Þjóðviljinn - 15.12.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.12.1943, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN. — Miðvikudagur 15. des. 1943. Þióðviuinn Utgefanai: Sameiningarfiohjitir aibý&u — Sósíalistcfloiililirinn. Ritstjóri: Sigartur Gu&mundsson. Stjórnniálaritstjómt: Eir.ar Olgeirason, Sigfúa Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstclur: Auaturalrœti 12, aimi 227U. AfsrreiSala og augiýsingar: SkólavörSustíg 19, sími 2184. Prentsmiðia: Víkingsbrent h. /., GarÖaairœti i7. Áskiiftarverð: I Reykja'vík og igrenni: Kr. 6,00 á rnánuði. landi: Kr. 5,00 á mánuði. Uti á Steinmetz mikílmennið og hugvitsmaðurinn Hér er í stuttu máli lýst æviferli Charles P. Stein- metz, eins mesta snillings, sem uþpi hefur verið á sviði rafmagnsfræðinnar. Fyrir fáeinum árum var gerð kvik- mynd í Bandaríkjunum um ævi hans. En ekki er þýð- anda kunnugt, hvort hún hefur verið sýnd hér. Á svo að hlaupa heim? Fjárlögin eru afgreidd. Tillögurnar um framlög til endur- nýjunar fiskiflotanum felldar. Sömuleiðis fóru tillögurnar um að tryggja hlutarmönnum lágmarkslaun, en þeir hafa borið mjög smáan hlut frá borði, einkum á Norður- og Austurlandi. Tillög- ur um framlög til hvíldarheimilis sjómanna, tillögur um að miða styrk til bænda við efnahag þeirra. Allar þessar tillögur voru felldar, sömuleiðis fóru allar eða nær allar aðrar tillögur, sem horfðu til kjarajöfnunar og raunverulegra umbóta á atvinnuhátt- um þjóðarinnar. t Hinsvegar var samþykkt að útdeila til bænda 10 milljónum króna. Tíu milljónir voru settar til að nefna einhverja upphæð, þó allar líkur bendi til að þessi upphæð verði minnst 15 milljónir. Þessum milljónum á að úthluta eftir reglunni: Því ríkari sem bóndinn er, þeim mun meiri styrk skal hann fá. Ef bóndi, sem á 50 ær fær 1000 kr., fær nágranni hans, sem á 500 ær 10000 kr. Þetta er réttlæti þess Alþingis, sem sat á rökstólum fjóra síð- ustu mánuði ársins 1943. Ekki er saga þingsins þó öll sögð með þessu. Skattamálin eru á dagskrá. í neðri deild hafa tillögur sósíalista verið sam- þykktar um að afnema skattfrelsi hlutafélaga, en auka framlög til nýbyggingasjóða útgerðarmanna og tryggja, um leið, að þeir verið notaðir til að byggja ný fískiskip. Efri deild hefur fengið þessar tillögur til meðferðar. í efri deild hefur sameiginleg til- laga sósíalista, Alþýðuflokks og Framsóknarmanna, um eigna- aukaskatt verið samþykkt og send neðri deild. Það er mikil ástæða til að ætla að verulegur hluti Framsóknarmanna hafi fylgt þessum málum nauðugir. Fortíð flokksins og margendur- teknar yfirlýsingar bundu þá, hvað sem líður vilja þeirra á líð- andi stundu. Ennfremur liggur fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar um að leggja nýtt álag á allan innflutning til landsins og á allan tekju- og eignaskatt. Eysteinn Jónsson lýsti fylgi sínu við þetta frum- varp og mun hann þar hafa talað fyrir hönd Framsóknarflokksins. Sósíalistar og Alþýðuflokksmenn lýstu fullri andstöðu gegn því, Sjálfstæðismenn þögðu. Þeir munu þó hafa látið stjórnina vita, að þeir vildu bíða og sjá hvað setti, með framgang frumvarp- anna um eignaaukaskattinn og afnám skattfrelsis hlutafélaganna, og að þeir séu þá fyrst tilbúnir að taka afstöðu er séð verði örlög þessara frumvarpa. Þannig standa málin nú, og eru taldar allríkar líkur fyrir því, að lausn hinna „ábyrgu flokka“, — Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins — sem og ríkisstjórnarinnar muni verða að hlaupa frá öllu saman, láta skattafrumvörpin óafgreidd, sem og frumvarp ríkisstjórnarinnar. Með því móti verða Sjálfstæðismenn leystir undan að fá skattalög, sem mjög koma við hagsmuni hinna auðugustu. Framsóknarmenn leystir undan þeirri kvöð að þurfa að standa við gamlar yfirlýsingar og forna flokksstefnu, og bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn leystir undan því flóði reiðinnar, sem á þeim mundi skella, ef þeir færu að eigin vilja og vilja ríksstjórnarinnar og samþykktu frumvarp hennar um nýjar milljónaálögur á þjóðina, Allt ber þetta að einum og sama brunni. Þingmenn aftur- haldsins hafa fullan hug á að hlaupa nú heim, láta taflið falla, fara frá stórmálum óleystum. Næstu dagar leiða í ljós hvort svo fer sem hér er spáð, eða ekki. En fari nú svo, að þessi spá rætist, fær alþjóð manna nýtt íhugunarefni, eða réttara sagt, hún fær ennþá einu sinni tækifæri til að hugleiða þann sannleika, að flokkar auðvaldsins eru alls óhæfir til að leysa vandamál þjóðarinnar. Sá grundvöllur, sem þeir byggja á, er nú þegar svo sprunginn og skekktur, að yfir- byggingunni heldur við falli. Hagkerfi auðvaldsins og það þjóð- félagsform, sem á því er byggt, er orðið úrelt, á grundvelli þess verða engin vandamál leyst, þeim verður aðeins skotið á frest, það verður að hlaupa frá þeim óleystum. Þegar rafmagnssnillingurinn Charles P. Steinmetz varð bráð kvaddur í Schenectady í New York-ríki þann 26. október 1923, var látið svo ummælt af hálfu ameríska lista- og vísinda-aka- demísins: „Við lát hans hverfur af sjónarsviðinu einn af merk- ustu mönnum, sem heimuxinn hefur átt á sviði rafmagnsfræð- innar. Líf hans er sigurför at- burðamanns og atorku, sem þurfti að yfirstíga miklar hindr anir og heilsuleysi“. Vísindamennirnir litu á Stein metz sem hinn mikla rafmagns- verkfræðing, en almenþingur þekkti hann líka sem sósíalista um það leyti, sem sú hreyfing átti á að skipa mönnum eins og Eugene V. Debs, Charles E. Ruthenberg og fleiri herskáum mönnum. Steinmetz var formaður skóla nefndar og seinna forseti bæjar- stjórnarinnar í Schenectady á stjórnarárum George R. Lunn, sem var kosinn af sósíalistum. Hann var tryggur vinur Sovét- ríkjanna um það leyti sem þau voru umsetin af óvinum. Steinmetz fæddist í Breslau í Þýzkalandi, 9. apríl 1865. Fað- ir hans vann í járnbrautarskrif stofu. Steinmetz var bæklaður frá fæðingu, en það virðist, eins og oft er þekkt, aðeins hafa skerpt gáfur hans. STEINMETZ FLÝR ÞÝZKALAND Á skólaárum sínum í Breslau vakti hann undrun kennara sinna með gáfum sínum. Hann var ekki aðeins framúrskarandi í vísindum, heldur sökkti hann sér niður í sígildar bókmennt- ir og pólitíska hagfræði. Sökum þátttöku í sósíalistafélagi komst hann brátt í andstöðu við yfir- völdin, og árið 1888 neyddist hann til að flýja Þýzkaland. Hann hafði sem ritstjóri blaðs sósíalista í Breslau brotið „und- anþágulögin“, sem Bismark hafði komið á til að uppræta þýzku sósíalistahreyfinguna. Steinmetz lifði eitt ár í basli í Zurich í Svisslandi, og fékk sér svo far til Bandaríkjanna fyrir fjárhagslega hjálp stúdents, er fór með honum. Hann kom til New York 1. júní 1889, og voru innflytjendayfirvöldin hin treg- ustu að hleypa honum inn í landið, því þau óttuðust, að hann mundi verða byrði á hinu opinbera. Steinmetz fékk fyrst vinnu sem ritari í Yonkers-verksmiðj- unum. Verksmiðjueigandi varð svo hrifinn af rafmagnstilraun- um hans, að hann kom á fót rannsóknarstofu handa Stein- metz, sem var þá að fást við um- bætur á rafmagnsvélum. Eftir stuttan tíma var Stein- metz boðið að lýsa árangri rann sókna sinna fyrir Félagi amer- ískra rafmagnsverkfræðinga, og ekki leið á löngu áður en nafn hans var orðið frægt meðal vísindamanna. STEINMETZ STUÐLAR AÐ SKÓLABYGGINGUM Skömmu eftir að General Electric Co. var stofnað, 1892, gekk Steinmetz í þjónustu þess, fyrst í bænum Lynn og síðar í Schenectady. Hann var tengdur því félagi sem. ráðgefandi verk fræðingur til dánardags. Á þessu tímabili átti Stein- metz sem prófessor við Union College þátt í að mennta þús- undir rafmagnsverkfræðinga. Árið 1911, þegar Georg R. Lunn var kosinn af sósíalistum borgarstjóri í Schenectady, skipaði hann Steinmetz í skóla- nefnd borgarinnar. En nefndin kaus hann formann sinn. Hinn heimsfrægi rafmagnsfræðingur kynnti sér strax skólamál borg- arinnar og komst að þeirri nið- urstöðu, að skortur væri á skóla húsnæði fyrir 3000 börn. Þrír nýir skólar voru byggðir í borg inni vegna áróðurs Steinmetz. Fjórum árum seinna, 1915, var hann kosinn forseti bæjar- stjórnarinnar í Schenectady. Gaf hann sjálfur þá skýringu, að aðalástæðan til að hann gæfi kost á sér í þá stöðu, væri á- hugi sinn á skólamálum borgar innar. Áhugi Steinmetz á alþýðu- menntun var þáttur úr lífsskoð- Endanleg afgreiðsla mjólkurmálsins Neytendur fð stððina ekki í sínar hendur Valdalaus hræsnisnefnd í stað rannsóknarnefndar Ætla má að „mjólkurmálið“ svokallaða hafi nú fengið end- anlega afgreiðslu frá Alþingi. Tillögur sósíalista um að bærinn taki mjólkurstöðina í sínar hendur, og að bændur og neytendur semji um mjólkurverðið, sem bændur fá, liggur enn hjá nefnd, þar hefur hún hvílzt síðan 25. okt. og mun aldrei koma þaðan. Tillaga Gunnars Tlioroddsen um ýtarlega rannsókn á öllum þeim atriðum, sem mestu skipta um sölu og meðferð mjólkurinnar, framkvæmda af nefnd með rannsóknarvaldi var felld og í stað þess kemur valdalaus hræsnisnefnd, sem ætlað er að framkvæma málamyndarannsókn. Pólitískt er eftirtektarverðast hvemig Sjálf- stæðismeim og Framsóknarmenn hafa unnið saman í þessu máli, og hve gjörsamlega fulltrúar Sjálfstæðisflokksins liafa svikið umbjóðendur sína hér í Reykjavík. Tillaga sú sem samþykkt var í málinu er þannig: Miðvikudagur 15. des. 1943. — ÞJÓÐVILJINN. Verkamenn, bændur og menntamenn Sovétríkjanna hafa meö huga og höndum skapað nýjan heim á sjötta hluta jarðarinnar, heim þar sem arðráni manns af manni hefur verið útrýmt. Þeir hafa lagt að sér við bygginguna, og þeir eru reiðubúnir að leggja að sér til að vemda árangurinn af starfi sínu. — Myndin er frá risafyrirtœki fyrstu fimm ára áœtlunarinnar. — getið, fyrr en félagi Krishanov- ski, sem var formaður fyrstu opinberu nefndarinnar, sem gerði áætlanir um rafvirkjanir í Rússlandi, og nú er formaður Skipulagsnefndar ríkisins, tal- aði um yður. Hann sagði mér af því, hvað þér standið framar- lega í röð verkfræðinga heims- ins. Félagi Martens (Ludwig Mar tens, fyrsti fulltrúi Sovétríkj- anna í Bandaríkjunum, og verk fræðingur sjálfur, höf) kynnti mér ennþá betur störf yðar, er •••••••••••••••••••••••••••••••• EFTIR ••••••••••••••••••••••••••••••••• xSender Gariin •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• un hans. Einn af ævisöguritur- um hans segir svo: „Hann fylgdist af vakandi áhuga með þróun sovétskipulagsins“. Einu sinni, er hann fékk 1600 króna ávísun fyrir tímaritsgrein um rafmagnstækni, sendi hann á- vísunina jafnskjótt til nefndar, sem safnaði fé til kaupa á drátt | kvæmileik þess að koma á nýju þjóðskipulagi í stað kapítalism- ans, þjóðskipulagi sem mundi hefðuð fengið samúð með Sov- étríkjunum að sumu leyti vegna félagsmálalegra og stjórnmála- legra skoðana yðar, en á hinn bóginn hefðuð þér, sem fulltrúi rafmagnsvísindanna í einhverju mesta tæknilandi heimsins, sann færzt um nauðsyn og óhjá- arvélum fyrir Sovétríkin. Eftirtektarverðasta dæmið um hinn mikla áhuga Steinmetz fyrir Sovétríkjunum er bréf það, sem þessi heimsfrægi vís- indamaður skrifaði Lenín, þar sem hann bauðst til að aðstoða Sovétríkin við að framkvæma hina stórkostlegu áætlun Len- íns um rafvirkjun og rafmagns notkun. BRÉF LENÍNS Svar Leníns, dagsett 10. apríl 1922, er svona: „Kæri Steinmetz, Eg þakka yður hjartanlega fyrir hið vingjarnlega bréf yð- ar, dagsett 16. febrúar 1922. Þótt skömm sá frá að segja skipuleggja þjóðarbúskapinn og tryggja vellíðan almennings á grundvelli allsherjar rafvirkj- unar. í öllum löndum hpimsins fer vaxandi — reyndar hægar en æskilegt væri, en þó óstöðv- andi —, fjöldi þeirra vísinda- manna, tæknisérfræðinga og listamanna, sem er sannfærður um nauðsyn þess að mynda þurfi í stað kapítalismans ann- ars konar þjóðfélags- og hag- kerfi, og hafa ekki fælzt frá eða fyllzt ótta vegna hinna hræðilegu erfiðleika Sovétríkj- anna í baráttunni við allan auð- valdsheiminn, heldur hafa frem ur vegna þessara örðugleika öðl- hafði ég ekki heyrt nafns yðar|azt skilning á óhjákvæmileik þessarar baráttu og nauðsyn þess að gera allt, sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa hinu nýja til að sigrast á hinu gamla. Mig langar sérstaklega til að þakka yður fyrir boð yðar að hjálpa Rússlandi með upplýsing um og ráðum. Vegna þess að vöntun á opinberu og löglega stofnuðu sambandi milli Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna tor- veldar mjög bæði fyrir okkur og yður að framkvæma tilboð yðar, leyfi ég mér að láta birta bæði bréf yðar og svar mitt 1 þeirri von, að margt fólk, sem á heima í Bandaríkjunum eða í löndum, sem tengd eru verzlun arsamningum bæði við Banda- ríkin og Sovétríkin, muni að- stoða yður (með upplýsingum, þýðingum úr rússnesku á ensku o. s. frv.) við að koma þeirri ætlun yðar í framkvæmd að hjálpa Sovétríkjunum. Með beztu kveðjum, yðar Lenín. RÁÐGERIR FÖR TIL SOVÉTRÍKJ ANNA Steinmetz hafði vonazt til að geta komizt til Rússlands til að bjóða sig fram sem ráðunaut. En erfiðleikar þeir, sem stöf- uðu af skorti á eðlilegri sambúð milli Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna, hindruðu hann í að gera það eins fljótt og hann hefði kosið, og áður en ár var liðið dó hann. Charles Steinmetz var meðal hinna fyrstu af mikilmennum vísindaheimsins, sem kom auga á hina miklu þjóðfélagslegu möguleika hins nýja lífs í Sov- étríkjunum. Hið prússneska skipulag Bis- mark-stjórnarinnar, sem ofsótti Steinmetz og félaga hans á stúdentsárunum í Þýzkalandi, var fyrirrennari núverandi „ný- skipunar“ nazista. Væri Steinmetz á lífi núna, er lítill vafi á því, að hann mundi sjá í Sovétríkjunum, „sem hann hafði alltaf lifandi áhuga fyrir“, aðalvörð alls þess sem nokkurs er vert í menn- ingu nútímans. Seðlaveltan í október 133 milljónir króna Seðlar í umferð í októbermán- uði námu 133 millj. kr. Seðlaveltan minnkaði í mán- uðinum um 2,2 millj. kr., var 135,2 millj. í september. Á sama tíma í fyrra nam seðlaveltan 96 millj. kr. Seðlaveltan minnkaði um 1 millj. kr. í jan. s. 1. en hefur vaxið alla aðra mánuði þar til í október. „Skipuð skal 6 manna nefnd til athugunar á framleiðslu og sölu mjólkur og mjólkuraf- urða á verðjöfnunarsvæði Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. í nefndinni eiga sæti yfirdýra- læknir ríkisins og sé hann for- maður nefndarinnar, 2 menn úr bæjarstjórn Reykjavíkur og kosnir af henni, 1 úr bæjar- stjórn Hafnarfjarðar, skipaður af henni, mjólkurfræðingur skip aður af Búnaðarfélagi Islands, og einn skipaður af stjórn m j ólkursamsölunnar. op menning Framhald af 2. síðu. missti einnig marks, jafnvel þótt félagar Máls og menning ar væru neyddir til þess a'ð ljá slíkum fyrirtækjum lið, með því að annaö þeirra naut styrks frá verkalýðsfélögun- um, og hitt nýtur ríflegs ríkisstyrks, og ríkissjóðurinn er þó talinn almenningseign, þó að misjafnt kunni að vera deilt gæöunum. Allt þetta hefur Mál og menning staöið af sér, og vax- iö við hverja raun. Tryggð manna við félagið er óbilandi. Eg mun því seinn til aö trúa því, að félagsmenn bregðist ekki vel við, og bjóðist til að auka árgjald sitt til félagsins, gegn því að eiga von á að fá það margfalt endurgoldiö í úr valsbókum. J. Agnars. Norræn jól Norrœn jól 1943 eru nýkom- in ut. Heftið er hið vandaðasta að öllum frágangi, prentað á vandaðan pappír og prýtt mörg um myndum. í inngangsorðum ræðir ritstjór inn um hinn sameiginlega. menn ingararf Norðurlanda og nauð- syn nánari menningarsamvinnu milli þessara frændþjóða og vík ur þar m. a. að röddum, sem fram hafa komið um að fjar- lægja ísland frá hinum Norður löndunum með því að auka hér vestræn áhrif. Þá er ávarp frá Birni Þórðar syni forsætisráðherra, Norræn höll, eftir Guðlaug Rósinkranz; Kirkjur Norðurlanda eftir Bjarna Jónsson vígslubiskup; Jólaþula eftir Huldu; Jól í Dan mörku, eftir Ragnar Ásgeirsson; þá eru norrænir jólasálmar og myndir af kirkjum á Norður- löndum; Maríuvers, ljóð eftir Davíð Stefánsson, lag eftir Pál ísólfsson; Börn heimsins, Jón Eyþórsson þýddi; Þegar hátíð nálgast, eftir finnska rithöfund- inn Sillanpáá; Ættjörð, kvæði eftir Guðmund Böðvarsson; Sumarkvöld í Jörundargörðum vorið 1317, kafli úr sögunni Kristín Lafransdóttir eftir Sig- rid Undset; Leikarinn, J. M. þýddi. Þá er ennfremur stutt minn- ingargrein um tvo merka syni Noregs, sem látizt hafa á árinu, stjórnmálamanninn Mowinkel og Fredrik Paasche prófessor, og hefur Vilhjálmur Þ. Gísla- son ritað þá grein. Ennfremur er norrænn annáll og skýrsla um störf Norræna félagsins. Nefndin skal rannsaka og gera tillögur um þau atriði, er hér segir: 1. Á hvern hátt Reykjavík og Hafnarfirði verði bezt tryggð góð og holl neyzlumjólk. 2. Á hvern hátt verði tryggt að sem bezt verði fullnægt þörfum neyzlusvæðisins fyrir mjólk og mjólkurafurðir, svo sem smjör, skyr og rjóma, allt árið. 3. Athuga, hversu mikið mjólk urmagn hefur síðustu árin far- ið til neyzlu og hversu mikið til vinnslu mjólkurafurða. 4. Rannsaka dreifingar- og flutningsfyrirkomulagið að því leyti, sem það getur haft áhrif á gæði mjólkurinnar og tryggt það, að jafnan sé á markaðinum næg sölumjólk. Jafnframt skal athugað, hvort ekki sé rétt að taka upp skömmtun á mjólk þá tíma árs, er minnst mjólkur- magn berst á markaðinn, og gera tillögur um þessi atriði. 5. Gera tillögur um, hversu auka megi mjólkurneyzlu ís- lendinga, eftir að hið erlenda setulið hættir mjólkurkaupum. 6. Gera tillögur um, hversu bezt verði háttað friðsamlegum viðskiptum framleiðenda og neytenda um mjólkursölumál- in. » Nefndin skal hefja störf sín og ljúka þeim svo fljótt, sem verða má. Skylt er stjórn mjólk- ursamsölunnar og framkvæmda stjóra hennar að veita nefnd- inni allar þær upplýsingar, er hún kann að óska eftir og lúta að starfi hennar. 2. Fyrirsögn tillögunnar orðist svo: Tillaga til þingsályktunar um nefnd til að athuga og gera til- lögur um skipun mjólkurmála.11 Innlög í bönkunum 523,3 milljónir króna Innlög í bankana jukust í okt óbermánuði um 27,5 millj. kr. og námu þá 523,5 millj. kr. Á sama tíma í fyrra námu þau 333,9 millj. Útlán bankanna minnkuðu í mánuðinum um 13,5 millj. kr. námu 180,5 millj., en voru á sama tíma í fyrra 157 millj. kr. M. Undanfarin misseri hefur engin bók selzt örar í Bandaríkjunum en hin tímabæra og snjalla bók Wendell L. Willkie: NÝR Bókin greinir frá hnattflugi Willkies, þegar hann hitti að máli marga nafnkenndustu forustumenn hinna sameinuðu þjóða á sviði hernaðar og stjórn- mála, og skoðunum hans um þá veröld, er rísa skuli úr hafróti styrjaldarinnar. Myndir þær, sem hann dregur upp fyrir lesand- anum af för sinni og kynnum af mest umtöluðu mönnum heimsins eru ógleymanlegar hverjum þeim, er bókina les. í Ameríku hefur bók þessi fengið afburða góðar viðtökur. Margir af snjöllustu blaðamönnum og gagnrýnendum Bandaríkjanna hafa lokið upn ein- um rómi um það, að hér væri óvenjulega athygl- isverð bók á 'ferð. Hér fara á eftir nokkur blaða- ummæli um bókina: William L. Shirer, blaðamaðm*: „Árum saman hef ég ekki lesið bók, er hefur jafn mikið aðdráttarafl og þessi. Hún er fjörlega rituð, full af skarp- legum athugunum og greinir frá ótrúlegum fjölda staðreynda, sem hvorki ég eða þú höfum hugmynd um, enda þótt við eigum að hafa það. Eg las hana í einni lotu.“ Booth Tarkington, rithöfundur: „Bók þessi segir okkur það, er okkur ber skylda til að vita, rituð af afdráttarlausri hreinskilni..“ John Gunther, rithöfundur: „Það er aðeins eitt um þessa bók Wendell Willkies að segja — það er bók, sem hverjum einasta Ameríkumanni ber að lesa.“ Raymond Clapper, blaðamaður: „Enginn maður, sem þátt tekur í opinberu lífi, getur leyft sér að vera ókunnugur þeim boðskap, er herra Willkie hef- ur að flytja eftir hnattflug sitt.“ Eignist þessa bók — lesið hana með athygli. Yð- ur iðrar þess ekki. Hún á erindi til allra. — Fæst hjá bóksölum. Bfibaítillia Giðifins 0 iiflifiassDaar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.