Þjóðviljinn - 15.12.1943, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.12.1943, Blaðsíða 8
Næturlæknir er * LæknavarðstöíJ Reykj a víkur, Austurbæj arskólanum, sími 5030. Ljósatími ökutækja er frá kl. 3 að kvöldi til kl. 9,35 að morgni. Nœturvörður er í Reykjavíkur- Apóteki. Fulltrúaráð verklýðsfélaganna held ur fund á morgun kl. 8,30 á Skóla- vörðustíg 19. Félag járniðnaðarmanna heldur fund í kvöld kl. 8 í Baðstofunni. Sigurður Thoroddsen verkfræð- ingur flytur erindi á fundinum. Sveinafélag húsgagnasmiða heldur fund i kvöld kl. 8.30 í Prentarafé- lagshúsinu, Hverfisgötu 21. Útvarpið í dag: 20.00 verður endurvarpað jólakveðj- um frá Danmörku, nær klukkustund, að því er ætla má, og breytist hin auglýsta dagskrá eftir þörfum í sam- ræmi við það. 20.30 Kvöldvaka. YFIRLÝSING. Guðni Pálsson skipstjóri hefur beðið Þjóðviljann að birta eftirfar- andi yfirlýsingu: „Hér með segi ég mig úr Alþýðu- flokknum, vegna þess að ég hef ekki getað fundið mann í flokknum, sem hefur getað fetað í fótspor Jóns Baldvinssonar.“ Reykjavík, 13. des. 1943. Guðni Pálsson, skipstióri, Úrslitaátök styrjaldarinnar Framhald af 1. síðu. don mundi halda fyrsta undir- búningsfund sinn í dag. Eden lét m. a. svo um mælt um Júgóslavíu, að það væri stefna Breta að styðja öll þau öfl, sem berðust gegn Þjóðverj- um. Herir Titos hefðu mánuð- um saman barizt af mikilli hreysti og neytt Þjóðverja til að senda mörg herfylki til Júgó slavíu. Hin nýja stjórn gerði ekki kröfu til yfirráða yfir öðr- um hlutum Júgóslavíu en þeim sem væru á hennar valdi, og væri vel ljóst, að hún væri bráðabirgðastjórn þangað til þjóðir Júgóslavíu gætu aftur kosið sér stjórn með frjálsu móti. Um Grikkland sagði hann, að þar væri fjöldi vopnaðra flokka með mismunandi skoðanir á ýms um málum, sem berðust af meira eða minna krafti við Þjóðverja. Sagði hann það vera áhugamál brezku stjórnarinnar að þessir flokkar sameinuðust í baráttunni gegn Þjóðverjum. Eden talaði mjög lofsamlega um baráttu frönsku þjóðarinnar heima fyrir og framgöngu frönsku hersveitanna, sem berð ust við hlið Bandamanna. Lét hann í Ijós mikla samúð með frönsku þjóðinni í raunum henn ar, og kvaðst þess full viss, að hún ætti glæsilega framtíð í vændum. Létu þingmennirnir hinn mesta fögnuð í ljós við þessi orð. ' Eden kvað hinn mesta mis- skilning, að Bretland, Sovétrík- in og Bandaríkin ætluðu sér að skipa málefnum meginlands Ev- rópu að eigin geðþótta eftir stríð ið. V erzlunar jöfnuðurinn óhagstæður um 14,5 milljónir króna Samkvæmt nýútkomnum Hag tíðindum er verzlunarjöfnuður- inn fyrir tímabilið frá ársbyrj- un til októberloka óhagstœður um 14,5 millj. kr. Inn- og útflutningurinn á fyrrnefndu tímabili hefur verið sem hér segir: (í þúsundum króna, fremri dálkurinn innflutt, síðari út- flutt). Janúar 22 728 7 024 Febrúar 12 803 7 846 Marz 23 835 25 035 Apríl 18 005 23 278 Maí 21062 22 338 Júní 21 727 24 660 Júlí 17 724 29 662 Ágúst 17 297 15 188 September 23 760 19182 Október 27 692 17 848 Samtals: 206 633 192 061 Á sama tíma í fyrra nam út- flutningurinn 181,489 millj. og innflutningurinn 191 mill. kr. Austurvígstöðvarnar Framh. af 1. síðu. á virki Þjóðverja í úthverfum hennar. Á Kieff-vígstöðvunum hrundu Rússar hinum hörðustu áhlaup- um Þjóðverja fyrir suðvestan Malin og ollu miklu tjóni í liði þeirra, en fyrir sunnan Malin hafa þeir yfirgefið Radomisl um JJ0 km. fyrir vestan Kieff. .......................... Tvöföldu KÁPURNAR eru komnar. Einnig barnarykfrakkar Ægít til Vestmannaeyja kl. 8 í kvöld með póst og farþega. Esjíi til Vestfjarða kl. 12 á hádegi f dag. Um næstu helgi fer skipið til Austfjarða og verður tekið á móti flutningi til hafna frá Fáskrúðsfirði til Seyðisfjarðar á morgun. Pantaðir farseðlar óskast sóttir á föstudag. Helgí tekið á móti flutningi til Vest- mannaeyja árdegis á morgun. Námsflokkar Reykjavíkur Vegna árshátíðar í Lista- mannaskálanum á föstudag- inn kemur, fellur öll kennsla niður það kvöld. Þeir þátttakendur náms- flokkanna sem vilja fá að- göngumiða að árshátiðinnií vitji þeirra í kvöld kl. 8—10 í Miðbæjarbarnaskóla. Forstöðumaðurinn. frá 12—14 ára. Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5 Sírni 1035 cíninnnnnnnjnnni W W ^ W W W W ™ ™ Sá sem fékk 110 volta borvél lánaða hjá okkur í sumar, er góðfúslega beð- inn að skila henni strax. ScgíiSI hX Booker L Washingfon Menningarfrömuður negranna í Norður-Ameríku. Saga þessa víðfræga forustu- manns og frelsishetju svert- ingjanna í Ameríku er komin út og fæst í öllum bókabúð- um. Barnafðt í heildsölu. Verksmiðjan Skírnir hf. Hverfisgötu 42. Sími 2282. Matsolubúðín Aðalstræli 12 i Seljum út smurt brauð og annan lagaðan mat til daglegrar notkunar. Sömuleiðis allan veizlumat. — Sími 2556. ......... NÝJA BÍÓ ••••< SÖNGDÍSIN (Juke Box Jenny). Skemmtileg söngvamynd. KEN MURRY, HARRIET HILLIARD. Sýnd kl. 7 og 9. : Kappaksturshetjan (Golden Hoofs). ] JANE WITHERS, ] CHARLES (Buddy) ROG- • ERS. 5 Sýnd kL 5. •»«« TJARNAK BÍÓ *••••• GLERLYKILLINN • (The Glass Key) : Alan Ladd • • Brian Donlevy ; ; Veronica Lake • • Bönnuð fyrir böm innan 16 • ; ára. • Sýning kl. 5, 7 og 9. Hringið í síma 2184 og gerizt áskrifendur- Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við aridlát og jarðarför föður okkar JÓHANNESAR JÓHAþJNESSONAR. Guðrún Jóhannesdóttir. Svanborg Jóhannesdóttir. Þuríður Jóhannesdóttir. Daði Jóhannesson. Skúli Jóhannesson. Sðsíalistafélag Reykjavíkur heldur skemmti- og fræðslufund fyrir félagsmenn og gesti þeirra í Listamannaskálanum í kvöld kl. 8% DAGSKRÁ: 1. Kvikmyndasýning (íslenzk talmynd). 2. Gunnar M. Magnúss rithöfundur les úr hinni nýju bók sinni „Hvítra manna land“. 3. Þóroddur Guðmundsson alþm.: Ræða. 4. Björn Franzson les úr sögu Kommúnista- flokks Sovétríkjanna- 5. Ársæll Sigurðsson, formaður félagsins, seg- ir nokkur lokaorð. Aðgöngumiðar á 3 kr. verða seldir í skrifstofu félagsins, Skólavörðustíg 19, í dag kl. 4—7 og við innganginn, verði eitthvað eftir óselt. STJÓRN SÓSÍALISTAFÉLAGS REYKJAVÍKUR. TILKYNNING Viðskiptaráðið hefur ákveðið að frá og með 15. desember 1943, skuli útsöluverð allra innlendra bóka sem gefnar hafa verið út eftir 1. október 1942 lækka um 20%. Frá sama tíma er bókaútgefendum ekki skylt að greiða bóksölum hærri sölulaun en 20% af útsöluverði bóka. Telji útgefandi, að með þessu móti lækki útsölu- verð bókar svo mikið, að tap verði á útgáfunni, er verðlagsstjóra heimilt að breyta verðinu, að fengn- um þeim upþlýsingum, sem hann telur nauðsyn- legar. Frá sama tíma er bókaútgefendum skylt að senda skrifstofu verðlagsstjóra í Reykjavík nákvæma skýrslu um útgáfukostnað sérhverrar bókar og stærð upplags, og er óheimilt að ákveða söluverð bóka án samþykkis verðlagsstjóra. Reykjavík, 14. des. 1943. VERÐLAGSSTJÓRI. Jólahangikjötið er komið Kjöt & Fiskur Símar: 3828,4764

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.