Þjóðviljinn - 07.01.1944, Page 3

Þjóðviljinn - 07.01.1944, Page 3
Föstudagur 7. janúar 1944. ÞJÓÐ V ILJIN N Ærið cr lidið- Jii i pgið til Dófls ? “ Flestir munu þeir vera, sem gleðjast yfir því að nýtt ár er að renna upp. Ósjálfrátt tengir maður vonir við það, sem ef til vill rættust ekki á árinu eða árunum sem liðin eru. Yfir því ókomna og dulda hvílir eftirvænting þess, hvað koma muni. Gamla árið má fara það hefur sagt allan sannleikann. Þar er ekkert hulið eða ó- komið. Það hefur uppfyllt vonir, það hefur tortímt vonum. Það hefur fært töp, það hefur fært sigra. Það hefur glatt, það hefur hryggt. Það hefur skilið eftir reynslu, það hefur líka truflað. Hvað hefur það fært þér, sem er þér minnisstæðast? Hefur það fært þér sigi’a og gleði, hafa vonir þínar ræzt, eða hefur reynsl- an og þroskinn orðið eftir hjá þér? Hafa töpin, sorgin, vonamissir og truflanir orðið hlutskipti þitt? En hver sem hlutur þinn hefur verið, er það hygginna manna háttur, að staldra við á þessum tímamótum og renna augum yfir síðasta ársspölinn. Ekki til þess aðeins að gleðjast á ný eða hryggj- ast á ný, heldur til þess að leita, að reynslunni og byggja á henni þær áætlanir sem lagðar eru fyrir næsta ár að svo miklu leyti sem það stendur í mannlegu valdi. Fyrir æskumanninn er nýja árið kærkomið. Hvert þeirra fær- ir honum þroska bæði andlega og líkamlega, hann hleypur hrað- ara, stekkur lengra, hefur meira vald á knettinum, syndir hraðara o. s. frv. Fyrir fullorðna manninn er þetta meira tvíeggjað, hann safnar lengi reynslu og þekkingu, en líkamlega fer hann að standa í stað og innan skamms fer honum að fara aftur. Hann hleypur hægara, stekkur skemur, syndir með minni hraða, hefur minna vald á knetti, en áður o. s. frv. En þetta er hinn eðlilegi gangur lífs- ins. En komi æskan voldug, þróttmikil og sterk, og taki merki þeirra fallandi og beri það hærra og lengra, þá er framtíðin örugg. Það ert þú, ungi maður, sem átt framtíðina, þú sem átt landið að erfa, en mundu að taka reynslu áranna, reynslu þeirra eldri til athugunar. Hefur þú gert það á þessu ári? Hefur þú ekki vitað nóg um áform þín fyrirfram án þess að hafa þá eldri með í ráðum? Hefur þú ekki haft horn í síðu hans sem er ''kominn á fallandi fót og talið hann standa í vegi. fyrir framgangi þínum, og hafa þeir fullorðnu ekki litið of smáum augum á getu og þroska arftakans? Þetta er gamla vandamálið um æskuna og ellina, en í sannleika getur hvorugt án annars verið. Þess vegna spyr ég: Höfum við íþróttamenn nokkurntíma skilið þennan sannleika? Höfum við yfirleitt sýnt hvorum öðrum þá virðingu og það umburðarlyndi, sem nauðsynlegt er? Og ég svara, að hið yfirleitt lélega félags- líf íþróttafélaganna sanni að svo sé ekki. í þessu sambandi skýtur upp í huga minn fjölda spurninga. Er lögð sú alúð við æskuna í félögunum sem æskilegt er? Eru kröfurnar sanngjarnar sem gerðar eru til unglinga sem keppa? í hvaða tilgangi er þeim att til keppninnar? Eru það sigrarnir, stigin, heiður félagsins, eða eru þeir sendir fram til að sýna glæsi- legan leik í þeim anda að allir séu jafnir þegar út er gengið? Æskan er næm, hún finnur fljótt hvað í loftinu liggur. Það er þetta sem mótar hana svo mjög og þá um leið framtíð þess félags sem hún hallar sér að. Atvik þjóta fram í hugann þessu viðvíkj- andi, en ég sleppi þeim núna. Árið hefur verið viðburðaríkt. Á því hafa mætir íþróttamenn kvatt í hinnzta sinni. Við blessum minningu þeirra, og vottum þeim dýpsta þakklæti okkar. — Nýjir afreksmenn hafa komið fram á sjónarsviðið. Flokkar utan af landi hafa komið til landskeppni, sem aldrei hafa áður komið. Huseby- setur glæsilegt met í kúluvarpi. Hafnfirðingar byggja sér glæsilega sundlaug. Knattspyrnubókin kemur út. Stærsta íþróttamót U M F í er haldið að Hvanneyri. Vestmanna- eyingar setja met í stangarstökki. Sundlaug er byggð á Norðfirði og undirbúningur hafinn að sundlaugarbyggingu á ísafirði. Valur verður íslandsmeistari í Knattspyrnu. íþróttanefnd ríkisins hefur lokið þriggja ára starfi. í byggingu veglegt íþróttahús á Akureyri. Reykjavíkurbær ákveður að taka Laugardalinn fyrir framtíðarí- þróttasvæði. Skíðaskáli Vals er vígður. Ármann og Víkingur hafa senn lokið smíði sinna skála. Haukar vinna landsmót í handknatt- leik inni. Þetta er örlítill þáttur úr annál ársins 1943. Mörg mannvirki fleiri eru í smíðum og í undirbúningi, fjöldi móta haldin, íþrótta- kennarar sendir víðsvegar um landið. Margt fleira væri hægt að nefna, sem í annál væri færandi, er sýnir að „starfið er margt“. Og þó mikið sé gert vaknar sú spurning, hvort þetta séu ekki smá- munir einir hjá því sem hægt er, ef allir sem hlut eiga að máli IÞRÓTTIR RITSTJÓRI: FRÍMANN HELGASON Hreídar Þ. Jónsson — Anton B. Bíörnsson Hreiðar Þ. Jónsson. Hreiðar Jónsson var einn þeirra er fórst með m. b. Hilmi. Þeir ýttu frá kaldri skor um kvöldið þann 25. nóvember og hefur ekkert til þeirra spurst síðan. Hreiðar sálugi var ungur, tæplega 29 ára. Hann var með- limur í Knattspyrnufélaginu Víkingur og keppti um skeið í meistaraflokki þess. Hreiðar var góður og skemmti legur félagi, sem þægilegt var að hitta, sérstaklega þegar illa lá á manni. Við félagar hans munum ætíð minnast hans sem hins létt- lynda, hjálpfúsa félaga sem bauð öllum örðugleikum byrg- inn með sinni sterku lífsgleði. Blessuð sé minning þín Hreið- ar. Br. * HEILSUFRÆÐI ÍÞRÓTTAHAHNA + Gagnsemi íþróttanna verð- ur þeim mun meiri þegar bess er gætt ac' ’þróltamenn er . jafnan fáklæddir á ferli, ann- að hvort úti eða inni í björt- um, rúmgóðum sölum. Böð eru brýn nauösyn eftir hver ja iökun og auka enn fremur verðmæti þeirra. Bæði iðkanirn ar og böðin valda þvi að öll efnabrigði í likamanum ganga greiöar en ella, svo aö hvsri- um líkamshluta veröur meir not úr næringunni og líkam- anum gengur venju fremur vel aö losna viö öll úrgangs- efni. Þetta er einkar mikds- vert, þar sem taugakerfið er annars vegar, því aö það er Framh. á 5. síðu. Anton B. Björnsson. Mig rekur ekki minni til að mér hafi nokkurntíma brugðið cins ó- notalega og þegar ég frétti að Ant- on B. Björnsson hefði verið einn af þeirn fjórum, er tóku sér far með v.b. Hilmi, sem fór frá Reykjavík aðfaranótt 26. nóv. s.l. og ekki hef- ur spurzt til síðan. 1 fyrstu trúði ég þessu ekki, eða réttara sagt vildi ekki trúa því, því Anton stóð mér svo ljóslifandi fyrir hugskcftssjónum, fullur áhuga og lífsþróttar, eins og hann átti vanda til. Að hann svona kornungur væri horfinn fyrir fullt og allt, fannst mér alltof ótrúlegt og óhugnanlegt til þess að það gæti verið satt. En þetta var nú samt blákaldur veruleiki. Eg neyddist til að trúa, en um leið fann ég, hve sannur málshátturinn er, sem hljóðar þannig: Þeir, sem guðirnir elska, deyja ungir. Anton hét fullu' nafni Anton Björn Björnsson. Hann var sonur Björns Jónssonar skipstjóra frá Ánanaustum og konu lians Önnu Pálsdóttur. Fæddur var hann 6. júní 1921 og því aðeins tuttugu og tveggja ára gamall er hann lézt. Anton var bakari að iðn og hafði stundað það starf með sérstakri árvekni og samvizkusemi allt frá fermingaraldri. Strax á unga aldri hneigðist hug- ur hans til íþrótta. Æfði hann sig af svo mikilli kostgæfni, að hann varð brátt öðrum til fyrirmyndar. Fimleikar bg frjálsar íþróttir áttu alla tíð bezt við hann, enda náði hann þar ágætum árangri. Var fimleikameistari K.R. mörg undan- farin ár og af kunnugum álitinn einhver bezti og glæsilegasti fim- leikamaður, sem við liöfum átt. í frjálsum íþróttum var hann svo fjölhæfur og stílhreinn, að það var sama hvað hann reyndi, allt virt- Frh. á 5. síðu. Frá keppni Dana og Svía lir Mislii dflishn iðiiasi- Ílðili2 Á síöast liönu sumri kom út skýrsla danska íþróttasam- bandsins fyrir áriö 1942. Er ýmislegt í skýrslu þeirri sem lesendur íþróttasíðunnar heföu ef til vill gaman af aö fylgjast meö. Á árinu kepptu Danir 20 landskeppnir og sýna árvekni, áhuga, samtök, skilning og vilja. Höfum við íþrótta- menn, hver og einn, hreina samvizku í því að hafa gert allt sem hægt var til stuðnings íþróttamálunum? Sýnir almenningur hvetj- andi áhuga? Réttir það opinbera, sveita-, bæjarstjórnir og ríki nægilega örfandi hendur þessu frjálsa áhugastarfi íþróttamanna? voru 16 þeirra viö Svía, en þeim lauk þannig aö Svíar unnu 10 af þeim en Danir 6. í sambandinu eru 21 sér- sambönd og eitt sérstakt félag, sem skiptast þannig: Félagar Félög. íþr.samb. verka- manna 81 Samb. frjálsíþr,- manna 147 Samb. aflr.m. 59 Hnefal.samb. 92 Badmintonsamb. 326 Framh. 10,952 á 5, 37,194 2.855 13.746 22.262 síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.