Þjóðviljinn - 30.11.1943, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.11.1943, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVILJINN. — 30. nóvember 1943. ÞJÓÐVTLJINN. — 30. nóvember 1943. í þJÓÐVILJlMM C'tgefcnQÍ: Sameimngarjlok.kar albýSa — Söstaíiííc/áíítfenrinn. Ritstjóri: Sigur&ar úuðmiindísim. Stjómn.álaritstjórar: Eir.ar Olgeirsson; Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrife'cfur: Aastursirœti 12, sími 2270. AÍRr-iSsla og auglýsingar: Sktfnoörhustig 19, simi 2184. Prentsmiðia: Vikingstt'vnt k. /.. GarZastrteti 17. ÁskriftarverS: I Reykj&vSk og ígrermi: Kr. 6.00 á mánuði. landi: Kr. 5,00 á mánuði. Úti Sundrung og eining gömlu flokkanna. Það er ekki ósennilegt, að þeir sem þekkja heimilisástæS- urnar hjá borgaraflokkunum íslenzku, hafi hlustað á útvarpsum- ræðurnar frá Alþingi með sérstakri athygli. Allt logar í deil- um innan þessara flokka, þó lengst gangi þær hjá Sjálfstæðis- flokknum, á þessu þifigi hefur naumast' farið fram sú atkvæða- greiðsla, að ekki hafi flokkurinn sundrast.-Litlu betra er ástand- ið í Framsóknarflokknum, þar sem sjálfur formaður flokksins hefur verið rækur ger frá aðalblaði flokksins. Svo komu útvarpsumræðurnar, og hið merkilega kom í ljós, flokkarnir allir áttu sameiginlegt áhugamál, og þetta áhuga- mál var baráttan gegn Sósíalistaflokknum. Þessar tvær staðreyndir, hin fullkomna sundrung flokkanna inn á við, og fullkomna eining þeirra allra út á við í baráttunni gegn Sósíalistaflokknum, eru í senn athyglisverðar og gleðilegar fyrir Sósíalistaflokkinn. Við skulum athuga þær nokkru nánar. Hversvegna sameinast þessir þrír flokkar gegn Sósíalista- flokknum? • Af því að höfuðmarkmið þeirra allra, — Alþýðuflokksins einnig, þrátt fyrir stefnuskrána — er að viðhalda auðvaldsskipu- laginu, en höfuðmarkmið Sósíalistaflokksins er að byggja upp sósíalistiskt þjóðskipulag. Síðustu tímar hafa opnað augu mikils fjölda manna fyrir þeirri staðreynd, að auðvaldsskipulagið er orðið úrelt, og gildir þetta jafnt forna fylgjendur borgaraflokk- anna allra, og þúsundum saman eru þeir að hvarfla frá gömlu flokkunum og hverfa undir merki Sósalistaflokksins. Borgaraflokkarnir þrír heyja því allir sameiginlegt varnar- stríð, gegn Sósíalistaflokknum, flokkurinn sækir að því hagkerfi og því þjóðfrelsisformi, sem þeir byggja á, og liðsmenn þeirra hverfa frá þeim til Sósíalistaflokksins, borgaraflokkarnir ótf- ast því allir sameiginlega, að þeir bíði úrslitaósigur fyrr en var- ir fyrir flokki. hins nýja tíma — Sósíalistaflokknum. Þetta er orsök þess að þeir koma fram út á við sem einn flokkur í bar- áttunni gegn sósíalismanum. Hvað veldur þá sundrunginni innan allra þessara flokka? Fyrst það að innan þessara flokka gætir allra þeirra hags- munaandstæðna og hagsmunaárekstra, sem einkenna auðvalds- þjóðskipulagið, og þar næst hitt, sem er aðalatriðið, að deilur rísa innan flokkanna, um hvað valdi því undanhaldi, sem þeir eru á, loks það, að ýmsir mætir menn, sem flokkum þessum fylgja, eru sífellt að krefja þá um lausnir á vandamálum dags- ins. Það er atvinnuleysi og skortur, sem ber að dyrum, á tím- um „friðarins". Þaðer peningaflóð, dýrtíð, skortur á vinnuafli og skortur á húsnæði, sem veldur vandræðum á ófriðartímum. Gegn öllum þessum fyrirbærum standa borgaraflokkarnir ráð- brota, þeir geta ekki bent á neina lausn, en góðgjarnir menn í röðum þeirra krefjast lausnar, skiljandi ekki, að meðan sjónar- mið auðskipulagsins ráða, verða vandamálin ekki leyst, hvorki vandamál svokallaðra' friðartíma, né ófriðartíma. En leit þess- ara manna að lausn sem þeir ekki finna, og ekki geta fundið, meðan þeir standa á grundvelli gömlu flokkanna, veldur deilum og sundrung innan raða þeirra. Gömlu flokkarnir eiga sér ekki framar viðreisnar von, hlut- skipti þeirra verður héðan af sívaxandi sundrung, sem fyrr eða síðar leiðir til fullkominnar upplausnar.' Ekki verður komist hjá því að þessi upplausn valdi margháttuðum erfiðleikum, meðan þjóðin er ekki til fulls búin að byggja upp það, sem koma skal í þeirra stað. Greinilegasta tákn þessara erfiðleika er að þingið Jiefur ekki reynzt fært «m að mynda stjórn. Þjóðinni ríður því orrikið á að efla flokk hins nýja tíma, Sósíalistaflokkinn, svo að hann geti tekið forustuna í sínar hendur. Það er hlufverk hans að hafa forustu um myndun hins nýja þjóðfélags, það er hlut- verk hans að leysa þau vandamál, sem að höndum bera, og skapa þjóðinni örugg og góð lífskjör, því fyrr sem þjóðin eflir hann til að geta ynnt þetta hlutverk af hendi, því meiri er gifta hennar. . Kafbátarnir okkar hafa verið þúsundþjalasmiðir flotans í þessu stríði. Þeir hafa flutt rusl, vopn og verðmæti- staða á milli og foringja og hjúkrunarkonur hers og flota frá bardagasvæð- um, svo og embættismenn, sem ekki voru í herþjónustu. Þeir hafa farið njósnarleiðangra um óvinahöfin og flutt til baka mikilvæga vitneskju, bjargað þeim, sem komizt hafa lífs af sokknum skipum og verið á reki í bátum og flekum, þeir hafa' fiskað japanska fanga upp úr sjónum. Og jafnframt hafa þeir alltaf verið að sökkva ó- vinaskipum allt frá smábátum upp í orustuskip. Snemma í styrjöldinni gegn japönum barst flotanum veik- róma neyðarkall í stuttbylgju- útvarpi frá flokki af Ástralíu- mönnum, sem strandað höfðu við eyju eina í Austur-Indíum Hollendinga, um tólf mílur frá höfuðborg hennar. Með einhverjum hætti höfðu þessir flóttamenn komizt yfir stuttbylgjutæki og sendu frá sér í ofboði dulmálsskeyti, þar sem þeir báðu þess, að amer- ískt herskip kæmi þeim tir bjargar. * Þetta var háskaverk. Japanar höfðu hertekið borgina, sem var á næstu grösum við Ásralíu- mennina og voru nú að flykkj- ast yfir eyjuna. Loftið moraði af flugvélum frá þeim og her- skip þeirra voru að lóna á haf- inu allt umhverfis eyjuna. Meira að segja gat vel "átt sér stað, að fjandmennirnir hefðu komizt yfir dulmálslyk- il Ástralíumanna, og líkurnar mæltu mjög með því, að jap- önsk móttökunefnd biði hvers þess björgunarskips, sem hætti á að fara. Akveðið var að gera tilraun til að bjarga Ástralíu- mönnunum tafarlaust. Sú fleyta sem . tiltækilegust þótti, var kafbátur, nýkominn úr viðgerð í Freemantle, og hafði rétt í þessu látið úr höfn með farm 3 þuml. loftvarnaskothylkja, er áttu að fara til Corregidor, sem þá var umsetið. Skipstjóri var Hiram Cassedy, hugrakkur og duglegur kafbátsmaður, kom- inn frá foringjaskólanum í Anna polis fyrir 11 Irum og nýtekinn við stjórn kafbátsins. Nú þutu gegnum loftið fyrirskipanirnar til Cassedys, að hann hæfist handa um björgunartilraun. * Skip Cassedys komst í tæka tíð til staðar þess, sem tiltekinn var/ sigldi ofansjávar, þar eð myrkt yar af nóttu og gaf ljos- merki. Frá ströndinni kom ein- hver glampi, sem líktist svar- leiftri. Átján feta ferjubáti, vél- knúnum, var skotið fyrir borð. Bókstaflega hver einasti kaf- bátsmanna gaf sig fram, er kallað var eftir sjálfboðaliðum, en Georg Cook varaforingi, maður ágætlega sundfær, var eftir Maxwell Hawkins. Hér segir frá því hvernig áhöfn kafbáts eins lagði allt í sölurnar, til þess að geta bjargað nokkrum vopnabræðrum úr klóm Japana. valinn foringi sveitarinnar, með honum fóru Jósef Mc Grievy, merkjamaður og . Leonard Markeson fyrirliði. , Ólánið tók nú til að éltá þá. Frá vélinni heyrðist ekki, svo mikið sem kjöltur, hvernig sem þaulvanir vélamenn reyndu til við hana. í æsiflýti smíðuðu nú kafbátsmennirnir árar og róðrar spaða úr lokunum af skotfæra kössunum. T* C. Hall, aðstoðar- vélstjóri klambraði saman akk- eri úr ýmsu járnarusli. Til alls þessa fóru dýrmætar mínútur, en að lokum lögðu þó þremenn ingarnir frá skipinu og héldu til strandar í ferjubátnum. Brimrótið gekk hátt og var viðsjárvert, svo auðsætt var, að báturinn, sem' íþyngt var af ónýtri vélinni, myndi aldrei fá staðizt. Rétt áður en leggja skyldi í hvítfyssandi brimkóf- ið, gaf Cook skipun um að stöðva, og mennirnir fóru að kanna ströndina á þessu færi. Þetta var enginn sælublettur. Það var ekki nóg með að Jap- anir væru allt um kring í lofti láði og legi, heldur var við að etja þungan straum auk brims- ins, og í 'sjónum umhverfis gat að líta hákarla, sem Cook lýsti svo síðar að hefðu verið ,,á stærð við tundurskeyti". Og það versta er ótalið, engin frek- ari merki höfðu verið gefin frá ströndinni. Cassedy var um borð í kaf- bátnum og fylgdist þaðan með björgunartilrauninni af vax- andi áhuga. Horfurnar voru ekki einasta óvænlegar, heldur beinlínis óheillavænlegar, og þar á ofan lifði skammt nætur. Um síðir kallaði hann mennina á ferjunni til baka og var hún sett upp á þilfar. Meðan nátt- myrkrið var á hlóð kafbátur- inn byssur sínar. Um daginn fór kafbáturinn neðansjávar meðfram strönd- inni og leitaði í ákafa eftir ein hverjum votti um Ástralíu- mennina. Cassedy og menn hans rannsökuðu ströndina gaumgæfilega gegnum sjón- turninn, en urðu einskis varir, sem gæti orðið þeim til . hug- hreystingar. Meðan þessu fór fram höfðu nokkrir af áhöfn- inni verið að bæta um bráða- birgðaárarnar og anrtan útbún- að. Þótt skipið yrði ekki greint til fulls í skímu næturinnar, virt- ist þeim helzt sem það væri tundurspillir. Og meðan Vest- menn héldu andanum niðri, hélt óvinaskipið fram hjá þeim hafmegin án þess að verða þeirra vart og hvarf í myrkrið. Kafbátsmenn komu nú öllu í samt lag og Cook fór í bátinn vélaríausan ásamt hinum tveim sömu og áður og reru þeir upp undir brimgarðinn. Að þessu sinni vörpuðu þeir akkerinu. Þótt þeir gætu nú með hægu móti séð bálið og greint menn- ina var ljósmerkjunum aldrei anzað. , Að kveldi sama dags fór kaf- báturinn upp á yfirborð sjáv- ar og hélt á ný til hins fyrir- fram ákveðna staðar og er dró nær landi komu þeir, sem uppi voru auga á bál, er logaði á ströndinni og í sjónaukanum gátu þeir greint menn sitja í kringum það. Ameríkumenn hugsuðu með sér, að nú hefðu þeir fundið það, sem þeir leit- uðu að. Var fei'jubáturinn sett- ur fyrir borð á ný og hafði að þessu sinni verið tekin úr hon- um véliri. Hann skoppaði um stund við hlið kafbátsins með- an ljósmerki voru gefin. Engin svarmerki' voru þó gefin frem- ur en fyrr, en meðan kafbáts- menn voru að reyna að ná sam bandi við flokkinn á ströndinni sást skip leggja út úr höfninni og halda með landinu í átt- ina til þeirra. Kafbáturinn var nú staddur í mikilli tvísýnu. Ferjubáturinn var kominn fyrir borð og þil- farið alþakið mönnum og tækj- um. Honum var því ómögulegt að kafa af skyndingu. Til allrar hamingju lá skip Cassedys í dá- lítilli hvilft, allt að því vík, sem bugðaðist inn í ströndina. Allt var haft til reiðu, ef svo færi, að skipið yrði kafbátsins vart og legði til bardaga. Það varð löng bið, sem tók á hjartaslögin, meðan japanska skipið hillti upp nær og nær. Tveir amerískir kafbátar hlaupa af stokkunum.' „Nýr bátur á sjó". Bandaríkjamenn hleypa nú næstum einum kafbáti á dag af stokkunnm. Nú var skotið á skyndifundi í ferjubátnum. Cook lýsti yfir því, að hann ætlaði að synda til lands, og án þess að skeyta hót um hákarlana renndi hann sér í sjóinn. Hann barðist nokkra stund við brim og straum, en komst .loks upp í fjöruna og hafði þá borið nokk- urn spöl undan þeim stað, sem bjarmann lagði frá. Hann hélt nú þangað með vasaljós í ann arri hendi og skammbyssu í hinni. Hann hafði skammt far- ið þegar hann kom að lækjar- sprænu. Hann óð út í og sökk upp að hnjám í botnleðjuna, og er hann var komirin hálfa leið varð honum fótaskortur og lá í eðjunni baðandi út öllum öng um. Þegar hann skreið upp á bakkann hinum megin var hon um sízt hughægra, er hann var alþakinn aurleðju frá hvirfli til ilja. Hann kveikti á vasaljós inu, sem yfir var dregin þunn gúmmíhimna, til þess að deyfa það og lét það skína í andlit sér til þess að þeir, sem við eldinn voru, gætu séð að hann væri hvítur maður. Þar sem hann var þess fullviss að þetta væru Ástralíumenn þeir, sem hann leitaði að, skundaði hann í áttina til þeirra, hrópaði full- um hálsi og kryddaði ræðu sína með stóryrðum, þegar hann fékk ekkert svar. Honum til mikillar furðu þustu þeir, sem við eldinn voru út í kjarrið, undir eins og þéir komu auga á hann. Það var bersýnilegt, að hér var ekki allt með felldu. Furðu lostinn og meira en lítið felmtraður tók Cook þá einu stefnu, sem um var að ræða, hann stakk sér í sjóinn og svam gegnum brim og hákarlamor út í bátinn aft- ur. ' * Björgunarsveitin kom nú tómhent út í kafbátinn og varð skipstjóra léttara um andar- dráttinn við' komu þeirra. Frá kafbátnum höfðu sézt ljós á hreyfingu í hæðunum .upp frá ströndinni. Virtist Ameríku- mönnum sennilegt, að þau kæmu frá könnunarflokkum Japana og ef til vill skriðdrek- Þar sem tvær atrennur að finna Ástralíumennina höfðu engan árangur borið, ákvað Cassedy að tilkynna það og fá frekari fyrirskipanir. Hann hélt burt af þessum slóðum og stefndi til Ástralíu til þess að geta sent skeyti sitt, án þess að eiga á hættu að ljósta upp fyrir fjandmönnunum, hvar hann var staddur. Hann fékk aftur þær upplýsingar, að Ástr- alíumennirnir hefðu hrakizt langt upp í hæðalandið undan könnunarflokkum Japana, og var honum sagt að halda aftur til stefnustaðarins og reyna enn á ný að ná sambandi við strandmennina. Nokkrir dagar fóru í það að ná sambandi við bækistöðvarn ar og þegar ameríski kafbátur- inn skreið upp að ströndinni r næsta sinn, fékk hann ólíkar viðtökur. Merkjunum var nú svarað vafningalaust. Samt var það svo, er ferjunni var skotið fyrir borð aftur, að þá ríkti sú spurning í hugum allra, hvort ljósmerkin kæmu frá Ástralíu- mönnunum eða Japönum, sem hefðu hent skeytin á lofti og tekizt að lesa úr þeim. Cook, Mc Grievy og Markeson reru óttalausir upp að brimgarðinum og vörpuðu bráðabirgðaakker- inu rétt úti fyrir ströndinni. Uppi á landi gátu þeir greint nokkra skugga. Þeir reyndu að kalla til þeirra, en þótt hvorug- ur gæti heyrt orðaskil gegnum brimgnýinn, heyrðu Ameríku- menn nóg til þess, að þeir sáu, að hér höfðu þeir um síðir fund ið áströlsku flóttamennina. Þaf sem engu sambandi varð náð með hrópum, steypti Cook sér fyrir borð og synti gegn um brimið, og er hann steig upp í flæðarmálið, stóð hann mitt á meðal þrjátíu og þriggja Ástralíumanna.; Flestir þeirra voru úr flugliðinu, en nokkrir sjóliðar. I flokknum höfðu upp- haflega verið fáeinir menn, en smám saman höfðu bæzt í hóp- inn aðrir, sem voru á flótta undan Japönum. Sumir Ástral- íumannanna höfðu leynzt íkjarr inu allt að áttatíu og níu dög- um og dregið fram lífið á því sem vinveittir frumbyggjar höfðu víkið að þeim. Skipbrots um, sem væru að brjótast gegn mennirnir voru hörmulega um kjarrlendið. 'staddir. Klæði þeirra voru gauð rifin og allir voru þeir aðfram komnir af hungri. Sumir höfðu hræðileg sár á útlimum og all- ir voru sjúkir af mýraköldu, að einum undanskildum. Þrjá þeirra hefði þurft að flytja á sjúkrabörum. * Fyrir flokki flóttamannanna var ástralskur höfuðsmaður, Kofe að nafni. Eftir að Cook hafði skýrt fyrir honum, að ó- gerlegt yrði að lenda ferjunni í briminu og koma henni út aftur, ákvað foringinn að skipta hópnum í tvennt. Cook hafði tekið með sér línu frá litla bátnum og skipaði Kofe þeim sextán, sem burðamestir voru að leggja út fyrstir og lesa sig eftir línunni e'ftir því sem þeir hefðu megn til. Þeir voru harðir af sér þess- ir Ástralar. Þótt þeir væru svo máttfarnir, að þeir gætu varla staðið uppréttir, þá lögðu þeir ótrauðir út í brimlöðrið og há- karlagerið, sem þá tók við er briminu sleppti. Cook var alltaf á þönum mfeðfram línunni og hjálpaði þeim, sem virtist ætla að verða aflfátt. Þegar þeir fyrstu nálguðust ferjubát- inn renndu Mc Grievý og Marke son sér í sjóinn og tóku á móti þeim. Alla varð að rétta upp í bátinn. Þetta var seinlegt og erfitt verk, en að lokum voru allir Ástralíumennirnir, sextán talsins komnir upp í bátinn á- samt næstráðanda flokksins, er Kofe hafði sent, en sjálfur varð hann eftir. Þá komust þeir að raun um að bráðabirgðaakkerið var flækt og þeir gátu ekki dregið það inn. Cook losaði það af bátnum og festi við það björg- unarvesti í dufls stað. * Casedy hafði meðan þessu fór fram, þokað skipi sínu alveg upp að brimgarðinum, svo að björgunarsveitin þurfti ekki að ferja nema tiltölulega stutt. Er Ástralíumenn voru komn ir um borð lagði kafbáturinn til hafs, en áður en hann hélt á burt, var flokki þeim, sem eftir var á landi sent skeyti með ljósmerkjum. Frank Walker lautinant, sem hafði verið undirmaður Theó- dórs Aylward, þess, sem áður stjórnaði skipinu, hefur skýrt frá þessu. „Við komum aftur annað kvöld", sagði kafbáturinn á merkjamáli. Svarið barst frá eyðilegri ströndinni og var á gáskafullri amerískri málleysu: „Ókei, yank". „Það voru kaldir náungar", sagði Walker. „Sjálfir vissum við, að við myndum koma, en fyrir því höfðu þeir enga vissu. Samt heyrðist enginn af þeim mæla æðruorð". Um daginn , ræddu Cassedy og Cook aðstæðurnar fram og aftur. Cook benti á, að vegna ásigkomulags þriggja af mönn unum að minnsta kosti, en einn af þeim var með óráði, myndi nauðsyn bera til að fara með kænuna gegnum brimgarðinn, til þess að ná þeim út. En jafn framt viðurkenndi hann, að þeim yrði ofraun að lenda, hvað þá koma bátnum heilum gegn um brimrótið aftur, fermdum ósjálfbjarga mönnum. Örðug var ákvörðunin, en Helna islenzHa sjðniannsins Framh. af 3. síðu. ui-inn Aksel Sandemose í'ór að glugga í sálarfræði og sitt hvað annaö, og skrifaði svo bækur um sjómannalíf, er gefa hverjum lesanda betri og sterkaii hugmynd um kjarna sjómannalífsins og eöli þess, en heilt bókasaöi af ólistræn- um sjóferðasögum. Þessi spor ættu nú á döguni að vera eins auðveld, eöa auð'veldari, fyrir bókelskan íslenzkan sjómann, og danska eða sænska stéttar bræöur hans. Tileíni þessara hugleiöinga er skáldsagan „Á heljarslóö", sem Jóhann Kúld sendi frá sér í haust. Þráður hennar verður ekki rakinn' hér, en Cassedy tók hana samt. Hann sagði Cook, að vegna öryggis meirihlutans, skyldi hann ekki reyna að lenda bátnum. Hann ætti að ná í eins marga menn og hann gæti komið út í hann en um hina yrði að láta skeika að sköpum. Þegar kafbáturinn kom aftur til stefnustaðarins í skjóli nátt- myrkurs, var merkjunum svar- að hiklaust' af flokknum á ströndinni, sem hafði falið sig í kjarrinu um daginn. Fjórða manni var bætt við áhöfn ferju bátsins, og var það John Lor- enz aðstoðarmaður yfirvél- stjóra. Hall hafði útbúið tvö akkeri í viðbót, ef svo færi að þeir fyndu ekki það, sem flaut á björgunarvestinu, enda varð sú raunin á. Þegar að brimgarðinum kom hleyptu björgunarmenn nj>ju akkerunum tveim. Lorenz varð eftir í bátnum en Cook synti til lands og í fylgd með honum þeir Mc Grievy og Markeson. Þeir þremenningar höfðu ákveð ið að synda með þá, sem ósjálf- bjarga voru út í bátinn á bak- inu. Cook fór fyrstur með«einn af þeim, sem verst voru stadd- ir. Það varð grimmileg barátta um líf og dauða. Hin dauðu þyngsli sjúka mannsins keyrðu Cook í kaf, svo að hann varð að hafa sig allan við að halda þeim báðum ofansjávar. Brimið kastaði þeim til baka hvað eft- ir annað og úti fyrir sást hvar ógnandi bakuggar mannætuhá- karianna ristu sjávarflötinn. Cook stóðst samt raunina. Lémagna líkama Ástralíumanns ins var lyft upp í bátinn. Cook lyfti undir hann úr sjónum en Lorenz tók á móti honum og innbyrti hann. Síðan var hann lagður til í bátnum. í þessum svifum komu hrannir ólaga veltandi að ströndinni og skullu á bátnum, sem skoppaði á sjón- um. Akkerin tvö gáfu eftir. Áð- ur en Ameríkumennirnir fengu að gert, skolaði kænunni inn í skaflana og dró eftir sér akker- in. Þessi litla bátskel steypti stömpum og þeyttist gegnum brimgarðinn, sjórinn fossaði inn af borðstokkunum og svelgdi hann næstum í sig. Ástralíu- maðurinn, sem í bátnum lá ó- sjálfbjarga var nærri drukkn- mér finnst Jóhanni hafa mis- tekizt að skrifa skáldsögu um þetta merka efni: íslenzki sjó maðurinn í stríöstímasigling- um. Bókin er svo ópersónu- leg að furðu gegnir. Saga um sjómennsku 'og ástir, en lýs- ingar hvors tveggja svo utan-. garna, að þær gætu verið skrifaðar af manni sem aldrei hefði komið á flot. Samt veit ég að höfundurinn er dugmik- ill sjómaður og hef fyrir satt að hann sé vel kvenhollur. Það sem á vantar viröist að- eins yera tækni til að koma reynsluefni höfundarins yfir til lesandans, — en það er raurí ar nokkuö atriði. Sú tækni fæst ekki me'ð öðru en langvarandi námi og þjálfun sjónar, heyrnar og skynjunar hins skáldlega, þjálfun í vinnuaöfer'ðum þess erfiða handverks, sem skáld- sagnagerð er ein greinin af; með miskunnarlausri hörku við sjálfan sig og vökulli gagn rýni, þar til náS er valdi á þeim tjáningarformum, er gefa rituðu orSi mátt til aS snerta viStakandann^ jafnsárt, taka harrn eins sterkum tök- um, og atviki'ð, hugsýnin, draumurinn, snarthug skálds ins upphaflega. Þá fyrst verö'a þau vitundartengsl milli höf- undar og lesenda, sem lista- verkinu er ætlað að hnýta. aður. Einhvern veginn ,tókst Lorenz og Cook að koma í veg fyrir að hvolfdi, og að lokum skaut bátnum alveg upp i flæð armálið. - Þessar, óvæntu kenjar hafsins höfðu að 'engu gert fyrirskipun Cassedys um að lenda ekki bátn um, og leit nú út fyrir að björg unarsveit.in væri í enn meiri tvísýnu en áður. Báturinn var nú ausinn og allt búið undir þá hæpnu tilraun að komast út úr brimgarðinum og að kaf- bátinum, sem beið úti fyrir. Þeim, sem mest voru þrekaðir; var komið fyrir innanborðs. en hinir röðuðu sér á bæði borð og héldu um öldustokkinn. Þessi fámenni flokkur lét nú frá landi harður á .svip, sumir spyrntu, en aðrir reru með ár- um og spöðum. Niðurlag á morgun. Er það ekki hégómaatriSi að óska. íslenzka togarasjó- manninum, íslenzka nútíma- sjómanninum, heiðurssætis í bókmenntunum? Gildi skáld- rits fer auðvitað ekki eftir því, hvort sögul'ólkið er bændur eða sjómenn á .togara. Þetta er þó ekki eins hé- gómlegt og það kann aö virð- ast. ViÖ athugun hinna nánu tengsla sovétsKáldsóg-unnarvið þjóöhí samtíðarinnar fann dr. ^inar Olalm- övemsson til þess, hve ísienzkir ntnoí'und- ar stæöu framanui gagnvart merkum þjóólíí'sþátuim, og lýsti eftir skáídsögunni um ís- lenzka togarann, skáidsog- unni um Reykjavík. Myndi ekki vanrækzla rithöfundja viö' sögueínin úr sjómannalíf- inu vera einn liður þess al- menna og þjóðhættulega van- mats, er ríkt hefur á þætti sjómannastéttarinnar í þjóS- lífinu, þeim styrka og glæsi- lega þætti er islenzkir sjó- menn hafa lagt til nútímalífs íslendinga? Enn lifa margir sem muna þá tíma, er Islending var varla treyst til aö stjórna skipi. Hvað skyldi þá efni í sögur ef ekki barátta ísienzku sjómánnanna sem a í'áum áratugum reka af sér sliSru- oröiö, svo rækilega, að' þeir eru nú viömkenndir ekki ein- ungis jafnokar erlendra fiski manna og farmanna, heldur fremri þeim í mörgum grein- um. Skyldi ekki íslenzka þjóð in vera oröin upplitsdjarfari vegna vinnuafreka þessara vösku sona,? Skyldi ekk'i fram tíðin kunna betur að meta fórnir þeirra og starf og við- urkénna fúslega, að fáir eSa engir gengu betur fram í sókn þjóðarinnar til jafnrétt- is við aðrar frjálsar þjóðir. Þaö er ekki hægt að velja sér stórfenglegi-a söguefni úr nútímahfinu en þaS sem Jó- hann Kúld tekur í sögu sinni, og því finnst mér sárgrætilegt aS honúm skuli ekki takast betur. ÞaS er þátttaka íslend- inga í styrjöldinni sem um er aS ræSa. TakiS síSustu þrjá—- fjóra árgangana af sjómanna- blöðunum „Ægi" eða „Vík- jngi" og lesiS mn fórnir og störf íslenzku sjómannastétt- arinnar stríðsárin. BlaS eftir biað flytur yfirlætislausar frá- sagnir, sem gætu hver um sig orðið efni í hetjuljðö, harm- leiki og skáldsögur; kyimizt sjómönnunum sem siglt hafa fram og aftur um hættuleg- ustu kafbátasvæði Atlanzhafs ins ár eftir ár, án þess að æðrast. Minnist * þess, að mannfall íslendinga af völd- um stríðsins er tilfirmanlegra en tjón sumra stríðsþjóðarma. Og þiö munuð skilja, hve stór brotið' yrkisefni striðstímasigl ingarnar eru, aö þar bí'ður ó- skráð hetjusaga íslenzka sjó- mannsins. .1; S. G. 1 i ,...,. ' ifc*s t * ». -

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.