönd: handhöfn konungsvalds, uthnríkismál og landhelgisgæzlu. 3. Mánuði síðar, eða 10. maí 1940, var ísland hernumið af Bretum, gegn ákveðnum mót- mælum íslenzkra stjórnarvalda, og var þar með enn rækilegar loku skotið fyrir framkvæmd sambandslaganna af beggja þjóða hálfu, sem og frekari að- gerðir íslendinga í stjórnskip- unarmálum þeirra. 4. Hinn 17. maí 1941, þá er alger sambandsslit Danmerkur í reynd höfðu varað í rúmt ár, samþykkti Alþingi einróma á- lyktun, þar sem lýst er yfir, að það teldi „ísland hafa öðl- ast rétt til fullra sambandsslita við Danmörk", enda þótt það teldi ekki „að svo stöddu tíma- bært, vegna ríkjandi ástands (þ. e. hernámsins), að ganga frá formlegum sambandsslitum“. 5. í júní 1941 var gerður samningur milli Breta og Banda ríkjamanna annarsvegar og ís- lendinga hinsvegar um aflétt slitum við Danmörku og end- anlegri stjórnskipun íslenzka ríkisins. Þá lýsti Bandaríkja- stjórn sig mótfallna aðgerðum í málinu að svo stöddu, en eftir nokkur orðsendingaskifti kom þó þar, að 14. okt. s. á. tilkynnti hún, að hún myndi ekkert hafa á móti því, að ísland yrði gert að lýðveldi 1944. 7. Vorið 1943 lagði milliþinga nefnd í stjórnarskrármálinu, skipuð tveim fulltrúum frá hverjum hinna fjögurra þing- flokka, það einróma til, að sam- bandinu við Danmörk yrði slit- ið og lýðveldi stofnað á íslandi 17. júní 1944. 8. Hinn 1. nóv. 1943 tilkynnti forsætisráðherra íslands það á Alþingi, að ríkisstjórn hans væri fylgjandi stofnun lýðveld- is á íslandi hvenær sem vera sk.yldi, og liti stjórnin svo á, að „hið raunhæfa ástand, sem stað- ið hefur í aðalatriðum hátt á fjórða ár, sé nægilega styrkur grundvöllur, til forml£§rar stofnunar lýðveldis á íslandi“. SÓKN GEGN SAMKOMULAGI Líti maður á gang sjálfstæðis- málsins í gegnum þá átta sögu- legu punkta^ sem raktir hafa verið, væri freistandi að' álykta að málinu væri að öllu fQffalla- lausu borgið með hljóðum fögn- uði allrar þjóðgrinnar að baki. Málstaður íslendinga sty?kist við hvern nýjan punkt, öll af- skifti Alþingis og íslenzkra stjórnarvalda miða til eðlilegra úrslita fyrir einhuga fulltingi allra flokka. ★ En einmitt þegar hið ólíklega skeður, að opinberir fulltrúar þjóðarinnar virðast' ætla að bera gæfu til að leysa þetta „helgasta mál þjóðarinnar“ í bróðerni, þá rísa allt í einu upp óvæntar raddir héðan og hahd- an, 'þar á meðal ýmsar, sem einna fegurst hafa talað um n^uðsyn þjóðlegrar einingar, og telja það nú helzt til sæmdár að hefja sókn gegn því sam- komulagi, sem fengið er. Og því meir virðist eiga að herða á þessari sókn sem nær dregur úrslitum og fleiri rök hníga til eindrægni. Lítur út fyrir að hér ætli enn að ásannast það, Jóhannes úr Kötlum er kveðið var: íslands óham- ingju verður állt að vopni. Að vísu tekst þessum röddum von- andi ekki að hefta sjálfan fram gang málsins, en eigi að síður er það mikil óhamingja, að jafn- vel sum óskabörn núlifandi kynslóðar skuli bregðast ein- ingunni í þessu viðkvæma máli. Hin fyrsta áskorun til Alþing- is um frestun lýðveldisstofnun- ar mun hafa verið afhent for- sætisráðherra 24. ágúst 1942, undirrituð af rúmum sex tug- um manna, ýmissa stétta og flokka. Samkvæmt tilmælum utanríkismálaráðherra var þó áskorun þessi ekki birt opinber-' lega að sinni, vegna þeirra orð- sepdingu sem á döfinni voru um þær mundir milli stjórna ís- lands og Bandaríkjanna. Næst kemur til sögunnar á- lyktun íslendingafundar í Kaup mannahöfn frá 7. maí 1943, þar sem þeirri áskorun er beint til ríkisstjórnar og Alþingis að fresta sambandsslitum, „þangað til báðir aðilar hafa talast við“. Ályktun þessi er fyrir þá skuld einna athyglisverðust, að hún virðist hafa orðið til þess að rjúfa einingu stjórnmálaflokk- anna í málinu, því upp frá því tekur Alþýðuflokkurinn, eða að minnsta kosti málgagn hans, forystuna í sókninni gegn því samkomulagi, sem tveir helztu foringjar hans höfðu þó staðið að í stjórnarskrárnefnd. Loks er Alþingi enn send á- skorun 22. september 1943, mjög samhljóða þeirri frá 24. ágúst, undirrituð af 270 „áhrifamönn- um“ í Reykjavík, á Akureyri og í Hafnarfirði, og er það eðli- lega sú áskorunin, sem mesta undrun hefur vakið, með því að hún bendir til að hér sé um skiljanlega yfirgripámikið mein að ræða. Hér skrifar enn undin fólk af ýmsum stéttum og öll- um flokkum, nema Sósíalista- flokknum. Stéttarlega séð set ja kennarar einna mestan svipinn á þessa fríðu sveit, allt frá prófessorum og niður úr, og fær maður naum ast varizt því að hugsa til norskra stéttarbræðra þeirra í því sambandi'. Hátt upp í þá slaga svo læknar með landlækni í broddi fylkingar. Telst svo til, að fulltrúar fræðslumála í land- inu séu þarna hátt á sjötta, full- trúar heilbrigðismála hátt á fimmta tug. Þá eru þarna allar mögulegar tegundir af „stjór- ungur“ gætu spornað við þróun sósíalískra áhrifa á íslandi. Hvatir þessara manna eru sjálf- sagt af margvíslegum toga, sumar skoðanalegar, aðrar einka legar, en allar vafalaust einlæg- ar. Þar fyrir verðskulda þessir menn enga linkind í þessu 'Jnáli, fyrr en þeir hafa bætt ráð sitt. Þeir hafa vísvitandi lagt út á þá hálu braut að ge'r- ast samherjar menningarlegs afturhalds í því að glepja þjóð sinni sýn í hennar stærsta og stoltasta máli. „EIN LÉTTKLÆDD VÍSA“ LAUSA- Eining Sósíalistaflokksins í sjálfstæðismálinu hefur orðið hinum sjálfkrossuðu danne- brogsmönnum mikill þyrnir í augum og hefur verið reynt að rjúfa hana og ómerkja með hinum lítilsigldustu aðferðum. Eins og nærri má geta, er hin gamla, útjaskaða rússaplata spil FYRRI GREIN Eftir Jóhannes úr Kötlum Nation Relief and Rehabilitation Administration) er nú að ljúka stofnfundi sínum. Það er svo brýnt sem frekast má verða að veita þá hjálp, sem hægt er að láta í té. • Virðing vor íslendinga með öðrum þjóðum, virðing vor fyrir sjálfum oss, er ekki hvað sízt undir; því komin að vér skerum ekki við neglur þau milljónaframlög, sem þörf er á, — heldur sýnum samúð vora 1 verki fljótt og vel. ríkin um hervernd til ófriðar- loka, og var þar með það „ríkj- andi ástand“, sem um getur í yfirlýsingu Alþingis frá 17. maí, að forminu til úr sögunni. , 6. Á Alþingi 1942 var það ein- róma álit allra stjórnmálaflokk- anna, að tímabært væri að ganga frá formlegum sambands Þingvellir — hinn fomhelgri þingstaður íslenzka lýðveldisins. um“, allt frá forstjórum niður í deildarstjóra, bankamenn og leikarar, hagfræðingar og skáld, maður frá Múla og maður frá Höfnum. einn bryggjuvörður, ein frú o. s. frv. En tvær eru þó þær stéttir, sem þarna eiga engan að, sem varla er heldur von, þar sem hér skyldu „á- hrifamenn“ einir koma til greina, £n það eru bændur og verkamenn, — alþýða Islands. Mætti svo verða áfram, að nafn hennar yrði sem minnst tengt við þessa einkennilegu „frelsis-- baráttu“. Stjórnmálalega séð munu Al- þýðuflokksmenn og báðar kvísl- ar svokallaðra Þjóðveldismanna mynda kjarnann í hreyfing- unni. Hvaða . „menningarhlpt- verk“ fyrir þeim vakir undir niðri, er vandi að gizka á, — þó kynni sakleysinginn Björn O. Björnsson að hafa spígspor- að óþarflega nærri sannleikan- um í síðasta hefti „Jarðar“, bls. 260, þar sem hann segir sem svo með breyttu letri: „Jú — vér gætum auðvitaö fengið bæði viðurkenningu og „virðingu“ Sovét-Rússlands, ef vér fram- kvæmum „lög“-skilnað án þátt- töku Dana og konungs. Sovét- Rússland yrði eini „vinurinn“, sem „skildi“ oss. Kommúnist- arnir vorir sæju um það“. En að þessum ógiftusamlega kjarna hafa dregist ýmsir ágæt- ismenn, sem engum dettur í hug .að væna um þá pólitísku undirhyggju, að tefla lýðveld- ismáli voru í tvísýnu í þeirri fávísu von, að „Danir og kon-, uð af meira kappi en nokkru sinni fyrr, — jafnvel tónvand- ir menn, eins og Tómas skáld Guðmundsson, eru farnir að skemmta skrattanum með þess- háttar músik. Skal honum að vísu virt til vorkunnar, þótt hann uni illa óskilgreindum upp hrópunum um kvíslinga í nánd við sig og grípi þá til óvenju- legra deyfingarráða. Myndi þó hitt ráðið öllu betur duga, að þoka sér ögn fjær hinni hættu- legu Múfakvísl í lýðveldismál- inu. Annars væri freistandi að ræða nokkuð þá spurningu, hvort góður sósíalisti og sovét- vinur geti ekki jafnframt verið góður íslendingur, og má vera, að ég víki nánar að því máli síðar hér í blaðinu. ★ Þá hefur annað skáld, sem kalla mætti fornrússneskt, yin- ur vor Steinn Steinar, ort nokkra hersöngva fyrir sóknar- liðið gegn samkomulaginu, og ér svo sagt, að ein vísan að minnsta kosti hafi orðið vinsæl götuvísa í Reykjavík að undan- förnu. En þar kvað Sósíalista- flokknum vera fjálglega líkt við heldri konu með skotthúfu, sem situr í húsmóðurstólnum í dagstofu hinna þjóðkunnu Jen- senssona. Með þessari smellnu líkingu mun skáldið vilja sýna óvænt samspil flokksins við auðvaldið í landinu, og þá vænt anlega helzt, að það hefði keypt hann til fylgis við sjálfstæði landsins. Fer þá heldur en ekki að sneyðast um fína drætti í orð stír vorum, ef vér lifum á bæði rússneskum og kveldúlfskum mútum. Um tíma munu danne- brogsmennirnir hafa talið vísu þessa komna vel á veg með að granda bæði málinu og flokknum, en nú er að heyra á hinum snjalla gagnrýnanda Magnúsi Ásgeirssyni, að „óvar- legt væri þó, að treysta þeim nýfleygu ummælum bókstaf- lega“. Kynni og svo að reynast, ekki sízt meðan hinn ungi höf- undur sjálfur situr, að minnsta kosti í þessu máli, í glóðvolgri gullkjöltunni á Ragnari í Smára, á milli þess sem hann drekkur kóngsins skál með Stefáni Péturssyni. Auðvitað ber ekki að taka her brögð þessara kóngsmanna há- tíðlega, enda mun alþýða manna ekki gera það, að minsta kosti ekki á meðan lúðurþeytararnir virðast ekki hafa ráðið það við sig, hvort þeir eigi „að haga sér eins og gentleraenn eða dónar“ í frelsismálum þjóðar §jnnan Hér er á þetta drepið í „léttara hjals“ tón til þess eins að benda á, hversu fljótt risið getur lækkað, jafnvel á snillingum og meningarfrömuðum, þegar mál- staðurinn er hæpinn. Og mun það mála sannast, að viður- kvæmilegast hefði verið báðum aðilum, að rússar og kvíslinga^, jensenssynir og ragnarar, hefðu sem minnstum metingi valdið í þessari óheppilegu deilru En nú er komið sem komið er og tjáir þá ekki um að sakast. Engín leiðrétíing á húsaleigulögunum Framh. af 1. síðu. fulltrúi. Sósíalistaflokksins, Stein- þór Guðmundsson og annar full- trúi Sjálfstæðisflokksins, Einar Er- lendsson, hafa verið úrskurðaðir úr hinni eiginlegu húsáleigunefnd. Ymsir sjálfstæðismenn á Alþingi vildu fá húsaleigulögunum breytt í það horf, að ríkið bæri þann kostn að, sem af töku 'og endurbótum bráðabirgðahúsqæðis Ieiðir, til jafns við bæinn. Þetta er hið mesta réttlætisniál, því að vissulega er það ósanngjarnt, að Reykjavíkur- bær einn b'eri þennan kostnað, sem er afleiðing striðserfiðleika, og sem auk þess er raunverulega ákveðinn af þriggja manna húsaleigunefnd, þar sem bærinn á aðeins einn full- trúa. Engan undrar þótt Framsóknar- menn legðust á móti þessu réttlæt- ismáli, því að þeirra stefna virðist vera sú, að beita sér ætíð gegn hagsmunum Reykjavíkur. Afstaða Alþýðuflokksmanna verður hins- vegar ekki skýrð nema með því einkennilega lánleysi þessa flokks, að hitta nær ætíð á að fylgja þeim málstaðnum, scin ver gegnir, og Sjálfstæðismennirnir, sem liigðust. gegn því, hafa talið sér skylt, að fylgja fast fram uppteknum hætti, að láta flokkinn klofna a hverju máli, svo að litilokað sé, að nokkur flokkur geti með þeim unnið. Mauríce Hindus: Söngur næturgalans Bandaríski blaðamaðurinn Maur- ice Hindus, ér segir frá eftirfarandi atviki, er nýkominn úr ferð um Sovétríkin. Hifidus er höfundur bók arinnar „Brotið land“, er Vilmund- ur Jónsson þýddi fyrir nokkrum ár- um, og- Bókmenntafélag jafnaðar- manna gaf út. Það var heitt í veðri. Flokkur þreyttra og sveittra þýzkra her manna stanzaði til að hvíla sig í rústum þorps á Lithaugalandi. Allt í einu hljómaði næturgala- söngur í gegnum loftið. Þjóð- verjarnir beindu sjónaukum sínum að runna skammt frá, en gátu ekki komið auga á fugl inn. Þeir sáu dreng sitja hjá síki og tálga spýtu. Þegar Þjóðverjarnir komu að drengnum, virtist hann verða hræddur. Hann var með eitt- hvað í munninum. Liðsforingi skipaði honum að sýna sér það, og drengurinn tók út úr sér litla blístru úr tré, sem hann hafði notað til að herma eftir næturgalanum. Þjóðverjarnir dáðust að blístrunni, hældu hug viti drengsins og fengu hann til að blístra aftur. „Eg get líka hermt eftir gauk“, sagði hann, og gerði það svo, hreykinn. Aðspurður, kvaðst drengur- inn eiga heima í rústunum og bjarga sér eins og hann bezt gæti. Já, hann rataði leiðina til næsta bæjar — „ég var vanur að fara þá leið til að fiska í millut j örninni.“ Eiðsforinginn lofaði honum gljáandi vindlingakveikjara, ef hann vildi gerast leiðSögumaður þeirra. „En ef þú gabbar okkur, sný ég af þér hausinn“, sagði foringinn. Á. leiðinni benti foringinn á skóg framundan og spurði: „Eru guerillur (skæruliðar) þarna?“ „Meinarðu ætisveppi?“ sagði drengurinn sakleysislega, og byrjaði að telja upp hvaða tegundir þeirra yxu þarna. Liðs foringinn spurði ekki fleiri spurninga. Drengurinn byrjaði aftur að blístra glaðlega, 32 sinnum eins og næturgali, 2 sinnu eins og gaukur. Þjóðverjunum féll fremur vel glaðværð leiðsögu- mannsins og sögðu ekkert. En langt inni í skógunum leynd- ust skæruliðar, sem skildu merkingu fuglasöngsins: 32 Þjóðverjar og 2 Vélbyssúr v’oru á leiðinni. 'Þóir voru fynir skömmu komn ir inn í skóginn, þegar drengur- inn skauzt í burtu, skjótur sem héri. Skothríð hófst úr öllum átt- um. Ekki einn einasti Þjóðverji komst lífs af. 'I Þriðjudagur 23. nóv. i943. — ÞJÓDVILJINN i HH oelDP HriF Hiiler orðll Drlagarfk Um Brennerskarðið, sem myndin er af, liggja aðalsamgönguæðarnar milli Þýzkalands (Austurríkis) og Ítalíu. Þessar mikilv'ægu flutningaleiðir ItSfa hvað eftir annað orðið fyrir árásum ítalskra hermannaflokka undanfarið, og nokkrum klúkkustundum áður en innrás Bandamanna á Ítalíu hófst, gerðu bandarísk flugvirki velheppnaða árás á vegina um Brennerskarð. Alþíngí afgreíðír sjö lög Alþingi afgreiddi sjö lög i gær, lög um byggingarsamþykktir, um brunatryggingar í Reykjavík, um ákvörðun á leigumála og söluverð lóða og landa Reykjavíkurkaup- staðár, um fyrningu skulda og annara kröfuréttindav', um veit- ingaskatt, um tolla og um heim- ild fyrir ríkisstofnanir til að greiða eftirlaun þegar sérstaklega stend- ur a. Til er gamalt orðtak svohljóð andi: „Balkanlöndin ná til Vín“. Annað hljóðar þannig: „Austur- ríki er brúin milli Ítalíu og Þýzkalands“. Af þessu má ráða hve hernaðarlega mikilvægt Austurríki er nú orðið, þegar bæði Balkanskagi og Ítalía eru orðin orustuvöllur, þar sem þýzku herirnir eiga í vök að verjast. Bruno Frei, einn hinn kunn- asti blaðamaður frjálsra Aust- urríkismanna, ritar nýlega í blaðið „Freies Deutschland“ um hlutverk Austurríkis í loka þætti styrjaldarinnar. Hann heldur því fram, að Klagenfurt, aðalbær fylkisins Káruten í Austurríki, hafi jafnmikla hern aðarþýðingu og Strassburg, Kraká og Prag. Nazistar pru sýnilega sömu skoðunðí. Þeir birta grunsam- lega oft yfirlýsingar um að „ró og regla“ ríki í Austurríki, og til að halda íbúunum í skefj- um eru hafðar úrvalssveitit her manna, syo mikið þykir við þurfa. Forseti hæstáréttarins í Leipzig, Roland Freisler, fór fyrir skömmu til Klagenfurt til að kveða upp dóm yfir 37 bænd- um, verkamönnum og smákaup mönnum fyrir „landráð". Naz- istablöðin birtu lítið um þau málaferli, en sögðu þó það mik- ið, að sakborningar „hefðu reynt að stofna til uppreisna með því að leggja lið litlum hópum lið- hlaupa úr hernum, glæpamönn um og kommúnistum, og hefðu hlotið liðsstyrk frá óaldarflokk um í öðrum fylkjum". Þessir „óaldarflokkar“ hefðu haft sam vinnu við skæruliða frá Slóven íu (í Júgóslavíu) og „kúgað 1- búana, drepið nokkra Þjóðverja og menn er hlynntir voru Þýzkalandi“. í bréfi, er kona að nafni Hu- ber frá Spielfeld (Austurríki) ritar mági sínum Heinrich Mo ser, er tekinn var til fanga ; austurvígstöðvunum fyri: skömmu, segir: „ Um hátíða leytið urðu þeir að jarða þrjá tíu og sjö lögregluþjóna. í gæ; var enn einn stunginn ti dauða“. Og einn af þýzku Stal ingradföngunum, Bachleitnei fékk bréf frá frænda sínum Villach (Austurríki), og segi: þar: „Lífið hér er orðið eins oj í Víti. Manni líður skelfilega Við förum aldrei út að nætur lagi nema í hópum. Stundun óska ég mér að ég væri kom. inn til vígvallanna“. Þetta er í Kárnthenfylki. Er frá Tirol er sama sagan sögð Hofer fylkisstjóri sagði á naz istafundi í Insbruck 31. júl: í sumar, að „Alpalandamær: Stór-Þýzkalands mundu verðc varin gegn öllum árásum, einn- ig frá landráðamönnum“. Salz burg, sem áður fyrr var ein ai aðalstöðvum nazfsta, er ólgandi af uppré'isn. Nazistaþlöðin i Austurríki eru full af greinum um málaferli gegn uppreisnar- mönnum í Sazburgarhéraði. Fyrstu sex mánuði þessa árs viðurkenndu nazistar aftöku fjórtán manna frá Salzburg fyrir „leynilegan áróður, land- ráð og skemmdarverk“. Fjöldi manna var dæmdur í þunga «fangelsisdóma. Meðal hinna dæmdu voru einnig starfsmenn nazistaflokksins, og var þeim gefið að sök að hafa „útbröitt tilhæfulausan orðróm“ og „rek- ið uppgafjaráróður“ Þegar nazistar hernámu Austurríki vorið 1938 hófu þeir baráttu gegn öllum austurrísk- um einkennum. Nafninu Austurríki var útrýmt úr blöðum og opinberum heim- ildum. Fyrst var „Austurmörk" Frairthald á 8. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.