Þjóðviljinn - 16.12.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.12.1943, Blaðsíða 3
'Fimmtudagur 16. desember 194S ÞJÓÐVILJINN Vantar leildiús í nútímastíl Um aldamótin síðustu, eöa fyrir fjörutíu árum, þegar Reykjavík hafói 5000 íbúa, voru hér fjögur samkomuhús fyrir utan kirkjur og gilda- skála, Iðnó, Báran, Gúttó og Fjalarkötturinn. Þau höfðu sæti fyrir þúsund manns. Tvö þeirra voru leikhús, Iðnó og Fjalarkötturinn. Nú er bær- inn meira en átta sinnum stærri, en samkomuhúsum hefur fækkað, ekki aðeins þótt bíóin séu undan skilin, sem voru óþekkt fyrir fjöru- tíu árum, heldur þótt þau séu meðtalin. Báran og Fjalarkött- urlnn, sem höfou um 500 ,sæti, hafa verið lögð niður ,sem skemmtistaðir Reykvík- inga. Iönó gamla er eina leik húsið. Ef við byggjum við sarna kost á þessu sviði og fyr ir 40 árum, ættum við nú aö hafa sæti í samkomuhusum fyrir meira en 8000 manns. ,Séu bíó talin, en þau hafa 1500 sæti öll, höfum viö nú samkomuhús fyrir rúmlega tvö þúsund manns, þ. e. að- eins helmingi fleiri en um aldamótin, þótt bærinn hafi áttfaldazt. Ef við drögum bí- óin frá, höfum við í samkomu húsum einn sextándahluta úr sæti nú móti einu sæti um aldamótin. í meira en áratug hefur „þjóöleikhúsið“ svokallaöa verið ein aðalhindrun þess, að við eignuðumst samkomuhús. Ágætur rithöfundur sagði fyr- ir nokkrum árum, á prenti, um þessa einkennilegu bygg- ingu, að hún stæði þarna sem minnisvarði yfirborösmennsk- unnar í íslenzkum menning- armálum síðasta áratugar; allt miðað við aö sýnast, ekk- ert að vera. Vegna þessarar byggingar hefur ekki verið hafizt handa um að byggja nothæft leikhús, þannig að leiklist, leikritagerð og önnur sú menning, sem þroskast kringum leikhús, hefur dreg- izt aftyr úr á tímabili þegar aðrar listir voru í uppgangi. Nú er rætt um að fullgera þetta hús, og byggingameist- arinn lét hafa eftir sér í blöð um nýlega, að hann hefði pantað bækur frá Ameríku til að lesa um hvernig leikhús eiga að vera aö innan. Um það er ekki nema gott að segja; þó hefði hann mátt fá sér slíkar bækur fyrr, helzt áöur en hann gerði uppdráttinn og ákvað tilhögun hússins. Stórfé hefur nú staðið á annan áratug óvaxtað í þessu dauða bákni, en húsið drabb- ast niður að innan, jámverk ryðbrennur, leiðslur eyðileggj- ast. Það er einkennilegt að kunna ekki að geyma fé betur. Nú þegar fullsmiöun húasins er í ráöagerð, kemur bæði kostnaðarhliöin og not- hæíið aftur til umræöu. Áriö 1935 var í verkfræöi- legum útreikningi áætlað, aö kostnaöur viö innréttingu hússins yrði h. u. b. 800 þús- i und krónur. Sérfróðum mönn um ber saman um, aö með verölagi nú sé ekki ofílagt aö s,exfalda þá tölu, a. m. k. að því er snertir innlent efni og vinnu Þannig má gera ráö fyrir, að það kosti nú allt að 5 millj- ónum króna aö innrétta þetta hús. 1935 mátti gera hentugt nýtízkuleikhús hér meö sama sætafjölda, 800 sætum, fyrir jafn mikiö og þá kostaði að fullgera „þjóðleikhúsið", og hefði þó verið fé aflögu til að hreinsa lóðina austan við Þjóð- minjasafnið. Þetta „þjóöleikhús“ hefur fáa kosti góðrar leikhússbygg ingar, en marga. galla. Plani leikhússins, hugmynd og til- högun, svipar lítið til nútíma leikhúsa, heldur viröist vera sniðiö eftir leikhúsum fyrri tíma, þar setn m. a. er gert ráð fyrir ákaflega miklu starfsmannahaldi, en slíkt fer mjög 1 bága viö nútímaviö- leitni í rekstri leikhúsa. Þótt rúm sé furðu mikiö í húsinu, notast illa að því, mikiö fer í ganga og fatageymslur, auk allskonar króka og kima, eins og jafnan vill verða um „fac- ade-arkitektur“, þar sem fyrst og fremst er hugsað um ytra útlit, án tillits til ná- kvæmrar innanskipunar. Til er í húsinu „herbergi“ í laginu eins og bókstafurinn vaff lagður á hliðina, og önn ur þar sem aðeins rönd af glugga gægist upp yfir gólf- brún. Allir, sem eitthvert skyn bera á leikhús, sjá van- hæfi hússins til þeirrar notk- unar, sem því er ætluð. Eitt fyrir sig er hinn mikli mis- munur á gæðum sæta, sem er eitt dæmi um miöaldafyr- irkomulag í tilhögun leikhúsa. Nútímaleikhús eru þannig byggð að öll sæti séu í raun réttri jafn góð, þótt þau séu höfð mismunandi dýr. Efri pallsætin í „þjóðleikhúsinu" eru til dæmis mjög óhentug, og liggja svo hátt, að þau samsvara fátæklingapöllum í úreltum leikhúsum frá tím- um aðalsvaldsins; aðeins nokkur hluti leiksviðsins sést úr þessum sætum. Óskiljan- leg mistök eru það, að ekki skuli hafa verið gert ráð fyrir hljómsveitarhólfi í „þjóðleik- húsinu“. Gryfja sú, þröng og óheyrilega djúp, sem útbúin hefur verið framan við sviðið, virðist hafa einhvem allt ann an tilgang. Sérfróðir menn telja miklum erfiðleikum Tvær skáldsögur um styrjöldlna á austur- vígstöðvunum eftir Bandaríkjamanninn Erskine Caldwell og Pól- verjann Wanda Wassil- evska Meðal peirra þýddra bóka, |ý skáldsaga eftir Qiaf Jóh. Sigurðsson væntanleg sem vœntanlegar eru á mark- aðinn nú jyrir jólin eru tvær skáldsögur, sem taka efni sitt úr styrjöldinni á austurvísstöðv unum, og hafa vakið mikla at- hygli. Það er skáldsaga bandaríska skáldsagnahöfundarins Erskine Caldwélls, „Nóttin langa“, en þar er lýst baráttu skærulið- anna í vesturhéruðum Sovétríkj anna, bak við víglínu Þjóðverja. Caldwell dvaldi í Sovétríkjun- um haustið 1941 og hefur þaðan efni í bókina. Hinni miskunnar lausu og hörðu baráttu er lýst á þann einfalda og áhrifamikla hátt sem Caldwell er laginn, og þeir þekkja, sem lesið hafa „Tobacco Road“ eða „Gods Little Acre“. Hin skáldsagan mun þó þykja enn nýstárlegri, en það er „Regnbogi“, eftir pólsku skáld- konuna Wanda Wasilevska. Bók þessi lýsir lífinu í úkrainsku þorpi er hernumið hefur verið af nazistum, og er bersögul og áhrifamikil. Skáldsaga þessi hlaut Stalín- verðlaunin 1943 og það er mesta bókmenntaviðurkenning, sem skáldi hlotnast í Sovétríkjunum. Hafa Stalínverðlaunabækur síð ustu ára vikið mikla athygli, t. d. skáldsaga Ilja Erenburgs „Fall Parísar". Ólafur 'Jóh. Sigurðsson hefur nýlokið við skáldsögu, er kem- ur út á næstu mánuðum. Ólafur fer í vetur til Banda ríkjanna og mun dvelja í New York nokkurn tíma til að kynna sér bandarískar bókmenntir. Tíðindamaður Þjóðviljans bað Ólaf að segja lesendum eitthvað um nýju bókina, en hann vildi sem minnst um hana segja. Það eru tvö ár síðan hann byrjaði á þessari sögu, í desem- ber 1941, og vann þá talsvert að henni til febrúarloka 1942, en lagði hana svo á hilluna nokkra mánuði. Mestur hluti bókarinn- ar er skrifaður á þessu ári, eink um síðustu mánuðina, og hún öll endurunnin. Verður hún að líkindum á fimmta hundrað prentsíður. Efnið er æviferill íslenzkrar sveitakonu, og er þessi bók hugsuð sem fyrsta bindi af þremur. — Aðalpersónunni er fylgt þar frá bernsku til tví- tugs, og má þetta bindi teljast sjálfstæð saga þó von sé á fram- haldi. Ólafur býst við að ljúka öðru bindinu á næsta ári. Þetta verður sjötta bók Ólafs Jóh. Sigurðssonar. Fyrstu bæk- hans, barnabækurnar Við ur Wanda Wassilevska hefur tek ið mikinn þátt í baráttu frjálsra Pólverja og verið fréttaritari á austurvígstöðvunum mánuðum saman. bundið að gera hljómsveitar- hólf í leikhús þetta og jafn vel ekki hægt, nema með til- færslum á burðarstoðum leiksviðsins. En leikhús án hljómsveitarhólfs mundu menn aldrei reisa nú á tím- um. Annað atriði sízt ómerki- legra, hljóta allir leikarar og leikstjórar aö reka augun í, þegar þeir skoða húsið innan, og það eru hinir ógurlegu veggir, 60—70 cm. þykkir, sem umlykja leiksviðið og hljóta að tefja allt starf á bak við tjöldin.. Viimustofa leiktjalda málara er svo lág undir loft, að leggja verður tjöldin á gólf ið meðan unnið er að þeim, og mun erfitt að finna lista- mann sem sættir sig við þau vinnuskilyrði. Eins atriðis má enn geta, þótt ekki snerti beinlinis nothæfi hússins, en það eru hvelfingarnar. Nú- tímameistarar leitast við að gera hvelfingar stórbygginga sem léttastar en hér hefur verið dengt kynstrum af járn- bentri steinsteypu í hvelfing- arnar og sett síðan í hana kantað griót tilbúið, sem á að vera stæling á „íslenzku" stuðlabergi, (mætti skjóta því hér inn. að mvndanir í grjóti eru þióðernislausar). Af ríti sem byvgineameistarinn, hr. Guðjón Samúelsson, hefur gef ið út með titlinum „íslenzk byggingarlist" (sérprentun úr Tímariti V. F. I. 1933), en þaö eru lýsingar á nokkrum hús- um eftir sjálfan hann, verður ekki séð, að þegar hann gerði uppdrátt „þjóðleikhússins“ hafi hann fyrst og fremst haft leikhús í huga, heldur- einkum verið um það hugað að gera „einskonar ævintýra- borg, einskonar álfakonungs- höll“. Hann segir orðrétt: „Því þá ekki að búa til ein- hverja klettaborg yfir allt það ævintýralega líf, sem sýnt er á leiksviði“. Um slíka athugasemd er ekki annað að segja en það, að fyrr getur natúralisminn orðið plága en byggingameistarar taki upp á að líkja eftir klettum, þeg ar þeir byggja nútíma menn- ingarstofnanir. Allir, sem eitthvert skyn- bragð bera á leikhússtarfsemi, eru á einu máli um, að betra væri að reisa nú nothæft og fal- legt leikhús, miðað við tækni, þarfir og hugmyndir nútím- ans, á fögrum og heppilegum stað, fyrir 5 milljónir króna heldur en kasta þeim 1 aö fuúgera byggingu, sem svarar ekki betur kröfum manna um leikhús en þessi gerir. H, K. L. Ólafur Jóh. Sigurðsson Álftavatn og Um sumarkvöld, urðu mjög vinsælar og skáld- sögur hans og smásögur hafa síðan skipað honum í fremstu .röð ungra rithöfunda. „Skugg- arnir af bænum“, skáldsagaj kom út 1936, og fjórum árum síðar „Liggur vegurinn þangað“, bók, sem mjög var umdeild, en markaði tvímælalaust mikilvæg an áfanga á rithöfundarbraut Ólafs. Síðasta bók hans, smá- sagnasafnið „Kvistir í altarinu“, fékk mjög góða dóma, og mun öllum, sem fylgzt hafa með bókum Ólafs, tilhlökkunarefni að fá langa skáldsögu frá hans hendi. íslaiid fierklalsust Framhald af 2. síðu. sama tíma sem heilbrigðis- stjórnin hefur sókn gegn berklunum á öörum sviöum, — með heilsuverndarstöövum, leit að smitbérum o. fl. — Þetta ástand teljum við ó- hafandi. — Er undirbúningur haf- inn að byggingu hælisins? — Til þessa hefur undir- búningurinn nær eingöngn snúizt um öflun peninga. Þó hefur innan miðstjórnarinnai alimikið verið rætt um stað íyrir hælið og störf fyrir vist- menn hælisins, án þess að fastar ákvarðanir hafi verið teknar. — Hvenær gerið þið ráð fyrir að hægt verði að hefj- ast handa um byggingu hæl- isins? Andrés stendur á fætur og segir brosandi: — Við höfum alltaf verið bjartsýnir og enn sem komið er hafa hinir fjölmörgu vel- unnarar S. í. B. S. séð um að sú bjartsýni hefur ekki orðið sér til skammar. Við vonum að hægt verði að byrja á byggingu hælisins næsta ár. En hvort sem svo verður eöa ekki, þá erum við ákveðnir í að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að flýta sem mest fyrir því1 að þessi þarfa stofnun komist á fót sem fyrst.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.