Þjóðviljinn - 16.12.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.12.1943, Blaðsíða 1
ÐVILJIN 8. árgangur. Fimmtudagur 16. des. 1943. 283. tölublað. Pétur Benediklsson sendíherrð kominn til Reykjavíkur Pétur Benediktsson, sendi- herra íslands í London kom hingað í fyrradag til viðrœðna við íslenzk stjórnarvöld. Ekkert hefur hann látið upp- skátt um ferð sína og kvaðst ekki geta skýrt frá erindi sínu fyrr en hann hefði talað við ríkisstjórnina. Segir hann allt gott að frétta af íslendingum í Englandi, og ennfremur, að enska þjóðin sé nú bjartsýnni en fyrr í stríðinu. Fyrirspurn á Alþingi um vélar í fiskibáta Lúðvík Jósepsson gerði í gær fyrirspurn á Alþingi til ríkis- stjórnarinnar um hvort hún teldi sig hafa gert allt sem unnt væri til þess að greiða fyr ir kaupum og innflutningi á mótorvélum í fiskíbáta. Víða í verstöðvum landsins liggja nú og hafa legið allmargir stórir og góðir fiskibatar óstarfrækt- ir vegna vélaleysis. Þannig gat Lúðvík þess sem dæmi um hvernig málum væri komið, að á Norðfirði hefðu allt þetta ár legið ónothæfir vegna vélaleysis, 2 bátar 25—30 smá- lestir að stærð, og nú væri að fullu stöðvaður einn 80 smál. fiskflutningabátur auk nokk- urra smærri báta, allt vegna vélaleysis. Reynt hefur verið að fá vélar í þessa báta, bæði frá Englandi og Banda- ríkjunum, en allar tilraunir í þá átt hafa enn mistekizt. Dæm ið frá Norðfirði er ekkert eins dæmi því svipaða sögu hafa aðrir útgerðarstaðir að segja. Stöðvun fiskibáta vegna véla Framhald á 8. síðu Hersneitip Riíssa á Hremenlsjúg- og ép&assfuígstafluunuin sa Hafa fefeíð Stníela og fleírí bæí Verður Alþingi slítið| á morgun? { f sameinuðu Alþingi var • þeirri fyrirspurn beint til for • setans, hvort vænta mætti: þingslita nú þegar. i Leiddi forsetinn hjá sér að : svara þeirri spurningu, ení sagði að „það mætti verða", • að þingi yrði slitið. • Líkur benda til að Fram-S sókn og íhaldið hafi gert með ; sér samning um að slíta þing : inu á morgun, og hlaupast: þannig á bortt frá afgreiðslu • skattamálanna og annarra • stórmála, sem nú eru komin ; að því að fá endanlega af-1 greiðsíu á Alþingi. Z HfilniF síanda í HHMn Átökin milli Júgoslavneska þjóðfrelsishersins og Þjóðverja færast nú mjög í aukana, eftir að Þjóðverjar hófu hina nýju sókn sína. f Dalmatíu í nánd við borgina Zara hafa Þjóðverjar farið hinar mestu hrakfarir fyrir hersveitum Titos, sem nutu aðstoð- ar brezkra og amerískra flugvéla. Hersveitir þær, sem tóku Tsérkassi hafa sótt hratt fram suður og suðuraustur úr borginni. í sókninni til suðausturs hafa framverðir herjanna tekið höndum saman við fremstu hersveitirnar sem sótt hafa undan- farið norSur frá Krementsjúg. Er nú verið að Ijúka við að hrekja Þjóðverja af öllum vestri bakka Dnépr á milli þessara borga. Vestari armur sóknarhersins frá Tsérkassi er sagð- ur hafa tekið bæinn Smiela, sem er þýðingarmikil járn- brautarmiðstöð. En ekki hafa borizt nánari frengir af því. í gær tók rauði herinnn 17 bæi og þorp á Tsérkassi- vígstöðvunum, þ. á m. þýðingarmikla járnbrautarstöð um 10 km. frá Smiela. við Teteref-fljót. Segja Rússar, að þrátt' fyrir allt séu auknar horfur á, að bardagarnir fyrir vestan Kíeff séu að snúast þeim í hag. Poul Winterton, fréttaritari News Chronicle í Moskva, seg- ir að Þjóðverjar hafi barizt af ofstæki fyrir því að halda Tsér- kassí og beitt hverju einasta vopni og manni, sem þeir áttu völ á. Voru hersveitir, sem þeim bárust að vestan, sendar viðstöðulaust út í bardagann og hermenn og aðstoðarmenn úr vélahersveitum látnir berjást með fótgönguliðinu. Svo virðist sem Rússar hafi byrjað nýja sókn fyrir norðan norðurtakmörk Hvíta-Rúss- lands. Þýzkar fréttir viður- kenna, að rauði herinn hafi haf- ið árás með sex fótgönguliðsher fylkjum og tveim skriðdreka- sveitum hjá Nevel, um 110 km. frá Landamærum Lettlands. Játa Þjóðverjar, að Rússar hafi brotizt gegnum varnarlínur þeirra. En Rússar vilja að vanda ekki látá neitt uppskátt fyrr en rauði herinn hefur náð tals verðum árangri. En hin skyndi lega aukning á skriðdrekatjóni Þjóðverja bendir heldur til, að þessi frétt hafi við eitthvað að styðjast. Tilkynntu Rússar í gær kveldi, að þeir hefðu þann dag eyðilagt 108 skriðdreka fyrir Þjóðverjum á öllum vígstöðv- um. Er það 24 skriðdrekum meira en daginn áður. Reykjavík dæmdur forkaupsréttur að sænska frystihúsinu samkvæmt mati Far liúsið ekki fyrir sama verð og H.f. Frosti í gær var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í málinu hafn- arstjórn Reykjavíkur gegn Svensk-Islandska Fryseriaktiebolaget. Var hafnarsjóði dæmdur rétíur til þess að fá ai'sal fyrir sænska frystihúsinu gegn greiðslu kaupverðs er ákveðið sé með mati. Sunnar í Dnépr-bugðunni hrundu Rússar árásum Þjóð- verja og bættu verulega aðstöðu sína. Á Kíeff-vígstöðvunum minn- ast Rússar hvergi á bardaga nema fyrir sunnan Malin, þar sem þeir hörfuðu í fyrradag. Segjast þeir hafa hrundið öll- um áhlaupum Þjóðverja þarna í gær og tekið af þeim margar stöðvar. Hafa þeir komið sér fyrir í sterkum varnarstöðvum Qlíufrumvarpið var ekki tekið á dagskrá Frumvarp ríkisstjórnarinnar um olíugeyma er komið til 3. umræðu í efri deild, en það var ekki tekið á dagskrá í gær. Brynjólfur Bjarnason gerði fyrirspurn um það utan dag- skrár hverju þetta sætti og fékk þau svör að þetta væri gert samkvæmt tilmælum ríkisstjórn arinnar. x Mál þetta er risið út af því, að þegar Svensk-Islandska Fryseriaktiebolaget seldi h. f. Frosta sænska frystihúsið ákvað bæjarstjórn Reykjavíkur að neyta forkaupsréttar síns að frystihúsinu, en seljandi og kaupandi kváðu þá, að kaupin hefðu gengið til baka. Aðalkrafa hafnarstjórnarinnar f. h. bæjarins var að fá frysti- Í húsið keypt á því verði, er á- kveðið var í samningnum við Frosta. Varakrafan sú, að fá húsið keypt með því verði er ákveð- Flugher Bandamanna er þakk að, að nazistar hafa neyðzt til að yfirgefa eyjuna Uljan, sem er andspænis Zara. I Austur-Bosníu hefur Þjóð- frelsisherinn tekið allstóran bæ. Harðastir eru bardagarnir í norðanverðu Svartfjallalandi. Hafa Júgóslavar gert gagn- arásir með góðum árangri. Tito marskálkur hefur farið lofsamlegum orðum um aðstoð flughers Bandamanna. Eden, utanríkisráðherra Bret- lands, upplýsti á þingfundi í gær að Bretar hefðu reglulega sent hersveitum Titos ýmsar nauð- synjar loftleiðis síðan í maí síð- astliðnum. ið væri með virðingu samkvæmt 6. og 12. gr. lóðaleigusamnings frá 1927. í dómi Hæstaréttar segir m. a. svo: „Samkvæmt þessu ber að dæma áfrýjanda rétt til þess að fá afsal úr hendi stefnda fyrir fasteignum þeim, er í mál- inu greinir, gegn greiðslu kaup verðs, sem ákveðið sé með mati samkvæmt 6. og 12. gr. greinds lóðarleigusamnings, en ekki þykir rétt að fastskorða það mat við verðlag á þeim tíma, er í varakröfunni greinir". llBflnr Mlhniniln Idllrliflli- eilirlll ufl neiizluiiiil? í nýútkomnum heilbrigðisskýrslum stendur þessi klausa: Sjálfstæðismenn neitð Fundur var í efri deild Alþingis í gærkvöld. Á fundi þessum neituðu þing menn Sjálfstæðisflokksins um afbrigði fyrir frumv. um breyt- ingu á lögum um tekju- og eignaskatt og hindruðu þar með að það yrði rætt. „Mjólkurneyzla mun alltaf heldur aukast í kaupstöðum og þorpum, en meðferð mjólkur er víða mjög ábótavant, og skortir mikið á að opinberar að- gerðir til tryggingar vinnslu- eftirliti með framleiðslu og sölu mjólkur séu komnar í við unandi horf. Sjálf löggjöfin um matvælaeftirlit er að vísu fullnægjandi, en ekki hefur enn tekizt, þrátt fyrir mikla við- leitni, að fá setta reglugerð, er samræmir mjólkureftirlitið öðru matvælaeftirliti. Hefur strandað á hinu svonefnda „mjólkur- skipulagi", sem rígheldur í hin einstæðu forréttindi, að fá að hafa heilbrigðiseftirlitið með sjálfu sér, og reynist vera það ríki í ríkinu að haldast það uppi". Hér eru þungar ásakanir á hendur ekki einasta forstöðu- mönnum mjólkurmálanna, held ur þó einkum á bendur heil- brigðismálaráðherra. Það mun vera langt síðan samin var reglugerð um heilbrigðiseftirlit á mjólk. í þau mörgu ár, sem Hermann Jónasson var heil-, brigðismálaráðherra þá neitaði hann að ¦ staðfesta reglugerðina Framhald á 8. síðu. Glœpsatnlcgf rádabrttgg Fréttir frá Svíþjóð herma, að Þjóðverjar muni œtla að halda norsku stúdentunum og borgur- um frá öðrum herteknum lönd- um sem gislum. Ætli þeir sér að halda þessu fólki í fangábúð um þangað til þar að kemur að þeir verða að gefast upp. Þá, þegar rætt verði um vopnahlés skilmálana, muni Þjóðverjar segja:. „Veitið okkur auðveldari skilmála, annars ábyrgjumst við ekki öryggi þessa hertekna fólks".

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.