Þjóðviljinn - 12.12.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.12.1943, Blaðsíða 4
Sunnudagur, 12. desember 1943. — ÞJÓÐVLLJINN ÞJÓÐVILJINN. — Sunnudagur, 12. desember 1943. ^ .................... .... ........ 11 ................1. þJÓÐVIUINN Útgeícncii: Sameiningarftok,l&w aíbý&u — Sósiali3tcJ*oi^u*inr.. Ritetjóri: Siga.-iiur GnðmundíSun. Stjórnii nlariíi'tjcmf: Eirjtr Olgeirsson, Sigfús Sigmrhjartaraon Ritetjómarskrifstcíu:: Annturstrœti 12, sími 227U. Afi?r“i5a«a og augiýsmgat: SkúlaoörSastíg 19, sfmi 2184. Prentsmiíja: Víkingstsrent h. /., Ga.*So*ir«eri 17. AskiiftarverS: I Reykjavík og igrenni: ICr. 6,00 á mánuði. — líti á lnndi: Kr. 5,00 & mánuði. --------------------------------------------------------- Ætlar íhaldið alstaðar að berjast gegn aukningu fiskiskipastólsins? Morgunblaðið tekur upp harðvítuga andstöðu gegn skatta- tillögum þeim, sem Sósíalistaflokkurinn fékk samþykktar. Með þessum tillögum er ákveðið að allt að því tvöfalda framlagið til nýbyggingarsjóðanna. Hin einstöku gróðafélög stórútgerðar- innar verða með þessu móti að leggja miklu meira en áður í ný- byggingarsjóði ef þau vilja fá að njóta skattfrelsis fyrir ein- hvem hluta af gróða sínum. Þetta finnst Morgunblaðinu ótækt. Það vill láta þessi stór- gróðafélög hafa sem mest af stríðsgróðanum skattfrjálsan og ráða sjálf hvað þau gera við hann. En sjómönnum og öðrum, sem eiga afkomu sína undir nýbyggingu fiskiskipa, finnst annað. Þeir krefjast þess að meira sé lagt í nýbyggingarsjóði og tryggt sé að byggð verði ný fiski- skip fyrir þá. Og þeir krefjast meira. • Ríkið er ekki of gott til þess að leggja nokkurt fé fram til kaupa á fiskiskipum. Ríkið fær þau ógrynni fjár frá sjávarút- veginum nú, að það er beinlínis skylda þess að hugsa um við- hald og aukningu fiskiskipaflotans. En íhaldið liefur barizt á móti því að ríkið legði fram stór- fé í þessu skyni. Sósíalistar lögðu til við 2. umræðu fjárlaganna að 10 millj- ónum króna yrði varið til að kaupa fiskiskip. Þá greiddu, auk Framsóknar, bæði Sjálfstæðis- og Alþýðuflokksmenn atkvæði gegn þeirri tillögu, en flestir Alþýðuflokksmenn sátu .þó hjá. Síðan „vitkuðust“ Alþýðuflokksmenn og flytja nú tillögu um 9y2 milljón króna „lán og styrki“ til fiskiskipakaupa. [Er sú tillaga að vísu óviturleg, en má þó lagfæra hana þannig að góð verði]. Sú tillaga verður samþykkt við 3. umræðu fjárlaganna, ef níu íhaídsmenn greiða atkvæði með henni. Reynir nú á, hvort Sjálfstœðisflokkurinn vill auka flski- skipastólinn eða ekki! 28 samsærismenn í klípu Þeir alræmdu 28, — samsærismennirnir, sem eru að ræna milljónatugum úr ríkissjóði í niðurborgun og uppbætur til stór- bænda, — eru komnir í klípu. Þeir voru búnir að koma sér saman um að eyða milljóna- túgum úr ríkissjóði. Þeir voru hlakkandi yfir þvi í blöðum sínum hve vel samsærið hefði heppnazt. En þeir voru ekki búnir að koma sér saman um hvernig ætti að útvega peningana. Og nú eru þeir komnir í hár saman út af því. Stórbænda- deild íhaldsins finnst ágætt að fá peningana í uppbótum og nið- urborgun, — en stórgróðamönnum íhaldsins í bæjunum finnst anzi hart að verða að borga þá. Og nú stendur hnífurinn í kúnni, — hnífur Hrifluvaldsins í mjólkurkú ríkissjóðsins! Það átti heldur en ekki að skera feitan bita handa Hrifluafturhaldinu, en þeir eru auðsjáanlega orðnir hræddir um að fitan verði lítil, — kjötið rýrt, — ríkis- sjóðurinn tómur. Það verður nú fróðlegt að sjá hverju fram vindur. Ábyrgðin hvílir á þeim 28. Bflvað þýða skaftafílíögur sósíaíísfa? Mostlei Izhloo í sllllin 0 alzeiilogl Mllll auloln iflnpnninirarsiMaiia og Iruggloi lolrra. - IIdíi snoíllrelsis slgreiateiaga Það er nauðsynlegt, að allur almenningur geri sér vel ljóst hvað skattatillögur þær, sem Sósíalistaflokk- urinn fékk samþykktar í fyrradag í neðri deild Alþing- is, þýða fyrir afkomu almennings í landinu, því hér er um stórkostlegt hagsmunamál allra launþega að ræða. Samkvæmt tillögum Sósíalistaflokksins, sem sam- þykktar voru við 3. umræðu tekju- og eignaskatts- laganna, þá hækkar persónufrádrátturinn að veruleg- um mun. Við skulum athuga hvað sú hækkun þýðir fyrir hjón með þrjú böm. Nú verður slík fimm manna fjölskylda að borga tekjuskatt af öllum grunntekjum yfir 3900 kr., en það þýðir umreiknað með vísitölu 10140 kr. En með þeirri hækkun á persónufrádrættinum, sem samþykktur var samkvæmt tillögum sósíalista, verða 6600 króna grunn- tekjur tekjuskattsfrjálsar hjá 5 manna fjölskyldu, eða rúmar 17 þús. kr. árstekjur. Það sér því hver maður, að hér er um stótrkostlegt hagsmunamál hverrar ein- ustu alþýðufjölskyldu að ræða. AUKNING NÝBYGGINGAR- SJÓÐANNA Þá er það ekki síður stór- merkilegt atriði, sem sósíalist- um tókst að fá í gegn í neðri deild, að auka nýbyggingarsjóð ina. [Morgunblaðið reynir auð- fllMall seluF H sitt á uopu oo herælingar Hulunni loks létt af vopnaburði Iðgreglunnar Vopnunum beint gegn verkaiýðshreyfingunni og valdatðku hinna snauðu stétta Loks hefur lögreglustjóri ekki séð sér annað fært en að gefa skýrslu um hinn illræmda vopnaburð og her- æfingar lögreglunnar og keiriur í ljós af henni að allt sem Þjóðviljinn hefur haldið fram í því efni er satt. Lögreglan er búin sjálfvirkum rifflum, skammbyssum, táragasbyssum og sprengjum og hún er iðulega að skotæfingum. Allur þessi vopnaburður lögreglunnar er í senn óþarfur og stórhættulegur. Eins og kunnugt er hafa hlut- aðeigandi yfirvöld, ýmist farið undan í flæmingi eða neitað að svara þegar spurt hefur verið um vopnabúnað og heræfingar lögreglunnar. Með skýrslu þeirri, sem lögreglustjóri gaf blöðunum í fyrradag er þögnin rofin af því, að eftir upplýs- ingar Þjóðviljans var öllum kunnugt að lögreglan er stöð- ugt æfð í vopnaburði, lögreglu stjóri hefur því tekið þann kost inn, sem skynsamlegastur var, að skýra þegar frá því,sem all- ir þegar vissu, þótt réttir aðil- ar strituðust við að þegja. Allar afsakanir lögreglu- stjóra fyrir allsherjarvopnun lögreglunnar eru haldlausar. Það þarf enga sjálfvirka riffla og því síður táragassprengjur til að stytta nauðstöddum dýr- um aldur, til þess mundi nægja að lögreglan ætti í fórum sínum 4 eða 5 skammbyssur. Ekki sýn- ist heldur þörf á allsherjarher- væðingu 100 manna lögreglu, til að hafa hendur í hári ölvaðs er- lends skipstjóra. Nei, hér tjóa engin undanbrögð, lögreglan er hervædd til þess að nota vopn- in í viðskiptum við menn, og það auðvitað íslenzka borgara. íslenzka afturhaldið treystir sér ekki til að beita þeirri sann- girni og réttsýni r viðskiptum við þegnana að tryggt sé, að ekki þurfi að grípa til vopna, til að knýja þá til hlýðni. Þær afturhaldsklíkur, sem stjórna þjóðfélaginu, vilja hafa vopnaða lögreglu til að verja valdaað- stöðu sína þegar aðrar aðferð- ir þrjóta. Þeir tímar nálgast nú, að verkalýðurinn og aðrar launa- stéttir og smáframleiðendur fái aðstöðu til að ráða þessu þjóð- félagi, ef frelsi og lýðræði fær að njóta sín. En afturhaldið hyggst að mæta samtökum þessa fjölda með vopnun lög- reglunnar, það á að byrja á vinnudeilum og halda áfram þeg ar að því kemur að afturhald- inu ber að skila völdunum í hendur hinna snauðu stétta. S. A. S. Fullveldi Noregs Efflir Fínn Moe riflsflfóra vitað eins og venjulega að snúa öllu við, það talar um minnkun þeirra!] Þessi aukning felst aðallega 1 tvennskonar ákvæðum: 1. Einstaklingar, sem stunda útgerð hafa hingað til aðeins mátt leggja 20% af nettótekjum í nýbyggingarsjóði, en nú er það sett inn í sjálf tekjuskatta lögin að þessi upphæð skuli verða 33y3%. 2. Hlutafélög þau, sem útgerð stunda, hafa hingað til haft skattfrjáls 33%% af nettótekj- um, en aðeins þurft að leggja helminginn af því í nýbygging arsjóði. Nú verða þau að leggja það allt í nýbyggingarsjóðina. Er því hér um stórfellda aukningu nýbyggingarsjóðanna að ræða, ef íhaldinu tekst ekki að skemma þetta mál í efri deild. Morgunblaðið er að reyna að blekkja með því að segja, að félög þessi megi ekki leggja í nýbyggingarsjóði, þegar þeir séu orðnir yfir tvær milljónir króna. Þetta eru rakdlaus ó- sannindi. Þegar nýbyggingarsjóður eins félags er orðinn 2 milljónir, má það eins og áður leggja Ve hluta nettótekna í nýbygging- arsjóð og er þessi % hluti skatt frjáls. Framlögin til nýbygging arsjóðs eru því jafnmikil og áð- ur, þegar um er að ræða félög, sem eiga yfir 2 millj. kr. í ný- byggingarsjóði, — og eru tvö- falt meiri en áður (sem sé % hluti nettótekna) meðan þau eru að komast upp í 2 milljón- ir. Og enn mun ekkert fé- lag nema Kveldúlfur kominn yf ir tvær milljónir kr. 1 nýbygg- ingarsjóð, en þar sem hann á 7 togara og meta skal þá eftir vá- b’yggingarupphæð þeirra, og ef hún er samanlagt yfir 2 millj- ónir kr. — sem hún vafalaust er j þá kemur 2 millj. kr. hámark | ið ekki til greina fyrir hann, svo Kveldúlfur fengi líka að leggja % nettótekna — skatt- frjálst í nýbyggingarsjóð, eða tvöfalt meira en nú. Allt, sem Morgunblaðið segir, er því þvættingur. Blaðið er bara að berjast á móti því að auðfélög þessi verði að leggja féð í nýbyggingarsjóði í stað þess að hafa það sem skatt- frjálst braskfé í varasjóðum sín um. Auk aukningar nýbyggingar- sjóðanna er ennfremur komið inn í frumvarpið ákvæði, til þess að tryggja að þeir* verði ekki notaðir í taprekstur. AFNÁM SKATTFRELSIS STÓRGRÓÐAFÉLAGA Hingað til hafa stórgróðafé- lög, sem ekki reka útgerð, haft 20% nettótekna skattfrjálst. Þetta atriði fékkst afnumið í gær, er tillögur sósíalista voru samþykktar í' neðri deild. — Fyrrv. utanríkismálaritstjóri við Arbeiderbladet, hið kunna mál- gagn norska Verkamannaflokksins, Finn Moe, sem nú skrifar um utan- ríkisstjórnmál í Norsk Tidende, sem gefið er út af norsku stjórn- inni í London, hefur skrifað eft- irfarandi grein um sjálfstæði Nor- egs. Moe ritstj, talaði einnig að stað- aldri í norska útvarpið fyrir stríð- ið um utanríkismál. Hann fylgd- ist með konungi og ríkisstjórn á- samt fleiri blaðamönnum norður eftir Noregi meðan á Noregsstríð- inu stóð, og var dagskrárstjóri við norska útvarpið í Tromsö síðasta mánuð stríðsins. Var það eina út- varpsstöðin, sem Norðmenn höfðu þá á valdi sínu. Seinna fór hann til Bandaríkjanna og starfaði að upplýsingarmálum meðal annars sem dagskrárstjóri fyrir útvarp norska ríkisins frá Bandaríkjunum. Síðar var hann kvaddur til Lond- on, þar sem hann starfar aðallega við norska utanríkisráðuneytið. * A því hálfá ári, scm Jiðið er síð- an AMGOT byrjaði starfsemi sína á Sikiley, hefur skýrzt að mun spurningin um yfirráð og stjórn landa þeirra, sem frelsuð eru úr á- nauð nazista. í því sambandi eru mjög athyglisverð hin afdráttar- lausu ummæli Adolfs Bcrles, að- stoðarutanríkisráðherra Bandaríkj anna, ekki sízt vegna þess, að þau koma frá Bandaríkjunum. í ræðu, sem Adolf Berle hélt um endur- reisn Evrópu lýsti hann því yfir, að stefna sú að skipta sér ekki af inn- anríkismálum annarra þjóða, væri sú eina rétta stefna. Og hann bætti við, að frá hernaðarlegu sjónarmiði væri það fjarstæð hugmynd, að Bandaríkin ættu að láta leiðast út í ævintýri í þeim tilgangi að skipta sér af málefnum annarra þjóða. — Það getur skeð, sagði hann, að hinar frelsuðu þjóðir vilji breyta þjóðfélagsskipulagi sínu. Þær verða sjálfar að ráða fram úr því, en ckki við. Skuldbindingar okkar voru fastákveðnar í Atlantshafs- sáttmálanum, þar sem segir, að þjóðirnar hafi rétt til að búa við það þjóðskipulag, sein þær kjósi sjálfar. ★ Þessi afdráttarlausu ummæli úr hópi ráðamanna Bandaríkjanna munu stuðla að því að skýra vanda Þessi félög verða nú að greiða skatta eins og aðrir. En nú eru þessi mál komin til efri deildar. og þar munu verða mikil átök um þau. Almenningur þarf vel að fylgjast með því er þar gerist. mál, sem mikið hefur verið á huldu um. með þeim afleiðingum, að hin- ar kynlegustu flugufregnir hafa sprottið upp. Þetta er að nokkru leyti því að kenna, að stundum hafa birzt greinar og fréttir í am- crískum blöðum, sem borið liafa vott um tilhneigingu til að gera engan mun á hinum svo kölluðu útlægu ríkisstjórnum, hvort sem þær byggjast á stjórnarskrárleg- um og lýðræðislegum grundvelli eða ekki. í öðru lagi er í þeim ó- heppileg tilhneiging til að láta líta svo út sem í öllum herteknu lönd- unum ríki ágreiningúr milli þjóð- arinnar og hinnar útlægu ríkis- stjórnar, og í þriðja lagi er þar til- hneiging til að gefa í skyn, að það séu stórveldi Bandamanna, sem eigi að ákveða stjórnarfyrirkomu- Iag hinna herteknu landa, þegar þar að kemur, en ekki þjóðir þær, sem þau byggja. ★ Það mundi sennilega skapa skýr- ari viðhorf, ef herteknu löndin væru ekki alltaf meðhöndluð sem eitt og sama fyrirbrigðið, en tekið tillit til, að ástandið er ólíkt í hverju landi fyrir sig. Ef það væri gert, mundi mönnum strax verða ljóst, að hvað Noregi við kemur, er þetta einfalt og auðskilið mál. Norska ríkisstjórnin hefur eins og stendur ekki aðsetur á norsku landi. En hún er ekki einhver til- viljunarkennd nefnd frjálsra Norð- manna. Hún er stjórn landsins sam kvæmt stjórnarskránni. Auk þess veitti norska stórþingið stjórninni fullkomið vald til að halda barátt- unni áfram fyrir utan landamæri landsins 1 ríkisstjórninni eru full- trúar helztu flokka þeirra, sem voru í landinu, og forsætisráðherrann, utanríkisráðherrann og margir aðr- ir ráðherrar, höfðu setið í stjórn landsins í meira en fimm ár íyrir innrás Þjóðverja. Ríkisstjórnin hef ur alla tíð fylgzt vel með áliti al- mennings í hinum hertekna Noregi. Eins hefur hún, af því að henni var ljóst. að þjóðin getur ekki látið opinskátt skoðun sína í ljós, fund- ið sig skuldbundna til að taka eng- ar ákvarðanir, sein séu bindandi fyrir norsku þjóðina eftir stríðið, nema þær ákvarðanir, sem snerta styrjaldarreksturinn eða uppbygg- ingu landsins. ★ í samræmi við anda Atlantshafs- sáttmálans og þann hugsunarhátt, sem Berle aðstoðarutanríkisráð- herra lét í ljós, hefur norska stjóm- in lýst því yfir, að hún muni segja af sér jafnskjótt og Noregur er aft- ur orðinn frjáls. Norska þjóðin á að ía að ákveða með frjálsum kosningum, hvernig og af hverjum henni verður stjórnað. Þegar blaðaummælum í þá átt, Hákon VII. Noregskonungur Á þessum síðustu erfiðu árum í sögu Noregs hefur lconungurinn orðið einingartákn allrar þjóðarinnar. Fyrsti dagur á togara Framh. af 2. síðu. að það séu Stóra-Bretland og Bandaríkin. sem eigi að ákveða þetta, en ekki norska þjóðin, er mótmælt kröft.uglega af hálfu Norð manna, ])á er það af því, að slík blaðaummæli sýna skort á virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti lítillar samherjaþjóðar, og eru í beinni andstöðu við ekki aðeins ummæli Cordell Hulls utanríkisráðherra og Adolf Berels aðstoðarutanríkisráð- herra, heldur líka samþykktir Moskvu-ráðstefnunnar. Þetta þýð- ir ekki það, að Norðmönnum sé ckki ljós nauðsyn náinnar sam- vinnu milli Bandmanna og meti ekki þá samvinnu mikils. Þvert á móti er þeim Ijóst, að þessi sam- vinna er mjög dýrmæt, og þcim er fullkomlega ljóst, að þegar um er að ræða hernaðarframkvæmdir, þá verði hernaðarleg tillit að eiga for- gangsrétt. En jafnskjótt og hern- aðaraðgerðum er lokið, verður það aftur tillitið til fullveldis Noregs, sem hefur mest að segja. ★ Það er af þessum ástæðum, að Mœðrastyrksnefndin mun, eins og að undanfómu, gangast fyrir söfmm fyrir þessi jól til styrktar fátœkum mœðrum, börnum þeirra og einstœðingskonum. Skrifstofa nefndarinnar er í Þing- holtsstræti 18, og verður hún opin daglega frá kl. 3—7 e. h. fram að jólum. Verður þar tekið á móti gjöfum og umsóknum um jóla- glaðning. Nefndin hefur ávallt kynni af stórum hópi kvenna, sem eru svo settar, að þær þurfa hjálpar við til þess að geta gert sér og sínum ein- hvern dagamun um jólin. 1 fyrra fengu um 300 heimili jólagjafir frá söfnun Mæðrastyrks- nefndarinnar fyrir jólin, en ávallt bætast nýir í þennan hóp og tekur nefndin fúslega við upplýsingum um einstæðingsmæður og gamlar hægt er að segja af hálfu Norð- manna, að allt sé einfalt og ljóst hvað Noregi við víkur. Það er fjarri Norðmönnum að neyta á- hrifa annarra landa, er ráða skal fram úr málum landsins sjálfs. En það er líka jafnvíst, að norska þjóð in mundi mótmæla eindregið, ef önnur lönd reyndu að hafa áhrif á ákvarðanir hennar, eftir að hún liefur í 3—4 ár barizt fyrir frclsi sínu og sjálfstæði. Og það er líka skýringin á því, að Norðmenn bæði heima og erlendis, nú í miðri bar- áttunni, svara skýrt og skorinort hverjum votti um slik viðhorf í bandarískum blöðum. Hinni af- dráttarlausu yfirlýsingu Berels að- stoðarutanríkisráðherra um, að Bandaríkin muni ekki skipta sér af málefnum annarra landa, mun því verða tekið mjög vel af íiálfn Norð- manna. Ekki af því, að þeir séu í nokkrum vafa um stefnu banda- rískii stjórnarinnar, heldur af því, að mikið af því, sem liefur verið skrifað, hefur gefið tilefni til ó- þarfs kvíða. konur, sem hafa erfiðar ástæður og þurfa að fá jólaglaðning. Einstæðingsmæður, gamalt fólk og öryrkjar finna sárast til dýrtíð- arinnar, og ættu því þeir, sem njóta góðrar atvinnu og góðæris að minn- ast þeirra fyrir jólin. Mæðrastyrksnefndin tekur á móti hvers konar gjöfum, pcning- um, fatnaði, matvæluni, leikföng- um, góðgæti o. fl., og munu nefnd- arkonur sjálfar koma gjöfunum á- leiðis til viðtakenda. Sími nefndarinnar er 4349. r Islenzk myndlist KEMUR EFTIR HELGINA til mín félagi minn sein kenndi 'fv.ér að stýra iog sagði að hér væri ekkert undan færi, ég yrði að gera mig kláran til að fara á dekk þegar híft væri upp „og ef þú ert sjóveikur“ bætti hann við, „þá bíttu á jaxlinn .og bölvaðu í hljóði, éttu mikið og vertu sem mest uppivið". Eg fann það að þessi mað- ur vildi mér vel, og fór að ráötnn hans, herti upp hug- ann og fór að glíma viö að slétta úr nýjum olíustakk sem ég hafði með mér í kojuna, það gekk nú slysalaust en aft ur á móti vandaðist máliö þegar aö því kom að ég ætl- aði í hann, því til þess þurjti ég að nota báðar hendur sarn tímis og þá var ekkert til aö halda sér með, ég reynai samt en það fór á þá leiö að ég steyptist á höfuðið áður en stakkurinn var kominn hálfa leið. Nú voru góð ráð dýr, ég hafði séð þegar bréf- poka er smeygt upp á haus á ketti þá gengur kötturinn aftm’ á bak þangaö til hann er laus við pokann, ég fór eins aö og tókst sæmilega en félág ar mínir höfðu af hina beztu skemmtun. í stakkinn komst ég samt hjálparlaust að lok- um, en þá voru hinir famir upp því einhver hafði kallaö niður: „Híf obb!“ Þegar ég kom upp í gatið var vélin við brúna í gangi og gerði ógurlegan hávaða og hristing, vatt hún vír upp á tvö gríðarstór kefli, en menn- irnir höfðu raöað sér víösveg- ar öörumegin á dekkinu og horfðu út á sjóinn. Skyndi- lega stöövaðist vélin og skip- iö tók aö snúast í hring eins og köttur sem eltir rófuna á sér. Þetta stóð þó ekki lengi óg keflin tóku aftur aö snú- ast eftir aö óskiljanlegt garg hafði heyrzt frá brúnni, og von bráðar staðnæmdist hler- inn við hliðina á mér með engu minni hávaða en þegar hann féll útbyrðis. Nú varð allt vitlaust; mennimir hlupu um dekkið, skipstjórinn garg- aði í brúnni, vélin við brúna snérist með ofsanraöa og net- in og rúllurnar birtust aftur, en ég stóð aðgerðarlaus eöa réttar sagt hafði nóg að gera aö halda mér. Nú sá ég aö halaö var upp heljarstórt fer- líki og fossaöi úr þvi sjórinn, einn maöur skreið undir þetta og ferlíkiö sprakk, en úr því kom lifandi fiskur sem breiddist meö sporðaköstum og gauragangi út yfir stóran hluta af dekkinu. Það var kall að nokkuð höstugt til mín og mér skipað að taka mér hníf í hönd og byrja að blóðga. Eg hlýddi, tók vopnið og lagði til omstu, reyndi ég aö skoröa mig sem bezt en heldur fórst mér óhönduglega, félagar mín ir munu hafa ráðið niðurlög- um 2ja—3ja fiskja á meðan ég murkaöi lífiö úr einum. Það var verið að sturta fiski á dekkið hvað eftir annað, og þegar hætt var stóð ég í fiskkösinni upp í mitt læri. Þegar búið var að blóöga voru sett upp borð þversum yfir dekkið og menn rööuðu sér við þau og tóku innyfli og hrygg úr fiskinum en einn maöur við hvern flokk sneið hausinn af meö gríöarstórri sveöju. Mér var skipaö inn á afgirt svæði á miöju dekki þar sem fisknum var fleygt flöttum og rann þar sjór úr slöngu. Eg átti að þvo fiskinn vel og vandlega og láta hann detta jafnóðum niður um fer- kantáö gat á dekkinu. Eftir aö ég hafði dottiö nokkrum sinnum á hrammana ofan í sjóinn og fiskkösina, tókst mér að koma mér þannig fyrir að ég gat unniö þetta verk sómasamlega, en nokkr- um sinnum kallaði skipstjov inn til mín og sagði mér að vanda þvottinn, og þaö geröi ég eftir beztu getu, en aldrei á ævi minni hef ég oröið fegn arj að leggjast til hvildar eins og eftir þessa fyrstu dekkvakt mína á togara. Sv. G. Tbor Thors Frh. af 3. síðu. íslands. Héfur ]>eim verið alúðlega og vingjarnlega tekið af st.jórnend- um háskólanna og ahnenningi hér 'í landi. Víða hefur þeirn verið veitt ur námsstyrkur og önnur hlunn- indi. Af öllum þéssum ástæðum finnst mér einkar tilhlýðilegt, að einhver þakklætisvottur sé sýndur og er mér. vegna stöðu minnar og viðkynningar við þjóðina, einkar ljúft að mega leggja minn litla skerf til þess“. Er það sök Samsöl- unnar að mjólk fæst ekki I lokuðum flöskum ? Reykvíkingar hafa orðið að búa við það á annað ár. að hafa ekla getað fengið mjólk í lokuðum flösk- um, heldur orðið að fá hana af- greidda úr opnum brúsum og flytja h ana heim i opnum ilát- um. Samsalan hefur svarað þvi til. að lok á flöskur vœru ekki fáan- leg, enda þótt viaðitr hefði verið sendur til Ameriku i þeim erind- um. Nú virðist hinsvegar liggja fyr ir óyggjandi heimildir um það, að vestur í Ameríku séu framleiddir nægir slíkir tappar úr sótthreins- uðum vaxbornum pappa og séu þeir þannig gerðir að fullkomið hreinlæti sé tryggt. Þar sem ekki verður séð. að hin gamla viðbára samsölunnar, að flöskulok séu ófáanleg, hafi lcng- ur við rök að styðjast, verður að vænta þess að Samsalan geri ráð- stafanir til þess að eftirleiðis verði hægt að fá mjólkina afgreidda í lokuðum flöskum. Finn Moe. Styrkíð fátœkar mæður

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.