Þjóðviljinn - 11.12.1943, Side 4

Þjóðviljinn - 11.12.1943, Side 4
ÞJÓÐVILJINN. — Laugardaginn 11. desember 1943. þJÓÐVILJINN Útgeíanoí: Sameiningarfiok.kw albýSa — Sóaial:3tcjIotikarinn. Ritstjóri: Sigartur CaSmundtaon. Stjórnn álaritBtjórar: Eirxir Olgeiraaon, Sigfúa Sigurhjartaraon. Ritstjórnarakrifstciur: Aaaiaratrœti 12, aími 2270. AfgreiSsia og auglýsingar: SkúlaoSrSuatíg 19, aimi 2184. Prentsmiðja: VtkingeOrent h. CarSaairteii 17. Áskriftarverð: í Reykj&vik og igrenni: Kr. 6.0fl á mámtði. lansli: Kr. 5,00 á mánuði. - Uti Málin, sem bíða og málin, sem er hraðað Það vantar ekki, að Alþingi hafi fengið hin stórfelldari vel- ferðarmál þjóðarinnar til meðferðar, en þau — bíða. Hér skulu tilfærð nokkur dæmi: í sameinuðu þingi liggur fyrir tillaga um að undirbúa stór- felldar framkvæmdir á sviði síldariðnaðarins. Það er eitt af þýð- ingarmestu atvinnumálum íslendinga, að síldveiðarnar eflist og að fullkonmari aðferðir verði upp teknar við 'hagnýtingu síldar- ixmar. Að þessu miðar þingsályktunartillaga sú, sem hér um ræð- ir. —7 Þessi tillaga bíður. — Hún hefur verið rædd í sameinuðu þingi, síðan hvílist hún í nefnd. í sameinuðu þingi liggur fyrir tillaga um að fela ríkisstjórn- inni að athuga tafariaust möguleika á að kaupa fiskiskip í Sví- þjóð, og annars staðar þar sem líklegt þætti að slík kaup væru möguleg. Einnig er lagt til að heimila ríkisstjórninni að kaupa slik skip, að fengnu samþykki fimm manna nefndar, er Alþingi kýs. Fiskiflotinn er þýðingarmestur allra framleiðslutækja ís- lendinga. Um og yfir 90% af útflutningsverðmætum þjóðarinnar eru sjávarafurðir. Fiskiflotinn er of lítill, og það sem alvarlegra er, 66.2% af rúmlestamáli hans er eldra en 20 ára, en talið er, að hámarksaldur • fiskiskipa megi ekki vera öllu meiri en 20 ár. — Þetta mál bíður. Það hefur ekki enn verið rætt í sameinuðu Alþingi. Snemma á þessu þingi var lagt fram frumvarp til laga um sölu og meðferð mjólkur og mjólkurafurða. Frumvarpið miðar að því að koma viðskiptum bænda og mjólkurneytenda við sjávar- síðuna á heilbrigðari grundvöll, og tryggja gæði mjólkurinnar. — Þetta mál bíður. — Það hefur beðið í nefnd síðan 25. október, en þangað komst það eftir að hafa verið tólf sinnum á dagskrá neðri deildar. Það hefur verið lögð fram þingsályktunartillaga í neðri deild um að rannsaka þá eyðileggingu matvæla, sem upplýst er að fram hefur farið. Að sjálfsögðu á sú rannsókn að ná til hvers konar eyðileggii igar matvæla, sem framin kann að hafa verið. — Þetta mál bíður. Olíumálin hafa verið rædd á Alþingi. Það er upplýst, að olíu- félögin hafa féflett útvegsmenn. Margir þingmenn vildu grípa til róttækra aðgerða, en slíkum aðgerðum hefur ýmist verið drepið á dreif eða þær dregnar á langinn. — Þetta mál bíður. En svo eru önnur mál, sem er hraðað gegnum þingið. Þegar ákveðið' var að verja fé, sem síðar reyndist 15 milljón- ir, til verðbóta á útfluttum landbúnaðarafurðum, þurfti aðeins nokkrar mínútur til þess. Tíu milljón kóna útgjaldalið var laum- að inn í fjárlögin að þessu sinni á síðustu stundu, og svo^ stillt til, að sem allra minnstar umræður yrðu um -málið. Loks kemur ríkisstjórnin og krefgt að þingið afgreiði með skyndi, lög sem leggja um 10 milljónir króna á bak þjóðarinnar, miða að aukinni dýrtíð, en lækkaðri vísitölu og þar með lækkuðum laun- um. — Þetta eru málin, sem er’ hraðað. Hvers konar mál eru það. sem bíða, og hvers konar mál eru það, sem er hraðað? Það eru hagsmunamál alls almennings, sem bíða, það eru hagsmunamál hinna auðugustu, sem er hraðað. Þetta ber þjóðinni að athuga, og a'f þessu ber henni að draga réttar ályktanir. Henni ber að skilja, að hún getur ekki falið hinum gömlu borgaralegu flokkum forsjá mála sinna, þeir verða að h\rerfa, ef málin, sem biða, eiga.að fa framgang. VERKAIKAÐURINN 25 ARA Endurmínníngar úr baráftusogu blaðsíns „Verkamaðurinn" er elzta verk- lýðsblaðið, sem enn kemur út. Saga „Verkamannsins“ cr saga verk lýðshreyfingarinnar á Akureyri þann aldarfjórðung, sem hann hef- ur verið vopn hennar og verja í frelsisbaráttunni, — sagan af því, hvernig heil, fátæk stétt þreifar sig fyrst hægt og hægt fram til auk- ins þroska, styrks og sjálfstrausts unz hún lóks markviss og stolt, í vitundinni um rétt sinn og mátt, sækir hröðum skrefum fram til lokasigurs, — sagan af því, hvern- ig tugir og síðan hundruð ein- staklinga, — fárra, fátækra, smárra, — sameinast um að halda uppi litlu blaði, til að boða hreyf- ingu, — verða síðan vaxandi lýð- hreyfing, sem nú loks eygir þann möguleika framundan að taka for- ustu þjóðarinnar í sókn fram til nýs og betra þjóðfélags, mannfé- lagsskipunar öryggis, jafnréttis og frelsis. Verkamenn í Reykjavík höfðu l>rívegis farið af stað með blað, gamla Alþýðublaðið 1906 og „Verkamannablaðið" 1912, undir forustu Péturs Guðmundssonar og svo „Dagsbrún“ 1915, undir for- ustu þeirra bræðra. Erlings og Hall dórs Friðjónsspna. Sagan af útgáfum slíkra blaða er venjulega sagan af látlausum fórnum og sífelldri baráttu, fyrst fárra manna, — síðan fjöldans, — sagan af baráttunni um áskrifend- ur og auglýsingar, af erfiðleikun- um í einangruðum smáþorpum við að halda fjöri og lííi og djarfri stefnu í slíkum smáskækli, sökkva ekki um of niður í persónulegt þref og hreppapólitík umhverfisins, en gæta þess samt að einblína ekki einvörðungu á draumsýn framtíðar takmarksins, heldur tylla fótunum á jörðinni, — gera blaðið að leiðar- vísi, að brautryðjanda fyrir fólkið, sem vill sækja fram. Það er litlum efa bundið, að ein orsök þess hve þrautseigur ,,Verkamaðurinn“ var fyrstu og erf iðustu árin um útkomu, er að „Kaupfélag Verkamanna", sem Erl ingur þá var kaupfélagsstjóri í og er enn, studdi hann vel með aug- lýsingum og var sjálfstæður bak- hjallur, hvað fjárhagsmál snerti, fyrir b.vrjandi verklýðshreyfingu Akureyrar. Þessi ár markafet barátta „Verka mannsins“ mjög af deilunni um þau dægurmál, sem efst voru á baugi, einkuni afstöðuna til Lands- verzlunar, — baráttan fyrir jjessu sameiginlega áhugamáli Framsókn- ir og Alþýðuflokksins tekur mikið •úm í blaðinu, svo og bæjarstjórn- armálin, — en hinna almennu á- hugamáia sósíalistiskrar verklýðs- hreyfingar gætir lítið sem ekki. Það var heldur ekki von. Sú verklýðshreyfing sem þarna byrj- aði, var engan veginn orðin sós- íalistísk, var enn langt frá því að skoða sósíalismann sem sinn mál- stað, dreymdi alls ekki um, að það Væri hlutverk verkamanna- stéttarinnar, að taka forustu fyr- ir öðrum stéttum í baráttu, sem yrði frelsisbarátta allrar þjóðar- innar af klafa auðs og yfirdrottn- unar. Þvert á móti var verklýðshreyf- ingin á Akureyri 1923 ennþá undir ríkum áhrifum yfirlýstra boi-gara- flokka, faglega og pólitískt. Það var engan veginn glæsilegt ár 1923 fyrir verklýðshreyfinguna á Akureyri. í Verkamannafélaginu höfðu yfirlýstir íhaldsmenn stjórn- ina og í Alþingiskosningunum það ár hafði verklýðshrcyfingin verið beygð undir ok Framsóknar, varð að kjósa hennar frambjóðanda og hann féll fyrir íhaldsmanni. Svo rík voru áhrif Framsóknar, og þá einkum Jónasar frá Hriflu, á þá verklýðshreyfingu er fyrir var, að við landkjörið 1923 munu forustu- menn Alþýðuflokksins á Akureyri, þeir Friðjónssýnir og fleiri, hafa kosið frambjóðanda .Framsóknar, Jónas Jónsson, en ekki Alþýðu- flokksins. Og eftir ósigurinn 1923 hafði verið myndaður félagsskapur Framsóknar og Alþýðuflokks- manna á Akureyri, er stjórna skyldi sameiginlegri pólitík flokk- anna og í fulltrúaráði Jæss félags voru 10 Framsóknarmenn en 3 Al- þýðuf lokksmenn. Eg minnist enn með mikilli á- frambjóðanda verklýðshreyfingar- innar, Erling Friðjónsson, sem bar sigur af hólmi af íhaldinu. Kosningadagskvöldið, að lokinni talningu, talaði Erlingur suður til að segja kosningafréttirnar (]>á komust 5 Alþýðuflokksmenn á þing, en höfðu aðeins haft Jón Baldvinsson einan áður) og náði tali af Héðni. „Nú eruð þið búnir að fá einn bolsa á þing“, sagði Erlingur. „O, þú ert enginn bolsi“, svaraði Iíéðinn. Verklýðslireyfingin hafði orðið ofan á í átökunum við Hriflu- mennskuna á Akureyri og knúði 'hana til að viðurkenna forustu sína í baráttu „vinstri“ aflanna við íhaldið. En verklýðshreyfingin hafði ekki sigrað Hriflumennsk- una í sjálfri sér. Hún átti fyrir höndum langa, erfiða og þjáning- armikla baráttu við fulltrúa Hriflu mennskunnar innan sinna cigin vé- banda. V(ð sósíalistarnir á Akureyri gerðum oss fæstir þá ljóst, hve hörð og langvinn sú barátta myndi verða. Gegnum mistök og árekstra urðum við að þreifa oss áfram og kappkosta að læra af ósigruin ekki síður en sigrum. Kosninga- greinar mínar í „Verkamannin- „Verkamaðurinn“, hið ágæta málgagn norðlenzkr- ar alþýðu, átti 25 ára afmæli 14. nóv. í haust, en þann dag 1918 kom fyrsta blað hans út. Gefið hefur verið út myndarlegt og fróðlegt af- mælisblað, og er þar margan fróðleik að fá um sögu blaðsins, t. d. rekur núverandi ritstjóri Verkamanns- ins, Jakob Ámason, æviatriði hans í aðaldráttum. Ein- ar Olgeirsson, Þóroddur Guðmundsson, Steingrímur Aðalsteinsson og Jóhann J. E. Kúld eiga þama grein- ar, en auk þess eru í heftinu sögukaflar, kvæði o. fl. Um allt land er Verkamaðurinn virtur fyrir skel- egga baráttu fyrir íslenzkri alþýðuhreyfingu og sósí- alisma, enda er það ekki einungis verkalýðshreyfing Norðúrlands, sem stendur í þakkarskuld við þetta litla blað, heldur verkalýðshreyfing landsins alls. Þjóðviljinn óskar Verkamanninum innilega til hamingju með aldarfjórðungsafmælið. •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••*••••••••••••••• EFTIR EINAR 0L6EIRSS0N nægju þcirrar baráttu, er við sós- íalistar á Akureyri hófum 1924 fyr- ir því að gcra verklýðshreyfing- una sjálfstæða, losa hana úr tjóð- urbandi Framsóknar og efla hana sem markvissa, sósíalistíska hreyf- ingu. Við stofnúðum Jafnaðar- mannafélag Akureyrar það ár, ég mun hafa verið formaður í fyrstu stjórninni, Vigfús Friðriksson rit- ari, Jón Guðmann gjaldkeri. Við vorum aðeins 10 í félaginu fyrsta árið, fundirnir voru haldnir heima lijá Erlingi Friðjönssyni í Strand- götu 9, venjulega mættu aðeins 5 á fundi, en fundarfall varð aldrei af þeim sökum. Verklýðshreyfingin kom sjálf- stætt fram í bæjarstjórnarkösning- unum 1925 og sýndi að hún var sterkari en Framsókn. „Verkamað- urinn“ var vopnið til sóknar og varnar í þeirri kosningabaráttu, sem svo mörgum síðari. ★ 1925 var Verklýðssamband Norð urlands stofnað og brátt varð „Verkamaðurinn“ hið opinbera málgagir^æss. Fulltrúaráð verklýðs félaganna á Akureyri komst á fót, sámeinandi í eitt krafta Verka- mannafélagsins, verkakvennafélags ins Einingar og Jafnaðarmannafé- lagsins, og síðar Sjómannafélags Norðurlands. — Verklýðshreyfing- in á Akureyri var orðin sjálfstæð heild • með „Verkamannínn“ að vopni í baráttu, sém oft á tíðum varð all hörð, ekki aðeins í kosn- ingum, heldur og í harðvítugum verkföllum. 1927 var það svo Fram sóknarfylgið á Akureyri, sem kaus um“ um Erling Friðjönsson, mik- ið og nauðsynlegt lof, sem bar góð- an árangur, — liafa oft verið tekn- ar sem dæmi um allt of mikla bjart sýni rnína — og svo átti „Verka- maðurinn" eftir að upplifa það nokkra mánuði ársins 1931, að vera eins og tættur í sundur af þessúm átökum. Ilann kom þá út tvisvar í viku og stjórnaði Erling- ur öðru blaðinu en ég liinu og hnakkrifust tölublöðin hvort við annað allan tímann, unz þing Verk lýðssambandsins kom saman og útkljáði deiluna og tók þá Erling- ur að gefa út „Alþýðumanninn" og árið 1933 klauf hann Verkamanna félagið á Akureyri, er hann varð undir í stjórnarkosningu. Þannig lauk baráttunni um lír- ling. í fjögur ár, 1927 til 1931, hafði verklýðshreyfingin á Akur- eyri togast á um hann við Jónas frá Hriflu og. hægri menn Alþýðu- flokksins, en Jónas var hinn raun- verulegi, andlegi leiðtogi þeirra og alveg sérstaklega Erlings. Mótaði Jönas afstöðu hans i svo ríkum mæli að í þifigrofimi 1931 stpð Er- lingur raunverulega með Framsókn en móti Alþýðuflokknum. Þrátt fyrir allt, sem síðan héfur á dag- ana drifið,- trúi ég ekki öðru en vcrklýðshreyfingin hafi oft á þessu skeiði togað Erling allfast til sín með gömlum böndum tryggðarinn- ar, en þó fór svo að Jónas sigraði — og sigraði að fullu. Dyggari læri- svein en Erl. varð í þeirri kúnst að kljúfa og veikja verklýðshreyf- iyguna, gat Jónas ekki kosið sér. Og nú hófst stormatími verklýðs hreyfingarinnar á Akureyri, tíma- bii „eldskírnar“ hinnar sósíalist- ísku verklýðshreyfingar, þegar „Verkamaðurinn“ var ekki lengur vopn í hægri, öruggri framsókn, lieldur varð í senn að vera sverð og skjöldur ofsóttrar hreyfingar, sem barðist fyrir lífi sínu í ein- hverjuin skæðustu stéttaátökum, sem Islandssagan greinir frá, og varð í senn að sækja og verjast, allt eftir því sem ástæður leyfðu. Krossanesverkfallið, Iiánar-bar- daginn, Novuslagurinn, Dettifoss- slagurinn: einhver hatrömustu á- tök í íslenzkri stéttabaráttu, líða fyrir hugskotssjónum manns, þeg- ar hugsað er til áranna 1930—1934, — átök, sem útheimtu allt, sem verkamaðurinn gat í té látið fyrir málstað sinn, — átök, sem gerðu það að verkum, að tryggðin og fórnfýsin, aftur og aftur, voru þær eigindir. sem fyrst og fremst varð að stæla og styrkja, í svo ríkum mæli, að þær urðu „ofþroskaðar" (ef hægt er að tala um slíkt gagn- vart slíkum kostum) í hlutfalli við ýmsa aðra, eigi svo fagra, en ekki síður nauðsynlega eiginleika í vcrk lý.ðshreyfingu. Ilver myndin af annarri Pirtist manni frá þessum tíma: Jón líafnsson á leiðinni í fangelsið á Akureyri fyrir þáttökuna í Novu- slagnum, — Steingrímur Aðal- steinsson að gefa fyrirskipanir af palli vörubíls á hafnarbryggju Akureyrar af sömu ró og festu og forseti efri deildar nú stjórnar fundum, — tónskáldið Áskell Snorrason með vatnsflauminn frá dælunum um borð í Rán beljandi á brciðri bringu sinni .og lét hvergi undan, — Jóhann Kúld með háan hita af inflúensufaraldri, standandi verkfallsvörð milli þess, er hann hvíldist á gólfinu í Verklýðshús- hiu, — Elísabet Eiriksdóttir, Þór- oddur Guðmundsson, Björn Gríms- son, hve óteljandi yrðu ekki þær myndir, sem draga yrði upp, ef allt skyldi fram dregið frá þessum ár- um, sem vcrt væri að geymdust. Það vakna þá Jíka minningarnar um þá félagana, scm nú eru horfn- ir, en unnu sitt starf fram til síð- asta augnabliks og féllu sumir í valinn fyrir tímann einvörðungu vegna þátttöku sinnar í hrevfing- unni, — minningarnar um menn cins og Sigþór Jóhannsson, einn bezti verkamannaleiðtogi Akureyr- ar, Stefán Magnússon, þetta tryggðatröll akureyrskrar verklýðs hreyfingar, Rögnvald Jórisson, sí- starfandi eljumanninn, sem ofbauð að síðustu kröftum sínum, Jón Sigurðsson o. fl. o. fl. ★ Og Þöllu þessu stéttastríði var „Verkamaðurinn“ herlúðurinn, sem blés til atlögu, — sem kallaði lið- ið til varnar, — hið andlega vopn í hiirðustu stéttarbaráttunni, sem háð hefur verið á Akureyri og að líkindum á íslandi yfirlcitt, máske að 9. nóvember í Reykjavík und- anteknum. Nú tilheyrir þetta allt saman sögunni, — en sqgu, sem hin upp- vaxándi kynslóð í verklýðshreyf- ingunni þarf að þekkja og hagnýta sér. Nú er verklýðshreyfing Akur- eyrar sameinuð og sterk. Sárið, sem Verkamannafélagi Akureyrar var veitt 1933, er nú að fullu gró- ið. En „Verkamannsins" bíður nú það hlutverk, sem málgagn Sós- íalistaflokksins á Akureyri, að full- komna einingu verklýðshreyfingar- innar þar. með því að skapa með djörfunvog markvissrim áróðri sín- mn forsendur fyrir því, að verk- lýðshreyfingin taki á stjórnmála- sviðinu forustuna á Akureyri, fái öll framfaraöfl ménntalýðs, bænda og annarra millistétta til bandalags við sig til sóknar fram brautina til lokasigurs alþýðunnar. Og það er því meira í veði, að „Verka- maðurinn'* fái nú, sem fyrr, unnið sitt mikla hlutverk, sem afturhald- ið á íslandi, Hriflumennskan, hef- ur kosið sér Akureyri sem höfuð- ból, til þess að reyna að rótfesta þar harðstjórnaranda nútímans. Sósíalistisk vcrklýðshreyfing ís- lands þakkar „Verkamanninum“ góða baráttu fvrir máístað fólks- ins í fullan aldarfjórðung og ósk- ar honum heilla í sókn sinni og sigurs í þeim átökum, sem nú bíða vor. wiwiiiiniiiiiiiiiitu 25 ára afviœlisrit VERKA- MANNSINS fœst 'á af- greiðslu Þjóðviljans og , kostar 2 lcrónur. Laugardaginn 11. desember 1943. — ÞJÓÐVILJINN Hticfalcíbayarnír daemdír; HliitD i lil i nánaða fauelil m sehi trá 1000 iil eooo lf. Dómur var kveðinn upp í gær yfir hnefaleikurunum Hrafni Jónssyni, Andrési Bjarnasyni, Sigurjóni Guð- mundi Þórðarsyni fyrir barsmíðar þeirra við Lista- mannaskálann og meiðsli, er þeir ollu nokkrum lögreglu þjónum. Hlutu þeir frá eins til 8 mánaða fangelsi og tveir voru dæmdir til að greiða frá 1000 og allt að 6000 kr. sekt hver. Þannig var uin að litast í borgum Sovétríkjanna áður en eyði- legging stríðsins dundi yfir. — Mynd frá Minsk. Það sem er í húfí fyrir Þýzku- nasistana hjá Krivoj Rog Grein úr enska bleðinu Observer í meira eu mánuð hafa um 40 rússnesk og þýzk herfylki áttzt við á víglínu um 10—15 km. fyrir norðan Krivoj Rog. Báðir aðilar hafa sagt fátt af’ þessum bardög- um. Það er of mikið í húfi. Þjóð- verjar tefla þarna fram öllu, sem þeir hafa á að skipa, og þeir'berj- ast á svæði, sem þeir höfðu undir- búið fyrirfram í því skyni. Þess- ar vígstöðvar hjá Krivoj Rog er ein varnarlína af fjórum, sem Þjóð- verjar hafa komið sér upp í Dnépr bugðunni. Jafnskjótt og ein þeirra fellur í hendur Rússa verða liinar þrjár auðviðráðanlegar. Og um leið liggur öll Suður-Ukraina opin fyr- ir. Enn frpmur eru örlög Rúmeníu og Búlgaríu samtvinnuð örlögum Suður-Ukrainu. Þar kemst ekki hnífurinn á milli. Þetta er það, sem Þjóðverjar eiga á hættu hjá Krivoj Rog. En yfirherstjórn Rússa vcrður fyrst og fremst að hugsa um að halda við sóknarþunganum á. allri hinni afarlöngu víglínu austurvíg- stöðvanna. Stöðug hreifing á sam- tengdum hlutum vígstöðvanna hef ur valdið mestu um sigra Rússa. Sérhver kyrrstaða á nokkrum stað mundi tefja aðgerðir Rússa á öll- um öðrum stöðum. Hún myndi lika hressa mjög upp á siðferðis- þrek og kjark þýzku herjanna, sem ekki hafa gert annað en halda undan í meirá en 4 mánuði. Á hinn bóginn muudi þýzkur ósigur (við Krivoj Rog), eftir jafnmikið átak og fórnir, og endurnýjun sóknar llússa í Ukrainu veita Rússum. bæði siðferðislega og hernaðarlega yfirburði, sem mundu færa þá langt inn í Pólland og Rúmeníu. Þetta er það sem Rússar bérj- ast fyrir hjá Krivoj Rog. Suðýcstur af Kieff hefur sókn Rússa stöðvast a. m. k; í bili og þcir orðið að láta nokkuð undan síga. Vafalaust komast þeir brátt aftur í sókn þarna, cn sú sókn mundi ekki strax hafa áhrif á á- standið í Dnéprbugðunni. Syðsti hluti Kieff-vígstöðvanna er 400 km. frá Krivoj Rog, og á milli eru sum af öflugustu varnarvirkjum Þjóðverja. Á hinn bóginn er ólík- legt að rússnesku herirnir fyrir austan Dnépr andspænis Kerson reyni að fara þar yfir fljótið, sem er þarna á fjórða km. á breidd. Hinar nýju árásir Rússa hjá Tsérkassi, sem er hér um bil mitt á milli Kieff og Krivoj Rog, eru vafalaust upphaf að tilraun til að króa Þjóðverja inni í Dnépr-bugð- unni. Á milli Tsérkassi og Odcssa eru úm 400 km„ og á milli þeirra eru bein járnbraut og nýr bílveg- ur. Styzta leiðin milli Krivoj Rog og Odessa er yfir 300 km. Útkoma orustunnar við Krivoj Rog getur, ef hún verður Rússum í vil, valdið trylltu kapphlaupi til Odessa, scm mundi vera einu undanhaldsdyr Þjóðverja, samhliða mikilli innikró- unarsókn Rússa frá brúarsporð- inum við Tsérkassi. — Átökin hafa því ckki náð lokaþætti í Dnépr- bugðunni. Þegar hann kemur munu afleiðingar hans ná Jangt út yfir sovétlandamíferin. Bardágarnir í sumar hafa sýnt, að jiýzki herinn á austurvígstöðv- unum gefst ekki auðveldlega upp. Tölur þær, sem Rússar gefa upp um manntjón Þjóðverja cru að litlu leyti áróður. Það er cnginn efi á því, að vanaleg hlutföll á milli fallinna manna og hertekinna, gilda ekki lengur um stríðið á aust urvígstöðvunum. Dánartalan í hlut falli við allt manntjónið er miklu hærri eftin orustuna við Stalingrad, cn í nokkrum hcrnaðarátökum síðan Napóleon hélt undan út úr Rússlandi 1812. Niðurstaða dómsins er á þessa leið: Ákærði Hrafn Jónsson sæti fangelsi í 8 mánúði. Ákærðu, Andrés Bjarnason, og Sigurjón Guðmundur Þórð- arson sæti hvor fangelsi í 30 daga. Ákærði Hrafn Jónsson greiði Geir Jóni Helgasyni 3943 kr. Aðalsteini Jónssyni kr. 1833,00 og Kjartani Jónssyni kr. 439,00 innan 15 sólarhringa frá birt- ingu dóms þessa. Ákærði Sigurjón Guðmundur Þórðarson greiði Sveini Sveins syni kr. 1000 innan 15 sólar- hringa frá birtingu dóms þessa. Þá er þeim ennfremur gert að greiða allan kostnað sakar- innar. Eins og menn mun í’eka minni til og áður hefur verið frá sagt, voru hinir dæmdu fyr ir nokkru staddir á dansleik í Listamannaskálanum og lentu þar í handalögmáli og kom til slúmæalasnmir Sér Sjálfstæðisflokkurinn að1 sér eins og Alþýðuflokk- urinn hefur gert, og sam- þykkir verulega fjárveit- ingu til skipakaupa? 17 þingmenn Sósíalistaflokksins og Alþýðuflokksins niunu fylgja skipakaupatillögunni. Það veltur því á Sjálfstœðisfloklcnum hvort tillagan verður samþykkt. Fyrir rúmum mánuði síðan lögðu sósíalistar á Alþingi fram til- lögu um að verja 10 milj. kr. á næsta ári til fiskiskipakaupa. Framsóknarmenn, Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokksmenn hjáípuðust þá að því að drepa þessa tillögu. Síðan hefur Alþýðuflokkurinn séð að sér, vegna almenningsálitsins. Enn liggur tillaga fyrir þinginu um 9V1> milj. til skipakaupa.' Nú er því spurningin hvort Sjálfstæðis- flokkurinn sér einnig að sér og snýst til fylgis við þetta sjálfsagða nauðsynjamál. Framsókn stillir upp gegn fram- lögum til fiskiskipakaupa, milljóna styrkjum til stórbænda. Það verð- ur fróðlegt fyrir menn að fylgjast með því hvort Sjálfstæðismenn mcta mfeira að ausa peningum í stórbændur eða að efla skipaflot- ann með raunhæfum aðgerðum. afskipta lögreglunnar. í þeirri viðureign slösuðust allmikið þeir lögregluþjónar, er hnefa- leikaramir hafa nú verið dæmd ir til að greiða skaðabætur. Ármann varð Reykja- víkurmeistari í sundknattleik A miðvikudagskvöldiö fór fram úrslitaleikur Reykjavík- urmótsins í sundknattleik og kepptu þar til úrslita K. R. og Ármann, og sigraði það síðarnefnda með 8:1. Er þetta í fjóröa sinn í röö sem Áx-mann sigrar í þessari keppni. Eru Ármemiingar í góðri æfingu og hafa gott vald á leik sínum. Þetta er í fyrsta sinn sem K. R. kemst í úrslit. Viröast þeir vera í stöðugri framför. Annar leikur kvöldsins var milli Ármanns B og Ægis og sigraði Ármann einnig þav meö 5:0. Virðast Ægismenn vera óvenjuslappir, en geta má þess þó, að þá vantar 3 góða menn af sínum „gömlu góöu“ ef taka skal það sem gilda afsökun. Aðrir leikir mótsins hafa farið sem hér segir: K. R. — Ármann B. 4.1 Ármann A. — Ægir 6:0 Ái’mann A — ÁrmannB. 7.1 K. R. — Ægir 5:2 Frumvarpið um eigna- aukaskatt komið tii 3. umræðu Frumvarpið uvi eignaaukaskatt var til umrœðu í efri deild í gær og var vísað til •> itmrœðu með breytingartillögum meirihluta fjár- hagsnefndar, með atkvaiðum Sós- íalistaflokksins, A lþýðuflokksins og Framsóknarflokksins, en gegn ai- lc i æðum Sjálfstœðis m anna. Það er ölluni ljóst, ;ið Sjálf- stæðisflokkurinn gerir allt sem hann getnr til þess að liindra af- nám á skattfríðWlum stórgróða- manna og iillum tilraunum til að taka stríðsgróðann lil alþjóðar- þa.rfar. Saixiþykkt. eigparaukaskatts ins og nauðsynlegar breytingar á skattalögunum byggjast fyrjjt og fremst á því, hvort Framsókn vel- ur sér samstöðu með íhaldinu. eins og svo oft áour í þessum ínáhnn. eða stendur við yfirlýsingar sínar. Frumvarpinu iim olíugeyma var einnig vísað til 3. umræðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.