Þjóðviljinn - 23.11.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.11.1943, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 23 nóvember 1943. Þ J Ó Ð VIL JIN N Líf málsins f fyrstu, er við lásum skáld- skap, var okkur efni og hugsun allt. Þá þyrsti mann eftir vizku. Síðar varð málið hin nýja upp- götvun og hinmýja ráðgáta. Og í stað þess að fiska eftir speki í skáldskapnum, hlustum við á nið hans. Eg veit, að þið mun- uð hafa drukkið hvert vizku orð af vörum Njálu, svo að ég taki hana sem dæmi. En menn verða að hlusta á skáldverkin, annars njóta menn þeirra ekki. Hvert listaverk er lifandi ein- ing með ákveðnum hljómi. í skáldskap er það fyrsta skil- yrði alls að hlusta á öldufall málsins og stílsins. Mehn verða að hlusta, og síðan á sitt eigið brjóst, hvernig þar tekur undir. Þá njóta menn fyrst list- arinnar, og nýr heimur rís. En þó menn geti fundið nautn í máli listarinnar, er ekki léttara að skilgreina það. Málið er eins og bros á andliti. Hvað skýrist við það, þótt lýst sé dráttum þess? En þó hrópum við á skýr- ingu. Og hversu hvimleið sem málfræðin kann að vera okkur, þá leitum við til hennar. Og við greinum setningarnar í Njálu, veltum fyrir okkur orðunum, athugum val þeirra með stök- ustu nákvæmni, rannsökum hljóðin, sambönd þeirra og sam- bönd orða og setninga, en við erum litlu nær um listina, í hverju hún er fólgin. Ýmislegt má vitanlega skýra, en hinn innri hljómur sögunnar er jafn óskilgreindur. Um kvæði Ein- ars Benediktssonar getum við með málfræðilegri athugun séð; að hann notar mjög nafnorð og sambönd þeirra í eignarfalli, sterk sámhljóðasambönd, lítið af smáorðum o. s. frv. Það gef- ur ljóðum hans hörku og kraft og stirðleika, þykjum við skilja, en ekki skýrir það eðli þeirra. Ef annað skáld fer að tengja orð ín í sama stíl, verður allt dautt og snautt, Og hvað þýðir að sundurgreina Dalvísur Jónasar Hallgrímssonar? Þær eru að mestu leyti upptalningar á nafn orðum. Það má halda því fram, að þar sé hvert orð heilagt úr lífi sveitarinnar, en urðu þau })að fyrr en í kvæði Jónasar? Vissulega er kvæðið eins og áýning lifandi mynda: fífil- brekka, gljúfrabúi, gamli foss, gilið mitt o. s. frv. Og hvað eru þarna orðin? Samnefnari fyrir fjölda minningatengsl, tákn fyr- ir heilan heim. Hér er ekki ein- ungis landslag, heldnr ang- an af gróðri þess og niður fossa. Og við er- um ekki sjálfráðir, hvað við tengjum við þessar myndir Kvæðið íaðar okkur blíðlega til ákveðinnar sjónan. Þar er ósýni- leg hönd, sem leiðir okkur ljúf- lega um dalinn — að því einu, er henni sýnist, og Dalvísur eru ekki fremur náttúruljóð en ástarljóð. Mál á kvæðum nálgast oft að vera lag, ergerirorð óþcrf. Þetta lag er það sem stillir sál áheyrandans að vilja skáldsirs, vekur ákveðna stemningu. Ég vil með þessu sýna, að þó reynt sé að greina mál skáldskapar, fæst ekki skýring á list þess. Ráðgáta þess leysist ekki við það. Lausn hennar felst ekki í málinu sjálfu, hver athugun á því leiðir alltaf til heildaráhrif- anna aftur. Til þess að eignast skilning á máli, verða menn að leita út yfir það sjálft til sam- bands þess við skáldið og lífið, eins og menn verða að leita út yfir trúna til skýringa á henni. Töfrar málsins eiga enga skýr- ingu í sjálfum sér, heldur í upp- runa sínum. • Hverfum til samanburðar að máli lifandi persóna. Málið er ekki nema eitt atriði af mörg- um, er túlkar líf þeirra, tilfinn- ingar, óskir og vilja. Við, hlust- um á tal þeirra, heyrum málróm þeirra, en sjáum jafnframt öll svipbrigði þeirra, meðan þær tala, finnum þagnir þeirra, og allt andrúmsloftið umhverf is þær. Hér er málið í hinum upp- runalegu tengslum við starf, líf og baráttu. Og lífið er fjöl- skrúðugra, dýpra og sterkara en málið, en málið víkkar þóeimeir umráðasvið sitt. Það er ótal margt, er málið getur ekki túlk- að, þó að stundum hlaðist svo fyrir af harmi í sál einstaklings- ins, að málið sé hið eina, sem getur bjargað lífi hans, eins og dæmi Egils sannar. Mennina þekkjum við kannskiaðminnstu leyti af máli þeirra. Og fá þeir túlkað í máli nema brot af lífs- hræringum sínum? Og skynj- um við ekki margfalt meira af sambúð við aðra, í sorg og gleði, en málið lætur uppi? Og þó erum við ósegjanlega auðugri fyrir málið. En þegar við hug- leiðum, hversu margt kemur málinu til uppbótar í félagslífi manna, hvernig má þá vera, að mál bókmenntanna sé ekkl miklu ófullkomnara en mál veruleikans. Við eigum auðvelt, íslendingar, að rekja okkur á- fram í þessum efnum. Okkur er svo Ijós þróun hins mælta máls til bókmálsins; frá ís- lendingasögunum. Sögumaður- inn er hér ágætt millistig. Þeg- ar hann segir frá persónum, gerir hann það ekki einungis með orðum. Málið fellur aðeins inn í aðra túlkun hans, sem fólg in er í svipbrigðum <eða hreyf- ingum. Góður sögumaður talar með sál og líkama, og hann hef- ur þagnir. Sögumaðurinn er enn fremur í lifandi samstarfi við áheyrendurna, undir áhrifum þeirra, finnur jafnóðum frá þeim, hvernig sér hefur tekizt, Ýmsar íslendingasögurnar voru eflaust sagðar mann fram af manni. Sögumennirnir liðu fram, en sögurnar festust í máli, og lifðu sjálfstæðu lífi. Og hvernig gátu þær orðið list9 Eg sá nazisia llOriQ * Þessi orð glœða eld sigurvissunnar í brjósti hinnar kúg- uðu frönsku þjóðar > EFTIR EVU CURIE. Eva Curie er nú ekki lengur frönsk. Vichistjórnin svipti hana frönskum þegnrétti fyrir tveim árum. . í Þýzkalandi er nú bannað að selja hina frægu, fyrstu bók Evu: „Frú Curie" (ísl. þýðing eftár Kr. Ólafsd.), ævisögu vísinda- konunnar móður hennar. Frú Curié var of gáfuð, stórhuga og mennsk, til þess að bókin um hana geti samrýmzt skoðun naz- ista á konunni. Síðasta bók Evu Curie nefnist „Ferð meðal hermanna". Frá fjörutíu þúsund mílna langri ferð um orustuvelli heimsins er þessi minning föst- ust í huga mér: f Sovétríkjun- um sá ég borgir, þorp, fólk og dýr leyst undan oki nazismans. Eg sá hermenn Hitlers hörfa á jörð, sem var hluti af megin- landi Evrópu. Hinkrið aðeins við og getið ykkur í hugarlund hvað þessi fimm einföldu orð þýða fyrir franska konu: ,,Að sjá hermenn Hitlers hörfa". Þegar ég ferðaðist eftir gödd- uðum þjóðvegum Rússlands, sagði ég stöðugt við sjálfa mig: „Þjóðverjarnir hafa verið hér og nú hafa þeir hörfað héðan". Hinn mikli rauði her hefur rek ið þá aftur með afli sínu. Þetta er byrjunin á dómnum yfir Hitler. Innrásarherjnn, mennirnir með hakakrossinn, eru ennþá í Bordeaux, Marsilles, París. Þeir eru ennþá í þúsund litlum þorpum frá Noregi til Grikk- lands — frá Sikiley til úthverfa Leníngrad. En með tímanum verða þeir reknir burtu af hver jum einasta þumlungi lands, sem þeir hafa rænt og ruplað, á sama hátt og þeir hafa verið reknir af þessu rúss Með því að sögumaðurinn í samstarfi við áheyrendur sína var búinn að veita í mál þeirra og stíl lífi og hræringum, er áður fylgdu allri túlkuninni. Svo Mlkomið getur málið ver- ið, að það ber í sér persónur og hrynjandi atburða. Alveg eins og sögumaður hófst með ai burðunum, eða hóf og lækkaði rödd sína, þannig hefst og fell- ur mál sögunnar. Vopnagnýr og hreyfingar persónanna finnast í málinu. Athafnir og viðbiögð þeirra lifa þar. Og þegar sögun- um er sleppt frjálsum á bók- fellið, eru þær þrungnar af lífi og reynslu og veruleika. Það er þessi veruleiki, sem liggur miklu dýpra en öll venjuleg málfræði nær. Það ef hann, sem gefur orðunum ilm og kraft, setningunum vitund og vilja og sögunni ákveðinn nið: brag kynslóða, er báru í hana at- burði og hrynjandi lífs síns. Hún verður krystöllun óteljandi 'lífshræringa, er falla í einn straum, samtendrun hugsunar og máls, er leiftrar í óendanlega mörgum myndum. Kristinn E. Andrésson. neska landsvæði. Sigurinn nálg- ast. Þess vegna mun hin hryggi lega mynd eyðileggingarinnar, sem ég sá í endurheimtum hér- uðum Rússlands ætíð verða samgróin heitri von. Það sem ég varð að .horfa upp á var nærri því óþolandi í hryllingi þess: hrunin hús, skólar, brennd sjúkrahús — allstaðar. Allir hlutir voru eyðilagðir, tvístrað- ir, hlutir gjörðir af iðnum mannahöndum áratug eftir ára tug, öld fram af öld. Og það sem ég varð að hlusta á — sögur hryðjuverkanna sagð ar af rússneskum .bændum, er með eigin augum höfðu séð ná- granna sína og ættingja hengda eða skotna af nazistum, voru nærri því óþolandi. Það var verra en ég hafði búizt við, en þetta sama fólk, sem hafði þol að svo miklar þjáningar var nú sigri hrósandi: það hafði misst allar eigur sínar '— það var skinið og magurt og það for- mælti hátt og biturlega þýzku fasistunum. En sjá, það var hamingjusamt. Eigin bardaga- menn þess höfðu frelsað það. Það veit nú, að það og börn þess á eftir því, munu halda á- fram að lifa sem rússneskir þegnar, en ekki sem þýzkir þrælar. Eg man eftir kvennaþyrpingu á veginum. Það var í Istra, gjör eyddri borg, bar sem aðeins þrjú hús stóðu eftir. Það snjó- aði. Rústirnar hurfu hægt og hægt undir snjóbreiðu vetrar- ins, sem huldi margar menjar nazistískra glæpa. Konurnar voru hjúpaðar út- slitnum treyjum og sjölum. Ein þeira var skólaus með tuskur og pappírsræmur um fæturna. Jafnskjótt og þær sáu einkenn- isbúning förunauts míns komu þær nær og hinkruðu við til þess að tala við okkur. Þær voru ákafar að heyra fréttir frá víg- stöðvunum og leituðu hjá okk- ur verndar og skilnings. Allstaðar í hinum endur- heimtu héruðum Rússlands var ég sjónarvottur að því hvernig bændurnir söfnuðust með eðli- legu trúnaðartrausti kring um hina einkennisklæddu menn rauða hersins. Þarna var ung stúlka með svipfast aðlaðandi andlit. Hún sagði mér að með- an Þjóðverjarnir voru í þorpinu hefðu konurnar ekki þvegið sér eða kembt hár sitt. Við gerðum allt. — Við gerðum allt til þess að líta eldii út ert við vorum, til þess að vera látnar í friði af þýzku hermönnunum, og stúlkan bætti við með glampa í augunum, að með því að halda andliti sínu „grútskítugu" og hári sínu „í einni flókabendu" hefði sér tekizt að líta út fyrir að vera tuttugu árum eldri en hún var. Hve skýrt ég man eftir þess- um dögum, augnablikinu þeg- ar fylgdarmaður minn, sveitar- foringi, sagði mjúklega við mig: Nú verðum við að snúa aftur. Þér getið ekki farið feti framar. Um stund stóð ég kyrr í hinum ískalda vindi, hlustandi á þrum- urnar, áfergjuleg öskur Rúss- neska stórskotaliðsins sem var að herja á óvininum. Eg stóð á þessu rússneska landi og horfði á hina tilbreytingarlausu snæviþöktu flatneskju breiða sig til vesturs. Það var á bak við þessa velli sem hið fjötraða meginland lá, alla leið frá Rússlandi að strönd um Atlantshafsins. Þar lá land hungurs og ofsókna, þar sem milljónir karla, kvenna og barna, . eftirlifendur hrjáðrar Evrópu bíða með eftirvæntingu lausnar sinnar, hermanna hinna sameinuðu þjóða — og búa sig með lífið að veði — undir að hjálpa hinum vopnuðu banda- mönnum sínum á degi innrás- arinnar. Hundruð mílur í vestur lá Pólland — land móður minnar Marie Slodowoka Curie. Og þúsund mílur í vestur lá mitt eigið land — Frakkland. IX Framhald af 2. síðu. gengni síðan ykist hér á landi. Það kom af orsökuna, sem þeir ekki réðu við. En hug sinn í garð verkalýðs- ins sýndu þeir jafn ljóst og áð- ur, rneð því að reyna að knýja niður kaup hans, þó greiðslu- geta væri nóg, og koma á at- vinnuleysi, til þess að fá kaup- kúgun sinni framgengt. Þegar Morgunblaðsritstjórnin íklæðist skikkju engilhreinleik- ans og þykist stórlega móðguð, ef einhverjum ef til vill hefði dottið í hug að væna einhvern Morgunblaðsmann um annað eins og það að ætla að hafa gagn nokkurt af atvinnuleysi, þá er heldur ekki úr vegi að minna þessa dánumenn á að það var sjálf miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins, sem tók þá á- kvörðun í byrjun nóvember 1932 að fyrirskipa bæjarstjórn Reykjavíkur að nota atvinnu- leysið til 30% kauplækkunar og hefja þannig allsherjarárás á verkalýð Reykjavíkur, illa leikinn af örbirgð og atvinnu- skorti. Morgunblaðsritstjórnin skal því ekki undrast þó verkamenn og landslýður allur treysti yar- lega slíkum „frömuðum atvinnu lífsins og bjargráðamönnum verkalýðsins" sem þeim og þeirra hyski og líti á lýðskrum engilhreinleikans í blaði þeirra sem hvern annan gálukoss.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.