Þjóðviljinn - 05.01.1944, Side 2

Þjóðviljinn - 05.01.1944, Side 2
ÞJC JV' . J :-j Miðvikudagur 5. janúar 1944 Leiðtogar tala Það er orðinn fastur siður, að þjóðhöfðingjar og stjórnarherrar haldi "virðulegar ræður um ára- mót. Hér á voru Iandi er þessi siður framkvæmdur til hins ýtr- asta. Ríkisstjóri flytur áramóta- boðskap, forsætisráðherra sömu- leiðis og oftast hefur ekki þótt við þetta eitt hlýtandi, heldur hafa allir ráðherramir látið sitt Ijós skína yfir þjóðina frá hlið- skjálf útvarpsins. Plestar eíga þessar áramóta- ræður, bæði hérlendis og erlend'- is, sammerkt í því, að vera nauða ómerkilegar, enda samdar og fluttar fyrir siða sakir en ekki af því að ræðumaður telji sig eiga erindi við landslýðinn. For- menn flestra stjómmálaflokk- anna telja einnig að þeir þurfi að Iáta „hjörðina“ vita, að hirð- irinn vakir um áramótin og þeir birta langar greinar um stjórn- málin á „liðna árinu“, ásamt hug leiðingum um nýja árið. Þessar greinar eru löngum álíka ómerki legar og ræður þjóðhöfðingjanna, stundum er þó vert að gefa þeim gaum. Hér koma nokkur atriði úr áramótagreinum stjómmála- leiðtoganna okkar. Við byrjum á formanni AI- þýðuflokksins Stefáni Jóhanni. „Eftirlætisóskir“ Stefán skrifar langt mál um tilraunir til stjórnarmyndunar árið 1943 og harmar sáran að ekki skuli hafa tekizt að mynda vinstri stjóm. Um Framsóknar- flokkinn segir hann í því sam- bandi: „Framsóknarflokkurinn virtist halda nokkuð fast við eftirlætis- ósk sína um kauplækkun, þótt ekki væri reynt til þrautar. En það sem algjörlega olli því að úr engu varð, vom kommúnist- ar. Þeir vildu enga raunhæfa sam vinnu, ef til vill allra sízt við AIþýðuflokkinn“. Ekki verður af þessu séð að Stefán hafi verið þvi næsta and- ! vígiír að Framsókn fengi „eftir- j lætisóskinni“ fullnægt. Það vom „kommúnistar sem ollu því að úr engu varð“, segir hann og er það vissulega. rétt ef við það er átt, sem orðin benda til, að 'strandað hafi á „kommúnistum!* að fallast á kauplækkunarkröfur Framsóknar. Ekki er hætt við að staðið hefði á honum Stefáni Jó- hanni. Út af ummælum Stefáns um að ,,kommúnistar“ hafi „allra sízt“ viljað samvinnu við Alþýðu- flokkinn, þykir rétt að spyrja hann: Hefur Alþýðuflokkurinn fellt úr gildi flokkssamþykkt sína frá 1942, um að engin stjóm málasamvinna komi til greina við kommúnista? Það er síðasta opinbera yfirlýsingin sem flokk- urinn hefur gefið um það efni. Það er annars furða hvað AI- þýðublaðið og Stefán endist til að tala um það sem hina mestu firru, að sósíalistar skuli ekki hafa myndað stjórn með flokki, sem lýst hefur yfir, án þess að afturkalla það, að hann vilji enga stjómmálasamvinnu við kommúnista eiga og mcð flokki, sem á þá „eftirlætisósk að lækka kaupið“. Ömurleg og furðuleg af- staða Það verður ekki komizt hjá að minnast á afstöðu Stefáns Jóh. til sjálfstæðismálsins. Er þá fyrst þess að minnast, að hann undir- ritar 7. apríl 1943 eftirfarandi yfirlýsingu: „Til gildistöku þessara stjóm- skipulaga kom nefndin sér sam- an um að leggja til, að valinn yrði 17. júní 1944, og ber til þess bæði það, að hallkvæmt hef- ur þótt að láta eigi formleg sam- bandsslit við Danmörku taka gildi fyrr en eftir lok yfirstand- andi árs (1943), og eins hitt, að þessi dagur þykir Islendingum flestum ágætastur sökum sögu- legra minninga í frelsisbaráttu þjóðarinnar.“ Þetta undirrita, auk Stefáns, Haraldur Guðmundsson, Einar Olgeirsson, Áki Jakobsson, Bjami Benediktsson, Ólafur Thórs, Hermann Jónasson og Jónas Jónsson. Nú, þegar að því er komið að Alþingi fari að fram kvæma það sem stjómarskrár- nefnd samþykkti 7. apríl s. 1., segir Stefán í áramótaboðskap sínum: „.... En þetta merkilega ut- anríkismál, hefur á ári því, sem nú er að enda,' sætt raunalegri meðferð. Kapphlaup hófst á milli Sjálfstæðisflokksins, eða réttara sagt forystumanna hans, og kommúnista, um sem mest óðagot og fljótræði í lausn máls- ins. Og þingflokkur Framsóknar bættist svo í hópinn. Hafa þess- ir þrír þingflokkar nú lýst yfir að þeir muni stofna lýðveldi á Island'i ekki síðar en 17. júní 1944, hvað sem líður réttargrund- velli málsins og hvernig sem tímamir þá verða og ástand allt hér á landi og í umheiminum. Og reynt er með öllu móti, stunduin með blíðmælum, oft með illyrö- um og hótunum, að kæfa þær há- væm raddir er komið hafa í blöðum Alþýðuflokksins og frá þjóðkunnum mönnum úr öllum flokkum, um það að rasa ekki um ráð fram, og velja aðferðir til skilnaðarins, sem byggðar séu á ðruggum, réttarlegum grund- velli, og hafa. ekki í för með sér ástæðulausa áreitni né lítilsvirð- ingu á gerðum samningum, er bakað gæti Islandi álitshnekki og óvinsældir meðal vinsamlegra lýðræðisþjóða. Þingmenn hinna þriggja fyrr töldu flokka virðast engu slíku vilja sinna, en hafa þvert á móti nokkra tilhneigingu til þess að beita einræðisaðferð- um í málinu, og leitast vi<) að kæfa niður alla gagnrýni og and- stöðu. En rödd skynsemi og rétt- I lætis verður ekki þögguð niður, hvaða brögðum, sem er beitt. Alþingi mun eiga að koma , saman 10. janúar n. k. til þess i að fjalla um þetta mál. Gefst þá tækifæri til þess að ræða það ítarlega. Svo mun timinn leiða í Ijós hvernig þessu stórmáli þjóð- arinnar farnast í sameiginlegum höndum Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og kommúnista, og hversu hyggileg, giftudrjúg og traust lausn þess verður“. Dagsbri barf að semja um haup- tauta furir Múnaðaruinnu Vinnumaður skrifar um kaup og kjör landbúnaðarverkamanna í Reykjavik og nágrenni, og viðhorf þeirra til verkalýðssamtakanna Þaö er mjög algengt um þessar mundir, og hefur löng um veriö, að ungir menn úr sveit leiti til fjarlægra staöa í von um atvinnu sem ekki var völ á í þeirra heimahögum. Veröur þá Reykjavík og ná- grenni ósjaldan fyrir valinu. Þar hefur atvinnan veriö mest síðustu árin og fram- boðiö á vinnuaflinu ekki get- að fullnægt eftirspurninni. Þeir unglingar sem komiö hafa úr sveit, hafa eðlilega margir hverjir tekiö þeirri át- vinnu sem boöist hefur á stór búum í nágrenni Reykjavík- ur. Húsnæöisvandræöin hafa valdiö þar miklu um, ásamt því aö bændurnir hafa haft sína fulltrúa út um land til aö útvega sér vinnufólk, og ekkert samvizkubit haft af því aö draga fólk aö þessum „hættulega staö“, Reykjavík, sem fáu viröist skila aftur af því fólki sem þangáö flytur utan af landsbyggöinni. Kaup ið, sem boöiö hefur verið, er oft hærra en tíökast út um land, en mjög misjafnt, því hver hefur samið úpp á eigin spítur og ekki miðað við neinn ákveöinn taxta. Kaupiö hefur verið frá 400—800 kr. á mánuöi, auk fæöis, húsnæö- is og þjónustu. Þeir, sem kunnugir eru sveitavinnu, vita hvaö vinnu- tíminn við hana er óregluleg- ur og langur, oft að óþörfu. Sá, sem þessar línur ritar, her ur unniö 12—14 tíma á sólar- hring hjá bónda hér í ná- grenni bæjarins. Frídagar voru engir, en þó nokkru styttri vinnutími á sunnu- dögum. Á þeim búum sem rekin eru af því opinbera, er önnur og betri tilhögun hvað vinnu- tíma snertir, þar er vinnu- tíminn takmarkaöur og vinnu fólkinu tryggöur einn frídag- ur í viku hverri. Hvort sú tilhögun hefur kom izt á fyrir afskipti verklýös- hreyfingarinnar, er mér ó- kunnugt um, en þaö nær allt of skammt það eftirlit, meöan þaö nær ekki til allra landbúnaðarverkamanna. ( Eftir því sem ég bezt veit, mæla lög Dagsbrúnar svo fyr- ir, að landbúnaöarvinna hér í Reykjavík, sé ein af þeim at- vinnugreinum sem félagiö telur sér viðkomandi, enda Svo mörg eru þau orð Stefáns, afstaða hans til þessa máls er sannarlega ömurleg og furðuleg í senn, þegar tekið er tíllit til af- stöðu hans 7. apríl 1943. liggur það beinast viö aö svo sé. Þaö er því skylda Dagsbrún ar aö setja sérstakan kaup- taxta fyrir landbúnaöarvinnu hér í höfuðstaönum og vinna aö því að kjör þeirra er at- vinnu þá stunda, veröi færö í svipaö horf og annarra Dags brúnarmanna. Þó ekki sé hér um fjölmenna atvinnustétt aö ræöa, mun hún ekki vera fá- mennari en ýmsir hópar verkamanna sem nú hafa sér- stakan mánaöakaupstaxta. Þaö eru því eindregin til- mæli mín, aö stjórn Dagsbrún ar og aörir áhuga- og áhrifa- menn innan félagsins, taki þetta mál til yfirvegunar og geri sitt til aö bæta úr því ósamræmi og misrétti sem er á kaupí og .kjörum þessarar atvinnustéttar. Nú veit ég alveg hverju þiö munið svara. Þiö munuð segja sem svc: Sökin er aö mestu leyti hjá ykkur sjálf- um, þiö hafiö sneitt hjá verk- lýössamtökunum hér í bæn- um, vanrækt aö láta okkur vita af því aö þiö voruð farn- ir að stunda hér vinnu, og það jafnvel þótt þiö væruö aö vinna meö Dagsbrúnarmönn- um og nytuö góös af þeim kjarabótum sem þeir hafa aflaö sér meö samtökum sín- um. Þaö hefur oröiö aö ganga eftir aö þiö geröuzt meðlim- ir í félaginu og greidduö ár- gjöldin. Þetta ,er hverju orði sann- ara, en þar með er bara ekki sagan sögð til enda, þaö veröur aö líta á máliö frá fleiri hliöum. Flestir, eöa allir, landbúnaö arverkamenn hér í Reykjavík- urbæ, eru úr sveit og hafa lít- il sem engin kynni af verklýðs samtökum og þá jafnvel þau ein að þeim væri heldur illa viö utanbæjarverkamenn og stæði ógn af komu þeirra á vinnumarkaöinn, sem mundi gera atvinnuleysiö enn þá meira þegar þeir tímar kæmu aö auövaldiö teldi sér hag í aö láta verkamenn ganga iöjulausa. Þegar saman fer fáfræöi og andúö á samtökum verka- manna sem sumpart stafar af skrifum borgarablaöanna, og hin óvirka andúð bæjar- j manna á aöstreymi fólks úr | sveitum, er ekki við ööru að j búast en örðugleikum á sam- i starfi fyrst í staö. Sökin er hjá báöum aöilum, en ég fæ ekki séö aö hún sé neitt minni hjá verklýössam- tökunum, sem hafa vanrækt í þar til á s. I. ári, er Alþýöu- sambandið loks var laust úr viöjum sundrungar og inn- byröis deilna, aö halda uppi fræöslu um samtökin meö fræðandi erindum og útgáfu tímarits. Ekki er heldur hægt aö búast viö stéttvísi og þroskaðri félagshyggju al- mennt meöal þeirra sem lifaö hafa fjarri höfuöstöövum verklýöshreyfingarinnar, með- an félagsþroski hins uppvax- andi æskulýös í verkamanna- stétt er jafn lítill og raun ber vitni um, enda þótt um sé að ræða starfssvæði verklýðsfélaga., sem eiga sér áratuga fortíö. Þaö viröist því víöa vera á- fátt 1 þessu efni, og líklega hefur aldrei veriö tímabærara en einmitt nú, aö hugleiða það sem Þorsteinn Erlingsson kvaö: „Og muniö, aö ekki var uröin sú greiö • til áfangans þar sem viö stöndum“. Þaö veröur hver einasti vinnandi maöur aö koma auga á þau sannindi, aö verk- lýössamtök undir sósíalist- iskri forustu eru sverö og skjöldur alþýöunnar í lífsbar- áttunni, og sá árangur sem náðst hefur í þeirri baráttu, verður bezt tryggður með á- íramhaldandi sókn til betri lífskjara og menningarríkra lífs. Sigrarnir í þeirri sókn eru bezt tryggöir meö því að út- breiða samtökin sem bezt, láta þau ná til allra vinnandi manna, þar má engin hreppa- pólitík, klíkuskapur eð’a flokkakritur vera Þrándur í Götu. Eg hef bent hér á van- rækslu 1 útbreiöslustarfi Dags brúnar, hvað við kemur minni atvinnustétt, og þaö er einmitt hjá því félagi sem löngmn hefur verið ísbrjótur verklýössamtakanna, hin fé- lögin hafa oftast siglt í vök- ina, sem þaö hefur brotiö. ÞaÖ vil ég jafnframt taka fram, aö engu félagi treysti ég betur en Dagsbrún til aö bæta úr þeirri vanrækslu. Þar geri ég ráö fyrir mestum stéttarþroska, þó gloppóttur hafi hann reynzt stundum. Nú í vetur er einmitt tæki- færi til aö setja mánaðar- kauptaxta viö landbúnaöar- vinnu á félagssvæöi Dagsbrún ar, þegar telja má víst aö nú- gildandi samningum félags- ins viö atvinnurekendur, verði sagt upp. Kaupiö verður aö miöa viö taxta fyrir almenna verka- Framh. á 5. síðu. i ' I

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.