Þjóðviljinn - 12.12.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.12.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Sunnudagur 12. desember 1943 280. tölublað. Benes forseti kominn til Noskva Forsetínn mun undirrita nýjan vináttusáttmála Sovétríkjanna og Tékko- slovakíu Eduard Benes, forseti Tékkó- slóvakíu, kom til Moskva í gær morgun, og tóku á móti honum á brautarstöðinni Molotoff ut- anríkisþjóðfulltrúi Sovétríkj,- anna og Vorosiloff marskálkur. Síðar í gær ræddi Benes við Kalinin forseta. Benes er kominn til#Moskva til að undirrita gagnkvæman vináttu- og hjálparsáttmála, er stjórnir Sovétríkjanna og Tékkóslóvakíu hafa gert með sér og fjallar meðal annars um samvinnu á sviði atvinnumála kaupskipum Bandamanna. N*e* Nýir sigrar í barátt- uniii við kafbátana á* Norðuratlanzhafi Flugvélar og herskip Banda- manna grönduðu fimm þýzkum kafbátum og löskuðu þrjá af deild tuttugu kafbáta, er hóf árásir á tvær mikilvægar skipa lestir í Norður-Atlantshafi ný- lega. Voru þrír kafbátar eyðilagð- ír og þrír laskaðir af flugvélum, en tveir eyðilagðir í herskipa árás. Baráttan við kafbátana held- ur áfram að ganga Bandamönn um mjög í vil. Hefur því verið lýst yfir nýlega að fleiri kafbát- um hafi verið sökkt á Atlanz- hafi síðastliðinn mánuð en i en kaupskipum Bandamanna. íhaldið neitar iim af- > brigði fyrir skatta- ! frumvorpunum I 1 gær var frumvarpið um breyt- íngar á lögum um tekjuskatt og eignarskatt til 1. umr. í efri deild, Sömuleiðis var eignaaukaskattur- inn þar til 3. umr. En afbrigði þurfti að fá fyrir bæði málin. Og íhaldið neitaði um afbrigði, .sem annars er sjaldgæft að gert sé. Eru nú hafðar aðrar aðferðir eu þegar allir fulltrúar íhaklsins í fjár- veitinganefnd laumuðu fram á síð- asta degi þriðju umræðu um fjár- lögin tillögunni um 10 milljón kr. uppbætur. Brennandi þýz/cir skriðdrekar eftir viðureign við stórskotalið Rússa. m Bílvegur lagður tníllí Sovéiríkjanna og Indiands, er greídír mjög fyrír vídsbípfurn landanna íioiDFien sifur iili / vœntanlegum aukakosningum í kjördœmi í Bretlandi styður Kommúnistafloklcurinn í fyrsta sinn siðan 19A1 ekki frambjóðanda stjórnarinnar. Hefur flokkurinn í því sambandi gefið út eftirfarandi yfirlýsingu: í þágu þjóðareiningarinnar í bar- áttunni gegn fasismanum hefur Kommúnisaflokkurinn hingað til undirgengizt reglur þær, sem hindra flokka í að hafa mótframbjóðend- ur í kjördæmum þeim, sem losna, og stutt frambjóðendur stjórnar- innar. En hann hefur mótmælt því, með hve ólýðræðislegum hætti þess um kosningareglum hefur verið beitt, með þeim afleiðingum, að kosnir hafa verið óheppilegir og jafnvel afturhaldssamir frambjóð- endur, án tillits til óska kjósenda. Uppástungum Kommúnistaflokks ins um, að kölluð væri saman ráð- stefna með það fyrir augum, að ná samkomulagi um lýðræðissinnaðan frambjóðanda, var ekki sinnt, og þrátt fyrir, að þetta kjördæmi er aðallega byggt verkamönnum, var sendur þangað frambjóðandi frá íhaklsflokknum, sem hefur þann feril að baki sér, að hann er gjör- samlega óhæfur til að vera fulltrúi fyrir hinar andfasistisku ^skoðanir kjósendanna. An þess að hirða um vilja fólksins er hann fylgjandi því að Mosley var látinn laus, og styð- Framhald á 8. síðu. Eftir töku hinnar mikilvægu járbrautárborgar Snamenka sækir rauði herinn hratt fram í átt til Kirovograd og nálgast hana úr tveim áttum, segir í fregn frá Moskva í gærköld. Tuttugu og þrír þýzk- ir skriðdrekar voru eyðilagir og 1500 Þjóðverjar féllu í lokabaráttunni um Snamenka. Hin hraða sókn Rússa vestur eftir hefur flutt sov- étherina á Kremensjúg- og Tsérkassisvæðunum mjög nærri hvorum öðrum. Óstaðfestar fregnir herma, að rauði herinn hafi þegar brotizt inn í Tsérkassi, og sé barizt þar á götunum. Bússar hafa nú á valdi sínu allt járnbrautakerfið í norðurhluta Dnéprbugðunnar. Harðir bardagar eru háðir á víg- stöðvunum um 100 km. vestur af Kíeff, suður og suðvestur af bæn- um Malín. Tókst sovéthernum að hrinda hörðum árásum þýzkra skriðdreka- og fótgönguliðssveita á þessum slóðum. Má nokkuð marka hve hörð baráttan er á þessum hluta vígstöðvanna af því, að 103 af þeim 126 þýzku skriðdrekunf, sem eyðilagðir voru á austurvíg- stöðvunum í gær voru frá þessum hluta. BÍLVEGUR LAGÐUR MILLI INDLANDS OG SOVÉTRÍKJ- ANNA Bílvegur hefur verið lagður'milli Indlands og Sovétríkjanna. Hann liggur yfir fjöll og eyðimerkur, og er mikilvœgur liður í flutninqum milli landanna. Vegur þessi var lagður á átta mánuðum, og unnu að lagningu hans 30 þúsund manns, karlar, kon- ur og börn. Um 1000 flutningabílar eru þegar í stöðugri umferð á vegi þessum og vdrður þeim fjölgað mjög á næstunni. Indverskur embættismaður hef- ur látið svo um mælt, að í Indlandi bíði hráefni, er mikilvæg séu fyrir hergagnaiðnað Sovétríkjanna, og muni þau send jafnskjótt og færi gefst. Sovétstjórnin hefur boðizt til að senda matvæli til Indlands, en í st.órum hlutum landsins er hung- ursneyð. Inflúensa í Bretlandi og Bandaríkjunum Síðastliðna viku létust 709 manns af inflúensu i Englandi og Wales, og er það hœrri dán- artala af völdum þessa sjúk- dóms en verið hefur undanfam \ ar vikur. I Inflúensa breiðist nú einnig út í Bandaríkjunum og virðist ætla að verða almenn farsótt. Verkamenn á Sikiley mót- mæla stjórnarráðstofnunum Amgot Verkamenn á Sikiley eru mjög reiðir nýrri fyrirskipun frá AMGOT, sem neitar þeim um leyfi til að kjósa sjálfir starfs- menn hinnar nýendurreistu verklýðsfélagamiðstöðvar í Pál- ermo, höfuðborg Sikileyjar. Eina blaðið, sem gefið er út í borginni, Sicilia Liberata, gagn rýnir þessa fyrirskipun AMGOT um, að skipa eigi formann og starfsmenn miðstöðvarinnar undir eftirliti AMGOT í staðinn fyrir að meðlimir verklýðssam bandsins kjósi þá. Blaðið gagn- rýnir og að núverandi kaúp- samningar skuli vera látnir gilda enn, en þeir voru samdir af fasistastarfsmönnum og at- vinnurekendum. Ennfremur eru allir opinberir fundir bannaðir. — Það sé áríðandi að endurreist séu lýðræðisleg réttindi, mál- frelsi, prentfrelsi, fundafrelsi, og umfram allt verði að útrýma öllum leifum fasistískra áhrifa úr stjórnarskrifstofum. Da^ur á vínnusfað Svcínbjorn Guðlaugsson fékk verðlaun víkunnar Sveinbjörn Guðlaugsson hlaut verðlaun þessarar viku í sam- kepvninni um greinarnar ,JDagur á vinnustað". Nefnir Sveinbjörn greinina „Fyrsti dagur á togara", og birtist hún á 2. síðu blaðsins í dag. Samkeppnin heldur áfram, og þurfa greinar sem koma eiga tU álita fyrir nœstu helgi að vera komnar til ritstjórnarinnar ekki siðar en á miðvikudagskvöld. Þátttakendur mega ekki œtla, að verðlaun fái þœr greinar einar, sem lýsa sjómannalífi, þó svo hafi ráðizt, að þrjár fyrstu verðlauna- greinarnar lýsi vinnudegi við sjávarsíðuna. Að sjálfsögðu standa lýsingar á vinnudegi úr öVLum starfsgreinum jafnt að vígi til að hljóta verðlaunin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.