Þjóðviljinn - 21.12.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.12.1943, Blaðsíða 2
Þ J Ó r VI L J I N N Þriðjudagur 21. desember 1943 Og sjá: húsaleigunefndin sýndi rögg af sér. Fyrir nokkrum dogum vildi Þjóðviljanum .það slys til, er hann sagði frá því, að íbúðir stæðu auðar á Þórsgötu 19 og Laugaveg 86, að misrita húsa- leigunefnd í stað húseigendur. Auðvitað var þetta leiðrétt dag- inn eftir og hin virðulega húsa- leigunefnd beðin afsökujiar. En hér var nú húsaleigunefnd held- ur en ekki á verði. Áður en dag- urinn var liðinn hafði hún sent, ekki aðeins Þjóðviljanum, heldUr og ollum blöðum bæjarins harð- orö mótmæli þar sem skýrt er fram tekið, að Þjóðviljinn hafi farið með „algjör ósannindi". Einstaklingar og stofnanir með venjulegum dugnaði hefðu látið sér nægja að krefjast leiðrétting- ar í því blaði sem þær töldu á sig halla, og ef húsaleigunefnd- in væri ekki svo frábær í dugnaði, sem raun ber vitni, og hefði lát- ið sér nægja að kref jast leiðrétt- ingar í Þjóðviljanum, hefði hún óðar fengið að vita að nér var um misritun að ræða, sem átti að leiðrétta með auðmjúkri afsökun- arbeiðni daginn eftir. En húsaleigunefnd hefur sýnt dugnað í fleiru. Ekki viljum vér, að menn fari að halda að húsaleigunefnd hafi aldrei sýht dugnað, nema í þessu máli. Jú, það var nú heldur en ekki dugnaður í honum Guð- mundi Oddssyni, þegar hann var að rannsaka skrifstofur Sósíalista flokksins, og ekki stóð á reki- stefnu gegn flokknum út af þess- ari skrifstofu rétt fyrír kosning- ar, það átti svo scm að. koma því til Ieiðar með dugnaði, að Sósíalistaflokkurinn yrði að loka kosningarskrifstofu sinni fyrir síðustu alþingiskosningar. Nú hefur húsaleigunefnd tapað' máli því er hún hóf út af skrif- stofu Sósíalistaflokk-sins. Það reru ekki allar ferðir til fjár, þótt farnar séu. Þá má ekki gleyma að 'húsa- leigunefnJ sýndi mikinn dugnað í því að fá það ákvæði inn í húsa leiguló'gin, að ráðherra gæti úr- skurðað að tveir af fimm nefnd- armonnum skyldu alls ekki koma nærri aðalstörfum nefndarinnar, heldur aðeins fást við að meta húsaleigu. Auðvitað tókst með þessu móti að koma því til leiðar að sósíal- istar ættu engan fulltrúa í nefnd inni og húsaleigunefndin hefur sýnt frábæran dugnað í að koma í veg fyrir að þetta ákvæði lag- anna yrði leiðrétt. Þetta var nú um dugnað húsa- leigunefrfdarinnar sem heildar, en svo er rétt að geta þess, að „feiti sköllótti karlinn", eins og margir orða það sern heimsækja nefndina, er frábærlega duglegur að sýna mönnum ókurtéisi, og formaður nefndarinnar mjög duglegur að afla ríkissjóði tekna. Hann lætur Ölaf Sveinsson, þann sem semur ávísanirnar á Lindar- götunni, og sendir menn síðan í „biðsal dauðans", koma pening- unum á framfæri. Svo er for- maðurinn' frábærlega duglegur við að láta varaformann nefnd- arinnar vínna fyrir sig en hann er, spottlaust sagt, mesti myndar maður, og geri húsaleigunefndin eitthvað af viti, þá eru það áreið- anlega hans verk. Mikið verkefni bíður þín Ungur blaðamaður, Arnaldur Jónsson, sem starfað hefur við Tímann, er nýkominn heim úr námsför frá Ameríku. Hann stundaði blaðamennskunám í blaðamannaskólanum í Minnea- polis. Auðvitað skrifar hann um fðr sína í Tímann og segir þar meðal annars: „Jafnframt er stefnt að því að þjóðin eignist blaðakost, er sé svo víðsýnn og áreiðanlegur að fólk ge-ti treyst og trúað blöðunum og skapað sér síðan sjálft skoðanir er byggðar séu á réttum forsend- um" ___ „Blöðin keppa yfirleitt að því að segja það sem satt er og rétt, í stað þess að flytja það er fólki lætur bezt í eyrum". Það er ugglaust að Arnaldur vill, sem blaðamaður vinna í samræmi við það sem hér er eftir honum haft, en sem blaðamanns við Tímann bíður hans mikið verkefni, það mun hann strax sjá er hann Ies aðalgrein þessa sama blaðs er birti þessi ummæli hans. Jónasar-arfurinn. Jónas er sá eini meðal ís- lenzkra stjórnmálamanna, sem beinlínis hefur gengið að því vit- andi vits, að skipuleggja lyga- starfsemi bæði í blöðum og á mannafundum. Jónas fær nú ekki lengur að skrifa í Tímann. Síðan hefur aldrei komið vel skrifuð grein í Tímann, blaðið hefur ekki erft ritfirni Jónasar. En það hef- ur erft ósannsogli hans, það held ur áfram að skipuleggja lygina, eftir því sem það á vitið og kraft inn til, og það getur þó nokkuð — það er Jónasar arfur Tímans. Sýnishorn af Jónasar-arf- inum. 1 blaðinu, sem hann Arnaldur skrifaði um það sem honum var kennb í Ameríku, getur að Iíta þessa fyrirsogn á forsíðu Tíma- ans: „Kosningasamvinna ihalds og kommúnista. Stórgróðamenn vilja nota Þórodd til að eyðileggja síldarskipulagið. Stórgróðamenn launa kommúnistum svikin í skattam álunum". Eins og vænta mátti tekur Timinn undir harmakvein Alþýðu i blaðsins út af því að nefndir þær, ! sem kosnar voru í þinglok skuli | skipaðan í samræmi við styrk- l leika þingflokkanna og þar með þjóðarvilja. Það harmar sárlega að samsæri F'ramsóknarflokksins, Alþýðuflokksins og nokkurra manna úr Sjálfstæðisflokknum, um að koma flokkum, sem ekki eiga rétt á sæ.ti í þessum nefnd- um, í þær, skyldi mistakast. Þeir gerðu þá það sem þeir gátu til að koma Alþýðuflokksmonn- um í þessar nefndir en útiloka sósíalistana sem áttu sæti þeirra með réttu. En þetta mistókst. Það er von að Alþýðublaðinu og Stjðrn Hlífar I Hafnarfirði sjálfkjðrin Hlíf hvefur vínnandí sfétfírnar tíl bandata$ssfofnun~ ar — Samþykkír rádstafanír fíl ad híndra afvínnuleysí — Vínna víd Krýsuvíkurvegínn verdí hafín á ný Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði hélt fund s. 1. sunnudag. Fundurinn var allvel sóttur og gerðist eftir- farandi: Uppstillingarnefnd skilaði tillögum sínum um stjórn félagsins fyrir næsta starfsár þess, og þar sem eigi komu aðrar tillögur fram en tillögur nefndarinnar, erU beir menn sjálfkjörnir í stjórn félagsins, sem nefndin gérðí tillögu um, og er bað stjórn félagsins óbreytt frá því sem áður var, en það eru þessir menn: Hermann Guðmundson for- maður. Ölafur Jónsson ritari. HÍlgi Jónsson gjaldkeri. Sigurbjörn Guðmundsson • fjármálaritari. Grímur Kr. Andrésson vara- formaður. Sigurður T. Sigurðsson vara- ritari. Jens Runólfsson varagjald- keri. Og varastjórn: Bjarni Erlendsson. Óskar Evertsson. Guðjón Sigurfinnsson. Fundurinn gerði ýmsar sam- þykktir varðandi atvinnumál og ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að atvinnuleysi hefj- ist á ný. Jaínframt hvatti fundurinn vinnandi stéttirnar til þess að stofna með sér eitt allsherjar bandalag og vítti árásir og sundrungartilraunir þeirra manna, er vilja stoína atvinnu- rekenda-„breiðfylkingu" gegn vinnandi stéttunum. - Fara samþykktir fundarins hér á eftir: SVARIÐ ARÁSUNUM MEÐ ÞVÍ AÐ SKAPA BANDALAG VINNANDI STÉTTANNA „Þótt vinsamleg sambúð á milli verkamanna og bænda sé í alla staði æskileg og blátt á- fram þjóðarnauðsyn, eru þó tak- mörk fyrir því hvað Verkamenn ' og annar vinnandi lýður við sjávarsíðuna getur þolað af þeim mönnum er bændur hafa falið forustu sinna mála. Að undanförnu hafa margir af þessum forustumönnum bænda gert sér að leik að ó- frægja, rægja og svívirða verka- menn og sjómenn í ræðum sín- um í sölum Alþingis og í mál- gögnum sínum, og -þá sér í lagi í blaðinu Bóndanum. Margir á meðal vinnandi manna hafa verið forviða á þess um tilefnislausu árásum og eígí skilið hvað á bak við hefur leg- íð. Nú er það hinsvegar komið á daginn að tilgangurinn er sá, Tímanum- líði illa, því allt sem rétt er er þeim andstætt. En Tíminn hefur Jónasar-arfinn að- nokkru leyti fram yfir Alþýðu- blaðið. Alþýðublaðinu hefur enn ekki dottið í hug að halda því fram að það sé sósíalistum að kenna að skattamálin voru ekki afgreidd á þinginu, en Tíminn hefur nú ákveðið að skipuleggja þessa lygi, til notkuhar næstu árin. 'Mikið verk bíður þín Arnaldur. að undirbúa jarðveginn fyrir hið fyrirhugaða bandalag aftur- haldsaflanna í landinu, sem beita á gegn verklýðssamtökun- um. Að þessu athuguðu samþykk- ir,fundur haldinn í Verkamanna félaginu Hlíf að skora eindreg- ið á Alþýðusamband íslands að einbeita allri orku sinni til að sameina allar vinnandi stéttir landsins í eitt allsherjar Banda- lag. Lætur fundurinn í Ijósi þá skoðun sína í þessu sambandi að stofnun Bandalags vinnandi stétta sem Alþýðusamhandið hefur boðað, sé stórt spor í rétta átt". LAGNING KRÝSUVÍKUR- VEGAR SE HAFIN AÐ NÝJU „Fundur haldínn í Verka- mannafélaginu Hlíf sunnudag- inn 19. des. 1943, skorar eindreg- ið á ríkisstjórn að láta nú þegar hefja framkvæmdir við lagn- ingu Krýsuvíkurvegar. Greinargerð. Fátt hefur meira bagað flutn- inga austan úr sveitum og flutninga þangað, en -snjó- þyngsli þau sem oft eru að vetr- arlagi á Hellisheiðarveginum. Til að ráða bót á þessu var hafin bygging svonefndrar vetr arbrautar, Krýsuvíkurvegarins. Bygging þessa vegar hefur auk þess það til gildis sér, að vegurinn eins og hann er fyrirhugaður, setur Hafnarfjörð í vegasamband við land sitt í Krýsuvík, en land það er nú ekk ert nýtt af Hafnfirðingum, þar sem veg vantar þangað. Á" árunum fyrir stríð og fyrsta sfríðsárið var unnið við Krýsuvíkurveginn (vet'rarbraut ina) og var vegagerð þessari 1 svo langt komið er hætt var, að hér að vestanverðu var vegur- inn kominn að Kleyfarvatni og spöl meðfram því. Undarifarin þrjú ár hefur ekk- ert verið átt við veg þennan ut- an þess að einu snini eða tvisvar hefur verið borið'ofan í hann. Þó hefur á fjárlögunum und- anfarin ár verið áætluð allstór fjárupphæð til Krýsuvíkurveg- arins, og liggur því fyrir sá ó- tvíræði vilji Alþingis að þessari framkvæmd verði haldið áfram. lFramkvæmdaleysi þetta í sam bandi við Krýsuvíkurveginn, hef ur að þeim sem mest »fjalla með vegamálin, vegamálastjóra, verið varið með þeim rökum, að verkamenn vantaði. Nú er svo komið að eigi verð- ur þessari mótbáru viðkomið, þar sem atvinnuleysi er í Hafn- arfirði og því verkamenn fyrir hendi er geta unnið að vega- gerðznni. Að því athuguðu, svo og þvi sem hér er áður sagt, mælir allt með því að nú þegar verði hafist handa með að halda áfram byggingu Krýsuvíkurveg- arins sem þýðir: 1. Flutningar að austan og austur um sveitir eru tryggð- ir að vetrarlagi. 2. Hafnarf jörður kemst í vega samband við land sitt í Krýsu- vík og getur því nýtt það. 3. Atvinna skapast fyrir hóp verkamanna og þar með ætti að minnka atvinnuleysið í Hafn arfirði, því vitanlega verða það haf nf irzkir verkamenn sem sitja fyrir þessari vinnu". ATVINNUMÁLANEFND ER UNDIRBÚI RÁÐSTAFAN- IR TIL AÐ KOMA I VEG FYRIR ATVINNULEYSI „Fundur haldinn í Verka- mannafélaginu Hlíf sunnudag- inn 19. desember 1943, samþykk- ir að beina þeim tilmælum til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, að hún skipi nú þegar eða svo fljótt og verða má atvinnumála- nefnd, sem hafi það hlutverk með höndum að rannsaka at- vinnuborfur verkalýðsins í bæn um og koma með tillögur til v.ö bæta úf og koma í veg fyr- ir atvinnuleysi. Verði verka- fýðsfélögunum gefinn kostur á. að tilnefna fultrúa í nefndina. Greinargerð. Atvinhuleysi á meðal verka- manna er nú þegar farið að gera vart við sig í bænum í alJstt» um stíl, þrátt fyrir það þótt eigi hafi verið um samartí ráit atvinnugreina að ræða, sem bæj arfélagið eða einstaklingar þess ráða yfh (undanskihn er þó hcifnargerðin). Af þessu er sýnilegt að fjarri er því að hinar núverandi at- vinnugreinar í bænum séu þess umkomnar að veita öllum hafn- firzkum verkamönnum vinnu, því mælir brýn nauðsyn með því að eitthvað verði gert til úrbóta í þessu efni af hálfu idr- ráðamanna bæjarins. Fundur haldinn í Verka- mannafélaginu Hlíf 12. nóv. 1943 samþykkti að skora á bæjar- stjórnina að hefjast handa með framkvæmdir á nokkrum aðkall andi verkefnum, stendur sú krafa félagsins að sjálfsögðu óbreytt, en framkvæmd hennar þýðir þó aðeins stundarúrlausn. Þessvegna eru þessi tilmæli samþykkt og send bæjarstjórn- inni, að líklegt er að með nefnd- arskipun sem þessari, sé lagður grundvöllur að útrýmingu at- vinnuleysisins úr þessum bæ, ekki einungis um stundar sakir heldur einnig um ókomínn tíma".

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.