Þjóðviljinn - 16.12.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.12.1943, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN. — Fimmtudagur 16. des. 1943. jjni m n^fn Utgefcndi: SQmeiningarjloh/itir cnbý£u — o6slcl:3tGjiC>kkMrimi. Ritstjóri: Sieartur Guðmundsbun. . Stjórnn. álaritstjóírtf: Eir.ur Olgetrsson, 5». Sigurhjartarson. Ritstjórnarskriís*cU' : A uslurstrœti 12, sfrrA 2271). Afgr-iosla og auglýsingat: Skól'ivörðustíg 19, simi 2184. Prentsmiðja: Vikingsprent /*. /., OarZQairœri 17. Áskiiftarverð: I Reykjavík og 'igrenni: Kr. 6,öö á mánuði. — Öti á landi: Kr. 5,00 á mánuði. Kj ð( ver ðshney kslið 1942 %y&r'Xt'^+ .■■■■■■, Blaðið, sem vekur sundrung, sundrungar- innar vegna Það er til blað hér í borginni, sem kallað er Alþýðublaðið. Tvö heit áhugamál hefur þetta blað átt á síðari tímum, það fyrsta að ófrægja starf 6-manna-nefndarinnar og vekja úlfúð milli bænda og launþega við sjóinn, og þar næst hitt, að sundra þjóð- inni í sjálfstæðismálinu, en í því máli er henni mest þörf að standa sameinuð. Það vill nú svo til, að í hinu fyrrnefnda máli liggja nú fyrir gögn, sem varpa ljósi yfir það hlutverk, sem Alþýðublaðið hefur valið sér. Hagstofustjóri hefur samkvæmt ósk ríkisstjórnarinnar reikn- að út hvað verðlag hefði átt að vera á landbúnaðarafurðum árið 1942, ef samkomulag sex-manna-nefndarinnar hefði þá verið í gildi. Niðurstaða hagstofustjóra er sú, að framleiðslukostnaður hafi verið 39% lægri hjá bændum 1942 en 1943. Verð á land- búnaðarafurðum hefði því átt að vera þeim mun lægra þá en nú, og mun sú heildarupphæð, sem bændur hafa fengið fyrir fram- leiðslu sína, fram yfir það, sem verið hefði, ef verið hefði verð ákveðið eftir reglum sex-manna-nefndainnar, nema mörgum milljónum króna. Alþýðublaðið ætti að gefa þessari staðreynd gaum, en lík- lega er bezt fyrir það að reyna ekki að draga af henni ályktan- ir, því þær geta ekki orðið. nema á einn veg, þann, að ef sex- manna-nefndin hefði ekki komizt að samkomulagi, og þeir Ing- ólfur og Sveinbjörn hefðu ákveðið verðlagið í haust, hefðu neyt- endur orðið að borga nokkrum milljóum meira fyrir mjólk og kjöt á tímabilinu frá 15. sept. 1943 til jafnlengdar næsta ár, heldur en þeir nú gera, og þar með kemur í ljós að allt, sem Alþýðublaðið hefur sagt um að sex-manna-nefndin hafi skaðað neytendur er þvættingur einn og ekkert annað. Hið mesta óhag- ræði, sem fulltrúar neytenda í þeirri nefnd gátu gert umbjóð- endum sínum hefði verið að kljúfa nefndina, þeir hefðu með því skaðað þá um nokkrar milljónir króna. Einu sinni enn þykir rétt að minna á, að það voru sósíalistar einir, sem greiddu atkvæði gegn uppbótartillögunni frægu, sem olli ríkissjóði 15 milljón króna útgjöldum vegna landbúnaðar- uppbóta 1942, það eru þeir sem fyrst og ákveðnast hafa mælt gegn því að borga niður verð á landbúnaðarafurðum á inn- lendum markaði, og -það eru þeir sem hafa beitt sér fyrir því, að bændur og neytendur semdu um afurðaverð, og að það verð væri greitt án allrar niðurborgunar úr ríkissjóði, og öllum bænd- um tryggð, eftir því sem við verður komið, sæmileg laun fyrir vinnu sína, án þess þó að greiða stórauðugum mönnum úr bænda- stétt stórfé úr ríkissjóði. Stefna sósíalista í þessu máli er raunhæf og sanngjörn, hún er ekki byggð á fálmi eftir kjósendafylgi, heldur á þvi sem bezt hentar bændum og launþegum. Stefna Alþýðublaðsins er hins- vegar byggð á því einu, að reyna að blekkja almenning, að reyna að koma áf stað óvild milli þeirra, sem að sjó búa og hinna sem í sveit eru, í þeirri von að það og flokkur þess geti leikið einhvers- konar forustuhlutverk fyrir þá, sem takast kann að gera óánægða við sjávarsíðuna. Alveg gegnir sama máli um afstöðu Alþýðublaðsins til sjálf- stæðismálsins. Málið sjálft er því ekkert, að skapa sundrung er því allt, og þessa sundrung vill það skapa til þess að geta leikið forustuhlutverk. Það er ömurleg aðstaða, sem blað þetta er komið í, það hefur tapað stefnumálum pg áhuga, það hefur fyrirgert fylgi Alþýðu- flokksins, það á ekkert eftir sem flokksblað má prýða, þess eina von er að vekja sundrung um hin beztu mál, sundrung, sundr- ungarinnar vegna. Er hægt að sökkva dýpra? Þetfa kemur í l|ós, ef verðákvorðunín 1942 er borín sam- an víð verðlagsgrundvöli 6>manna nefndarinnar Samkvæmt ályktun Alþingis hefur Hagstofa ís- lands reiknað út hvernig verðlag á landbúnaðarvörum hefði átt að vera undanfarin ár, ef lagt hefði verið til grundvallar við verðákvörðunina samkomulag 6- manna-nefndarinnar nú. Eru niðurstöður Hagstofunn- ar hinar fróðlegustu og verða hirtar hér á eftir. Þessir útreikningar leiða það m. a. í ljós, að á ár- inu 1942 hefur kjötverðið verið ákvarðað alltóf hátt, svo hátt, að þegar nánar er útreiknað, þá munar það raunverulega 10 milljónum króna sem útsöluverðið á öllu kjötinu er hærra en átt hefði að vera. Samkvæmt útreikningi Hagstofunnar hefði kjöt- verðið til bænda átt að vera 3.59 á kíló 1942. Við það bætast ca. 60 aura á kíló í heildsöluálagningu og 12% í smásöluálagningu, svo útsöluverð hefði átt að vera ca. 4.69 kr. á kíló. En það var 6.40 á kíló. Þetta var svo niðurborgað innanlands með framlögum úr ríkis- sjóði og verðuppbætt að því leyti, sem það var flutt út- Alls mun kjötframleiðslan 1942 hafa verið um 6000 tonn (þaraf ca. 4500 selt innanlands). Ef reiknað er með því að verðið á kíló hafi verið 1.71 kr. of hátt, þá hefur verið borgað ca. 10.260.000 kr., — eða rúmum 10 milljónum króna meira frá neytendum og ríki fyr- ir kjöt þetta en gert hefði verið, ef samkomulag 6- mannna-nefndarinnar hefði verið lagt til grundvallar við verðákvörðunina 1942. Sex-manna-nefndin hefur sætt miklum og óréttmætum á- sökunum fyrir starf sitt. En þessi útreikningur Hagstofunn- ar sýnir bezt, hver hagur neyt endum hefði verið að því að samkomulag hennar hefði gilt öll stríðsárin — og hvernig landinu hefði verið forðað frá miklu dýrtíðarflóði, ef svo hefði verið að farið, í stað þess að láta einræði pólitískra braskara leiða hið ægilega dýrtíðarflóð haustsins 1942 yfir landið. Skýrsla Hagstofunnar fer hér á eftir: „Með bréfi ráðuneytisins dags. 9. okt. þ. á., var mér send þings ályktun um öflun gagna varð- andi ákvörðun verðlags á land- búnaðarafurðum með fyrirmæl um um að láta reikna út það, sem þingsályktunin segir- til um, en í þingsályktuninni er skorað á ríkisstjórnina að hlut- ast til um, að reiknað verði út svo fljótt sem verða má, hvert verð landbúnaðarafurða og and virði þeirra til bænda hafi ver- ið á árunum 1939 til 1942, ef það hefði verið ákveðið sam- kvæmt grundvelli þeim, er nefnd sú fann, sem skipuð var samkvæmt 4. gr. laga um dýr- tíðarráðstafanir, nr. 42 frá 14. apríl 1943. Samkvæmt þessum fyrirmæl- um hef ég lagt út í að gera samskonar yfirlit fyrir árin 1939—42 um verð landbúnaðar afurða eins og það sem er fyr- ir 1943 í nefndaáliti landbúnað- arvísitölunefndar og sendast hér með niðurstöðurnar. En jafnframt vil ég taka það fram, að það er töluverðum vandkvæð um bundið að gera slík yfirlit aftur í tímann, ekki sízt í fljótu bragði. Sumar þær upplýsingar, sem byggja verður á, verður að taka upp úr gömlum plöggum svo sem framtalsskýrslum und- anfarinna ára, sem búið er að senda fram og aftur milli um- dæmanna og ríkisskattanefnd- ar og stundum hefur því orðið nokkur leit úr og jafnvel kom- ið fyrir, að ekki hefur hafzt upp á þó leitað væri eftir. Af skýrsl um þeim, er hér koma til greina, gildir þetta þó aðeins um nokk- urn hluta af framtölunum úr ísafjarðarkaupstað fyrir árið 1939, sem ekki hefur tekizt að hafa upp á. En langmestum vandkvæðum er það þó bundið að fá ábyggilegar upplýsingar um greitt kaupgjald á ári hverju. Nefndin safnaði í sum- ar skýrslum um allt kaupgjald í einum hreppi í hverri sýslu á landinu. Slíka skýrslusöfnun er alveg vonlaust um að fram- kvæma fyrir mörg ár aftur í tímann. Það sem fengist af slík- um skýrslum eftir langa mæðu, mundi vera ákaflega varasamt að nota, þar sem slíkar skýrslur yrðu oftast fylltar út eftir minni og því margt orðið óná- kvæmt og málum blandað á mörgum árum, en sumt alveg gleymt. Til þess samt að geta orðið við hinum gefnu fyrir- mælum var það ráð tekið, að forstöðumaður búreikninga- skrifstofu ríkisins sendi út fyrir spurnir til ca. 100 manna í öll- um sýslum landsins, sem hann vissi til, að hefðu haldið bú- reikninga á undanförnum ár- um, og bað þá um að senda skýrslu um kaupgreiðslur sín- ar fyrir síðastliðin 5 ár, frá hausti til hausts, sundurliðað á sama hátt eins og skýrslur þær um kaupgreiðslur bænda, sem safnað var í sumar fyrir árið 1942—43. Þar sem þessir menn hafa haldið búreikninga eiga þeir að hafa þessar tölur fyrir liggjandi skriflega hjá sér, og því ekki að þurfa að byggja eingöngu á minni. Þegar komin voru svör frá tæpum helmingi þessara manna, þótti ekki fært að bíða lengur með að ganga frá þessum yfirlitum. Þótti rétt ara að tjalda því sem fen^izt hafði í þessu efni, þótt það að vísu sé veikur grundvöllur til þess að byggja á, heldur en að láta með öllu farast fyrir að verða við ásjkorun Alþingis um að gera þessi yfirlit nú áður en þingi verður slitið. En þótt kaupgjaldsskýrslur þær, sem byggt hefur verið á, séu of fá- ar til þess að örugglega megi á þeim byggja, þá er það samt nokkur bót í máli, að útkoman úr þeim fyrir árið 1942—43 kem ur vel heim við niðurstöður kaupgreiðsluskýrslnanna, sem safnað var í sumar. Munar að- eins um 3%, sem þessar skýrsl- ur eru hærri. Bendir þetta til þess, að úrval það, sem hér er um að ræða, sé ekki mjög frá- brugðið hinu stærra úrvali, er notað var í sumar. Þegar búið var að finna kaupgreiðsluhlut- föllin milli hinna einstöku ára í úrvali þessu, þá voru þessi hlut föll notuð til þess, að finna kaupgreiðsluupphæð hvers árs miðað við upphæðina sam- kvæmt skýrslum í sumar. Að því er snertir útflutning- inn á afurðaverðinu hvert ár, eftir að vísitalan er fundin, skal tekið fram, að fyrst er ákveðin upphæð fyrir ull og gærur. Hef ur það verið gert á þann hátt, að reiknað hefur verið með út- flutningsverðinu 1 verzlunar- skýrslunum næsta ár á undan. Þó er ekki reiknað með alma- naksárinu, því að gert er ráð fyrir, að afurðaverðið sé ákveð- ið að sumrinu og þá miðað við meðalútflutningsverð á gærur og ull fyrra misseri þess sama árs og síðara misseri næsta árs á undan. Þessar tölur koma ekki heim við það verð, sem bændur hafa raunverulega feng ið fyrir gærurnar og ullina, þv að sala á þessum útflutnings vörum hefur stundum dregizt allt að því í tvö ár. Hefur þif venjulega fengizt hærra verð, fyrir þær heldur en ef þær hefðu verið séldar strax, en hinsvegar hefur þá fallið á kostn aður vegna geymslunnar og greiðsla ekki farið fram fyrr en eftir að verðlag hafði hækkað verulega. Svo sem segir í áliti landbún- aðarvísitölunefndar, lagði hún að mestu til grundvallar fyrir útreikningum sínum meðalbú- reikningabú fyrir árin 1936— 40. Bú þetta er nokkru stærra heldur en meðallandsbúið, þeg- ar miðað er við skepnufjölda á sama tíma samkvæmt hagskýrsl um, en dregið frá 13% fyrir því sem kaupstaðabúar og verka- menn í sveit hafa af búfé. Eft- irfarandi tölur sýna mismuninn á meðalbúreikningabúi og með allandsbúi samkvæmt framan- sögðu: Búreikningabú. Landsbú Um langt skéið haja uppreisnir ólgað.í löndunum við austanvert Miðjarðarhaf. Brezkir hermenn með arabíska fanga tekna í uppþotum í Gyðingalandi. Myndin: Sauðfé 87 83 Nautgripir alls 7,2 5,1 Þar af kýr 5,2 3,7 Hross alls 8 6,8 Eftir að gerðar höfðu verið lít ilsháttar breytingar á kjöt- og ullarmagni búreikþingabúsins, var gert ráð fyrir, að afurðir þess væru þeim mun meiri en meðalbúsins, sem það er stærra heldur en það, og einnig að til- kostnaður væri í svipuðum hlut- föllum, svo að einingarverð af- urðanna yrði jafnt. í áliti vísitölunefndar voru slátur og mör af sauðfé og naut gripum reiknað með kjöti. Var kindaslátur með mör talið til jafns við 2 kg. af kjöti, en naut gripaslátur við 10 kg. Af þessari ástæðu hækkaði sauðakjötið um 140 kg. en nautakjötið um 10 kg- Svo sem segir í áliti vísitölu- nefndar, er kaup bóndans mið- að við tekjur verkamanna, sjó- manna og iðnaðarmanna, sem vinna hjá öðrum í Reykjavík, kaupstöðum og öðrum kauptún um með yfir 300 íbúa. Var það tekið eftir skattaframtölum í úrvali, svo sem frá er skýrt í nefndarálitinu, og hefur það verið tekið á sama hátt fyrir undanfarin ár, sama úrval not- að í Reykjavík og sömu staðir utan Reykjavíkur. Utan Reykja víkur hafa allir verið teknir í einu lagi, verkamenn, sjómenn og iðnaðarmenn í annarra þjón- ustu, enda ekki skýr takmörk milli þessara stétta, og grípa þær víða hver inn í aðra og blandast saman, þannig, að menn stunda þessi störf jöfn- Um höndum eða einn tíma árs- ins þetta og annan hitt. Tekjur þær, sem hér hafa verið teknar til meðferðar, eru tekjur þær, sem menn hafa haft fyrir vinnu sína, en ekki tekjur af eign, enda eignartekjur bóndans ekki taldar í þessum lið. Þó voru taldar í Reykjavík nettótekjur samkvæmt framtölunum fyrir 1942. Var það vegna þess, að sú upptalning var gerð áður en nefndin hafði fyllilega ákveð- ið hvernig samanburðurinn skyldi gerður, en gert hefur ver ið ráð fyrir að eignartekjur þær sem þar kynnu að v.era meðtald- ar mundu ekki gera meira en vega á móti þeim tekjum, sem ekki eru teknar með vegna frá- dráttar á iðgjöldum til trygg- inga o. fl. Síðan hefur verið ! ránnsakað í þessu sama úrvali hverjar tekjur hefðu orðið, ef dregnar hefðu verið frá eigna- tekjur, en bætt við í staðinn því, sem frá hefur verið dreg- ið vegna skattgreiðslu af vinnu tekjum, og hefur útkoman orðið mjög svipuð, aðeins um 1% hærri. Hér fara á eftir meðal- tekjuupphæðir þær, sem fengizt hafa upp úr framtölum fyrir verkamenn, sjómenn og iðnað- armenn, í annarra þjónustu, í því úrvali er áður segir. til þess er notaður sá mismunur sem orðið hefur á vísitölunni til hækkunar eða lækkunar frá ár- inu á undan, því að allur þorri þeirra manna, sem hér koma til greina, fá kaup sitt greitt eftir vísitölu. Reyndar eru líka þar á meðal menn, sem fá kaup sitt ákveðið á annan hátt, og þótt kaup sé greitt samkvæmt vísi- tölu, geta tekjurnar breytzt á annan hátt, vegna kauphækk- ana eða lækkana eða aukinnar atvinnu og yfirvinnu eða at- vinnuleysis. Reglan um vísitölu framfærsluna er því aðeins með altalsregla, sem ýmist getur orð ið fyrir ofan eða neðan hina raunverulega tekjuhæð á tíma- bilinu. Þessi regla hefur verið notuð til þess að finna kaup bóndans undanfarin ár, og það reiknað eins og gert mundi hafa verið, ef vísitölureglurnar hefðu verið þá í gildi. Öll þessi ár hafa tekjur verkamanna hækk- að meira en vísitalan og verður því liðurinn, kaup bóndans, lægri, heldur en ef reiknað hefði verið samkvæmt því sem tekj- urnar reyndust eftir á, en hins vegar gæti líka komið fram háerri tala, ef tekjurnar færu raunverulega lækkandi. Þorst. Þorsteinsson. Til fjármálaráðuneytisins“. Kauptún yfir Kauptún Reykjavík. 1000 íbúa. 300—1000 íbúa. Alls. 1938 3634 kr. 2466 kr. 1768 kr. 2962 kr. 1939 3864 — 2870 — 2125 — 3267 — 1940 5480 — 4502 — 3136 — 4793 — 1941 9341 — 7466 — 5416 — 8132 — 1942 14592 — 10500 — 7620 — 12330 — Upphæðir þessar gilda fyrir almanaksárið, en við samanburð við kaup bóndans er notað tíma bilið september—ágúst. Því er tekjuupphæð ársins færð fram til þess tímabils með því að hækka hana eða lækka í því hlutfalli, sem framfærsluvísital- an er hærri eða lægri fyrir það tímabil heldur en næsta alma- naksár á undan. Þetta er gert vegna þess, að þegar vísitalan er ákveðin, liggja ekki fyrir neinar framtalsskýrslur fyrir það sama ár og verður því að býggja á áætlun fyrir þann hluta af því, sem liðinn er, og Innbrof í skarf~ grípaverziun í fyrrakvöld milli kl. 7 og 10 var brotizt inn í skartgripa- verzlun Óskar Gíslasonar við Skólavörðustíg og stolið þaðan gull- og silfurvörum, armbönd um, nælum og hringjum — að að verðmæti eitthvað á þriðja þúsund krónur. Lögreglan handsamaði þjóf- inn í gær. Var það 14 ára gam- all piltur. Brauzt hann inn með þeim hætti, að hann braut rúðu sem veit út að húsasundi og fór síðan inn um gluggann. Brjóta lögin um hér- aSabönn í bága við miliiríkjasamninga? Eftir hvaða reglum er áfengi úfhiutað? Sigfús Sigurhjartarson gerði fyrirspurn til ríkisstjórnarinnar utan dagskrár á fundi neðri deildar í gær, um hvort ríkis- stjórnin teldi, að lögin um hér- aðabönn brytu í bága við milli ríkjasamninga, og þá hvaða samninga, og hvað stjórnin hefði gert til að samræma þá samninga ákvæðum laganna um héraðabönn, en slíka sam- ræmingu ber henni að gera sam kvæmt fyrirmælum laganna. • Ennfremur spurði Sigfús um eftir hvað reglum áfengisútsal- an starfaði nú. Spurningarnar fara hér á eft ir. „1. Telur hæstvirt ríkisstjórn að lög nr. 33 frá 9. jan. 1935 brjóti í bága við milliríkjasamn inga? Ef svo er, hvaða samning ar eru það og hvað hefur hæst- virt ríkisstjórn gert til að full- nægja ákvæðum 2. gr. téðra laga? 2. Hvaða reglur gilda nú um sölu áfengis, er hinar eiginlegu útsölur eru lokaðar, og hvaða stoð eiga þær reglur í lögum?“ Tveir ráðherrar voru viðstadd ir, er fyrirspurnin var gerð, en hún hafði verið afhent ríkis- stjórninni skriflega nokkrum dögum áður. Hvorugur hinna viðstöddu ráðherra taldi sig bæran að svara spurningunum. Væntanlega verður þeim svar- að í dag. Inneign bankanna er- lendis 437 millj. kr. Inneignir bankanna erlendis jukust í óktóbermánuði um 35,7 millj. kr. og námu í mánaðar- lok 436,8 millj. kr. Á sama tíma 1 fyrra námu inneignir þeirra erlendis 282,1 millj. kr. Fimmtudagur 16. des. 1943 — ÞJÓÐVILJINN. \ doy (Íimmtíiuöý) er skiladagur í Þjóðviijasöínuninni. Komið á skrif- stofu söfnunarinnar, Skólavörðustíg 19, kl. 4—7 og skilið af listum ykkar. •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• lliai i II Úr enska blaðinu Observer Vanalega gleymist það, að það, sem almennt er kallað Sýr- 1 land, samanstendur af tveim að«- skildum ríkjum: Sýrlandi og Líbanon. Líbanon er suðvestur hluti þes svæðis, sem kallast yfirleitt Sýrland, og þar eru hafnarborgirnar Beirút, Tripolis (sem ekki má rugla saman við Tripoli í N.-Afríku), Týros og Sidon. Meginhluti landsins er hin frjósama Bekaa-slétta, sem er á milli tveggja fjallgarða Líbanonsfjalla. Fjallahlíðarnar rísa brattar upp frá sjónum. Sérstaða Líbanonríkis á sér gamla sögu. Það var vagga fyrstu siglingar- og verzlunar- þjóðar Vesturlanda, Fönikiu- manna, og Karþagó var nýlenda þeirra. Á blómatímum Róma- veldis höfðu Rómverjar frægan lagaskóla í Beirút, en Krossfar- arnir umkringdu hana með kast ölum. Eftir innrás Múhameðstrúar- manna leituðu kristnir menn hælis á Líbanonf jalli. Árið 1861 var Líbanon skipu lagt sem sjálfstjórnarsvæði með kristnum landstjóra og undir vernd stórveldanna. Þar voru stofnaðar 2 helztu menntastofn anir við Miðjarðarhafsbotn, bandaríski háskólinn í Beirút og Jesúíta háskólinn. Frakkland hafði sérstaka á- hrifastöðu sem verndari kaþ- ólskra manna í Líbanon, en þeg ar íbúar hins eiginlega Sýr- lands mótmæltu eindregið um- boðsstjórn Frakka eftir fyrri heimsstyrjöldina, þágu margir kristnir menn hana í Líbanon, sem hugðust þannig tryggja viðhald pólitísks og efnalegs sjálfstæðis síns. Frönsk yfirvöld stóðu þannig á móti kröfunum um sameinað Sýrland, sem sam- komulag hafði náðst um á stríðs árunum, með því að tildra upp líbanonsku lýðveldi, sem skildi Sýrland frá hafinu. Tuttugu árin eftir st.ríðið var tímabil vonbrigða fyrir Líban- onbúa. Frakkland sendi ekki sömu tegund stjórnarvalda þangað og til Norður-Afríku. Lágmarki velsæmis var náð, þegar eolombaní var sendur þangað sem landstjóri. Fékk hann þá stöðu fyrir að hafa að- stoðað ráðherraklíkuna frönsku við að þagga niður Stavinsky- hneykslið. Áliti Frakka hélt á- fram að hnigna, og 1936 voru þeir neyddir til með verkföllum í Damaskus að hefja samninga við Sýrland og Líbanon í sam- ræmi við brezk-írakska sáttmál ann. En afturhaldsöfl skárust í leikinn og fyrir áhrif þeirra neitaði franska þingið að sam- þykkja sáttmálann. í byrjun þessa stríðs var því mikil hætta á, að þessar þjóðir og frændur þeirra í nágranna- ríkjunum mundu verða móttæki legar fyrir áróðri möndulveld- anna. Þessi hætta leið hjá, er brezkur her hernam þessi lönd eftir fall Frakklands, Catroux hershöfðingi gaf þá þessa yfir- lýsingu: „Eg kem til að binda enda á umboðsstjórnina og lýsa ykkur frjálsa og óháða. Þið munuð hér eftir vera fullvalda og sjálfstæðar þjóðir“. íbúarnir voru tortryggnir gagnvart loforðum Frakka eft- ir atburðina 1936, en þeir létu þetta nægja, er yfirlýsing barst um, að brezka stjórnin styddi og ábyrgðist þessi loforð um sjálfstæði. Og það var skýrt tek ið fram, af brezka utanríkisráð- herranum, að viðurkenning Bret lands á forgangshagsmunum Frakklands hafi verið gefin, eft ir að nauðsynlegt skref hafði verið stigið til viðurkenningar á sjálfstæði landsins, og án and stöðu gegn því. En brátt varð ljóst, að ekk- ert hafði breytzt. Frjálsir Frakk ar héldu eins mörgum Vichy- mönnum í embættum eins og þeir gátu fengið til þess, og sá grunur óx, að þeir ætluðu sér ekki í alvöru að halda loforð sín um sjálfstæði. Nú hafa leið- ustu grunirnir rætzt. í kosning unum studdu Frakkar flokk Eddés. Hann beið ógurlegan ó- sigur, tapaði 52 þingsætum af 54. Stjórn var mynduð með helztu fulltrúum kristinna manna og Múhameðstrúar- manna, en eins og þeir höfðu sjálfir spáð tóku Frakkar upp fyrri hætti við fyrsta sjálfstæð- isvott. Svertingjahersveitir voru látnar handtaka Líban- onsku foringjana og settu Eddé aftur í völdin. Líbanon er lítið land með um eina milljón íbúa, sem mæla á arabísku. Um helmingur þeirra er kristinn og fjörutíu af hundr aði eru Múhameðstrúarmenn og tíu af hundraði eru Drúsar. En þetta land er e. t. v. bezt mann- að af löndum við austanvert Miðjarðarhaf. Og þar ebu marg- ir helztu rithöfundar, blaða- menn, kertnarar og viðskipta- frömuðir arabískra þjóða, sem líta nú til Bretlands með von Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.