Þjóðviljinn - 23.11.1943, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.11.1943, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 23 nóvember 1943. ÞJÓÐVIfcJINN ÆVINTYRI STRÆTISVAGNSINS (Þýtt). Þetta var allt Þuríði gömlu að kenna. Hún stóð í miðj- um vagni og stjórnaði umferðinni. Þið þarna í horninu! Þjappið þið ykkur saman, svo að fólkið komist inn. Heyrðu drengur, sittu undir honum litla bróður þínum. Svona, rýmið þið til. Það má ekki láta fólk standa úti í illviðri og bíða eftir næsta vagni. Vagnstjórinn sagði ekki neitt. Hann hefði þó átt að mega segja eitthvað líka úr því að hann var vagnstjóri. En hann lét frú Þuríði ráða. Það var ekki mikið í það varið að vera strætisvagn og verða að sætta sig við svona ágengni. En gaman hafði honum þótt það á fyrstu árum sínum, þegar litlir strák- ar söfnuðust saman á gangstéttinni og kölluðu: „Nú kemur hann! Nú, kemur hann!" Nú var hann þreyttur og leiður á lífinu og nennti ekki að geispa, þegar honum var ekið inn í bifreiðaskýli um kvöldið. Vagnstjórinn var víst þreyttur líka, því að hann gleymdi að dæla lofti í slöngurnar og flýtti sér heim. Það var dimmt í bifreiðaskýlinu og gott næði til að sofa. Allir aðrir bílar voru sofnaðir, en gamli strætis- vagninn gat ekki sofið. Honum var svo gramt í geði. Það var auma hlutskiptið að vera strætisvagn. Hvort það væri ekki munur að vera bíll! Fólk ruddist ekki hópum saman inn í bíla. Bílarnir létu ekki bjóða sér neina ágengni. Strætisvagninn sá ljósi bregða fyrir úti í horni. Ljós- ið kom nær. Það var ljósker. Lítill, gamall maður bar það í hendinni. Hann hafði topphúfu. Gamli maðurinn gekk að strætisvagninum og fór að smyrja hann. Þegar honum varð litið á hjólbarðana, sótti hann dælu. Loksins ávarpaði strætisvagninn gamla manninn, en þó með hálfum huga: „Hver eruð þér? Eg hef ekki séð yður fyrr." WtC^ÞETÍA #%^^M>Mi»Wi[^^M»M^%^^M»<M^%^^MwMwW»^^«>^<»*^<^a^NW<N»<^%^«»Wi»í»<>«t%i^^Ma^W^W^<%^^»» „ELLIN HALLAR ÖLLUM LEIK" Einhver þeirra mörgu, sem heppnazt hefur að koma á prent áliti sínu um innræti kvenna, hefur samið eftirfarandi skrá: TVÍTUG KONA HUGSAR: Þegar rignir: Nú er gott að, eiga regnkápu. Ef hún sér blómagarð: Hér gætu gerzt ástarævintýri. Ef hún er í fjárpröng: Eg vildi, að ég ætti eina krónu. Ef minnst er á karlmenn: Flugmenn og skáld eru dásam- legir menn. ÞRÍTUG KONA HUGSAR: þegar rignir: Eg fer með stræt isvagni. Ef hún sér blómagarö: Hér væri gaman fyrir börn að leika sér. Ef hún er í fjárþröng: Eg vildi að ég ætti hundrað krón- ur. , Ef minnst er á karlmenn: Skrifstofustjórar geta líka ver- ið dásamlegir. FERTUG KONA HUGSAR: Þegar rignir: Mig langar til að panta bíl. Ef hún sér blómagarð: Hér væri gott að vera í sólbaði. Ef hún er í fjárþröng: Eg vildi að ég ætti sparisjóðsbók. Ef minnst er á karlmenn: Heildsalar eru beztir. FIMMTUG KONA HUGSAR: Þegar rignir: Nú verð ég heima. Ef hún sér blómagarð: Hér ætti að rækta grænkál. Ef hún er í fjárþröng: Bezt væri að lifa á rentum. Ef minnst er á karlmenn: Þeir eru matvandir. Ll og ROAR. +t SA&A EFTIR NORSKU SKÁLDKONUNA NINI ROLL ANKER Frú Helvig talaði við Róar meðan þau settust til borðs. Þau voru gamalkunnig og tóku upp aftur fyrri samræður. Elí þagði, þar til frú Helvig sneri sér að henni og spurði: „Vildi Ingrid ekki koma með ykkur?" „Nei, Ingrid átti svo annríkt" sagði Róar og lagði handlegg- inn á stólbakið, þar sem Elí sat. „Elí hefur gert hana svo áhuga sama, að hún gefur sér ekki einu sinni tíma til að fara út að Reistað. Og svo hefur konan mín gert Sverre svo lærðan, að hann fékk „ágætt" í tveimur skriflegum námsgreinum. Lítið þér á hana, frú Helvig". Elí mætti augnaráði gömlu konunnar. Hún horfði á Elí, en svaraði engu því, sem Roar sagði. „Datt yður í hug, að hún liti svona út?" hélt hann áfram. „Nei, ég bjóst ekki við, að þér væruð svona ung". „Eg er ekki ung* Eg er orðin þrjátíu og þriggja ára". Elí færði sig fjær Roari. Henni þótti bera of mikið á vernd hans. „Þrjátíu og þriggja ára. Já, það er að vera orðin fullorðin. Hvað ætlið þér yður svo?" Róar brosti, en Elí svaraði: „Eg ætla — við ætlum að reyna að halda í hamingjuna — fast — með báðum höndum". „Heyrið þér það, Liegaard". Frú Helvig rétti sig í stólnum og allar hrukkurnar í andliti hennar vöknuðu til lífs. „Hún er af minni ætt. Lífið er þakk- arvert, meðan það endist. Jæja, eruð þér þá -svona?" „Frú Helvig skiptir fólki í tvo flokka, lýsandi og dimma hnetti", sagði Róar. Þá lá við að Róar Liegaard, viknaði, þegar frú Helvig sagði þetta:" „Hún er af minni ætt." Þau stóðu upp frá borðinu, þessu hafði.Róar beðið eftir, að einhver biði Elí velkomna, kynni að meta hana. En Elí sagði lágt: „Haldið þér, frú Helvig, að ég hafi aldrei verið skuggi á leið ann- ara. Þar skjátlast yður." Gamla konan biosti: „Hann þessi," hún benti á Róar, „har.n er orðinn hress í bragði." Rétt á eftir bað frú Helvig læknirinn, að líta á einn vinnu- manninn, sem lá veikur, „og lækna hann, svo að honum batni fyrir sláttinn," sagði hún. Þær urðu einar eftir Elí og Helvig. Greinar eplatrjánna bærðust utan við stofugluggann. Frú Helvig sagðist helzt hefði viljað ganga með Eli um garð- inn. „En ég er of þreytt til þess. Nú ætla ég að leggja aftur aug- -un svolitla stund. En ég sef ekki. Talið þér við mig á með- an. Eg kann vel við að heyra ungar raddir, barnið gott." Elí átti erfitt með að taka til máls. Það var eins og stórar, mannauðar stofurnar hlustuðu. Hún fór að segja gömlu kon- unni frá því að hún ætti von á bróðursyni sínum, Tore. Hún sagði henni frá drengnum, sem hún hafði annazt síðan hann var fjórtán ára. Og nú var hann tuttugu og tveggja. Hann var svo kátur og ör, dálítið of ör, ekki eins gætinn og pabbi hans Hann var líkur henni. Hún hafði ekki séð hann í fjóra mánuði og var að hugsa um, hvort hann væri ekki farinn að breytast. „Hann er skyldur ykkur", sagði gamla konan. Hún hallaði sér aftur á bak með lokuð augu „Það er undarlegt", hélt Elí áfram, „að hugsa til þess, að maðurinn minn vitjar daglega sjúkra og dauðvona manna, en við erum heima, Ingrid, Sverre og ég, og erum bara að sinna einhverjum daglegum störfum í ró og næði". „Já, karlmennirnir, þeir vinna utan heimilis, sjá margt og reyna. Ef þeim leiðist heima er vinnan úti þeim frelsi og hvíld. En þeir sem eru ham- ingjusamir, finna frelsið og hvíldina, þega þéir koma heim. Það er vandi að vera kona. Ég hugsaði stundum um það áður fyrr". . „Ég held, að það sé ósköp auðvelt, frú Helvig", sagði Elí og brosti. „Eigið þér börn?" „Ójá, ég á börn, f jórar telpur, fjórar giftar konur í Osló. Ég hef barnabörnin hérna í sumar- leyfi og dæturnar fá tekjur af búinu. En hvorugt er nóg. — Ójú, það á að heita, að ég eigi börn". „Það ér engin betri eign til en börn", sagði Elí. „Fólk er að segja það. En það getur verið orðum aukið. Ég gæti ekki gert stjúpdætrum mínum neinn betri greiða en að deyja sem fyrst. Ekki svo að skilja, að þær hafi sagt það. Þær kunna sig vel". Elí leit niður fyrir sig: „Er- uð þér stjúpmóðir?" „Vissuð þér það ekki?" „Nei, reyndar datt mér það í hug, þegar Róar var að tala um mig og börnin, þér horfðuð þannig á mig, að mér datt í hug að þér væruð sjálf stjúpmóð- ir". Gamla konan laut höfði og svaraði dræmt: „Eg hef enn ekki lokið verki mínu. Eg er sjötug og hef enn ekki lokið dagsverki mínu. Það er minnk- unn. Eg á reikningsskilin eftir. Og búskapurinn er mér erfiður. Þetta er allt misheppnað". „Ekki það, sem er fagurt", sagði Elí og leit út í garðinn. „Já, ef ég væri viss um að léttúðin — og allt bæri ávöxt. Skyldi verða góð uppskera í gay»»iM^>>.^M«^ ár? Mig langar til að lifa svo lengi, að ég sjái það". — Hún brosti.- Gamla konan kinkaði kolli. „Eg var reikul í ráði. Eg naut lífsins. Nú er það allt liðið. Stundum horfi ég á sjálfa mig í spegli og trúi því varla, að þetta sé ég. Einu sinni var ég fríð, skal ég segja yður. Stund- um koma hingað gestir, sem ekki þekkja mig, moldin og trén hérna í garðinum. Ég lifi fyrir þau. En er það ekki til- gangslaust líf?" „En þér lesið þó bækur, frú Helvig", sagði Elí. „Sjáið þér bara". Elí tók bók af borðinu: „Áburðarfræði", hét hún. Elí hló. Gamla konan sagði: „Ég er hætt að lesa bækur. Nú hafa þeir skrifað í mörg hundruð ár til þess að skilja og skýra. En haf a þeir þá komizt til' botns í nokkru? Einu sinni deildu þeir um, hvort Kristur væri sonur guðs. Nú deila þeir um, hvort hann hafi verið til. Og sumir segja að dauðinn sé ekki endir lífsins, heldur fæð- ist menn og lifi á ný. Nei, ég ætla að fara bara eftir mínu eigin höfði hér eftir. Moldin hjálpar mér til að skilja. Og hún gerir mig rólega". Gamla konan þagnaði og Elí fannst húsið enn hljóðara en fyrr. Þá heyrði hún fótatak Róars. „Róar er að koma", sagði hún. Róar kom og var glaður í bragði. Hann bar ótt á, sagði, að það væri eitrun að piltin- um, hann yrði að fara strax á sjúkrahúsið. Róar ætlaði að rannsaka sjúkdóminn, gera til- raunir, lækna manninn. Hann nefndi svo mörg útlend nöfn og talaði svo fræðilega, að kon- urnar báðust vægðar. — Þau hlógu öll. „Maðurinn yðar læknar hann", sagði gamla konan við Elí. „Það er tilgangur í slíku — tilgangur". „Má ég mála yður, frú Hel- vig", spurði Elí". Gamla konan svaraði því engu. Þau gengu heimleiðis og af- þökkuðu vagninn. Það var létt- ur andvari og Elí bar hattinn i hendinni. Þau leiddust. Þau höfðu tal- að um frú Helvig. Nú þögðu þau bæði. Trjálimið yfir höfð- um þeirra glitraði í kvöldsól- • nni. „Róar!" hvislaði hún. Hann laut niður að henni og kyssti hár hennar. Annað eins hár hafði hann aldrei séð. Það líktist gulli eða hunangi, þegar sólin skein á það. „Þú bjarta mær," sagði hann. „En einhverntíma verður það

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.