Þjóðviljinn - 05.01.1944, Qupperneq 3
Miðvikudagur 5. janúar 1944
ÞJÓÐVIL JINN
RITSTJÓRI:
RANNVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR
—
Börn í leikskóla Tjarnarborgar
SÉrmeuttn stðFlsfílls
vld ssiOliampUI
y/
Viðtal við Þórhildi Olafs.
Þórhildur Ólafsdóttir hefur
veitt leikskóla og dagheimili
Tjarnarborgar forstöðu í 2 ár.
Viltu ekki segja Kvennasíð-
unni ofurlítið frá starfi þínu,
segi ég um leið óg við stönd-
um upp frá miðdegisverði í
Skíðaskálanum.
Ertu frá þér, heldurðu að ég
fari að tala um börn núna?
Jú annars, það er víst að koma
blindbylur úti, svo að við gerum
ekki annað betra en að rabba
svolítið saman.
Þjóðviljinn er búinn að tala
svo mikið við mig um starf mitt
í Tjarnarborg, svo að það er
varla við það bætandi — en
það er annað, sem mér dettur
í hug í sambandi við þessi mál.
Við þurfum endilega að fá ein
hverja innlenda menntastofnun
þar sem starfsfólk leikskóla dag
heimila og vöggustofa gæti feng
ið menntun sína.
Eg hef vissulega verið mjög
heppinn með starfsfólk mitt
hér. Margar stúlkurnar sem hafa
unnið með mér hafa fengið á-
gæta menntun, þó að hún væri
ekki hjá flestum þeirra sniðin
fyrir þetta starf. — Og svo hef-
ur áhuginn fyrir starfinu ver-
ið góður.
Þörfin fyrir vöggustofur leik-
skóla og dagheimili eykst stöð-
1 ugt og það er ekki hægt að ætl-
ast til að ný heimili sé hægf
að stofnsetja með algjörlega ó-
vönu fólki.
Uppeldisfræðingar nútímans
telja flestir að grundvöllurinn
að skapgerð og flestum venj-
um barnsins, sé lagður fyrstu
ár ævinnar, svo að mönnum
ætti að vera það ljóst, að fólk
sem við slíkt uppeldi fæst þarf
ekki síður víðtæka menntun en
aðrir kennarar. — Menntun
þessi á auðvitað að nokkru leyti
að vera falin í starfi við þær
stofnanir sem menn ætla að
vinna við síðar, en það er ekki
nóg. — Mikill hluti hennar verð
ur að vera falinn í bóklegu
námi um sálarlíf barnsins, upp-
eldistækni þá sem felst í ýms-
um leikkerfum, um líkamsbygg-
ingu og heilsuvernd barna pg
svo framvegis. — Ef menn læra
slíkt jafnhliða starfinu, verður
það unnið á allt annan hátt.
Menn taka það þá ;ekki einungis
eins og leiðinlega vinnu sem um
er að gera að sleppa sem fyrst
frá, heldur fá annan áhuga fyr-
ir þeim lifandi leir, sem þeir
hafa með höndum og geta hjálp
að til að móta á svo mismun-
andi hátt.
En nám þetta yrði sennilega
að vera í sambandi við ein-
hverja aðra menntastofnun, þar
sem svipaðar greinar eru kennd
ar. Það er varla hægt, kostnað-
arins vegna að hugsa sér sjálf-
stæða stofnun fyrir menntun
þessa, enda ekki þörf á að út-
skrifa marga nemendur á ári.
Fyndist þér ekki gæti farið
vel á að slík deild væri stofn-
sett í sambandi við Hússtjórnar-
kennaraskóla íslands, skýt ég
inn í. — Jú mér hefur nú satt
að segja dottið húsmæðraskól-
arnir í hug — og þó að það komi
kannske ekki þessu máli við. —
Okkur veitti ekki af að' fá ein-
hverja uppeldisfræðilega mennt
un við húsmæðraskólana.
Við Þórhildur spjöllum um
þetta fram og aftur, leggjum
niður fyrir okkur hvaða náms-
greinar gætu verið sameigin-
legar og komumst að þeirri nið-
urstöðu, að mikill hluti hinnar
bóklegu fræðslu geti samrýmst.
Húsmæðrakennaraskóli íslands
hefur verið stofnsettur og rek-
inn af miklum dugnaði og mynd
Er ástin goðsaga eða raunveruleiki?
IIin sósíalistisku ríki eru að
skapa nýtt siðferði á sviði ásta og
kynferðismála, þar sem hinn fjár-
hagslegi ágóði annars hvors ein-
staklingsins er skilinn frá hjóna-
bandinu. Karlmaðurinn er þar ekki
skyldugur að „sjá fyrir konunni“,
eins og það er kallað, en í stað þess
bera hjónin bæði ábyrgð á börn-
unum og eiga að styrkja hvort
annað í veikindum.
í Sovétríkjunum er allt gert til
þess að gera konuna fjárhagsléga
sjálfstæða, en með fjárhagslegu
sjálfstæði beggja aðila hlýtur hinn
eini mögulegi grundvölhir hjóna-
bandsins að verða gagnkvæmt að-
dráttarafl, vinátta og sameiginleg
ábyrgð á uppeldi barnanna.
Hið borgaralega þjóðfélag hefur
búið til ógnarstóran helgibaug uni
samband karls og konu, en á hinn
bóginn er venjulega fyrst spurt þeg
ar forsjóninni nú loksins hefur tek-
izt að sameina tvo elskendur fyrir
heiminum, og trúlofun hefur birzt
í Mogganum. „Hefur hann góða
atvinnu", og ef ekki, er sagt: „al-
veg er ég hissa á aumingja stúlk-
unni. Iliin er svo lagleg, að liún
hefði víst áreiðanlega getað krækt
í einhvern betri“.
Hér á eftir fer álit enskrar konu
á þessum málum, þýtt úr „Modern
Woman":
„Of margir æskumenn og konur
ganga út í ástalífið með hið hættu-
lega sambland af fáfræði og róm-
antízkum hugmyndum, sem eiua
veganesti. Bíómyndir, lélegar skáld
sögur, en umfram allt foreldrar og
uppalendur, eru sekir urn léttvægi
nestisins.
Ráðgjafar þessir fara ])ó ekki
eftir kenningum sínum. Stúlka, sem
alin hefur verið upp í þeirri trú, að
ástiu væri allt, uppgötvar um leið
og hún verður ástfangin, að það
sem aðallega ríður á fyrir foreldr-
ana að vita, er: „Hefur hann góð
laun?“
Auðvitað verður hún lmeyksluð
og rugluð. í löndum, þar sem gift-
ingin er ákveðin af venzlamönnum
má auðvitað finna einn og annan
mótþróagjarnan ungling, en menn
verða þar ekki varir við þann á-
rekstur, sem skapast af mótsögn-
inni milli kenningar og raunveru-
arskap undir forsjá Helgu Sig-
urðardóttur, en ennþá eru þar
einungis menntaðir matreiðslu-
kennarar. Okkur vantar mennt-
un fyrir sauma- og vefnaðar-
kennara, og nemendur hverrar
greinar fyrir sig eru svo fáir,
•og það getur ekki náð nokkurri
átt að skipta fræðslu þessari
niður á margar stofnanir. Við
eigum að stefna að því, að sam-
eina allar greinarnar við sömu
menntastofnun og byggja fræðsl
una á sama uppeldisfræðilega
grundvelli. Slík stofnun verður
að rísa innan skamms og þá
virðist menntun leikskólakenn-
ara og annarra þeirra sem við
smábarnauppeldi fást eiga þar
heima.
leika, sem er svo algcngur hér á
landi.
Mælikvarðinn á eiginmanninum
er nákvæmlega tiltekinn. Hann
verður að stunda vissa atvinnu.
Tekjur hans mega ekki fara
niður úr vissum launaflokki, og
ef þær eru mikið hærri en tekj-
ur foreldra stúlkunnar, hefur ungi
maðurinn sennilega ekki alveg
hreint í pokahorninu. Hann má
vera vondur við móður sína, ef
hann ekki stingur hnífnum upþ í
sig.
Það sem spillir mest möguleik-
unum fyrir hamingjusömu hjóna-
bandi er ef til vill, hve konurnar
eru uppteknar af því, að þær þurfi
að giftast, og sú hugmynd, að lífs-
starf konunnar sé, að gera sig sem
girnilegastar í augum karlmann-
anna.
Stúlkurnar vaxa upp í hinum
stöðuga ótta við — að giftast —
við að giftast ekki — og hina ó-
þolandi félagslegu álitskröfu — að
giftast stöðugt í huga sér.
Af því að ég er kona, veit ég
betur hvernig þessi lögmál verka
meðal kvenna en karla. En þau
hljóta ckki síður að hafa eyðileggj-
j andi áhrif á hina fínni framkomu
karlmannsins í kynferðismálum.
Því að með hinum ríkjandi hugs-
unarhætti liggur ágæti karlmanns-
ins á þessu sviði ekki í húmor, gáf-
um, blíðu, skilningi eða riddara-
mennsku, heldur eingöngu í því,
að hann er fæddur karlkyns.
I þjóðfélagi, þar sem eiginmanna-
veiðar eru hið ákjósanlegasta tak-
mark kvennanna, hlýtur stundum
heppilegri tælcni til karlaþrælk-
unar að verða hið eina arðvænlega
hlutverk konunnar. Og þar liggur
aðalhættan. Ekki í karlaþrælkun-
innni sjálfri, heldur í þeirri stað-
reynd, að til þess að verða „aðlað-
andi“ fyrir karlmann verður kon-
an að breyta sjálfri sér.----------
Konur, sérstaklega þær, sem eru
mjög áfjáðar í að giftast, geta
breytt sér á yfirborðinu á hræði-
lega auðveldan hátt og með mikl-
um árangri. Ég þekki konu, sem
las Shakespeare, horfði á fræg mál-
verk og hlustaði á symfóníur á
meðan hún var trúlofuð, af því að
unnustinn hafði slík áhugamál. En
Frh. á 5. síðu.
Tízkumyndir
Einföld og smekkleg nýtízku-
kolla, sem samrœmist vel ís-
lenzkri veöráttu. Eins og mynd-
in sýnir má hárið ekki koma
fram fyrir eyrun. Jakkakjóllinn
er alltaf lientug flík.
Nýtízku frakki með skinnkraga og skinnhúfu