Þjóðviljinn - 09.12.1943, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.12.1943, Blaðsíða 7
ÞJÓÐVILJINN 7 íslendinga, til hægðarauka fyrir „Gunna frænka! Gunna frænka!“ kallaði Helga í baðstofudyrunum. Hann Jónas datt á hausinn niður í pollinn til silungsins. Ég er dauðhrædd um að hann hafi meitt stóra silunginn okkar.“ „Guð almáttugur,“ hrópaði Gunna frænka og þaut út í ofboði. Hún sá hvar bræðurnir stóðu á lækjarbakk- anum. Hún var ekkert að hugsa um sokkana sína, hún Gunna, heldur stökk hún niður 1 lækinn og greip Jón- as upp úr. „Mamma, mamma!“ öskraði Jónas og barðist um af öllum kröftum í fangi frænku sinnar. „Já, þú skalt víst fá að koma til mömmu, elsku stúf- urinn,“ sagði Gunna og bar hann inn í bæinn. Mamma hafði orðið hrædd, þegar hún heyrði að Jón- as hefði dottið í lækinn. „Helga, Helga! Er djúpt vatn, þar sem hann liggur? | Hvernig fer um höfuðið á honum?“ kallaði hún. „Nei, hann grenjar bara af því silungurinn slettir vatni framan í hann. Silungurinn varð svo hræddur, mamma.“ En mamma var ekkert að hugsa um silunginn. „Hvers vegna stökkst þú ekki ofan í lækinn, Helga mín, og hjálpaðir honum bróður þínum?“ „Ég fór í hreina sokka í morgun og þú sagðir, að við mættum ekki bleyta okkur“. „Það hugsar nú enginn um sokkana sína, þegar ein- hver er að drukkna“, sagði mamma. „En hann var ekkert að drukkna. Þetta var bara vargaskapur úr stráknum að vera að grenja“, sagði Helga þráalega. Henni fannst það óréttlæti, að hún skyldi ekki fá hrós fyrir þrifnað, eins og hún var vön. ÞETT4 ÚR BRÉFABOK GÍSLA BISK- UPS ODDSSONAR „Bréf Guö'ríðar Símonar- dóttur ritað úr Barbaríenu til Eyjólfs bónda hennar á ís- landi. — —- Minn ástkæri ekta- maður. Emi þó ég aum mami skepna óskaði hjartanlega að vita og skilja yðar velgengni, sem þó guð' viðhaldi í lang- æðri lukkusemi, þá sýnist þó svo fyrir oss sem það sé ó- mögulegt og er á að sjá sem vér séum allra þjóð'a bann og þær skepnur, sem enginn ann. En vor guð hann ann oss í sinni ástsemi, en guö gefi yður langa og góða lukku semi, langa og góða velgengni, langa og góöa heill og frið- semi, langt og gott líf og langa lífdaga. Eg þakka yður í ástsemd ástsamlega og í vinsemd vin- samlega fyrir allan yðar vel- geming, trú og dyggð við mig sem einn trúlyndur ektamað- ■ ur þig auðsýnt, hvað ég nú þákka ýður með minni kærri kveðju og ástsamlegu þakk- læti og biö guð að umbuna yður með tímanlegum og and legum gæðum. Og ég vil á- valt kvaka sem yðar ekta- kvinna í ástseminni, að guö haldi yður í sinni geymslu og undir sínu heilaga vemd- arskjóli alla yðar lífdaga, því vér vitum mikinn háska á ferðum. Nú drottinn haldi oss stöð ugum allt til enda. Vér viturn hvað vér skrifum. En það, sem er að tala um mína aumu ævi, er hið fyrsta, að ég hjari, einkum fyrir guös náð og sérlega velgerninga verandi hér í Barbarie og í einum tyrkneskum stað, sem heitir Arciel, hjá einum Tyrkja er mig keypti meö þaö fyrsta og mína bamkind, hváö mig gerði bæði hryggja og gleðja í mínum hörmung- um. Og undir þessu drottins maklega álagða hrísi og krossins þunga, hryggist ég og særist daglega áð vita hann í þvílíkri neyð og háska, sem oss er upp á lagt vegna vorra synda-------- ELÍ og RÓAR * Eli talaöi við sjálfa sig þeg ar hún var ein, og lét sem hún talaði við barnið: „Litli“, sagöi hún. „í dag sáum viö þúsundfótung og tordifil, burnirót og bláklukkur. Þetta veröum við að muna, litli“. En stundum talaöi hún í ávítunarrómi: „Hvernig ætlar þú að vaxa og veröa stór, Litli, ef þú lætur mig kasta upp öllu, sem ég borða?“ Þau töluðu aldrei um barn- ið sín á milli, en þau hugs- uðu um það’ bæði i hvert sinn sem . augu þeirra eða varir mættust. Stundum gengu bændur meö orf og ljá á öxlinni úti á veginum. Þeir voru vel vaxn- ir og dökkeygir. Elí leit á Ró- ar. Hann líktist móöurætt sinni. Þau buðu bændunum góöan dag, en gáfu sig ann- ars ekki á tal við þá. Á næsta bæ var enginn heima nema gömul húsmóðir. Hún var nærri heymarlaus. Allt hitt heimilisfólkiö" var í seli, — sem betur fór. Daginn sem þau fóru, námu þau staðar úti á tún- inu og Róari varö litiö yfir aö læknishúsinu. Það glytti 1 þakiö gegnum skóginn. Róar hafð'i ekki farið þangað heim meö Elí. Þar átti skyldfólk hans heima og hann hafði komið þangað áður — meö annari konu. ' Hann laut áð Elí og kyssti hana á kinnina. „Aldrei hafði mig dreymt um, að hægt væri aö vera svona hamingjusamur hér á jörð“, hvíslaði hann. Hún brosti og minntist þess, áð einu sinni var hún svo einföldj aö hún hélt að öll ævin gæti oröið eins og þess- ir dagar. Þau dvöldu tvo daga í Osló á heimleið'inni. Þau bjuggu hjá Nils Tofte. Hann var einn heima og Elí ávítti hann fyrir áð' hann hafði aldrei heimsótt hana. Hann beit í yfirskeggið, sem var orðiö' alltof langt og setti upp vandræöasvipinn, sem húm kannað'ist svo vel við. Og hún hélt áfram að nöldra, bara af því að hún hafði gam an af að sjá hann svona. „Tíminn bíður ekki eftir mér“, sagði hann. „Þú átt nú ekki nema eina systir“. Hann klóraði sér bak við eyraö. „Þetta nýja starf mitt krefst svo mikils lesturs. Eg þarf áð lesa fombréf og þess- I háttar“. I „í hálft annáð ár?“ „Nei, er hálft annaö ár síð- an þið giftuð ykkur? Nú er ég alveg hissa. En þú hefur sjálf- ' sagt líka látið tímann líða fljótt. Ertu ekki hamingjusöm í hjónabandinu?“ „Jú, því máttu trúa“. Hún haföi oft gert sér það 1 hugarlund, að Nils spyrði hana að þessu. Og nú var auð velt að svára spurningunni. Hún var .svo glöð, svo glöö. „Og þið eigið vel saman?“ , Séi’ðu það ekki á okkur, Nils“. Hún hnýtti hálsbindiö hans cg klippti skeggiö og kyssti hann snöggt. Róar Liegaard talað’i oft við mág sinn um í'annsóknir sín- ar. Hann var oröinn mjög óró legur, því að nú hafði hann frétt, áð ungur læknir hefði skrifáö í'itgerð um sama efni og h?nn. Það kom fyrir, þegar hann var að spjalla við Elí um dag- j irm og veginn í bezta skapi | að honurn datt í hug eitthvaö 1 sem hann hafði skrifað í rit- gerðina og fannst það nú vera hreinasta vitleysa. Hvern ig átti hann að bíð'a úrslit- anna til 2. september? Elí hafði aldrei séð hann slíkan fyrr. Hann sem alltaf var í jafnvægi — eða næstum alltaf og hafði bændablóð í æðum. Tore var á ferðalagi. En einn góðan veðurdag kom unnusta hans akandi í bíl heim að húsinu. Hún fæi’ði 'tengdaföður sínum blóm og jaröarber. Hún sat hjá þeim í stofunni dálitla stund, skrafaði mikið og bar ótt á. Elí varð dálítið xmdrandi. Skyldi Thoi'e geta lesið kvæði fyrir þessa stúlku? Elí datt það í hug, hvemig Ing- rid gat hlustað, álút og hreyf- ingai'laus með athyglissvip. Lagleg var hún, Guðrún þessi og glæsileg í klæ'ðaburði og hreyfingum. En Elí fannst, að þaö hlyti að vera tómlegt bak við stóru, galopnu augxm. Gáfulegri var Ingrid, þegar hún lygndi augunum og þagði. — — Róar Liegaard ýar jafn órólegur, eftir áö hann kom heim. Á kvöldin sat hann oft inni í skrifstofunni og las frumdi'ættina aö rit- gerðinni á lausum blöðum. En Elí átti þolinmæði á viö tvo og miðlaði henni til maxms og barna. Allt það sem hún hafði átt sökótt við ver- öldina var sokkið í gleymsku og ekkert var til nema bjart- ar sýnir og hillingar frá di’aumalandi framtíöarinnar. smágerðir limir, dúnmjúkt hör und. Elí var þaö ósjálfi'átt, að hún hlustaði eftir hverri hi’eyfingu Róars. Hún tók eft- ir því, ef hann færói stólinn inni í ski'ifstofixnni. Tók eftir hverjú orði sem hann sagði, og hlustaði á fótatak hans, þegar harm gekk um húsið. Einu sinni beió hún eftir því fram á nótt áð haxm kæmi heim. Ingrid var ekki heldur háttuö og þær sátu báðar í stofunni. Elí lék á hljóöfæriö, létt lög. Það var viökunnanlegra, því að þeim gekk illa aö halda uppi sanr,-:-;ðu, þegar þær voru tvær einar. Ingrid og Svei’re höfðu ver- iö hjá Stui'landsfjölskyldxxnni í sumarbústaönum þennan hálfa mánuö, sem Eli og Ró- ar voru að heiman. Sveri'e kom heim aftur dökkur á höi’tmd og hraustlegur, en j Ingrid fölari og daprari en I nokki’u sixmi áðxir. I Elí leit upp frá hljóðfæiinu öði’u hvoru og gaf Ingrid gætur. Fölan vangann bar við gluggatjaldið. Hún klemmdi saman varirnar og laut höfði. Elí fór að hugsa um það, þeg- ar sú stund kæmi að Róai' segði börnum sínum frá „litla bróður“. En það átti aö bíða til haustsins, bíða eins lengi og unnt var. „Kvíðirðu fyrir að íai’a á Húsmæðraskólann, Ingx*id“. Þaö var eins og Ingiid vákn áði af svefni. Hún leit út um gluggann og svaraði dræmt: „Eg vildi að skólinn byrjaöi á moi'gxm“. Elí roðnaði. Var það þá svona? Ingrid leiddist heima. „Þaö er gaman fyrir þig, aö Beta fer líka. Beta er röskleg stúlka“. „Hún er foi-vitin“, sagði Ing rid. Elí hélt áfram að’ spila. Nú var það danslag. Þá spratt Ingrid á fætur og- bauð góða nótt. Hún haföi dansað eftir þessu lagi í fyrra sumar. Elí sat ein í stofunni hálfa klukkustund enn. Þá sótti aö henni svefn og þreyta. Hún háttaöi en gat ekki sofnað. Hún var svo þyrst, aö hana verkjaði 1 brjóstiö. Elí hafði undanfarið séð um að' alltaf væru til tómat- ar í húsinu. Henni hafði allt- af þótt þeir góð'ir, en nú var hún farin að borða þá meö hreinustu græðgi. Fyi'st geymdi hún þá inni í svefn- herberginu. En þá kom í ljós, a'ð einhverjum öðrum þóttu þeir lika góðir. Þá flutti hún skálina fram í borðstofu skápinn. Hún gekk á inniskónum gegnum dagstofxma. Borð- stofudyrnar stóðu opnar. Ingrid kraup í náttkjól fram- an við skápinn, hélt á tómat

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.