Þjóðviljinn - 09.12.1943, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.12.1943, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVILJINN. — Fimmtudagur, 9. desember 1943 Fimmtudagur, 9. desember 1943. — ÞJÓÐVILJINN þlÓÐVILJlMN ! Otgefoncii: SameiningarfioK.kaT aibýSo — SósíclÍ3tcjlokkaTinn ■ Ritstjóri: Sigartur Gu&mundsson, Stjórnnálaritatjó.'aí: Eir.ar Olgeirseon, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjómarskrifstciiu: Austurstrœti 12, sími 2270. Af«r'-;5óia og auglýsingat: Skfilaoör&astíg 19, simi 2184. Prentsmiðja: Vikingsbrent h. /.< oarSosirœtr 17. Áskriftarverð: í Reykjavík og ígrenni: Kr. 6,00 á mánuði. — Uti á laadi: Kr. 5,00 á mánuði. Meiri dýrtíð, lægri laun Hæstvirt ríkisstjóm hefur nú markað stefnu sína svo skýrt sem á verður kosið, og stefnan er, meiri dýrtíð, lægri laun til allra launastétta. Vafalaust finnst ýmsum, að þetta gangi öfugmæli næst, en öfugmæli er það ekki, heldur rétt lýsing af þeirri stcfnu, sem fram kemur í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um tekjuöflun vegna dýrtíðarráðstafana. Áður en þetta frumvarp kom fram, mátti lýsa stefnu ríkisstjórnarinnar með orðunum: Óbreytt dýrtíð, lægri laun. Stefnan var sú, að lækka verð á landbúnaðarvörum með framlögum úr ríkissjóði, til þess að lækka vísi- töluna. Auðvitað var dýrtíðin óbreytt, þrátt fyrir þessar aðgerðir, en vísitalan og þar með launin lækkuðu. En nú er gengið feti framar. Sam- » kvæmt frumvarpi stjórnarinnar á að leggja tvo af hundraði á alla inn- flutta vöru til landsins. Á þessu ári verður innflutningurinn um £50 tniiljónir króna, £% álag á þá upphæð er því 5 milljónir króna; og senni- legt verður að teljast, að þessar tölur verði svipaðar á næsta ári. Það er því óumdeilanlegt, að ríkisstjórnin leggur til, að verð á innfluttri vöru hækki uni allt að 5 milljónir króna, á þessar 5 milljónir leggst svo kostnaður og verzlunarálagning, og verður þá verðlagshækkunin á inn- fluttri vöru vegna þessara aðgerða, ekki minni en 7—8 milljónir króna. • Fénu, sem ríkissjóður aflar með þessurn hætti, á svo að verja til að borga hluta af verði landbúnaðarafurðanna, ekki til að lækka þær í verði, heldur á að skipta verði þessu í tvennt. Annan hlutann borgum við neytendur við búðarborðið, hinn borgum við í hækkuðu verði á innfluttum vörum, og þeim hluta kemur ríkisstjórnin til skila með ærn- um og óþörfum kostnaði. Við þessar aðgerðir lækkar svo vísitalan og þar með kaupið, því að stærsti liðurinn í vísitölumynduninni er verð landbúnaðarafurða, en mikill meiri hluti hinnar innfluttu vöru hefur ekki áhrif á vísitöluna. Tvennt er það, sem hlýtur að leiða af því, ef þetta írumvarp ríkis- stjórnarinnar verður samþykkt. og er bezt að þing og stjórn geri sér það fullljóst nú þegar. • Fyrst er það, að verði frumvarpið samþykkt, koma fram allsherjar kröfur um hækkun grunnlauna. Þessum kröfum verður fylgt eftir með öllu því harðfylgi, sem verkalýðssamtökin og önnur hagsmunasamtök launþega ráða yfir, og er þess að vænta, að ekki aðeins Sósíalistaflokkur- inn, heldur og Alþýðuflokkurinn, standi að baki þeim í þessari baráttu, og víst er um það, að menn úr öllum stjórnmálaflokkum munu taka þátt í h< nni. RíkisstjórnÍnni og þeim þingmönnum, sem kynnu að vilja ljá frumvarpinu lið, er bezt að gera sér ljóst, að þessi barátta verður hörð, mætti samtakanna verður beitt til hins ýtrasta. < • ! annan stað verða þingmenn að gera sér það ljóst, að í þessu frum- varpi felst svo eindregin stefnuyfirlýsing, að hver sá þingmaður, sem greiðir því atkvæði, gerist þar með stuðningsmaður ríkisstjómarinnar. Verði frumvarpið samþykkt, liefur stjórnin þar með raunverulega fengið þingræðislegan stuðnirig, og þeir flokkar, sem greiða því atkvæði, gerast þar með stuðningsflokkar ríkisstjórnarinnar. Vissulega fer vel á því, að þingið taki afstöðu til ríkisstjórnarinnar, o úr því sem komið er, dregst það ekki lengi. Stjórnin hefur lagt fram sír;a stefnu í dýrtíðarmálunum, og það eru hennar aðalmál, fyrir þingið, og það verður að taka afstÖðu með henni eða móti, — með eða móti ríiisstjórninni. Plslirnltl nrslri hiinira Eftir 18 tíma komum við til Þrándheims. Þar urðum við að vera í vögnunum í 2 tíma í viðbót. Margir urðu lasnir vegna loftleysis. Allt í einu var dyrunum hrundið upp og við vorum dregn ir út með bölvi og hrópum og okkur raðað á stöðvarpallinn. Þar stóðum við í tvo tíma, en gengum svo til Brattöra. Er þangað kom, vorum við látnir um borð í Skjerstad og spark- að niður í lestarnar. Okkur var troðið í efri lestarnar, í eina þvögu, fleiri og fleiri bættust við, þangað til enginn gat hreift sig. Um morguninn eftir vorum við hálfdauðir úr hungri. Uppi í þilfarsskálunum var svo þétt skipað, að menn úrðu að standa til skiptis. Þjóðverjarnir bjuggu aftur í. Þeim, sem voru í skál- unum, var bannað að opna gluggana, svo að mörgum lá við köfnun. Menn lágu á borðum, á bekkjum og undir þeim. Þeir sem höfðu skriðið undir bekk- ina, lágu þar án þess að geta hreift legg eða lið, misstu stjórn á sér og æptu af kvölum. ★ Morgunninn byrjaði ömurlega Roskinn kennari missti skyndi- lega vitið og byrjaði að sárbæna okkur að fara til foringjans og biðja um að fá að skrifa undir. Því næst stökk hann allt í einu upp í loftið, og var með herkjubrögðum hægt að koma í veg fyrir, að hann félli niður í neðstu lestina. Hann var dreginn upp á höndum og fótum meðvitundarlaus. Tung- an hékk út úr honum, og nokkru síðar var farið með hann í sjúkrastofuna, ennþá í yfirliði. Uppi leið yfir þrjá menn, og einn af þeim lá nokkra tíma, áður en hann raknaði við. Frammi í stafni lá einn kenn- arinn með óráði í lungnabólgu með háan hita. Foringinn bann- aði alla læknishjálp. Annar kennari fékk taugaáfall, og þýzkur læknir, sem kom seinna, kallaði hann svikara, sem skyldi fá lækningu, þegar norðar kæmi. Um daginn var rauða- krossinum í Þrándheimi leyft að gefa okkur hafragraut með mjólk. Við vorum svo hungr- aðir, að við átum eins og skepn- jir, en fyrir ofan okkur stóð foringinn og hló að okkur. Hafragrauturinn var borinn okkur í tindiskum, sem við héldum áfram að nota, þangað til við komum aftur til Þránd- heims á leiðinni til baka um miðjan nóvember. í Jörstadmo- en höfðum við etið eftir röð af smáum diskum eða úr krukk- um. 'Diskarnir voru okkur því mikils virði. í Þrándheimi lágum við nokkra daga, og vegna sjúkling- anna buðumst við til að skrifa undir, en til allrar hamingju bar það engan árangur. Þeg- ar á fyrsta degi skipulögðum við allt hjá okkur, borðuðum til skiptis, höfðum sérstaka menn til að sjá um útbýtingu matarins o. s. frv. Ástandið var ekki mjög vont á daginn, en á næturnar var það hræðilegt. Það var svo rúmlítið, að mað- ur varð að liggja á hliðinni með höfuðið milli fóta næsta manns fyrir ofan. Allir hóstuðu, svo að það var ómögulegt að sofa fyrir hávaðanum. Svo var það hungrið, sem var alveg óþol- andi. Rauða krossinum var ekki leyft að gefa okkur meiri mat. Menn stóðu í röðum fyrir fram- an salernin frá því snemma á morgnana þangað til seint á daginn. Þegar maður stóð upp á morgnana lá manni við köfn- un, vegna þess hve loftið var þungt uppi við lestarloftið. Á nóttunni gat maður séð kenn- arana sitja upprétta til að hvíla sig. Flestir þeirra þjáðust af vöðvakrampa og bakverk. í Bodö lágum við 6 daga. Rauði krossinn var fús til að Eftír eínn þeírre gefa okkur allan þann mat, sem við þurftum, en við feng- um aðeins nokkrar brauðsneið- ar og saltfisk. Margar beztu brauðsneiðarnar tóku Þjóðverj- arriir, sem höfðu ágætis fæði og fengu ábæti eftir hvern mið- degisverð. Það var ekki þægi- legt, að sjá steikt kjöt og egg borið aftur í og fá ekkert af því nema ilminn. En við vor- um svo fullir af hatri, að ekk- ert gat haggað okkur. Þegar yfirmenn skipsins höfðu borð- að, þutum við inn og átum leifarnar af diskum þeirra. Við vorum svo heppnir að geta stol- ið töluverðu af gulrótum frá Þjóðverjunum. Saltfiskurinn var lagður í bleyti í stórum tunn- um á þilfarinu. Vörður varð að standa þar, af því að kennar- arnir stálu fiskinum og átu hann hráan. Á nóttunni suðu matsveinarnir fiskinn í eldhús- inu, og á morgnana fékk hver okkar stórt fiskstykki, — auð- vitað kalt. Sumir höfðu dálítið þorskalýsi með sér, sem þeir helltu á fiskinn. Það var dá- samlegt. Af og til fengum við dálítið af volgu vatni, sem kall- að var súpa. Fyrir utan Gibostad mættum við Björgvinjarskipinu Polarlys. Nokkrir menn á því veifuðu til okkar, og í einskonar refsing- arskyni vorum við reknir nið- ur og neitað um brauðskammt- inn daginn eftir. Þá vorum við næstum því utan við okkur af hungri og urðum að liggja all- an daginn. ★ Matvælastjórinn var vana- lega kallaður ,,der Oberschwelt- er“. Við vorum vissir um, að hann hagnaðist á hungri okkar, og við hötuðum hann af öllu hjarta. Foringjarnir drukku stöð ugt og við sáum þá oft fulla. Eitt kvöld buðu þeir skipstjór- anum og brytanum inn í hið allra helgasta hjá sér, og um kl. 11 heyrðu kennararnir, sem sváfu á þilfarinu hrottalegan hávaða að neðan. Vinur okkar skipstjórinn hrópaði á norð- lenzkunni sinni eins hátt og hann gat, að það væri eilíf skömm að fara svona með fólk, og brytinn studdi hann ákveðið. Allt í einu kom brytinn upp á þilfar með „Oberschwelter“ á eftir sér. Brytanum var hrund- ið inn í horn, og þar var hann barinn, þangað til blóðið lagaði úr honum, án þess að hann dirfðist að slá á móti. ★ Eg nefndi, að nokkrir kenn- ararnir sváfu á þilfarinu. Nokkr ir af þeim, sem voru í skálan- um uppi, höfðu fengið leyfi til að sofa úti. Þannig komust þeir hjá að þurfa að skiptast á að standa og sitja alla nóttina. En heldur var útivistin kuldaleg, í Tromsö t. d. var snjóbylur. Á nóttunni var hvergi auður blett- i. — Síðari hlutí. ur á skipinu. Þeir, sem lágu næst vélarúminu, stiknuðu úr hita, og rann svitinn af þeim. Ástandið var e. t. v. verst í lestunum. Hjá stiganum voru tvær fötur til notkunar á nótt- unni. Menn sváfu allt í kring, svo að það var miklum erfið- leikum bundið að komast að þeim án þess að ganga ofan á mönnunum. Þegar við nálguðumst bæi, vorum við reknir undir þiljur. í Harstad beið rauði krossinn okkar með mat og mjólk, en var bannað að færa okkur það. Eins var það í Tromsö. Norður að Hammerfest vorum við í stórri skipalest, en eftir það vorum við samferða aðeins einu skipi, Santos, sem var 14000 smálestir að stærð, og við af- fermdum seinna. ★ Hinn 28. apríl komum við loks til Kirkenes og lágum úti í sundunum í nokkra daga. Eina nótt vorum við svo vaktir kl. 2 og gefið svolítið að borða. Klukkan 5 byrjuðum við að fara í land og vorum þá orðnir jafn- hungraðir og nokkurntíma áður. Við áttum að ganga eitthvað, enginn vissi hvert. Það kom í ljós, að við áttum að ganga til Elvenes, um 15 km. veg. Það var hræðilegur gangur, þar sem okkur var ekki leyft að hvíla okkur einu sinni. En allir stóðust raunina. í Elv- enes voru okkur fengnir þrír stórir brakkar, án húsgagna, og svo skítugir, að það eru ekki til nein orð yfir það. Við byrj- uðum strax að slá upp rúmum og hillum, og fyrir kvöldið vor- um við búnir að koma brökkun- um í allsáemilegt ástand. í Jör- stadmoen höfðu þeir tekið af okkur hnífa okkar, en nokkrir höfðu falið sína og með þeim smíðuðum við allt. Þessa fáu daga, sem við vorum þarna, þvoðum við brakkana hátt og lágt, og fannst okkur við vera alsælir, þar sem við fengum nú líka að borða eins og við vild- um. Og enn betra varð það, þegar kvalarar okkar fóru í burtu og í stað þeirra komu austurrískir hermenn, sem voru nýkomnir frá vígstöðvunum. Þeir virtust skammast sín fyrir starfið, og urðu vandræðalegir, þegar við tókum ofan og heils- uðum þeim eins og okkur hafði verið kennt í Grini. ★ Við vorum farnir að vona, að við yrðum sendir heim, vorum í bezta skapi. En eftir 3 daga voru 150 okkar, sem voru veik- ir, valdir úr, en hinir látnir ganga til Kirkenes. Skildum við þá, að við áttum að vinna. í Kirkenes vorum við látnir inn í fangabúðir, sem voru girt- ar gaddavír, og varðmenn stóðu við hliðið með riffla og byssu- stingi. Þegar við sáum vænt- anlegan dvalarstað okkar, ör- væntum við alveg, og einn okkar sagði, að þetta hlyti að vera lágmarkið. Fangabúðirnar voru fullar af ólykt, og hreinsa varð ruslhrúgur út úr stórum bílskúr með gripahúsi í öðrum endanum. Við kölluðum staðinn því „Fjósheima“. Þegar þýzki yfirforinginn heyrði þetta varð hann fokvondur. ★ Þessar svínastíur voru í ó- skaplegu ástandi og óþefurinn óþolandi. í einni byggingunni voru rúmstæði á tvehn hæðum, og í annarri fjöldi fjatsænga. í einni byggingunni bjuggu um 30 Rússar, sem urðu beztu vin- ir okkar. Fáum mínútum eftir að við komum var fyrsti vinnuflokk- urinn kallaður út. Rússarnir, sem ætluðu rétt í því að fara að borða kálsúpuna sína, komu hlaupandi með skammtana sína og gáfu þá vinnuflokknum. Við hliðina á gripahúsinu var geymsla full af næpum sem okkur var bannað að snerta, en við stálum þeim allir og át- um þær eins og óðir menn. Svo byrjaði vinnan á bryggj- unum og í bænum. Við unnum dag og nótt, sunnudaga sem aðra daga. Við unnum 9 tíma á dag og reyndum að fækka þeim um einn, en fengum 12 tíma vinnu eftir það. Á þessum 12 tímum átum við ekkert nema dálítinn bita af þurru brauði. Við gátum varla dregist heim að loknu dagsverki. Þegar við gengum niður til hafnarinnar stóðu Þjóðverjarnir þar og hlógu að okkur. Við vorum af- skaplega eymdarlegir og tötra- legir útlits. Það var bezt að vinna niðri í lestunum af því að foringjarnir komu sjaldan þang- að niður. Þegar verðirnir sáu foringja, byrjuðu þeir strax að hrópa og láta til sín taka. Þjóðverjum mikilvæg ekki sízt vegna baráttunnar á Atlanzhafi. VínssfHFkir Mmtra simaita i lasda- ritiuDDn M p! lala Lúðvíg Guðmunchssyni skólastjóra, forstöðumanni upplýsingaskrif- stofu stúdenta, barst í gœr bréf frá íslenzkum stúdentum vestur i Kali- forníu viðvíkjandi námsstyrk þeim, er þeir njóta néi. Þjóðviljinn hafði í gœr tal af skólastjóranum. og gaf hann blaðinu eftirfarandi upplýsingar. Það var mjög hættulegt að vinna þarna. Niðri í lestunum köstuðust kassar, sprengjur, byssur og alls konar hlutir á milli veggjanna, svo að það rigndi niður á okkur drasli, brotum og hlutum úr kössum. — Þrjár benzíntunnur, geisistórar, voru dregnar upp samtímis og slóg- ust í veggina og sprungu, og ben- zínið helltist niður. Oft vorum við sendir út í stórt kæliskip til að sækja frosið grænmeti, áyexti og kjöt. í grænmetisklefanum var 15 stiga frost. Þar vorum við allan tímann. Þar var það, sem kennar- inn Olav Ilole frá Larvík datt nið- ur og lét lífið. Kennari frá Oslo át hrátt kjöt og varð veikur. Nýrna- mörinn var mjög eftirsóttur. ★ Fæðið var vont. í um 3 vikur fengum við súpu af úldnum fiski. Þegar komið var inn með þessa súpu, barst óþefurinn út um alla brakkana, svo að við fengum oft uppköst. Margir gátu ekki komið henni niður í sig, og kringum þá safnaðist hópur af öðrum, sem gátu étið hana og meira til. Menn átu allt, sem tönn á festi. Flestir höfðu iðrakvef — og salernin urðu plágu- miðstöð, sem óskapleg ólykt dreifð- ist frá út um allar fangabúðirnar. Mýs voru alls staðar. Þær hlupu oft yfir andlit manna og átu allt, sem fyrir varð. í maí og júní voru mikiir snjó- bylir. Snjórinn smaug allsstaðar inn og safnaðist á gólfin og rúmin. í Fjósheimum urðum við að sofa tveir og tveir saman til að halda á okkur hita, en ósjaldan kom fyr- ir að rúmin þoldu ekki þungann, og brotnuðu. Þjóðverjarnir gerðu allt, sem þeir gátu til að þræla okkur út. Oft kom það fyrir, að þeir kölluðu út flokka, sem höfðu komið frá vinnu aðeins fáum stundum áður. Þreyt- an gerði okkur kærulausa gagnvart hættum, og margir rétt sluppu úr lífshættu. Mörg slys voru, hand- leggs- og fótbrot o. s. frv. Á þessu tímabili léttumst'við af- skaplega. Við fórum aldrei úr föt- unum á fyrsta tímabilinu, og voru úmskiptin mikil, þegar við komum til Elvenes í annað sinn og gátum þvegið okkur úr ánni. Um miðjan júní vorum við flutt ir til Elvenes og vorum látnir búa í gripahúsum. Við vorum 400 tals- ins, og þrengslin voru eins mikil og í Skjerstad, og óhreinindin voru óskapleg. Þeir, sem liöfðu neðri rúm in, lifðu í stöðugu myrkri, þar sem menn voru alltaf fyrir framan. — Maturinn var jafnvondur og áður, og var alltaf grátt ryklag ofan á súputunnunum. Það var ekki eins slæmt, þegar rigndi, þvi að þá varð gólfið blautt. — Á efri rúmunum héngu fjölmargar ryðgaðar blikk- dollur til að taka við lekanum, en við grófum skurði til að veita vatn- inu af gólfinu. Rússneskir fangar voru í brökkum rétt hjá okkur, og rann skolp frá þeim undir gólf- ið okkar, svo að lyktin var óþol- andi hjá okkur. — Kamarinn 'og þvottastaðurinn var rétt hjá ein- um af inngöngudyrum okkar, og ó- þefurinn var slíkur, að varla var hægt að koma nærri þehn. Fyrir framan húsið var lækur, þar sem við þvoðum okkur. Um 30 metrum ofar þvoðu Rússarnir sér, og enn ofar voru kamrarnir og f jós- haugarnir. Drykkjarvatn var sótt í lind uppi í hlíðinni, og látið í stóra tunnu fyrir framan inngang- inn, þar sem allir gengu um. Varð og yfirborð vatnsins brátt þakið óhreinindum og flugum. ★ Við unnum dag og nótt. Við vor- um vaktir kl. 5, og kl. 6,30 gengum við til vinnustaðarins, sem var 6— 11 km. burtu. Við unnum við stóru stöðvavörugeymslurnar hjá Björne vatne og við flugvöllinn. Á hádegi fengum við súpu og hlé til kl. 1. Við fórum heim á leið kl. 6,30 á kvöld- in. Oft komu vörubílar, sem þurfti að ferma eða afferma, og þá þurft- um við oft að vinna til kl. 9. Dag einn, þegar við liöfðum unnið til kl. 4, vorum við sendir í kæliskip- ið, og þar unnum við alla nóttina og tii kl. 10 næsta morgun, án mat- ar. Svo urðum við að ganga heim V/z km. Við komum heim um há- degið og urðum að fara að vinna aftur um kvöldið. Einn undirforingi var hreinn djöf ull. Hann kvaldi okkur eins og hann gat. Stundum vorum við til- búnir að fara kl. 4 e. h., en þá lét Haminpdapr heima í Noregi Innan skamms er vœntanleg á markaðinn bókin: Hamingjudagar heima í Noregi, eftir skáldkonuna Sigrkl Undset. Brynjólfur Sveinsson kennari hef ur íslenzkað bókina, en Pálmi H. Jónsson á Akureyri gefur hana út. hann okkur oft standa til kl. 6,45, án nokkurrar ástæðu, áður en hann leyfði okkur að halda af stað. — Hann barði Rússana með- spýtu, oft beint í andlitið, svo að blóðið rann úr þeim. í ágúst vorum við fluttir í fanga- búðir, þar sem við bjuggum í pappatjöldum. Þau voru ætluð 1£ mönnum hvert, en við vorum látn- ir vera £0 í hverju, svo að þrengsl- in voru jafn mikil og áður. Það var refabú rétt hjá og nokkrir kennar- arnir settust að í því. Þeir liöfðu hreint loft og sluppu við dragsúg- inn, sem sendi svo marga tjaldbúa í sjúkrahús. — Flcstir bjuggu þarna þangað til þeir fóru þann 4. nóv- ember. Hjúkrunarliðið hafði nóg að gera. Flestir kennaranna þjáðust af sjúkdómum, sem stöfuðu af nær- ingarskortinum. Verst voru útbrot- in og krampinn. Margir höfðu blæð andi tannhold, og aðrir höfðu stór fleiður á eyrunum. Opin sár á fót- leggjunum voru algeng, og þau greru aldrei. Flestir voru liræddir við að tilkynna, að þeir væru veik- ir, því að þá misstu þeir hádegis- súpuna. Það var stöðugur brq,uð- skortur. Einn kennarinn fékk dá- lítið af kartöflum að heiman frá sér, og þeir, sem smökkuðu þær, voru frá sér numdir vegna þess hvað þær voru Ijúffengar. ★ Einu sinni heimsótti Riisnes „ráðherra" okkur og hélt ræðu yfir okkur í meira en £ tíma. Hann byrjaði á því að segja, að það væri jafnóskemmtilegt fyrir sig að tala yfir okkur eins og fyrir okkur að hlusta á hann. Þótti okkur því einkennilegt, að hann skyldi vera að ómaka sig norður. Hann baðaði öllum öngum og æpti, þangað til hann var orð- inn hás. Hann gerði ráð fyrir, að okkur þætti við vera meðhöndlað- ir grinnndarlega, en það væri Eng- lendingum að kenna, scm hefðu stofnað fyrstu fangabúðir, er þeir börðust við Búa. Þjóðverjarnir hefðu lært listina af þeim. Við höfð- um aldrei heyrt annan eins þvætt- ing. Það er ráðgáta, að fyrrverandi saksóknari ríkisins skyldi geta lát- ið út úr sér það, sem hann sagði. Mótsögnunum ægði saman, og það var varla nokkur setning, sem við hefðum ekki getað svarað svo vel, að jafnvel stormsveitarmaður hefði getað skilið, hvað öll ræðan var heimskuleg. Við ræddum ekki þessa ræðu hans. Hún var of vesöl til þess. f ágúst og september fóru um 300 menn suður, og þann 4. nóv- ember fóru þeir, sem eftir voru. — Þeir voru fluttir á stóru kaupskipi, IMoltkefels, sem hafði matvæli til 1£ daga, en ferðin tók 14 daga. — Þarmaveiki kom upp og breiddist skjótt út. Þeir, scm fengu veikina, misstu meðvitund og voru mjög veikir, en náðu sér eftir nokkra daga. Skipið kom til Þrándheims og hafði sóttkvíarfána uppi, og íslenzkir stúdentar í Kaliforníu hafa skýrt upplýsingaskrifstofu stúdenta frá því, að lægsti náms- kostnaður á ári nemi 15—1600 doll- ara. Hæsti styrkur, sem þeir njóta nú, er 3600 kr. eða um 553 dollarar. Thor Thors hefur nýlega ritað utanríkismálaráðuneytinu bréf, þar sem hann leggur til, að styrkur til ísl. stúdenta í Ameríku verði hækk aður upp í 800 dollara á ári. Bendir hann á í því sambandi, að fyrir y að hjálpa Norðmönnum. En okkar tími kemur, eins og ann- arra, og þá látum við ekki standa á okkur, og ég vona að þér látið þá ekki standa á yð- ur. Eins og sakir standa getum við ekkert aðhafzt til hjálpar, það er víst. Annars finnst mér það leiðin- legt að þér skulið ekki geta rætt um þetta mál, sem ég vona að sé sameiginlegt áhugamál okkar, án þess að vera með mjög illgirnislegar aðdróttanir í garð okkar, sem erum 1 stjórn Nor- ræna félagsins. Þér talið um að við „viljum liggja á þessu fé“ á meðan „fólkið er kvalið og drepið“ og „verður að horfa á kennararnir bjuggust við að vera þar um hálfan mánuð, en eftir 3 daga var þeim leyf-t að halda á- fram suður. í Þrándheimi og það, sem eftir var ferðarinnar, fékk rauði kross- inn að annast kennarana, og þeir átu dag og nótt. En sumir þoldu það ekki og urðu veikir, sérstak- lega á járnbrautarferðalaginu suð- ur. — Þegar heim kom, gleymdum við öllum raunum okkar, er við kom- umst að því, að við höfðum hjálp- að til við að veita óyinum okkar áfall. stríð hafi námsstyrkur ísi stúdenta á meginlandinu verið um 1200 kr. danskar á ári, og nam sú upphæð um helmingi námskostnaðar þeirra. Margir stúdentanna, er náms- styrkjanna njóta, eru efnilegir, en efnalitlir, námsmenn, sem eiga erf- itt um vik að útvega sér námsfé. Þörf þeirra fyrir hækkaðan styrk er auðsæ og ætti að mega vænta þess, að Alþingi sýni fullan skiln- ing í máli þessu. að við sendum ekki það fé, sem við höfum safnað til Noregs, eða látum ekki kaupa fyrir það vör- ur til sendingar nú þegar, held- ur er það af því að það er ekki hægt. (Það mundi líka erfitt að senda hjálp til Noregs án þess að það kæmi nazistum til hjálpar um leið og bætti þeirra aðstöðu þar). Að endingu óska ég að þár látið ekki leiðinlegan misskiln- ing ráða gjörðum yðar og orð- um, en vinnið með okkur af heilum hug fyrir gott og göf- ugt málefni. Með alúðarkveðju. Guðl. Rósinkranz. Upplýsingastöð þingstúkunnar um bindindismál, verður opin í Góð- templarahúsinu í dag kl. 6—8 e. h. Þeir, sem óska aðstoðar eða ráð- legginga vegna drykkjuskapar sín eða sinna, geta komið þangað, og verður þeim leiðbeint eftir föngum. — Með þessi mál verður farið sem trúnaðar- og einkamál. Verðlagsbrot. Nýlega hefur sauma- stofa Jónínu Þoivaldsdóttur, Hafn- arstræti 19, verið sektuð fyrir of hátt verð á saumaskap. Sekt og ó- löglegur hagnaður nam kr. 345.00. Happdrættið. Dregið verður á morg un í tíunda og' síðasta flokki happ- drættisins. Vinningar eru 2000, auk 9 glaðninga, samtals 746 þús. kr. At- hygli skal vakin á því, að á morg- un verða engir miðar afgreiddir, og eru því síðustu forvöð í dag að end- urnýja og kaupa miða. Svaf fíl Pefrífiu Jakobsson Framh. af 2. síðu. Þeir senda það til Noregs, sem frekast fæst leyfi til og þeir geta af hendi látið. Eg get líka sagt' yður það, að við, sem erum í framkvæmda nefnd Noregssöfnunarinnar höf um með aðstoð sendifulltrúa íslands í Svíþjóð athugað um möguleika á að koma hjálp nú strax til Noregs yfir Svíþjóð, en það er útilokað að fá vörur keyptar í Svíþjóð til þess að senda til Noregs. Svíarnir senda allt sem þeir mega senda, fyr- ir sitt fé, svo þó að við fengj- um að kaupa þar eitthvað, hvað við fáum ekki, þá yki það ekk- ert heildarhjálpina til Norð- manna. Um aðrar leiðir en Sví- þjóð, til þess að koma hjálp til Norðmanna, er ekki að ræða. Norræna félagið á íslandi er ekki það stórveldi að það megni að gera það sem hinar sameinuðu þjóðir geta ekki heldur gert — börnin sín hrynja -niður úr hungri“. Það er eins og við ger- um. okkur það til ánægju að geyma þetta fé til þess að það geti ekkf komið hinu deyjandi fólki til hjálpar. Við, sem fyrir Noregssöfnuninni stöndum mætt um þá vera í meira lagi und- arlegir og mikil illmenni ef við værum að’safna hér stórfé, gæt- um bjargað með því fjölda manns frá hungurdauða, en vild um það bara ekki. Nei, Það er sorglegt að hér á íslandi virð- ist aldrei vera hægt að gera neitt eða ræða um nokkurn skap aðan hlut án þéss að bera á þá sem eitthvað gera hinn frámuna legasta óhróður, koma með hin- ar illgirnislegustu getsakir og leggja yfirleitt allt út á versta veg. Eg vona nú að þér, og aðr- ir, sem kynnu að hafa hugsað líkt og þér, skiljið það að það er ekki af neinni illmennsku,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.