Þjóðviljinn - 26.11.1943, Síða 8

Þjóðviljinn - 26.11.1943, Síða 8
Qi®rbor,g!nnl Naeturlæknir er í Læknavarðstöð Reykj avíkur, Austurbæj arskólanum, sími 5030, Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn. Ljósatími ökutækja er frá kl. 3,35 að kvöldi til kl. 8.50 að morgni. Útvarpið í dag: 18.30 íslenzkukennsla, 1. flokkur. 19.00 Þýzkukennsla, 2. flokkur. 20.30 Kvöldvaka: a) Bemharð Stefánsson al- þingismaður: Um Flugu- mýrarbrennu. Erindi. b) 21.00 Lestur íslendinga- sagna (dr. Einar Ólafur Sveinsson háskólabóka- vörður. c) 21.35 Færeyskir þjóðdans- ar. Með formála Páls Pat- urssonar kóngsbónda í Kirkjubæ (plötur). Ennfremur íslenzk lög. 22.00 Symfóníutónleikar (plötur): a) Fiðlukonsert í a-moll eftir Glazoimow. b) Symfónía nr. 4 eftir Tschai kowsky. Gjafir til Blindraheimilis: H. K. kr. 1.000.00, F. H. kr. 100.00, P. M. kr. 500.00, Ó. R. B. kr. 300.00, K. S. kr. 300.00, E. H. kr. 100.00, B. D. kr. 100.00, H. H. kr. 1.000.00, G. B. kr. 500.00, P. P. kr. 100.00, J. B. kr. 300.00, N. H. S. kr. 10.000.00. Samtals kr. 14.300.00. Áð- ur aglýst kr. 29.800.00. Samtals kr. 44.100.00. Þorkell Clausen verður 60 ára í dag. Árásir á Berlín — Framh. af 1. síSu. Göbbels sendi Berlínarbúum, og þar sem hann viðurkendi hið mikla tjón, hefur ekki verið birt utan borgarinnar. Talsmenn nazista segja erlend- um blaðamönnum í Berlín, að Þjóð verjar muni hefna sín geipilega og nota til þess „leynivopn" sitt! Lögmannsembætt- inu verður skipt Agnar Kofoed Hansen læt- ur af lögreglutjórn í efri deild Alþingis var í gær samþykkt við 3. umræðú frv. rílcis- stjórnarinnar um dómsmálastjórn o. fl. í Ileykjavík, og er það þar með orðið að lögum. Frv. var ekk- ert breytt í efri deild. Þær breyt- ingar sem þessi lög gera, eru þær, að leggja niður lögmannsembættið, en stofna í þess stað embætti borg- ardómara og embætti borgarto- geta, auk þess .leggja lögin svo fyr- ir, að lögreglustjóri skuli vcra lög- fræðingur. Skipting lögmannsemb- ættisins var orðin bráðnauðsynleg, og má búast við, að þcssi nýbreytni verði til þess, að bæta mikið allan rekstur dómsmála og fógetaréttar- mála í Reykjavík. Akvæðið um það, að lögreglustjórinn í Reykja- vík skuli vera lögfræðingur, hefur það í för með sér, að stjórnin verð- ur að segja núverandi lögreglustj., Agnari Koefod Hansen, upp starl'i sínu, og slá embættinu upp að nýju vegna þess, að svo sem kunnugt er, er hann eklci lögfræðingur. SSIÓÐVILIINN Þjóðir Evrópu svelta Nazistar hafa gert Evrópn að fangabúðum hungrandi þræla. j Framhald af 5. síðu. Póllandi og Þýzkalandi. Árið 1942 var hinn litli feitmetisskammtur Gyðinga í Budapest (í Ungverja- landi) af þeim tekinn. Ilveiti og hveitibrauð eru einnig meðal þeirra vara, sem Gyðingúm eru bannaðar í Póllandi og Þýzkalandi, sömuleið- is þurrkað grænmeti, rísgrjón, kaffi og te og gerficfni þau, sem notuð eru í stað þessara hluta. Mataræði, sciti öll. ofangrcind cfni vantar í, færir líkámanum aðeins lítið brot af þeirri næringu, sem nauðsynleg er til að viðhalda lífinu. Þetta þýð- ir með öðrum orðum hungurdauða, því að sé svona mikill skortur á eggjahvítUefni og feitmeti í fæð- unni, lilýtur líkaminn að tærast upp, þangað til hann eyðileggst al- veg. ★ Vcrkamenn af Gyðingaættum, er vinna þrælavinnu í Þýzkalandi, fá engan aukaskammt af feitmeti eða verndandi cfnum, eins og hinir verkamennirnir í herteknu löndun- um. 1 vopnaverksmiðjum, þar sem verkamennirnir fá mjólk til varnar gegn málmeitrun, fá Gyðingar enga mjólk. I þeim héruðum SoVétríkj- anna, sem eru á valdi Rúmena, vinna Gyðingar hegningarvinnu í 16 tíma á sólarhring og fá matar- skammt, sem nemur Vs af því, sem rúmcnskir hermenn fá. Dánartalan í vinnufangabúðum Gyðinga í Pól- landi er gífurlega há. Það er eins og það á að vera samkvæmt hinni þýzku áætlun. SKAMMTUR DAUÐANS Vikuskammturinn í Gyðinga- hverfunum í Póllandi er í mesta lagi hálft kg. af rúgbrauði, 60 gr. af svokölluðu „marmelade“, 30 gr. af sykri, og e. t. v. nokkrar kartöflur. Þeir fá engan annan mat. í Þýzka- landi og herteknu löndunum fá Gyðingar venjulega ekki helming- inn af þeim brauðskammti, sem aðr ir fá, og ckki þriðjung af hinum venjulega sykurskammti. — Svona er það í Póllandi, Eystrasaltsríkj- unum, Belgíu, Grikklandi, Ung- verjalandi og Rúmeníu. 1 Rúmen- íu verða Gyðingar að borga tvöfalt vei'ð fyrir brauðið. í Búkarest (í Rúmeníu) fá Gyðingar sex sinnum minni sykurskammt en aðrir. í Riga fá hinir lettnesku íbúar tvö- falt stærri matarskammt cn Gyð- ingarnir. í Lithaugalandi fá Þjóð- verjar tvöfalt stærri skammt en í- búar þeir, sem eru af lithaugalenzk- j um ættum óg fjórum sinnum stærri ■ skammt en Gyðingar.. Rúgbrauðið er nú það cina, scm heldur lífinu í Gyðingunuin í Gyð- ingahverfunum. Samt fá þcir minna brauð en nokkur önnur þjóð í Evrópu. Þeir fá aðeins 32% af brauðskammti Pólverja, 29% af brauðskammti Grikkja og Belga, 25,7% af brauðskammti Frakka, 25% af brauðskammti Hollendinga, 22% af brauðskammti Téklca, og aðcins 20% af vanalegum brauð- skammti Þjóðverja. DÁNARSKÝRSLUR í Gyðingahverfunum í Varsjá dóu 47 428 Gyðingar árið 1941. Sama ár dóu 14% Gyðinga í Bæ- heimi og á Mæri. í Vínarborg var dánartala Gyðinga á tímabilinu júní—september árið 1942 tíu sinn um hærri en algengast var fyrir stríð. I kjölfar hungursins kemur tauga veiki. Veturinn 1939—40 dóu 8000 | Gyðingar í Varsjá úr þeim sjúk- dómi, og árið 1941 dóu 15 759 Gyð- ingar úr taukaveiki í Varsjá. Fyrri helming ársins 1941 fjölgaði berkla- dauðsföllum meðal Gyðinga í Var- sjá um 535%, og síðan eru liðin tvö hungursár. — 1 desember 1941 var dánartala Gyðingabarna í Varsjá 30 sinnum hærri en dánartala pólskra barna. í Saloniki í Grikk- landi dóu 3000 Gyðingabörn yngri en 14 ára fyrsta hérnámsárið. Þjóðverji segist hafa séð, í Gyð- ingahverfinu í Varsjá, liinum dánu varpað „í 30 metra langa og 20 metra breiða gröf. — Snemma á morgnana er býrjað að flytja nak- in lík karlmanna, kvenna og barna til fjöldagrafarinnar". „Allir fjórir riddarar Opinberun- arbókarinnar: stríð, hungur, drep- sóttir og dauði, hafa sýnt sig yfir landsvæði Gyðinga“, var skrifað árið 1940, áður en hungurdauðinn var orðinn að vísindum. Ári seinna skrifaði sænskur blaðamaður, sem kom til Varsjá: „Það ríkir hræði- legt hungur í Gyðingahverfinu. í- búarnir líta út cins og lifandi lík. Andlitin eru tærð og augun sokk- in. Tilvera Gyðinganna þar er hörmuleg, hryllileg og vonlaus". Pólskur læknir, sem slapp frá Varsjá 1942 lýsir ástandinú svo: „í byrjun var það svo, að þegar ein- hver hneig niður á götu* Gyðinga- hverfinu, reyndu menn að hjálpa. En nú liggja svo margir dauðir Gyðingar á götunum, að vegfar- endur líta undan og fara fram lijá“. ......... NÝJA BÍÓ ...... TORSÓTTAR LEIÐIR. (The Hard way). Stórmynd með: IDA LUPINO, JOAN LESLIE, DENNIS MORGAN. Sýnd kl. 9. Börn fá ekki aðgang. BARDAGINN I ÞOKUNNI (Escape to Glory) Spennandi viðureign milli kafbáts og farþegaskips. PAT O’BRIEN. CONSTANCE BENNET. — Sýnd kl. 5 og 7. — Böm fá ekki aðgang. Þriðju hljómleikar Tón- listarfélagsins HLJÓMSVEIT REYKJA- VÍKIJR LEIKUR VERK EFTIR MOZART, HAYDN OG STRAUSS TÓ7ilistarfélagið heldur þriðju hljómleikana á þessuvi vetri fyrir styrktarfélaga sína, á sunnudagihn hemur, i Tripoli-leikhúsinu á Mel~ unum. Hljómsveít Reykjavíkúr. leikur að þessu. sinni verk eftir Mozart, Haydn og Strauss. Á fyrstu hljómleikunum, sem fé- lagið hélt á þessum vetri, lék Árni Kristjánsson pianóleikari, cn ung- frú Katrín Overstreet á þeim síð- ustu. Tónlistarfélagið er enn í braski með húsnæði fyrir starfsemi sína, og bauð ameríska herstjórnin fé- laginu Tripolileikhúsið til afnota í þetta sinn. Ef Reykvíkingar vilja sýna, að þeir kunni að ipeta starf Tónlistar- félagsins til að lialda uppi tónlist- armenningu í bænum, ættu þeir að sjá sóma sinn í því, að koma liér upp viðunandi húsakynnum fyrir starfsemi þess. Svik Framsóknar — Framh. af 2. síðu. Engum, scm fylgzt hefur með þessu máli, getur dulist svik Fram- sóknarflokksins. Almennt vita menn ekki, að þessi svik flokksins eru málefna-sala frá flokksins hálfu, sem greiðsla fyrir aðra mál- efnasölu bíókóngsins, sem um sama leyti snarskipti um stefnu í lög- reglustjóramálinu, til þess að vernda illa fengið embætti Fram- sóknarmanns. Nokkrum mánuðum seinna skrif aði Ungverji um veru sína í Ber- lín: „Gyðingar í Berlín eru mjög föl- ir. Andlitin cru eins og úr vaxi. Það er eins og þeir séu þegar allir með dánargrímur“. Veturinn 1942—1943 var útrým- ing Gyðinga í Póllandi í fullum gangi. Þeir, sem ckki eru drepnir með gasi eða vélbyssukúlum, bíða óhjákvæmilega lmngurdauðans. — Enn hefur ekkert að gagni verið gert til að hindra þennan stærsta glæp veraldarsögunnar. *•••* TJARNAR BÍÓ .. FLUGVIRKI (Flying Fortress) Richard Greene Carla Lehmann Sýning kl. 5, 7 og 9. Bönnuð fyrir böm innan Í2 ára. ••••••••••••••••••••••••••••••••••••• AUGLYSIÐ í ÞJÓÐVILJANUM Verðlækkunarskatt- urinn verður ekki framlengdur í efri deild Alþingis var til fyrstu umræðu frumvarp til Iaga um verðlækkunarskatt sem tveir bændafulltrúar flytja, þeir Bernharð Stefánsson og Þorsteinn Þorsteinsson. Frumvarpið gengur út á það að framlengja þennan skatt um eitt ár, en hann var sem kunnugt er, lagður á til eins árs í fyrra, samkvæmt til- lögu ríkisstjórnarinnar, og þá var því lofað að skattur þessi yrði ekki framlengdur. Skatturinn var álagður í fyrra til þess að standast greiðslu af niðurborgun ís- lenzkra afurða og átti að gefa ca. 12 milljónir, nú hefur rík- isstjórninni með atkvæðum allra gömlu þjóðstjórnarflokk- anna, verið veittar ca. 10 millj. kr. með tollum á víni og tóbaki, svo að ekki er séð, að ríkis- stjórnin, jafnvel þó að borgara- flokkarnir styddu hana áfram til hinna heimskulegu niður- greiðslna, þurfi á fé því að halda, sem verðlækkunarskatt- urinn gefur. Umræður urðu miklar um málið og var því lýst yfir af mörgum þingmönnum, að þeir myndu fella frumvarpið, svo búast má við að það nái ekki fram að ganga. Samþykkt var, að vísa frum- varpinu til fjárhagsnefndar og 2. umræðu með 8 gegn 6 atkv. Háskólahappdrættið Framh. af 1. síðu. vesturbæingum að miklum not- um. Þá hefur Háskólinn í huga að byggja vandað náttúrugripa safn, en svo sem vitað er, er núverandi húsnæði náttúru- gripasafnsins með öllu óhæft, og ,er þjóðinni bráð nauðsyn að úr sé bætt. Einnig mun Há- skólinn hafa í hyggju að lag- færa sem allra fyrst háskóla- lóðina og er talið að til þess muni þurfa um 1 milljón króna, efi þá verður lóðin orðinn veg- legur skrautgarður, sem þjóðin getur verið stolt af. Fyrirhugað er að safna í skrautgarðinn á háskólalóðinni flest öllum ís- lenzkum jurtum, þannig að það yrði lifandi jurtasafn landsins.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.