Þjóðviljinn - 16.12.1943, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.12.1943, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 16. desember 1943 7 RISINN, SEM EKKI KUNNI AÐ LESA (Lauslega þýtt). En þetta gat risinn ómögulega lært. „Ég held að þú verðir að fara og segja þetta við hana sjálfur,“ sagði risinn. Þeir fóru þá til kóngsdótturinnar, þar sem hún sat grátandi. Hún varð glöð og fegin, þegar hún sá hann og drengurinn sagði við hana: „Hóku-pókus. Hættu að gráta.“ Og hún hætti undir eins. Risinn varð alveg orðlaus af undrun og dáðist að því, hvað drengurinn var göldróttur. „Nú vil ég fá gullið,“ sagði drengurinn. Risinn hljóp strax af stað til að sækja það. „Bíddu við. Ég get ekki borið það heim,“ kallaði drengurinn. Þá fór risinn út í skóg og kom eftir litla stund með gríðarstóran skógarbjörn og teymdi hann á eyr- unum. „Hann ber gullið heim til þín,“ sagði risinn. Risinn flýtti sér af stað til að sækja gullið, en þá sagði drengurinn við kóngsdóttur: „Við látum hann bera okkur heim, þennan. Hann hefur kraftana til þess.“ Þau settust bæði á bak bangsa og héldu sér í lubb- ann á honum. Og það veitti ekki af að halda sér, því að sá tók sprettinn. Hann þaut eins og örskot úr úr fjallinu og langt út í skóg. Þar skildi hann við þau, hristi hausinn og brokkaði af stað. Þá sagði kóngsdóttir: „Hamingjan hjálpi þér! Nú færðu ekki gullið, sem risinn ætlaði að gefa þér.“ „Ég fór með þig í staðinnn.“ WtCgVETTA Fyn- á öldum var 13. des- ember merkisdagur á Norður- löndum. Menn álitu lengi vel, að það væri styzti dagur árs- ins. Það kom af skekkju í al- manakinu. Og við lengstu nótt ársins (sem álitin var) var tengd margvísleg þjóðtrú. Norðmenn álitu aö þá risu dauðir menn upp og riöu gandreið í loftinu. Þeir stálu gjarnan mennskum mönnum, svo ekki var ráölegt að vera á ferð þá nótt. Kona, sem þeir rændu, lét vita af nær- veru sinni f dauðrareiðinni næsta ár með því að fleygja til jarðar silfurbelti sínu. í Danmörku var Lúcíunótt- in (13. des.) spádómsnótt. Þá var hægt að skyggnast inn í framtíðina. Stúlka, sem vildi vita hvert mannsefni hennar yrði þurfti ekki annað en sitja ein 1 herbergi meö kerta ljós í báðum höndum og horfa í spegil. Hún bað þá heilaga Lúcíu aö láta sér vitr ast, hverjum hún ætti „mat að sjóða, sæng að búa og böm að fæða“. Að síðustu sá hún andlit brúðguma síns í speglinum. Lúcíudagurinn var hátíöleg ur haldinn í Svíþjóð á þann hátt, aö um miöja nótt klædd ust allar konur sparifötum sínum og bjuggu til hátíöa- mat. Á stórbýlum, þar sem margt var kvenfólk var ung stúlka látin klæðast hvítum kirtli og krans með kertaljós um settur á höfuð henni. Öll- um skepnum var gefiö vel þennan dag. Þessi siöur er við líði í Sví- þjóð enn í dag, þó með öörum hætti sé. í Stokkhólmi er t. d. efnt til fgurðarsamkeppni ár hvért og fríöasta stúlka borg- arinnar ekur í skrautlegum vagni um götur borgarinnar með (rafmagns) Ijósasveig um höfuðið. í almanakinu er 13. desem- ber kallaður Lucía eftir dýr- lingnum Lúcíu, sem ýmsar helgisagnir eru til um. Ein sögnin segir, aö hún hafi ver- ið brennd í Syracusa árið 304. Hún var kristin kona og gaf fátækum heimanmund sinn af hverju brúðguminn varð svo æfur, að hann kæröi hana fyrir trú hennar og hún var brennd. ELi og RÓAR -K SAGAEFTIR NORSKU SKÁLDKONUN A NINI ROLL ANKER. Þaö var orðið eitthvaö svo ein kennilega erfitt að draga and- ann hér inni. „Eg held að við ættum áö gefa þeim Bretagne-borðbún- aðinn okkar. Hann er rétt handa tveimur. Og Ingrid sagði einu sinni, að sér þætti hann fallgur. Hvar fá þau annars húsnæði?“ „Hann segir að það sé hægt að gera íbúö uppi á loftinu í brauögeröinni. Þar eru kakka lakkar. Það hef ég séö sjálf- ur“.. „Á loftinu, þaðan hlýtur að vera útsýn yfir allan fjörðinn. Kakkalakkar eru meinlausar skepnur. Hún getur líka eytt þeim með eitri“. sagði Elí. Róar Liegaard rétti hend- urnar þreytulega upp fyrir höfuð. „Eg skil ekki, hvrnig þú getur talað svona, Elí“. „En honum þykir vænt um hana“, sagði Elí. „Ojá, ojá. Honum þykir vænt um hana“, Róar hugs- aði sig um og bætti við í lægri tón: „Hann segir að sér hafi þótt vænt um hana í fjögur ár. Hánn sagöi það“. „Róar, heyrirðu? Ingrid er að hlæja“. Þau heyrðu bæði, að hún hló inni í herberginu. Róar horfði undrandi á Elí. „Þarna sérðu! Hann ætlar sér víst ekki að myrða hana. Gætir þú ekki brosað, Róar, fyrst Ingrid hlær?“ Hún ætlaði áö rísa á fætur, en hún fann til máttleysis í hnjáliðunum, og settist aftur. Hann gekk til hennar. „Sérðu ekkert annað en ó- gæfu framundan, Róar?“ „Finnst þér ég vera vesal- menni?“ > „Mér finnst þú vera — drambsamur“. „Það er vegna barnanna. Bíddu þangáð til þú eignast. börn sjálf“. „En nú erum við hér bæöi og getum rétt henni hjálpar- hönd“, sagði Elí. „Nei. Nú vil ég fara héðan, og það sem fyrst, því nú er nóg komið“. Hann rétti úr sér. Elí þagði. Hún hafði beðið þess í marga mánuði, aö hann segði þetta. Seinast sagöi hún lágt: „Hver ætti frekar að reyn- ast henni vel en þú, Róar? Nú förum við ekki fyrst um sinn. Við getum það ekki“. -----Adolf Andersen borð- aði kvöldverð meö fjölskyld- unni í fyrsta sinn. En rétt þegar þau settust til borðs, var komið til að sækja lækn- inn. Hann fór, og Elí haföi aldrei séö nokkurn mann jafn léttan í spori. Ingrid baö stjúpu sína áð tala við sig og þær fóru fram í biðstofuna. „Hvaö sagöi pabbi, Elí?“ „Adolf er myndarlegur á velli“, sagöi Elí. „Hvað sagöi pabbi?“ „Eg hugsa að Adolf verði ekki í vandræðum áð baka brauð handa tveimur“. Ingrid sneri sér að stjúpu sinni og spuröi hikandi: „Hvað áttu við?“ „Eg á bara við þaö, að þaö er sjálfsagt gaman að vera bakari“. Og Elí sá í huganum fullsprottna akra í sólskini. „Nú teygar brauöið sólskiníö“, hafði frú Helvig sagt. „Rúgurinn er svo fallegur, bætti Elí viö. „Hvers vegna viltu ekki segja mér, hvað pabbi sagði?“ „Hann sagði. — Hann sagði að Adolf hefði þótt vænt um þig í mörg ár“. Varir IngTidar skulfu. „Þaö er satt. í fjögur ár“. „Og hann áleit það full- reynt, að honum þætti vænt um þig“. Ingrid beiö enn þegjandi litla stund. En Elí sagði ekki fleira. Þá gekk Ingrid til dyra, bar höfuðið hátt og sneri baki viö öilu því liðna. Nú var hún örugg. Pabbi hafði sjálfur sagt þaö. — — BrúÖkaupsdagurinn var ákveöinn. Allir bæjarbúar vissu mála- vexti: það þurfti að flýta fyr- ir brúðkaupinu. Frú Sturland hafði sem sé farið skyndiferð til Osló og hitt Önnu vinkonu sína. Frú Andersen hafði talað við son sinn. Og vinnukona Liegaards hjónanna var kunnug vinnu- konu frú Tiller. Já, svona var þáð. Þau höfðu orðið að gifta sig Ing- rid og Adolf. Það var ekki um annáð aö ræða. Liegaard læknir varð aö gefa samþykki sitt. Þaö þurfti ekki að spyrja aö því hvernig honum var innanbrjósts. Það var nóg að sjá hann. — Enginn hafði hug til aö óska honum til hamingju. Hefndin haföi hitt Róar Liegaard. En þaö var talaö hlýlega um hann samt.' Allir vissu, að honum þótti vænt um börnin sín. En frúin — þessi listakona frá Osló í stuttu pilsunum — Þaö var stundum minnzt á hana um þessar mundir. Frú Tiller sagði brátt áfram, áð hún væri stærilátur og harðbrjósta kvenmaður. Og Albrecht kon- súll hafði sagt, aö hún væri flagð. Þáð merkasta var samt haft eftir frú Andersen: Lækn isfrúin hafði hreint og beint lagt það til málaima að stjúp dóttir hennar eignaðist bai-n- iö í lausaleik. Hún hafði hvatt Ingrid til aö skeyta ekkert um mannoröið. Frú Tiller var hætt aö heilsa Elí á götu, og margir karlmenn tóku ofan hattinn með dræmingi. Elí fann kuldann. En þessi kuldi náði ekki inn úr skinn- inu. Þaö var annað — heima — sem gekk henni nær. Ingrid þurfti ekki á henni að halda framar. Nú var hún búin aö kaupa til búsins. Elí hafði stöðugt verið að hugsa um litlu loftíbúðina og ráðað öllu niður í huganum. En hún hafði ekki veriö beöin að líta inn. Hún hafði boðið Ingrid Bretagne-borðbúnað- inn. En Ingrid hafði afþakk- aö. Þá hafði Elí reynt annað: Hún bauð Ingrid að vera mál- aranum hjálpleg þegar farið væri að mála íbúöina. Hún hafði þó vit á slíku. Ingrid þakkáði henni fyrir, en sagði, að búið væn að ákveða lit- ina. Elí fannst sér vera ofaukiö. Ingrid varöist allri einlægni. Hún var farin að taka með sér ýmsa hluti að heiman og fara með, eins og þetta væri eign hennar. Einu sinni var Elí nóg boð- ið. Þær voru báöar staddar í stofunni. Ingrid hafði lérefts- stranga undir hendinni. Mág- kona hennar ætlaði að sauma lök fyrir hana. Hún leit í kringum sig 1 stofunni, eins og hún væri að athuga, hvort hún gæti ekki tekiö neitt fleira með sér. Hún horfði um stund á teikningu af föður sínum, sem hékk yfir bóka- skáppnum. Hún benti á mynd ina. „Ef þú vilt gefa mér mynd- ina af pabba í staöinn fyrir Bretagne-boröbúnaðinn, þá vildi ég það heldur“, sagði hún og gekk nær myndinni. „Ekki öðru vísi! Ekki öðru vísi! “ Elí varö erfitt um mál. „Langar þig ekki til að fá dragkistuna mína og stólana líka, Ingrid?“ Reiöin ólgaði í henni. Nú sá hún stjúpdótturina eins og hún var; eigingjörn og ónær- gætin. „Vertu ekkert feimin við þaö. í gær tókstu rósótta sófa púðann steinþegjandi“. „Móðursystir mín saumaði hann“, sagði Ingrid. „Þá ættiröu að spyrja pabba þinn“. Elí gekk í átt- ina til skrifstofunnar. Hún vildi fá púöann aftur. Þaö var bezt aö Róar segði álit sitt. „Þú mátt hlaupa með sög- ur fyrir mér“, sagði Ingria. Elí nam staöar og leit á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.