Þjóðviljinn - 30.11.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.11.1943, Blaðsíða 1
 JINN 8. árgangur. Þriðjudagur 30. nóv. 1943. 270. tölublað Rússar í sófen á 6 sföðum á austurvígsföðvunuui Hvorkí óhagstœtt vcdiir né landslag vírdíst lcfja þá Sókn Rússa í syðri hluta Hvíta-Rússlands hélt áfram í gær án afláts. Beinist nú aðalþungi sóknarinnar að borginni Slobin, sem er þýðingarmikil járnbrautarmið- stöð á Dnéprbökkum, um 85 km. norðvestur frá Gomel. Tóku þeir í gær 8 bæi fyrir sunnan Slobin, þ. á m. einn í um 18 km. fjarlægð frá borginni. Eiga Þjóðverjar á hættu að verða umkringdir þama því að einn armur rauða hersins sækir að borginni úr suðvestri, þ. e. a. s. á vestri bakka Dnépr. Samtals tóku Rússar yfir 40 bæi. Mikið herfang er tekið og fjöldi fanga. Þjóðverjar byggja varnir sín ar aðallega.á öflugum virkjum og jarðsprengnabeltum, én Rússar sigrast jafnharðan á þeim með hröðum hliðarsókn- um. Fyrir suðvestan Gomel, við neðri hluta Pripet-fljótsins, tóku Rússar marga þéttbyggða staði í gær þrátt fyrir öfluga mótspymu Þjóðverja. Rauði herinn hratt í gær hörð um árásum fótgönguliðs og skriðdrekasveita Þjóðverja á Kíeff-vígstöðvunum, hjá Kor- osten, Tserníakoff og Brúsiloff. Rússar hafa bætt við sig landi á brúarsporði sínum hjá Tsérkassí og tekið bæ um 8 km. fyrir vestan þá borg og annan jafnlangt fyrir sunnan. Nokkur virki og þorp voru tekin fyrir suðvestan Kremen- sjúg. Gamal! maður slasastá Hafnarfjarðarveginum í gœrmorgun vildi það slys til á Hajnarfiarðarveginum hjá Vífilsstaðaafleggjaranum, að aldraður maður úr Hafnarfirði varð fyrir bifreið og slasaðist mjög mikið. Slysið vildi til með þeim hætti, að klukkan að ganga 8 í gærmorgun var áætlunarbif- reið á leið til Reykjavíkur. Hleypti hún út tveimur far- þegum við Vífilsstaðaafleggjar ann og ætlaði annar þeirra, Eyjólfur Ásmundsson, að ganga þvert yfir veginn og varð þá fyrir áætlunarbifreið, sem var að fara til Hafnarfjarðar. Féll Eyjólfur á veginn og missti með vitund, hafði hann hlotið á- verka á höfði, meðal annars sár mikið á hægri augabrún. Var hann fluttur á sjúkrahús í Hafn arfirði. Var Eyjólfur ekki bú- inn að fá meðvitund um hádegi Framhald á 8. síðu. Þjóðverjar hafa verið hraktir lengra burtu úr austur hluta Dnéprbugðunnar. Rússar hafa tekið þar marga bæi og þorp. Poul Winterton fréttaritari brezka útvarpsins í Moskva símar eftirfarandi: „Mesta athygli vekur í sam- bandi við sókn rauða hersins í Hvíta-Rússlandi, hvað fram- sóknin er hröð á þessum víg- stöðvum, sem eru verst fallnar til sóknar af öllum vigstöðv- um allrar víglínunnar. Landið er þarna sundurskofið af stór- fljótum með mörgum stórum og smáum kvíslum og víða mýr- lent. Þar við bætist að veðrið í þessum landshluta er aldrei verra en um þetta leyti árs, sí- felldar rigningar og krapaél, er torvelda mjög allar samgöngur. Samt sem áður halda Rússar áfram að reka Þjóðverjana jafnt og þétt til landamæranna“. Rússar eyðilögðu í gær fyrir Þjóðverjum 104 skriðdreka og 47 flugvélar. í fyrradag (sunnudag) tóku Rússar samtals um 170 bæi og þorp á vígstöðvunum milli Pripet-fljóts og Mogileff. Þar af um 150 á milli Dnépr og Sosj. Itagnús Kjartansson ráðinn ritstjóri orða- bókarinnar um ísienzkt mál Háskólaráð hefur ráðið Magn ús Kjartansson, er nú dvelst við háskólann í Lundi, til þess að taka að sér að búa sig undir orðabókarstarfsemi í því skyni, að hann síðar verði ráðinn for- stöðumaður við samningu úís- indalegrar íslenzkrar orðabók- ar, er nái yfir tímabilið frá fyrstu prentuðum bókum til vorra tíma. RannsðknarlSgreglan biður sjónarvDtta að slysi að gefa sig fram Rannsóknarlögreglan hefur heyrt að unglingspiltur hafi verið nærstaddur þegar um- ferðaslysið vildi til kl. 4 s.l. föstudag á Laufásveginum. Biður hún þenna pilt að gefa sig fram ef hann kynni að geta gefið henni upplýsingar. Vélbáturinn Hilmir talinn af A skípinn var 7 manna áhöfn og 4 favþcgar — þar af 2 feonnr og l barn / • t Vonlítið er nú talið, að vélbáturinn Hilmir, sem fór héðan áleiðis til Amarstapa s.l. fimmtudagskvöld, muni koma fram. íslenzka flugvélin og flugvélar frá ameríska setuliðinu, ásamt varðskipinu Ægi, leituðu hans í gær, en án árangurs. Á skipinu var 7 manna áhöfn og 4 farþegar, þar af 2 konur og 1 bam. Þessir menn munu hafa verið á skipinu: Páll Jónsson skipstjóri frá Þingeyri, kvæntur og átti 4 böm. — Hann var eigandi báts- ins ásamt Eiríki Þorsteinssyni á Þingeyri. Friðþjófur Valdimarsson stýri maður frá ísafirði. Þórður Friðfinnsson, 1. vél- Hermenn í brezka áttunda hemum. Áttundi herinn hði ðfluga sðkn i fyrraðag í dögun í fyrradag hóf 8. her- inn sókn frá stöðvum sínum á norðurbakka Sangro-árinnar. Fór ein deild hans samtímis yf- ir ána á nýjum stað 14 km. neðar. Sóknin hófst eftir að haldið hafði verið uppi gífurtegri fall byssuskothríð á vamarstöðvar Þjóðverja í marga klukkutíma. Sóknarherinn er studdur af markvissu sprengjuvarpi úr flugvélum. Síðari fréttir hermdu, að sókn in sæktist vel, þrátt fyrir end- urteknar gagnárásir Þjóðverja. Þjóðverjar hafa þarna góða varnaraðstöðu í hæðum fyrir norðvestan ána. Síðustu fréttir sögðu. að 8. herinn ætti. í hinum hörðustu bardögum fyrir innan ytri brún aðalvarnarlínu Þjóðverja. í sóknarhernum eru Bretar, Indverjar og Nýsjálendingar. Nokkrir bæir og þorp hafa verið tekin og allmargir fangar, þ. á m. margir Frakkar frá Els- ass og Pólverjar. Höfðu þeir ver ið neyddir til að ganga í þýzka herinn. Fangarnir kvörtuðu sáran undan fallbyssuskothríð 8, ‘hers- ins. Höfðu margir fengið tauga- áfall, þótt ósærðir væru. ftalíu-neTndin Ítalíunefndin kom saman í gær og voru allir fulltrúarnir viðstaddir. Fyrsti opinberi fundur nefndarinnar verður í dag seinni partinn. Kínverjar vinna sipur Undanfarna daga hefur hörð orusta verið háð hjá borginni Sjangtei j Mið-Kína. Er xhún miðstöð mesta hrísgrjónarækt- unarhéraðs landsins. Hafa Kínverjar hrakið Jap- ana á flótta frá borginni og skildu Japanar eftir um 10 þús. fallinna manna í valnum. stjóri, frá Kjaransstöðum, Þing- eyri. Sigurliimi Friðfinnsson, 2. vél stjóri, bróðir Þórðar. Ámi Guðmundsson háseti frá Þingeyri. Guðmundur Einarsson háseti frá Þingeyri. Hreiðar Jónsson, matsveinn héðan úr bænum. Farþegarnir munu hafa verið þessir: Kristín Magnúsdóttir, gift kona frá Arnarstapa. Trausti Jóhannsson, 7 ára, uppeldissonur Kristínar Magn- úsdóttur. Elín Ólafsdóttir, gift kona frá Hamraendum í Breiðuvíkur- hreppi. Anton Bjömsson, íþróttakenn ari héðan úr bænum. Hilmir fór héðan um mið- nætti að faranótt s.l. föstudags, áleiðis til Arnarstapa. Var hann undanfarið í vikurflutningi vest an af Snæfellsnesi. Hann var 87 tonn að stærð, byggður á s.l. sumri. Aðaifundur Verklýðs- féiags Gerða- og Miðnesshrepps V erklýðsfélag Gerða- og Miðneshrepps hélt aðalfund sinn í fyrradag. í stjórn voru þessir kosnir: Páll O. Pálsson formaður (end- urkosinn), Elías Guðmundsson ritari og Jóhann Sigmundsson gjaldkeri (var áður ritari). Meðstjórnendur voru kosuir: Pétur Ásmundsson og Matthias Hallmarsson. Fundurinn var óvenjulega fjölsóttur. Mfólkín enn Ennþá var mjólkurmálið til umræðu í neðri deild í gær. Ræddar voru tillögur Gunnars Thoroddsens um rannsóknar- nefnd. Það kom fram í ræðu Skúla Guðmundssonar áð mjólk urskorturinn í haust hefði að- eins verið í blöðunum. Ekki var málið enn útrætt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.