Þjóðviljinn - 23.11.1943, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.11.1943, Blaðsíða 8
ÍÓÐVIUINN Portuga! - fyrirmyndarland fasista Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykj avíkur, Austurbæj arskólanum, sími 5030, Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn. Ljósatími ökutækja er frá kl. 3,35 að kvöldi til kl. 8.50 að morgni. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Lén- harð fógeta kl. 8 í kvöld. Aðgöngu- miðar seldir frá kl. 2 í dag. Útvarpið í dag: 18.30 Dönskukennsla, 2. flokkur. 19.00 Enskukennsla, 1. flokkur. 20.30 Erindi: Upphaf þilskipaút- gerðar á íslandi, V. Yfirlit (Gils Guðmundsson kennari). 20.55 Tónlistarfræðsla fyrir ung- linga, III. (Hallgrímur Helga- son, tónskáld). 21.25 Tónleikar Tónlistarskólans: Dumpky-tríó eftir Dvorsjak. Eftirtaldar gjafir hafa borizt til Blindraheimilisins. Margir gefend- anna hafa óskað eftir að nafna þeirra sé ekki getið og birtast því nöfn gefenda skammstöfuð: Ö. S. K. kr. 3.000.00, Á. B. kr. 500.00 K. J. kr. 1.000.00, V. H. kr. 200.00 B. Ó. kr. 100.00, S. K. kr. 200.00, F. P. kr. 1.000.00, Á. Á. kr. 200.00, H. í. kr. 500.00, T. S.Þ. kr. 10.000.00. Samtals kr. 16.700.00. Kemur hjáfpín nógu snernma? Fulltrúi pólsku stjórnarinnar í London upplýsti í gær, að svo fáir Gyðingar væru nú eftir lífs í Póllandi eftir allar ofsóknir Þjóðverja, að horfur væri á að þeim yrði útrýmt þar alveg ef þeim kæmi ekki hjálp innan skamms. Þjóðf relsishreyf - íng Ausfurrikís Framh. af 5. síðu. sett í staðinn, en brátt var það einnig bannað. Þegar þurfti að nefna allt landssvæðið sem Austurríki náði áður yfir, var talað um „Alpa-“ og „Dónár- fylkin“. Leiðtogar austurrísku nazistahreyfingarinnar voru sendir úr landi til starfa, og fylkisstjórarnir, er sendir voru til Austurríkis, valdir úr röð- um þýzka nazistaflokksins. En þrátt fyrir allar tilraunir til að gera Austurríki þýzkt, vex stöð- ugt andstaðan gegn þýzku naz- istunum. Innlimun Austurríkis í Þýzkaland hefur einungis eflt þrá Austurríkismanna eftir sjálfstæðri austurrískri menn- ingu og óskoruðu þjóðfresi. Þjóðernisheyfing Austurríkis-, manna varð svo áberandi, að Þjóðverjar fóru að reyna að snúa henni sér í hag. Þeir fóru að leggja rækt við forna aust- urríska siði, og lofuðu meira að stríðinu loknu (Baldur von Schirach í ræðu er haldin var í Vm í júlí sl.). Hitler tilkynnti hátíðlega að úrvalsherfylki yrði nefnt Hoch und Deutschmeist- er, eftir frægri Vínarhersveit frá dögum Habsborgaranna. En þessar tilraunir þýzku nazist- anna að vinna huga Austurrík- ismanna með fagurgala, hafa algerlega mistekizt. Það vakti mikla athygli fyr- ir nokkru síðan, að portúgalska stjórnin veitti Bretum leyfi til að hafa hernaðarstöðvar á As- oreyjum til stríðsloka. Portúgal hefur um marga ára skeið verið undir harðsvíraðri fasistastjórn, er enn í fersku minni framkoma ráðamanna þar í sambandi við Spánarstyrj öldina'. Gengu þeir svo langt í stuðningi sínum við fasistana, að þeir jafnvel slitu stjórnmála sambandi við Tékkóslóvakíu af því að Tékkar leyfðu sér að selja hinni löglegu stjórn Spán- ar vopn. í þessu stríði hefur portú- galska stjórnin þótzt vera alveg hlutlaus. Engu að síður hefur hún stutt fasistaríkin í orði og verki fram að þessu. Sambúð Bretlands og Portúgals hefur verið mjög góð í margar aldir. Hafa vináttusáttmálar á milli þeirra verið til síðan 1373. En engum dettur í hug, að það valdi þessari greiðvikni portú- gölsku fasistanna. Hitt hefur haft meiri áhrif, að brezkt auð- magn hefur um langan aldur átt afar mikil ítök í landinu. Sigrar rauða hersins á Aust- urvígstöðvunum og falla Múss- olínis hafa líka sannfært por- úgölsku stjórnina, eins og aðra vini Hitlers um, að útséð væri um að fasisminn sigraði 1 þessu stríði og hún því álitið vissast að hafa vinaskipti. Auk þess miðar þetta skref að því að sefa reiði almennings í Portú- gal, en hann hefur oft látið mikla óánægju í ljós vegna ut- anríkisstefnu stjórnarinnar ekki síður en innanlandsstjórn henn- ar. Bretar hafa og lofað stjórn inni efnahagslegum stuðningi og mun það hafa verið vel þeg- ið. Þó að íbúar Portúgals séu aðeins um 5 milljónir, eiga þeir talsverðar nýlendur í öðrum heimsálfum. Áður fyrr var þó I nýlenduríki þeirra miklu meira. I Portúgal hefur lítinn herafla [ og iðnaður landsins er lítilfjör- i legur. Árið 1932 tók Salazar, þáver- j andi hermála- og utanríkisráð- herra, öll völd í sínar hendur og kom á fót harðsvíruðu ein- ræði. Verkamannafélög voru bönn- uð, flokkar leystir upp, af- numið málfrelsi og prentfrelsi og komið upp fangabúðum. Margir lýðræðissinnar og framfaravinir hafa látizt af völdum vondrar með ferðar í hinum hryllilegu fangabúðum á Grænhöfðaeyjum við vestur- strönd Afriku. Meðal þeirra er Benito Gonsalves, ritari Komm- únistaflokksins, sem dó þar síð- ast liðið sumar eftir 8 ára fangavist við hræðileg lífsskil- yrði. Meðal framlag ríkisins til heilbrigðismála er um 35 aurar á mann á ári. Af nýliðum þeim, sem fyrir skömmu síðan voru kvaddir í herinn, voru fimmtíu af hundraði ófærir til vígstöðva þjálfunar. Eymdarástand lands- ins hefur enn aukizt við það, að stjórnin hefur öll stríðsárin leyft stöðugan útflutning til möndulveldanna á fæðutegund- um þeim, sem framleiddar eru í landinu. Kjörorð hinnar risavöxnu verkfallshreifingar, sem byrjaði 26. júlí í sumar, voru: „Þjóðleg sameining gegn Salazar! Alþjóð- leg sameining gegn Hitler!“ Þessi hreifing endaði með því, að þúsundir manna voru enn handteknir og fangelsaðir, og veitt var smávægileg kauphækk un. í stefnuskrá þeirri, sem hinn leynilegi Kommúnistaflokkur Portúgals hefur gefið út sem grundvöll þjóðlegrar sameining- ar eru eftirfarandi atriði: Út- flutningur sé stöðvaður til Möndulveldanna, njósnarar og handbendi Hitlers séu hand- teknir og refsað, samvinna við hinar sameinuðu þjóðir, lýðræð- isstjórn, endurreisn verklýðsfé- laga, frjálsar kosningar og lýð- réttindi, pólitískum föngum sé sleppt, samband við nýlendu- þjóðirnar, hin fasistiska lögregla sé leyst upp, kauphækkun í sam ræmi við hækkun framfærslu- kostnaður, endurbætt löggjöf á sviði heilbrigðismála og mennta mála, komið sé á alþýðutrygg- ingum, leyniverzlun sé útrýmt. Fasistarnir hér á landi hafa oft á undanförnum árum sung- ið stjórij Salazars lof og dýrð. Þar átti að ríkja friður og ein- drægni undir landsföðurlegri forsjá einræðisherrans. En lífs- skilyrði þau sem verkamönn- um og bændum Portúgals eru boijin, eru blátt áfram ómann- leg. Næringarskortur, berklar og sýfilis þjá alþýðuna. Fáir eru læsir og lýðréttindi eru engin. Framfærslukostnaður hefur hækkað 2% sinnum síðan stríð- ið byrjaði. Helztu fæðutegund- ir, svo sem smjör, feiti, við- smjör, þorskur, rísgrjón, kart- öflur og sykur, hafa horfið á venjulegum verzlunarstöðum. Opinberar skýrslur sýna, að verkamenn í Lissabon og ná- grenni hafa um 70 aura tekjur á dag að meðaltali. Þetta verð- ur að nægja fyrir fæði, klæð- um, skófatnaði og húsaleigu. I mörgum fjölskyldum, þ. á. m. þeim berklaveiku, verða fimm að sofa á sama fleti. Brezkir verkamenn krefjast þjóðnýtingar í sambandi við áætlun um endurskipulagningu baðmullar- iðnaðarins í Láncashire eftir stríð, sem Samband vefnaðar- verkamanna hefur mælt með, fer sambándið fram á, að opin- ber nefnd hafi eftirlit með þessum iðnaði þangað til hann verði þjóðnýttur, en á meðan fái hluthafar bætur. ....... NÝJA BÍÓ .....- TORSÓTTAR IÆIÐIR. (The Hard way). Stórmynd með: IDA LUPINO, JOAN LESLIE, DENNIS MORGAN. Sýnd kl. 6,30 og 9. Börn fá ekki aðgang. Njósnarar á Burmabraut (Burma Convoy) CHARLES BICKFORD, EVELYN ANKERS. Sýnd kl. 3 og 5. Börn fá ekki aðgang Aðgöngumiðasala frá kl. 11 f. h. ”• TJARNAR BÍÓ •• ÁN DÓMS OG LAGA. (Juke Girl). ANN SHERIDAN, RONALD REAGAN. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. KAUPIÐ ÞJÓÐVILJANN LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. „LÉNHARÐUR FÓGETI“ Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 2 í dag. LífíII peníngaskápur óskast til kaups. Upplýsingar í síma 2184. Kaupendur Nýja tímans í Reykjavík eru beðnir að koma á afgreiðslu Þjóðviljans eða skrifstofu Sós- íalistaflokksins, Skólavörðustíg 19, og greiða árgjald yfirstand- andi árgangs, þar sem ekki eru tök á að innheimta blaðið á annan hátt AFGREIÐSLA NÝJA TÍMANS. Samningarnir um vinstri stjórn eftir Brynjólf Bjarnason, sem var uppseld í bóka- búðum, er komin aftur í allar búðir. Ennfremur fæst í bókaverzlunum MÁ DRAUMUM TIL DÁÐA eftir Gunnar Bene- diktsson. KOMMÚNISTAÁVARPIÐ eftir Marx og Engels. Bandamenn tilkynna útnefningu embættis- manna X gær var tilkynnt í Lond- on, að fulltrúi Breta í þeirri nefnd Bandamanna, sem fer með málefni Ítalíu, yrði Har- old Mc Millan sendiherra Breta í Kairo. Fær hann titilinn high- commissioner. Fulltrúi Banda- ríkjanna verður Robert Mur- phy, og nefnist han ambassador. Murphy er sömuleiðis ráðgjafi Eisenhowers um ítölsk mál. Fulltrúi Rússa er Vissinsky. Seinna fá Grikkir og Júgóslav- ar fulltrúa í þessari nefnd. Hlut verk hennar er að sjá um, að öllum herafla og framleiðslu- tækjum ítala sé beitt í þágu stríðsrekstursins. Bretar hafa tilkynnt, að full- trúi þeirra í Evrópunefndinni verði sir William Strang. Full- trúi Rússa í þeirri nefnd verð- ur Guséff, sendiherra þeirra i London. ' Duff Cooper fyrrverandi ráð- herra í brezku stjórninni og kunnur rithöfundur, hefur ver- ið skipaður sendiherraBretahjá frönsku þjóðfrelsisnefndinni í Alsír. Embættisheiti hans er ambassador. f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.