Þjóðviljinn - 23.11.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.11.1943, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23 nóvember 1943. ú$œjamáM&i4i4H- ¦¦*•»». ytcwvwtk Á förnum vegi „Vegfarandi" heíur sent Bæjar- póstinum athyglisverða frásögn af því, sem fyrir hann bar á Vestur- götunni á sunnudagskvöldið. Bæj- arpósturinn birtir frásögn hans alla, þó eitthvað kunni að vera breytt orðalagi á stöku stað. Þeir eru áreiðanlega fleiri, „vegfarendurnir", en sá, sem gekk um Vesturgötuna á sunnudagskvöldið, sem hafa frá ýmsu að segja, sem rétt er að komi fyrir almenningssjónir, þeir ættu að senda Bæjarpóstinum frásögur sín- ar. Utanáskriftin er: Þjóðviljinn — Bæjarpósturinn — Austurstræti 12. Strákabjálfarnir á Vestur- götunni. Á sunnudagskvöldið kom ég labb- andi vestan Vesturgötu. Meðal ann- ara vegfarenda mætti ég gömlum manni; eftir útliti að dæma, gæti hann verið á áttræðisaldri. Við þennan gamla mann var ekkert sérkennilegt, hann var eins og fólk er flest. En umhverfis hann þvæld- ist hópur stráka. Ekki verður um þá sagt, að þeir væru eins og strák-, ar eru flestir, þetta voru bjálfar, en flestir strákar í Reykjavík eru röskir, sæmilega prúðir og alveg lausir við ótuktarskap. Þessir bjálf- ar voru sem sagt að gera „at" í gamla manninum. Einn var þó í hópnum, sem hafði á sér siðu og háttu Reykjavíkurdrengja, hann nauðaði í sífellu á félögum sínum: „Verið þið ekki að gera at í honum, strákar". Eins og ekki þarf nema einn gikk í veiðistöð, til að spilla öllum vermönnum, þá þarf ekki nema einn sannan Reykjavíkurstrák til að stilla nokkra bjálfa og kenna þeim mannasiði, enda hættu bjálf- arnir sínum ljóta leik fljótt, og von- andi hætta þeir líka að vera bjálf- ar. En sagan er svolítið lengri og snertir fleiri Þegar ég hafði gengið stuttan spöl frá því ég mætti gamla mann- inum, fann ég brú yfir hitaveitu- skurð, hún var ljóslaus. Ég gekk hiklaust á brúna, en vissi ekki fyrri en ég lá flatur með annan fótinn niður í skurðinum, kennandi óþægilegs sársauka í þeim fætin- um, sem í skurðinn féll. Að baki mér heyrðist hávær hlátur, þar voru bjálfarnir í hóp. Ekki veittu þeir mér þó eftirför, eins og gamla manninum, sennilega af því, að ' gamli maðurinn hefur átt erfiðara með að hafa sig upp úr skurðinum en ég, ef til vill hefur honum orðið skapfátt, en ljóst var, að það var skemmtun bjálfanna að sjá vegfar- endur falla í þennan skurð, og gera síðan „at" í þeim, sem harðast urðu úti. Hvemig stóð á að brúin var svona útleikin? Brúin var þannig gerð, að borð lágu þvert fyir skurðinn, á miðri brúnni var borð numið burt. Mjóg var skuggsýnt á þessum stað, og þurf ti alveg sérstaka aðgætni til að sjá hættuna. Hvort er nú held- ur, að hér sé um frábært hirðu- leysi þeirra, sem sjá um þessar brýr að ræða, eða hafa bjálfarnir kippt borðinu burt og þótzt vera að mynda skriðdrekagryfju? Það þýðir víst ekkert að snúa sér til lögreglunnar, hún er sjálfsagt við skot- æfingar Auðvitað datt mér fyrst í hug að láta lögregluna vita, að þessi brú væri biluð, svo hún gæti séð um, að þetta yrði lagfært. Ég gekk nið- ur Vesturgötu, um allan miðbæinn og sá engan lögregluþjón. Auðvit- að lá beint við að fara á lögreglu- stöðina, en til hvers mundi það vera? Allir vita, að aðaláhugamál þeirra, sem lögreglunni stjórna, er að æfa hana í skotfimi, til hvers skyldi þá vera að fara fram á það við þessa herra, að senda út menn til að bjarga friðsömum borgurum frá að falla í hitaveituskurð, virð- ast hvort sem er ætla lögreglunni það verk að klekkja á borgrunum með byssum og bombum við hent- ugt tækifæri, en ekki að vernda gegn slysum. Vissulega mundi þó hver einasti lögregluþjónn kjósa hið síðamefnda hlutverk. En víkjum nú aftur að strákunum Hvað hefði nú sannur Reykjavík- urstrákur gert í sporum bjálfana? Hann hefði staðnæmst við skurðinn og varað vegfarendur við hættunni, og fengið félaga sína til að leita að lögregluþjóni til að lagfæra brúna. Hugsanlegt er þrátt fyrir allt, að nokkrir lögregluþjónar hafi sloppið við að stunda skotæfingar þetta kvöld, og þá hefði ef til vill tekizt að ná í einhvern þeirra, að minnsta kosti er það víst að ef röskum strákum hefði ekki tekizt það, þá mundu aðrir ekki hafa gert það. Vegfarandi. Hegningarlögin og Jón Ritstjórum dagblaðanna í Reykjavík var stefnt upp í tugthús kl. 4 í gær til sáttafundar við Jón í Sambandinu, út af frásögnum þeirra um kjötið, sem Jón kom í geymslu í Hafnarfjarðarhrauni. Ekki veit ég hvað margir hafa mætt, en áreiðanlega hafa engir sætzt. Allir, sem lesið hafa kæru Jóns, hlæja að henni, segjandi sem svo að ekki verði blöðin dæmd fyr- ir þetta. En rétt er nú að minnast þess, að hegningarlögin eru svo dá- samlega úr garði gerð að sam- kvæmt þeim má dæma menn fyrir „aðdróttun þó sönn sé", sam- kvæmt þeim er mönnum, í suraum tilfellum bannað að færa sönnur á mál sitt, svo dóma geta menn feng- ið fyrir að segja blákaldan sann- leikann og sannanlegan. Þetta eru prýðislög fyrir Jón í Sambandinu, sem sennilega er einna mestur stórbokki þeirra sem við opinber mál fást, ófyrirleitinn svo af ber, og virðast þessir tveir eiginleikar hans bera ' mannvitið stórlega ofurliði. Út af þessu getur Jón farið í mál og unnið frægan sigur, en það er nú samt satt. Hegningarlögin voru sett gegn prentfrelsinu Þessi frægu hegningarlög voru á sínum tíma beinlínis sett gegn prentfrelsinu. Það var Hermanrt Jónasson, sem kom þeim á fram- færi, þegar hann var forsætisráð- herra í Þjóðstjórninni, sællar minn- ingar. Hann vissi sem var, að það gat komið þeirri sælu stjórn illa ef menn fynndu upp á því að segja um hana allan sannleikann. Síðan hef- ur ekki tekizt að fá þessum lögum breytt, því þeir eru allt af svo marg ir sem óska að njóta verndar gegn sannleikanum. Ef til vill hjálpar mál Jóns í Sambandinu til að fá breytingu á þessum lögum. Skemmt kjöt er ekki alltaf lítils virði. ' i "TSli AsKrlftarsími Þjóöviljans er 2184 Til hvers er Morgun- blaðsliðinu treystandi? Greinin „AtvinnuleysiS við borgarhliðið" hefur komiS við kaun Morgunblaðsins. Höfund ur Reykjavíkurbréfanna þýt- ur til að reyna að ausa annan stjórnmálaritstjóra þessa blaðs óhnóðri og leggur fyrir. Kom þessi grein við kaun Mor gunblaðsmanna ? Hví brugðust þeir svo reiS- ir? Kenndu þeir til undan orð- inu „afturhald"? Því orði var þó í þetta sinn ekki miðað á þá sem heild, þó vel megi svo fara að þeir vinni til þess heitis. Það hefur engin dul verið á það dregin hér, hver hópur það er í nú- tíma þjóðfélagi íslands, sem fyrst og fremst er átt við með orðinu „afturhald". Það er Jónas frá Hriflu og klika )sú ier ýmsum flokkum og stofnunum, sem beitir sér fyrir yfirlýstri stefnu hans: að berja niður verklýðshreyf- ingu íslands með ofbeldis- sinnuðum samtökum atvinnu rekenda. Og þessi klíka hefur sannarlega ekki farið dult meö það að hún beinlínis mænir á „atvinnuleysi og hrun" sem tilvalið verkfæri til að framkvæma árásir sín- ar á lífskjör alþýðu. Morgunblaðið hefur ekkert látið uppi hvar það muni standa í viðureign þeirri, sem óhjákvæmilega fer fram nú á næstunni um það hvort gera skuli ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi ¦oíg hrun eða beinlínis vinna <að því að hvortveggja skelli yfir. Og það er vitað að innan Sjálfstæðisflokksins eru skipt- ar skoðanir um hvað gera skuli. Leiðrétting Eftir að Þjóðviljinn 22. ágúst s.l. birt umsögn sína um aðalreikninga og starfskýrslu þessarar stófnunar fyrir árið 1942, bentum vér blaðinu á það, að eftirfarandi atrði í nefndri umsögn þyrftu leiðréttingar við. 1. Blaðið benti á, að ef hallanum á rekstri strandferðanna væri jafn- að niður á vöruflutningana, þá yrði hallinn á að flytja hvert tonn sem hér greinir: Með Esju 98 kr., Súðinni 127 kr., Þór 205 kr. og ýmsum bátum 113 kr. Þetta er rangt, hér er átt við all- an kostnað við að flytja hvert tonn, án þess að dregið sé frá nokkurt flutningsgjald fyrir skipin. Skal t d. í þessu sambandi bent á, að þó kostnaður við að flytja hvert tonn með Esju hafi samkv. nefndri reikn ingsaðferð orðið 98 kr., þá nam samt hallinn ekki nema 28 kr. á tonni. því að meðalflutninggjaldatekjur námu 70 kr. á tonni. Ef að er gáð, sést þetta ljóslega af skýrslu, sem birt er á blas. 3 í greinargerð með nefndum aðalreikningum. 2. Þá sagði blaðið, að greiddar hefðu verið 10 þús. kr. í málskostn- að vegna Einars M. Einarssonar, en upphæðin er rangt' tilfærð hjá blaðinu, átti að vera 1 þús. kr. Guðjón F. Teitsson. fSumir vilja fara kúgunar- leiöina með Jónasi frá Hriflu, þrá að sjá gamla gerðardóms- d'rauma rætast. Aðrir vilja samstarf við verklýðshreyfinguna um að byggja upp betra þjóðfélag en áöur var hér, þjóöfélag án at- vinnuleysis og örbirgðar — og það er engum efa bundið að þessi hópurinn er miklu stærri meðal kjósenda flokksins. Hvorum er nú Morgunblað- ið að þjóna með lygum sínum og óhróðri í Reykjavíkurbréf- unum? Hvor aðiiinn í „Sjálf- stæðisflokknum" hefur hag af þvi að reyna að koma þeirri heimskulegu skoðun inn hjá fylgendum sínum að verklýðshreyfingin vilji at- vinnuleysi og hrun. Verkalýður íslands hefur einmitt fyrst og fremst allra stétta landsins hinna brýn- ustu hagsmuna að gæta um að atvinnuleysið komi ekki aftur. Verkalýðshreyfingin hef ur ef til vill aldrei sýnt vilja sinn áþreifanlegan til sam- starfs um að fyrirbyggja at- vinnuleysið en í ár. Flokkur verkalýðsins, Sósíalistaflokk- urinn hefur einskis látið ó- freistað, til þess að reyna að fá fram margvíslegar ráðstaf- anir, sem hindra myndu at- vinnuleysið til frambúðar, — ráðstáfanir til þess að efla stór kostlega fiskveiSar, fiskiðnað og aöra atvinnuvegi lands- manna. Verkalýöurinn hefur sýnt þaö í anda og verki að hann vill ekkert heldur en samstarf við öll framfaraöfl í landinu að því aö efla atvinnulíf vort svb,, að latvinnuleysiS komist ekkí aS. Hverjum þjónar því rit- stjórn Morgunblaðsins, er hún lepur upp eftir Jónasi frá Hriflu óhróðurinn um að verklýðshreyfingin vilji at- vinnuleysi og hrun? Ritstjórn MorgunblaSsins þjónar rheð því afturhaldinu, er vitandi vits að undirbúa þann tíma að herrar þess taki höndum saman við Jónas frá Hriflu til hungurárásar á al- þýð'u íslands. En það skulu riístjórar MorgunblaSsins muna, er þeir ráSa sig endanlega á Hriflu- skútu afturhalds og hnignun- ar, — að verklýðshreyfing ís- lands var reiðubúin til að vinna jafnt með framfaraöfl- um í flokki þeirra sem annara áð þeim ráSstöfunum, sem landi og þjóö nú eru nauðsyn- legastar, — og að verklýðs- hreyfingunni* skal ekki veröa skotaskuld úr að koma sam- vinnu á við þúsundir þélrra, er fylltu Morgunblaðsflokkinn við siðustu kosningar, þeirri samvinnu, er þarf til þess að framkvæma þá viðreisnar- * pólitík, sem alþýða lands vors á alla afkomu sína undir. A LUALAGI LYGINNAR OG LÝÐSKRUMSINS Sjálfstæðisflokkurinn ligg- ur nú í lýSskrumssótt, þungt haldinn af ótta viS aS Jónas „slái þaS út" meS afturhaldi í sveitunum. Smitgerlar Hriflu mennskunnar hafa þegar lagt meirihluta þingflokksins á flata sóttarsæng uppboSspóli- tíkurinnar, „Sparnaðarflokkur- inn", sem einu sinni kallaSi sig ætlar aS fleygja út um 30 milljónum króna á tveim ár- ,'Urrn, til þies aS kaupa niSur ekki dýrtíðina, heldur vísitöl- una og launin! Það er auðvitað skiljanlegt að í slíkum sótthita sjái rit- stjórn Morgunblaðsins hvers- konar byltingar — og af ásettu ráði höfum vér í þessu blaði ekki veriS aS angra sjúkl inginn á meðan sóttkveikur afturhaldsins háðu þar sína baráttu við hvít blóðkom heil brigðu aflanna. En ekki er það hollt að rit- stjóri Morgunblaðsins geymi með öllu fortíð sinni eða fái ómótmælt að rangsnúa hverri staðreynd sér í hag. Einir gátu Morgunblaðsmenn sett íslandsbanka á hausinn, en þeir þurftu að gera samfylkr ingu við, Jónas frá Hriflu til þess, studdir af kreppunni, að koma Síldareinkasölunni á haus inn. Það var fyrsta samfylking þeirra afla á íslandi — og má vissulega um hana segja: 111 var þín fyrsta ganga. En sam- sekt þeirra um þetta verk leiddí af sér þau samtök í lygum þeirra síðar meir að reyna að kenna þeim stjórnmálaritstjóra þessa blaðs, er alllöngu áður hafði farið frá Síldareinkasöl- unni sem „solvent" fyrirtæki, um ófarir þær, er þeir sjálfir áttu sök á. Sameiginlega drottnuðu síð- an Morgunblaðsmenn og Hrifl- ungar yfir atvinnulífi, fjármál- um og bankamálum þessa lands , 1930—1939. Sameiginlega báru þeir ábyrgð á hnignun sjávarút- vegsins, atvinnuleysi og kreppu Ræfilsskapur, yfirstéttareigin- girni og skammsýni þeirra kepptu um það innbyrðis hvorri eigindinni tækist að gera ein- kenni sín mest áberandi. Og þegar Kveldúlfur var raunveru- lega kominn sömu leið og ís- landsbanki, og Landsbankinn undir samstjórn þeirra kominn á heljarþröm, þá skreið þessi fríða fylking, opinberlega sam- an í kuðung þjóðstjórnarinnar og boðaði þjóðinni að taka auð- mjúklega allsher'jarhruni og hungurárásum, — ávöxtum verka þeirra. Og þeir gátu ekki að því gert, ræflarnir, þó vel- Frh. á 3. síðu. s

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.