Þjóðviljinn - 23.11.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.11.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Þriðjudagur 23. nóv. 1943. 264. tölublað. JOHANNES ÚR KÖTLUM skrifar grein um sjálfstæðismál- ið á 4. og 5 síðuna. Verklýðshreyfing Astralíu eflist Astralski Kommúnistaflokkur inn og Verklýösflokkurinn í New-Soth-Wales í Ástralíu eru nú um það bil að sameinast. Mun sameiningin mjög efla hin lýðræðislegu verklýðsöfl. Þegar Kommúnistaflokkurinn var lýstur ólöglegur árið 1940, hafði hann um 4500 skráða með- limi. Síðan hann varð löglegur aftur á þessu ári hefur tala með lima komizt upp í nærri því 20.000. Við nýafstaðnar kosning ar fékk hann. 80.000 atkvæði undir kjörorðinu: „Allt fyrir sigurinn í hinu andfasistiska stríði alþýðunnar". — Verklýðs- flokkurinn, sem árið 1940 klofn- aði út úr Samein'aða Verklýðs- flokknum um afstöðuna til Sovétríkjanna, hefur 10.000 með limi. sunnan Kremenslií Nálgast sídusfu járnhraufína frá Gomel Áframlíald er á sókn Rússa á Dnéprbugðinni. Hafa þeir brotizt í gegn fyrir sunnan Kremensjúg á 50 km. breiðri víglínu. Hafa þeir sótt fram um 40 km. og tekið 9 mikilvæga vel víggirta staði. Eru Rússar komnir þarna mjög nærri bænum Snamenka. Er þessi sókn mjög hættuleg undanhalds- og aðilutningaleiðum Þjóð- verja í Dnépr-bugðunni. Rauði herinn hefur enn unnið á báðum megin við Gomel. Norðan við hana eru þeir komnir all nærri síð- ustu járnbrautinni, sem Þjóðverjar hafa á valfli sínu frá og til borgarinnar. Frá Alþingi. lei á Fulltrúa sósíalhta enn haidið utan við nefndina Bærinn ber einn allan kostnað af bráðabirgðahúsnæðinu Snemma á þessu þingi bar Sigfús Sigurhjartarson fram frum- varp til breytinga á húsaleigulögunum, til leiðréttingar á því fjarstæða ákvæði laganna, að ráðherra getur úrskurðað 2 af 5 nefndarmönnum út úr hinni raunverulegu húsaleigunefnd og falið þeim það verk eitt að meta húsaleigu eftir föstum reglum. Félagsmálanefnd neðri deildar fjallaði um málið og vildi meiri hluti hennar fallast á meginatriði frumvarpsins, að því viðbættu að ríkið skyldi greiða helming þess kostnaðar sem leið- ir af umbótum og breytingum á bráðabirgðahúsnæði en bærinn ber nú þennan kostnað allan. Framsóknarmenn, Alþýðuflokks- menn og nokkrir Sjálfstæðismenn sameinuðust um að fella þess- ar sjálfsögðu breytingar á húsaleigulögunum. C I 0 sendir Roose- velt áskorun Ameríska verkamannasamband- ið C I O (Congress of Indrustr- ial Organisations) hefur skorað á Roosevelt forseta að hlutast til um, að pólitískir fangar á Indlandi verði látnir lausir og að teknir verði á ný upp samn- ingar við indverska stjórnmála- leiðtoga um myndun þjóðlegrar stjórnar. • Nefnd sambandsins, sem sér um fjársöfnun í þágu hjálpar- sjóða Bandaríkjamanna, hefur veitt 100.00 dollara til söfnunar vegna indversku hungursneyðar innar. Húsaleigunefnd er sem kunnugt er, skipuð fimm mönnum. Tveir eru skipaðir af ráðherra, tveir kosn- ir af bæjarstjórn, en formann skip- ar Hæstiréttur. Ráðherra tilnefnir svo einhverja tvo úr þessum hópi til að meta húsaleigu, eftir föstum reglum, og hafa þeir engin önnur störf með höndum í nefndinni, eru með öðrum orðum ekki í hinni raun verulegu nefnd. Þetta ákvæði er mjög óeðlilegt, eins og bezt sést á því, að með því getur ráðherra útilokað báða fulltrúa Reykjavík- ur úr húsaleigunefnd, en auðvitað á bærinn mest undir því, að nefnd- in vinni starf sitt vel. Frumvarpið fór fram á það, að allir fimm nefndarmenn tæki þátt í megin - störfum nefndarinnar. Nú er svo háttað málum, að Framhalcí á 8. sfðn Gagnáhlaup Þjóðverja á Kíeff-svæðinu eru nú hörðust um 20 km. fyrir norðan Síto- mír. Hafa Rússar hrundið þeim öllum og valdið stórtjóni í liði Þjóðverja. Nyrzt á Kíeff-vígstöðvunum heldur sókn Rússa áfram. Hafa þeir tekið mörg þorp þar. Fyrir norðan Pripet-fenin, fyrir vestan Rikitsa og við neðri hluta Pripet-fljóts, hefur rauði herinn tekið marga staði. Enn er barizt í úthverfum Tsérkassi-borgar, en nokkrar hersveitir rauða hersins hafa ekki staðnæmst þar, heldur haldið áfram framhjá borginni. Þjóðverjar tilkynntu enn harða bardaga nálægt Nevel. Segja þeir að Rússar hafi brot- izt í gegn um víglínu þeirra þar. En hersveitir þær sem það gerðu verið umkringdar. Rússar eyðilögðu í gær fyrir Þjóðverjum 189 skriðdreka og 18 flugvélar. Shinwell í ónáð Mesta athygli vekur í sam- bandi við kosningu stjórnar- nefndar þingmanna brezka Verkamannaflokksins, að Eman úel Shinwell var ekki endur- kosinn. Þessi breyting endur- speglar alls ekki aðstöðu Stim- wells innan flokksins sjálfs. Á síðasta þingi Verkamannaflokks ins var hann annar í röðinni, er kosið var í framkvæmda- stjórn, og hann er einn af vin- sælustu áróðursmönnum flokks- ins. — Auðséð er, að samþing- mönnum hans úr Verkamanna- flokknum hefur ekki líkað hin herskáa framkoma Shinwells í þinginu og hin sjálfstæða af- staða hans í ýmsum málum. Verkamenn í Chile vinna sigur Samkvæmt nýjum lögum, sem þingið í, Chile (Suður- Ameríku) hefur samþykkt, eiga verkamenn þar í landi hér eftir að fá hluta af ágóða at- vinnurekenda. Atvinnurekendur eiga að af- henda verkamönnum 12% af hreinum ágóða. Af þessum á- góða eiga 3% að renna til verk- lýðsfélaga, en afganginn á að nota til launabóta verkamanna. / Frakkar reyna að sefa ólguna í Libanon Franska þjóðfrelsisnefndin í Alsír. hefur nú stigið fyrsta skrefið til lausnar Libanon-deil- unnar með því að leysa úr haldi forsetann og ráðherrana. Var þeim fagnað af geysimikl- um mannf jölda, er þeir komu til Beirút í gær. Seinna í gær brauzt múgur manns undir forustu þarlendra lögreglumánna inn í þinghús- ið og fylgdi síðan þingmönnun- um þangað. Libanonskir fánar voru dregnir upp á opinberum byggingum. Frönsk yfirvöld létu þetta allt afskiptalaust. Verkföll eru enn háð í Beirút og fleiri borgum og er langt frá því að landsmenn séu á- nægðir með þessar tilslakanir. Sú skoðun er látin í ljós í Kairo að ástandið geti enn breyzt til hins verra. Franska þjóðfrelsisnendin í Alsír hefur kallað á sinn fund landstjóra sinn í Libanon og fleiri franska embættismenn til að gefa skýrslu. Kjðthneykslin rædd ð Alþingi „Alþingi á ekki að sletta sér fram í þaö, sem því kemur ekki við"—segir formaður kjötverðlagsnefndar Þingsályktunartillaga þeirra Áka Jakobssonar og Sigfúsar Sigurhjartarsonar um rannsókn vegna eyðileggingar á kjöti og öðrum neyzluvörum var til fyrstu umræðu í neðri deild í gær. Áki fylgdi tillögnnni úr hlaði með ýtarlegri ræðu, en varnarlið kjöthneykslisins kvaddi sér þegar hljóðs og var formaður kjöt- verðlagsnefndar, Ingólfur á Hellu, í fremstu víglínu. Fundartima var lokið er Ingólfur hafði lokið máli sínu og var umræðum því frestað. Áki Jakobsson fœrði fram öll þau meginrök, sem að því hníga, að gera rannsókn nauðsynlega út af þessari eyðileggingu matvæla, sem átt hefur sér stað, og almenn- ingi er þegar kunnugt af blaða- skrifum. Megináherzluna lagði hann á það, að rannsaka þyrfti, hvort löggjöf sú, sem nú er i gildi, um kjötsölu, gæti ékki beinlínis stuðlað að því, að kjöt yrði eyði- lagt í stærri eða smærri stíl. Ingólfur frá Hellu talaði næstur á eftir Aka. Hann kvað það firn mikil, ef Alþingi ætlaði að fara að sletta sér fram í þetta mál, sem því kæmi ekkert við, og kvaðst illa trúa, að þingmenn vildu taka sæti í ranns<5knarnefnd slíkri sem tillag- an fjallaði um. Ekki kvaðst hann scm formaður kjötverðlagsnefndar ætla að upp- lýsa hvort verðjöfnunargjald hefði verið greitt af kjöti því, sem S. I. S. hefði flutt í hraunið eða ekki. Hann vildi ekki standa hér á þingi eins og fyrir rétti. Kommúnistar mættu gjarna bíða þess með nokk- urri óþreyju að fá að vita hið sanna í málinu, ef rannsóknar- nefndin yrði samþykkt, gætu þeir komið á skrifstofu kjötverðlags- nefndar og gætu þeir þar séð „skjölin í réttu ljósi". Sveinbjörn og aðrar höfuðkempur Framsókn- ar höfðu kvatt sér hljóðs er fundi var slitið. Verkamenn vinna kosn- ingar í Kleveland í nýafstöðnum kosningum í hinni miklu iðriaðarborg Kleve- land í Bandaríkjunum hafa sam tök verkamanna tryggt kosn- ingu frjálslynds borgarstjóra og' borgarstjórnar. í Kleveland hófu verklýðsfélög og verk- lýðsflokkar fyrr sameiginlega stjórnmálabaráttu' en annars- staðar í Bandaríkjunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.