Þjóðviljinn - 15.12.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.12.1943, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 15. desember 1943 ÞJÓÐVHiJINN 3 RITSTJÓRl. RANNVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR IVIÖLUI Cl manns gaman Lagtækt fólk, sem hefur oröiö of seint með jólagjafirnar Að nióla lífsins Hátíðir og tyllidagar ættu, að því «*• manni virðist, að vera til þess að gera fólki kleyft að njóta lífs- ins í ríkara mæli en ella. — Nú fara nokkrir hvíldardagar í hönd. — Við óskum hvert öðru gleðilegrar hátíðar og hamingjusamra daga. — Einkenni hamingjusamrar mann- ▼ern er, að hún kann að njóta lífs- ina, segir Bertrand Russel. Til þess *ð skilja hvað átt er við með því, er líklega bezt að hugsa um hið mismunandi liáttalag manna, er þeir setjast að snæðingi. Fyrir suma er máltíðin aðeins plága, hversu góður sem maturinn er. Þeir hafa neytt góðs matar áður, sennilega í allar máltíðir. Þeir liafa aldrei vit- að, hvað það er að vera matarlaus, þar til sulturinn nagar innyflin, en líta á máltíðirnar sem venjubundið fyrirbrigði, sem ákveðst af þeirri stétt, sem þeir lifa í. Máltíðirnar eru þreytandi fyrir þá, eins og allt, en það er ekkert gagn að fást um það, því að allt annað er jafn- þreytandi. 1 öðru lagi höfum við þá veiku, sem læknirinn hefur ráðlagt að borða lítið, til þess að lifa. í þriðja lagi sælkerana, er byrja með góðum vonum, en komast að þeirri niðurstöðu, að ekkert sé svo vel til búið, sem það ætti að vera. — í fjórða lagi mathákana, sem rífa í sig matinn eins og hungraðir úlfar, éta of mikið og verða veikir og of- eaddir. Og svo að síðustu þeir, sem byrja með góðri matarlyst, njóta máltíðarinnar, borða sig sadda og hátta síðan. Þeir sem setjast að há- tíðamáltjðum lífsins hafa svipaða afstöðu til gæðanna sem þcim er boðið. Hinn síðasti svarar til síð- asta flokksins. Sulturinn, með tilliti til máltíð- arinnar, er það sama og hæfileik- inn til þcss að njóta með tilliti til lífsins. Sá, sem situr yfir máltíðinni með fýlusvip, er fórnarlamb þunglynd- isins. Ilinn veiki, sem neytir matar síns af skyldurækni svarar til mein- lætamannsins, mathákurinn til nautnamannsins, sælkerinn til hins hótfyndna, sem afneitar helmingn- um af unaðsemdum lífsins vegna þess, að þær eru ekki fullnægjandi frá fagurfræðilcgu sjónarmiði. Öllum liinum ofannefndu hættir. við að finnast það auvirðilegt, að njóta matarins, af þeirri einföldu ástæðu, að menn eru svangir, eða lífsins, af því að það veitir okkur jmargar undrunarverðar sjónir og einkennilega viðburði. Þetta er misskilningur. Hugsið þið ykkur, að einliverjum þyki blá- ber góð, og öðrum ekki. Að hverju leyti stendur hinn síðamefndi hin- um fyrrnefnda framar? Það er ó- mögulegt að segja, hvort bláber eru góð eða vond í sjálfu sér. Þau eru góð frá þeim séð, sem þykir þau góð, en vond að áliti þeirra, sem þykir þau vond. En líf hins fyrra er þægilegra, þar sem hann á eina lífsnautn fram yfir þann síð- ari. Þetta gildir einnig um aðra hluti. Sá, sem hefur gaman af að horfa á knattspyrnu, stendur að því leyti framar þeim, sem ekki gerir það. Sá, sem hefur gaman af að lesa, hefur meira fram yfir hinn, sem ekki les, þar sem menn hafa oftar tækifæri til að lesa en að horfa á knattspyrnu. Því fleiri á- hugamál, sem menn eiga, því fleiri vegir liggja manpi til hamingju, og því minna er gæfa manns háð ytri örlögum. Okkur hættir stundum við að dázt að þeim, sem snýr sér frá unaðssemdum lífsins og stöðugt horfir í sinn eiginn barm. En í- myndum okkur ekki, að slík mann- eskja liafi nokkuð sérstakt til að bera. Það voru einu sipni pylsugerðar- vélar, prýðilega útbúnar, til að breyta kjöti í ágætis pylsur. Önn- ur þeirra hélt áfram að hafa lyst á pylsum, en hin sagði: „Hvað er mér kjöt? Það er miklu merkilegra og skemmtilegra að fást við líkams byggingu mína, en nokkurt kjöt“. Hún neitaði, að taka á móti meira kjöti og fór í staðinn að rannsaka sjálfa sig. En þegar hún var svipt sinni eðlilegu næringu, liættu inn- yfli liennar að starfa, því meir sem hún rannsakaði, því innihaldslaus- ari og licimskulegri fannst henni hún vera. Öll hin hugvitssömu tæki scm höfðu hingað til valdið breyt- ingunum, stóðu aðgerðarlaus, og hún gat ekki getið sér þess til, til hvers væri hægt að nota þau. Þessi pylsuvél líkist manni, sem hefur tapað hæfileikanum til að njóta lífsins, en sú fyrrnefnda líkist manni, sem heldur honum. Sálarlíf- ið er dásamleg samstæða, sem get- ur, á hinn einkennilegasta hátt, breytt því efni, sem því er fengið, en án efnis frá umheiminum er það algjörlega kraftlaust, og andlaust við pylsugerðina. Verður það sjálft að sjá fyrir efninu, því að sérhvert atvik verður mikilvægur atburður í lífi okkar, aðeins vegna áhugans, sem við beinum að honum. Ef við höfum engann áhuga á atburðin- um, segir liann ekkert. Sá, sem beinir athyglinni inn á við, finnur þess vegna ekkert þess vert, að. taka eftir því, en liinn, sem beinir athyglinni út á við, sér, þá sjald- an að hann rannsakar sjálfan sig, hina mjög ólíku og athyglisverðu hluti greinast sundur og sameinast aftur á liinn skemmtilegasta hátt, til aukins skiinings á sjálfum sér“. Undanfariö hafið þið sjálf- sagt fengið nóg af að lesa um hollustu og hitaeiningar hér á síðunni, svo að nú ætla ég að skjóta skolleyrunum við allri hollustu um stund og gefa ykkur uppskriftir af nokkrum tormeltanlegum hvítasykurs- og hveitikökum, til jólanna. Vissulega hef ég þá trú, að ætti alfaraleið konunnar til hjarta mannsins, að liggja í gegn um magann, muni hún fljótt ryðja sér nýjan veg, greiðan og breiðan, en allur er varinn góður. Nýju veg- imir verða stundum ófærir í hryðjum, um stund, en gömlu vegspottarnir reynast þá fær- ir. SÚKKULAÐIBRAUÐ 200 gr. smjörlíki. 180 gr. sykur 300 gr. hveiti 1V2 msk. kakaó 1 msk. vanillusykur. Tí'l að bera ofan á: 1 tsk eggjaduft, 3 msk. mjólk, grófur sykur, saxaöar möndlur. Smjörlíki, sykur, hveiti kakáó og vanillusykur, er mul ið vel saman (saxið smjörlík- iö fyrst saman við hveitiö með hníf og myljið það síðan sem ?nest með gómunum. Ef öll liendín er notuð hitnar deigiö meira og klessist.), vætt í með egginu. Deigið er siöan hnoðað og látið bíða um stund, flatt þunnt út og búnir til úr því tíglar, horn eða lengjur með kleinuhjóli. Sykri og söxuöum möndlmn er stráð ofan á og kökurnar bakaðar við fremur lítinn hita, ca. 175° (Myljið molasykur með flösku. Möndlurnar er óþarfi að flysja. Þurrkið þær aðeins vel og saxið). MUNNGÆTI 2 egg. .120 gr. sykur. 75 gr. hveiti. 125 gr. smjörlíki. Möndluhúö. 75 gr. smjörlíki. 75 gr. sykur. 75 gr. smjörlíki. 1 msk. mjólk. V2 msk hveiti. Byrja á möndluhúðinni. Möndlurnar eru afhýddar og saxaðar smátt, nema Vz sem er flagaöur og geymdar sér. Sykri, smjörlíki, hveiti og mjólk er blandaö saman í pott og látiö bíða. Egg og sykur er þeytt hvítt og létt, smjörlíkið brætt, lát- iö kólna ofurlítið og síöan blandað saman við og að lokum hveitmu. Deiginu er síðan Nú fara jólin í hönd, og allír vilja gefa jólagjafir. Peysa er bæði hentug og smekkleg jólagjöf, og það er liægur vandi fyrir myndar- konur og stúlkur að prjóna hana á nokkrum kvöldum fyrir jól. Fljótlegast er rð prjcna á hringprjón úr einföldum lcr.a og klippa hana svo upp að framan. Hnappagatalistinn er úr samlitu rifsbandi. Þær, sem hafa minni tíma, ,gætu prjónað innri peysuna, sem er hcil upp úr og með stuttum ermum, en þá er bezt, að hafa lopann tvó- faldan. HANDA UNNUSTANUM í SJÁLFSMENNSKUNNI Gáið fyrst að, hvort hægt er að fá leðurveski í búðunum, svipað þessu að innan. Annars er hægt að búa það til úr þykku teppaefni og fóðra með einhverju góðu striga- efni. ..Almennt var að konur saum uðu rósir út í vettlinga og il- I-jppa“. Og því ekki að gera það nú. t. d. úr dökkgrænum lopa, með rauðri eða hvítri fit og sauma svo í á eftir úr fallega litum garnafgöngum. GÓÐGÆTISBAKKI Á BORÐ- IÐ í HORNINU Þennan bakka er mjög auðvelt að útbúa. Fóturinn er ferkantað- ur kubbur, stöngin sívöl og upp- mjó, úr tré. Fötin og stjörnuna má gera úr þykkum pappa eða kross- við, ef hann er fáanlegur. Stöngin, fötin og stjarnan eru svo lökkuð rauð, og konfckti, kökum og jóla- •góðgæti raðað á þau. hellt í vel smuröa ofnskúffu, breitt úr því og hálfbakað við heldur lítinn hita, ca. 175°. 175°. Á meðan þetta er að bak- ast er deigið í möndluhúöina látiö á plötu og þeytt stöðugt í þar til það mollar. Því er síð an smurt yfir kökuna og hún bókuð ljósbrún. Kakan er lát- in kólna ofur lítiö og síðan skorin niöur í smá tígla, sem verða ágætir á góðgætisbakk- ann ásamt fleiru góðgæti sem síffar mun koma hér. STOKKHÓLMSBRAUÐ 375 gr. hveiti. 250 gr. smjörlíki. 80 gr. sykur. 2 msk. mjólk. 2 tsk. kardimommur. 3 tsk. ger. 25 tsk. möndlur. Safi úr Vz cítrónu. Kardimommur og lyftiduft er blandað saman við hveiti og sykur, og smjörlíkið síöan mulið saman við, vætt í með mjólkinni og deigið síöan hnoðaö. Búnar til úr því 2 cm þykkar, sívalar lengjur, sem eru látnar bíöa dálitla stund. Lengjurnar eru síðan skornar niður á ská, lagðar á plötu með sárið upp í loft, pennslaðar með eggjadufti og mjólk og síðan stráð á þær möndlum og sykri. Bakaðar ljósbrúnar við meðalhita.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.