Þjóðviljinn - 28.12.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.12.1943, Blaðsíða 1
V! UIN Lesið greinina á 5, síðu um endurbætur á alþýðutrygging- arlöggjöfinni. 8. árgangur. Þriðjudagur 28. des. 1943. 291. tölublað. sr~ Oagreíðsla Trúnaðarráðíð hvefur alla félagsmenn fíl þcss að greíða eínhuga afkvæðí með uppsögn þeírra NÝ FRAMHALDSSAGA: Nóffvíðfföllin í dag hefst ný framhaldssaga, „Nótt við fjöllin", eftir hinn kunna norska rithöfund Johan Falk- berget. Síðasta framhaldssagan, „Elí og Roar", eftir norsku skáldkonuna Nini Roll Anker, varð mjög vin- sæl, og mun þessi ekki þykja síðri. Fylgist með sögunni „Nótt við frá byrjun! Trúnaðarráð Dagsbrúnar samþykkti einróma á fundi sínum 22. þ. m. að láta fara fram allsherjarat- kvæðagreiðslu um uppsögn samninga félagsins. Jaínframt skoraði trúnaðarráðið eindregið á félags- menn að greiða allir atkvæði með uppsögn samninganna. Dagsbrúnarsamningarnir hafa nú gilt á annað ár. Á þessum tíma hafa margvíslegar ráðstafanir verið gerðar til þess að rýra tekjur verkamanna og allt bend- ir til þess, að stríðsgróðavaldið hafi í hyggju að þrengja enn meir kosti vinnandi stéttanna. Verkamenn munu því ekki þurfa að hugsa sig lengi um, þeir munu allir greiða atkvæði með uppsögn sámn- inganna. Ályktun trúnaðarráðsfundarins fer hér á eftir: ,1. Þann 22. ágúst 1942 náði , óska verklýðssamtakanna um verkamannafélagið IJagsbrún nýjum kaup- og kjarasamn- ingum með grunnkaupshækkun dagkaups úr kr. 14,50 í kr. 16,80, styttingu vinnudagsins ýr 10 stundum í 8 stundir og 12 daga orlofi. Þetta var á þriðja ári hins mikla stríðsgróða í landinu. Allt frá stríðsbyrjun og til 22. ágústs 1942 hafði kaup verkamanna staðið óbreytt og jafnvel bundið með lögum. Veruleg gengislækkun ' hafði verið gerð á kostnað launþega. Aukning dýrtíðarinnar hafði ^hvergi nærri komið öll fram í dýrtíðarvísitölunni. Verkamenn gátu því aðeins séð sér og sín- um farborða með því að vinna myrkranna á milli í skjóli þeirr ar óvenjulegu atvinnu, er stríð- ið færði. Þannig var lífskjörum" verka- rxianna af ráðnum hug skorinn hinn þrengsti stakkur, meðan lítill hópur landsmanna græddi o'f f jár í skjóli þessa sama stríðs. 2. Verkamenn hafa frá önd- verðu álitið dýrtíðarvísitöluna sér óhagstæða og haft til þess gild rök. Fyrir nær tveim árum var það loforð gefið af þáver- andi atvinnumálaráðherra, að dýrtíðarvísitalan skyldi endur- skoðuð. Við það loforð var ekki staðið. Fyrst á s. 1. sumri lét ríkisstjórnin undan'/ kröfum verkamanna í þessu efni og þó ekki fyrr en hún stóð andspæn- is hótun um allsherjar grunn- kaupshækkun. Ríkisstjórnin skipaði nefnd manna til þess að endurskoða grundvöll vísitölunn ar án þess þó að taka tillit til samsetningu nefndarinnar. Niðurstöður meirihluta þess- arar nefndar fela í sér viður- kenningar á því, að grundvöliur vísitölunnar sé launþegum ó- hagstæður í verulegum atriðum, bæði hvað snertir einstaka liði sem aldrei hafa verið felldir inn í grundvöll hennar sem og sér í lagi hvað snertir hina gíf- urlegu hækkun húsaleigu. Vegna fastákveðinnar endur- skoðunar á grundvelli vísitöl-, unnar og vegna annarra á- stæðna ákvað verkamannafélag- ið Dagsbrún að segja samning- um sínum við atvinnurekendur ekki upp á síðastliðnu sumri. Ríkisstjórnin fékk þar með sex mánaða frest til þess að leysa vísitölumálið með tilliti til óska verkamanna. Frest þennan hef- ur ríkisstjórnin samt ekki not- að og þess engin merki sjáan- leg, að hún hugsi til slíks. Fyrir verkamenn hins vegar, sem hafa gefið þennan frest, og sýnt þar með mikla tilhliðr- unarsemi, er því ekki um annað að ræða en taka þessa stáðreynd til greina eins og hún liggur fyrir. ' 3. Síðan 22. ágúst 1942 að nú- verandi samningar félagsins gengu í gildi, hefur launþega- stéttin orðið að lúta margvísleg- um nýjuni kvöðum af hálfu hins opinbera, kvöðum, sem rýrt hafa mjog tekjur hennar. Þannig hefur milljónum kr. verið varið til pess að greiða niður vöruverð á innlendum markaði, en það hefur haft í för með sér raunverulega kaup lækkun fyrir launþega. <. Framh. á 5. síðu. Rfissar í oípí stflpsóhn á Híeííuígs im. Raufli heriDfl 30 ii írá Bepdiséf Hafa sfofáð fárnbraufína míllí Vítebsfc 04 Polofsk í gær birtust fréttir af nýrri stórsókn rauða hers- ins á Kieff-vígstöðvunum. Hafði hún þá staðið í fjóra daga. Hafði rauði hcrinn brotizt gegnum víglínu Þjóð- verja á 80 km. breiðu svæði og sótt fram um 40 km. Yfir 150 bæir og þorp höfðu verið tekin, þ. á. m. Rado- mysl og Brusiloff, sem Þjóðverjar höfðu aftur náð á sitt vald. Meginsóknarþungi Rússa er á suðurhluta vígstöðv- anna meðfram og eftir veginum frá Kieff til Sítomír. Eru þeir um 20 km. frá síðarnefndri borg. Ennþá sunnar eru þeir komnir að stað sem er um 30 km. frá Berdi- séff, sem er þýðingarmikil járnbrautamiðstöð. Þar eru þeir komnir um 20 km. vestar en þeir voru, þegar Þjóð- verjar hófu gagnárásir sínar fyrir 5 vikum síðan. 1 gærkvöldi var tilkynnt, að sóknin gengi að óskum og hefðu yfir 100 bæir og þorp verið hcrtek- in í gær. Þar á meðal voru sjö járnbrautastöðvar. Yfirráð Þjóð- verja yfir Sitomir eru talin í hættii. Þjóðverjar segja, að Rússar beiti mestu skriðdrekaliði i sókninni til Sitomir. í fýrstu tilkynningu sinni frá Kieff-sókninni sögðust Rússar hafa fellt meira en 15.000 Þjóðverja, en um 120 þús. manna þýzkt lið væri á hröðu undanhaldi. Eru það sex fótgönguliðsherfylki og fjögur skrið drekalierfylki. Meðal þcirra er eitt frægasta herfylki Þjóðverja, sem bcr nafuið „Reich". Rússar eyðilögðu 159 skriðdreka fýrir Þjóðverjum í þess^i sókn á fjórum fyrstu sólarhrmgunum. En samtals eyðilögðu þeir í gær 95 skriðdreka. Sóknin á „fyrstu Eystrasaltsvíg- slöðvunum" hefur fært Rvissum fleiri sigra. Sá þýðingarmesti í gær var, að þeir rufu járnbrautaflínuna frá Vitchsk norðvestur til Polotsk. En þýzka sctuliðið í Vitebsk hefur þó enn á sínu valdi þjóðveg til vest- urs og járnbraut til suðurs, sem um 70 km. sunnar beygir vestur til Póllands. — í gær tóku þeir yfir 30 bæi og þorp á þessum vígstöðvum, 60 í fyrradag, 'og um 200 bæi og þorp á jóladag. Fyrir norðan Kirofograd hrundu Rússar í gær gagnáhlaupum fót- gönguliðs og skriðdreka. Er rauði hermn hóf hina nýju sókn sína á Kieff-vígstöðvimum, voru liðnar um fimm vikur síðan hdrsveitir von Mannsteins hófu gagnárásir sínar á þeim vígstöðv- um. Höfðu þær náð nokkrum ár- angri, en' hann hefur nú í einni svipan verið mestallur eyðilagður aftur. Telja hernaðarsérfræðingar, að Þjóðverjar séu búnir að bíða miklu meira tjón í þessum gagn- árásum en þeir biðu í hinni árang- urslausu Kursk-sókn sinni í byrj- un júlí í sumar. Frumsýning á Vopnum guðanna Leikfélug Reykjavíkur hafði frumsýningu á Vopnum guðanna, á annan jóladag. Höfundurinn, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, var viðstaddur sýn- inguna og var hann þrisvar kall- aður fram og hylltur. InnrásarEiersfliöfðingjarnir skipaðir Tilkynnt var á aðfangadaginn að valdir hefðu verið yfirmenn Bandamanna í innrásina á 'meginland lívrópu. Eisenhower hershöfðingi, sem stjórnað hefur hernaðaraðgerð- um í Túnis, Sikiley og á ítalíu verður yfirmaður alls herafla Bandamanna á Bretlandi. Eisenhower er Bandaríkjamaður. Mont- gomery, hinn frægi "yfirmaður áttunda hersins brezka verð- ur yfirmaður brezku nmrásarherjanna. Carl Spaatz, sem er Banda ríkjamaður, verður yfirmaður flugherja Bandamanna. Tedder flugmarskálkur verður næstur Eisenhower að völdum. Yí'irmenli herjanna við Miðjarð- arhaf verða báðir brezkir, þeir Sir Henry Maitland Wilson, sem áður var yfirmaður hersins í Litlu-Asíu, og Sir Harold Alcxandcr. Sá fyrri verður yfirmaður allra herja Banda manna við Miðjarðarhaf, en Alex- ander stjórnar herjunum á ítalíu. Eisenhower yfirhershöfðingi átti kveðjuviðtal við blaðmenn í Norð- ur-Afríku í gær. Hann sagði m. a., að Bandamenn mundu vinna úr- slitasigur í Evrópu árið 1944, ef hver maður og kona á vígstöðv- unum og heima í'yrir gerðu skyldu sína. Hann sagði að. fyrsta verk sitt' yrði að gera það sem þegar hefði verið gert í herstöðvum Bandamanna, en það væri að sam- Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.