Þjóðviljinn - 30.11.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.11.1943, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 30. nóv. 1943. ÞJÓÐVILJINN Líf myndarinnar. Eg er ekki þeirrar skoðunar, að myndlist og skáldlist séu í eðli sínu fjarskyldar. Eg held, áð allar listgreinar séu af einni rót runnar og samskonar list- skynjun þurfi til að njóta þeirra allra. Mér skilst, að myndlistar- menn okkar leggi höfuðáherzlu á að túlka fyrir almenningi, að málaralist og önnur myndlist lúti svo einstæðum og ákveðn- um lögmálum, að þekking á þeim sé ekki aðeins frumskil- yrði, heldur eitt og allt til að njóta" listaverks í þessari grein. Þeir setja áhorfendum ákveðna kosti lærdóms, og séu þeir til, á nautn og skilningur listarinn- ar að vera fenginn. I tilefni af málverkasýningu Þorvalds Skúlasonar og Gunn-( laugs Ó. Schevings í haust kom ég fram með allmargar spurn- ingar til myndlistamanna í grein, er ég gaf með vilja hvassa fyrirsögn: Er málaralist aðeins blátt strik? (Þjóðviljan- um, 7, sept s. 1.). Eg hef nýlega fengið vandlega samið og yfir- vegað svar frá Gunnlaugi Scheving (Þjóðviljanum, 19. nóv.), þó aðallega við einni spurningu minni, þeirri er í fyrirsögninni felst. Eg geri ráð fyrir, að Gunnlaugur tali fyrir munn flestra málara okkar, en það skín af svari hans, svo einstaklega hógvært sem það er, að myndlistin eigi alla skýringu í sjálfri sér, eigin listformi sínu. Sérstaklega liggur honum á hjarta að vara menn við bók- menntalegri, heimspekilegri og þjóðfélagslegri túlkun á mynd- listinni. Hann segir: ,'Hinn veigamesti þáttur hvers einasta myndlistaverks verður óumflýj- anlega hinn listlegi eða mynd- ræni". „Myndlistin er í eðli sínu f jarskyld skáldskap eða litterat- ur. Byggingalist er sú listgrein, er að flestra kunnáttumanna dómi . stendur myndlistinni næst." Hann vitnar' í Norður- landavitring, er háfi sagt: „Guð forði mér frá öllu andríki," og hann talar um hættu, sem mynd listinni hafi „bæði f yrr og síðar stafað af bókmenntalegum og heimspekilegum vangaveltum." Hann gengur svo langt í boð- skapnum, myndlistin vegna myndlistarinnar, að honum hrjóta bein öfugmæli úr penna: „Vandamál samtíðarihnar hefur stundum, borið að dyrum lista- manna. En þau hafa sjaldan eða aldrei lyft list þeirra hærra." Þessi ummæli og fleiri virðast mér sýna, að listamaðurinn hef- ur tælzt út á allþunnan is, enda fer svo, ef grein- hans væri kryfjuð til mergjar, að hún ber mótsögnÁna í sér, eins og leiðir af sjálfu sér, því að formein- angrun af þessu tagi er óhugs-, anleg og mundi jafngilda dauða listarinnar, slökkva síðasta neista þess lífs, sem hún er. Vél, en ekki maður, gæti fram- leitt slíka „list." Og það er augljóst, að Gunnlaugur Schev- ing ætlast til alls annars en formdauða af myndlistinni, því að á öðrum stað í grein sinni talar hann um þann tilgang málaralistarinnar „að ná litum, lífi og hreyfingu þess heims, er listamaðurinn lifði í og þekkti." Eg þykist sjá, hvers vegna íslenzkir málarar eru sérstak- lega hræddir við innihaldstúlk- un myndlistar. Þeir eiga við hinn þráláta fordóm að stríða, að lagður er mælikvarði ljós- myndarinnar á verk þeirra og heimtuð af þeim nákvæm eftir- líking, t. d. náttúrunnar, ef verkefnið er þaðan, rétt eins og eftirherma væri eðli listar. Lista menn hafa orðið að kveðja sér hljóðs og mótmæla (m. a. Þor- valdur Skúlason og Gunnlaugur Scheving með ritgerðum í Tíma riti Máls' og menningar), og þeir hafa eðlilega gripið til þeirra röksemda á móti, að myndlistin lúti ákveðnum list- rænum lögmálum, er almenn- ingur verði að skilja til að geta notið hennan Og loks getur farið svo, að listformið verði eitt og allt í augum þeirra.,, < En skyldi þá myndlist lúta svo einstæðum lögmálum, að hin sömu gildi ekki um. aðrar tegundir lista, t. d. bæði tónlist og skáldlist? Og skyldi hún geta átt skýringu sína og alla nautn í listformi sínu, þekkingu á meðferð lita og lína á ákveðn- um dúkfleti? Það leiðir af efnivið þeim (tónum, litum og línum, steini, máli), sem listamenn vinna úr, að form listgreina verði hvert með sínum hætti. En ég held. að þessi ólíki efniviður hlaði engan múr á milli listaverka, hvorki tónverks, skáldverks né málverks. Hver listgrein hlýðir nokkrum grundvallarskilyrðum, sem setja takmörk þess, hvað talizt getur listaverk. Ljóð ger- ir ákveðnar kröfur til bygging- ar, fprms og hrynjandi ehgu síður en mynd. í hverri listgrein eiga listamenn við að stríða ó- listræna túlkun á verkum sín- um. Skáldsaga er ekld sagn- fræði, þjóðfélagslýsing, sálar- fræði né heimspeki, heldur auð- vitað skáldsaga, eins og mál- verk er málverk, en hvorki ljós mynd né flatarmálsfræði. En listreglurnar eru þó harla breyti legar, og svo rúmar og óákveðn- ar, að það er ekki hægt að gefa neina uppskrift fyrir því, hvern ig málverk, tónverk né skáid- verk eiga að vera samið. Egl reyndi í síðustu grein minni, Líf málsins, að sýna fram- á, að hvernig sem við sundurgreinum mál á ljóði eða sögu, komumst við litlu nær um listáhrifin sjálf. Þau eru að vísu falin í verkinu, máli þess, við skynjum þau með þv: sð Hetiusaga isljsnzha wmm blðup öshFáfl íslenzkir rithöfundar hafa flestir sótt efni sagna sinna í bændalíf og sveitir, og er ekkert eðlilegra. MaSur fram af manni hefur lagt fram ný drög að hetjusögu íslenzka bóndans, og væri fróðlegt verkefni fyrir bókmenntafræð ing að fylgjast með bóndan- um í íslenzkum skáldskap, meta viðhorf hverrar nýrrar höfundakynslóðar og gera ná- kvæman samanburö" á með- ferð helztu rithöfundanna á íslenzku bændalífi. Úr því gæti oröið þykk doktorsrit- gerð — en líka skemmtileg bók, sem brygði Ijósi á af- stöðu höfundanna til samtíð- ar sinnar og viðhorf til vanda mála þjóðfélagsins. Því fer fjarri að íslenzki' sjó maðurinn hafi hlotið neitt svipaðan heiðurssess í bók- menntunum. Kvæði hafa ver- 'ið ort um hreysti sjómanna, en'að mörgum þeirra er and- aktar- og hjárænubragð er getur minnt á ræður útgerð- armanna á sjómannadaginn. Viðast þar sem sjómenn koma við sögur, eru þeir róandi á árabátum; í bezta lagi á há- karlaskipum og stöku maður á mótorbát. Einar H. Kvaran lætur Reykvíkinga síha að vísu fást viö togaraútgerð, en hún er eins konar leiktjöld við sálarkvalir sögufólksins í landi. Hinsvegar les enginn Vefarann mikla frá Kasmír án þess að sjá í svip, að þarna hafa atburðir orðið, togara-- eigendur Halldórs Kiljans eru menn alþjóðlegs stórreksturs, alþjóðlegra markaða, það eru menn annars timabils en þeir sem fást við útgerð í sögum Jöns Trausta, Theódórs Frið- rikssonar og Guðmundar, Hagalíns.. • Hvernig má það verða að önnur eins bylting í atvinnu- lífi og högum þjóðarinnar og t. d.. sköpun togara- og kaup- skipaflotans veldur, skuli ekki hafa fundið verulegan hljóm grunn í bókmenntunum? Nokkru gæti valdið þar um óeðlileg dýrkun á bændum og sveitalífi, sem iðkuð hefur verið undanfarna átatugi af stjórnmálaástæðum, og leitt hefur til vanmats á þeim mikla þróunarkrafti, er fiski- veiðarnar og siglingamar hafa verið og eru. Þaö er líka atriði að rithöfundarnir eru flestir landkrabbar og sjó- mannalífiö þeim fjarlægt af sjálfsreynd, uppruni og úpp- eldi beinir þeim tíl bændalífs- efnanna, til sveitasögunnar. Þar er einnig gnægð fyrir- mynda, eins og áður var vik- ið aö. En sjómennirnir sjálfir? Hvers vegna kveðja þeir sér ekki hljóðs? Þeir hafa borið við að bera fram reynslu sína í bókmenntunum, í bundnu og óbundnu, sumir skráð langar „sjófer-ðasögur" eöa „skáldsögur"-, er geta ver- ið nógu skemmtilegar á köfl- um, en verða þreytandi og á- hrifalitlar í heild vegna vönfc- unar á listrænum vmnubrögð um. Þar er tvennt til: Þeir hafa ekki háft tóm og tæki- færi að afla sér rithöíundar- menntunar, og ánangurinn verður því ekki samboðina góðu söguefni, eða þeir hafa ekki haft nægan skiming' á því, hve víðtæka menntun þarf til að verða rithöfundur, og eiga í, því sammerkt við marga sér lærðari. Það hefur ekki úrslitaþýðingu, hvort það er háskólamenntun eða sjálfsmenntun Stephans G> Stephanssonar. eða Haildórs Kiljans Laxness. En góður rit höfundur verður enginn án mikillar menntunar. Það liggur nærri að halda, að ís- lenzkum rithöfundum sé ekki nægilega ljós nauðsynin á menntun, byrjendabækur ungra skálda,, t. d. á Norður- löndum og Bretlandi, eru yf- irleitt mun betur gerðar frá tæknisjónarmiði, en sams kon ar bækur hérlendis. Segja má, aö enginn hægð- arleikur sé fyrir óskólageng- inn sjómann að afla sér slíkr- ar menntunar. En það er hægt. Slík ævintýri gerast að okkur ásjáandi. Sænski sjó- maðurinn Harry Martinsson, gengur i land með sjópokann sinn og tekur sæti' meðal fremstu nútímahöfunda Svía, verður einn dáðasti snillingur sænks máls. Danski) sjómaö- Frh. á 5. síðu. hlusta á verkið, en við getum ekki skýrt þau með neinni mál- fræði. Og þó að mér sé sannar- lega f jarri að neita því, að þekk ing á myndlistartækni sé frum- skilyrði þess að geta notið mynd listar, leyfi ég mér að halda því fram, að myndfræðileg skýring á málverki t. d. leiði okkur ekki örgrandi nær list þess en mál- fræðin list ljóðsins. Hver túlkun myndar, er aðeins lýtur að út- skýringu formsins, verður lítið annað en dauður bókstafur. Því er gersamlega tijgangsjaust fyrir málara að segja við áhorf endur að verkum sínum: lítið á myndina sem mynd og ekkert annað. Áhorfandinn hrífst af list myndarinnar, sættir sig ekki við minna en skynja sjálft líf hennar. Og líf hennar er ekki byggingin, áferðin, samstilling lína og lita. Ekkert af þessu er annað en speglun þess lífs, sem í henni býr. Þegar spurt er um list cg svarað með útlistun lita, finnst spyrjandanum helzt, að verið sé að sneypa sig. Og vegna hvers? Vegna þess, að listin er ekki kunnátta, ekki iðnaður. Mynd er ekki fremur en Ijóð eða' lag hægt að setja saman eftir neinum listareglum og ekki heldur unnt að sundurgreina hana eftir samsetningu þess elnivioar, sem hun er uiinin úr. Form, sem hægt væri að ein- angra og skilgreina, væri ekki listræns eðlis. Allt skraf um listrænt verk án innihalds er hégilja ein. Kröfur eins og þær, að listin eigi að vera ,,hrein", megi ekk- ert innihalda, ekki heimspeki, ekki félagssjónarmið, ekki sál- arfræði, ekki lífsviðhorf, eru gripnar úr lausu lofti. Hvort mynd er hlutkennd eða óhlut- kennd, er spurningin jafnt um listáhrif hennar. Og í hvorugu dæminu fáum við nokkra við- hlítandi skýringu nema leita út yfir sjálfa myndina til sam- bands hennar við listamanninrí og lífið. Á bak við listaverkið stendur maðurinn, höfundur þess, og persónuleiki hans er kveiktur í mót 'verksins, óað- greinanlegur formi þess. Og þessi persónuleiki er líf lista- verksins, hið ós'kilgreinanlega. töfrarhir, sem vekja hrifningu okkar af listum. Tii hans verður að rekja sögu og uppruna mynd arinnar, bg þó lengra því að persónuleikinn, er ber verkuppi og gefur því lífið og sálina, er mótaður af lífi sinnar samtíðar með ákveðið viðhorf og vitund- arlíf, ákveðna hrynjandi, ákveð inn vilja. Þegár við hrifumst af mynd (eða kvæði, sögu, tón- veriri), ber hún i litum sínum, blæ, flötum og línum, stillingu sinni allri, brag ákveðins manns, ekki brot hans, heldur manninn allan, mótun ákveðinn ar kynslóðar, og lífið, sem mynd in er, hefur ef tii vill þurft aldir til að móta. Svo dýrleg er list- in. Og því getur hin óhlutkennd asta mynd, sé hún listaverk, verið rík að innihaldi, falið í sér nýtt lífsviðhorf heimspekilegs eða þjóðfélags eðlis. Sjálft form ið speglar þá persónuleikann með allri auðlegð hans. Um persónuleika en ekki form er að spyrja í listum. Málari þarf ekki að láta sér detta í hug, þegar hann skapar listaverk, að þá kveiki hann líf þess með línum og litum. Hann kveikir líf þess af lífi sjálfs sín og reynslu sinni af heiminum: af gleði, er hann sá speglast á andliti, tári, er hann sá í auga barns, sem hann hefur ef tii II löngu gleymt, gliti vatns, er sólin gaf því. dögg vormorg- unsins, ástinni í brjósti sínu. eða ómi þjóðarsögunnar. Litirn- ir, línurnar, dúkurinn eru að- eins tæki, er gefa lífi hans skil- yrði til að birtast í list. á sama hátt og málið óg tónarnir eru tæki persónuleikans til að gefa sjálfum sér eilíft lif í listaverki. Kr. E. A.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.