Þjóðviljinn - 16.01.1944, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 16.01.1944, Qupperneq 1
II „Mlar" Slgllrii aarfl Aðalfundur félagsins í fyrradag Verkamannafélagið Þróttur á Siglufirði hélt aðalfund sinn 14. þ. m. * Menn þeir, sem uppstillinga- nefnd félagsins stillti upp, voru allir sjálfkjörnir, og er stjómin þannig skipuð: Fqrmaður: Gunnar Jóhannsson. Varaform.: Gunnl. Hjálmarss. Gjaldkeri: Gísli Sigurðsson. Meðstjórnandi: Guðm. Jóhannss í félaginu eru nú 534 félags- menn. Á fundinum gengu inn 74 menn. Skuldlaus eign félagsins er1 nú 55 þús. kr. Ársgjöld eru ekki útistandandi nema hjá 16 mönn um. Ákveðið var að hækka árs- gjaldið upp í 50 kr. Aðalfunduff Sreiðf irðingaf éfagsins Aðalfundur Breiðfirðingafé- lagsins var haldinn í Lista- mannaskálanum 13. þ. m. Hin nýja stjórn er þannig skipuð: Formaður: Jón Emil Guðjóns son. Varaformaður: Ingveldur Sig urðardóttir. Ritari: Sigurður H. Jónsson. Framhald á 8. síðu. VILJINN Sunnudagur 16. janúar 1944. 12. tölublað. Ekkert fiefur spurzt til toprans síðan ð þriðjudag. Ábðfn skipsins var 29 menn Togarinn Max Pemberton er nú talinn af. Flug- vélar og skip leituðu hans í gær en án árangurs. Eins og áður hefur verið frá skýrt heyrðist seinast til togarans s.l. þriðjudag, var hann þá staddur við Mal- arrif á Snæfellsnesi. Enn er höggvið stórt skarð í hóp íslenzkrar sjó- mannastéttar. Áhöfn Max Pembertons var 29 menn og fara nöfn þeirra hér á eftir: Pétur' Maack, skipstjóri, Rán- argötu 30, Rvík, fæddur 11. nóv. 1892. Kvæntur, engin börn í ó- megð. Pétur A. P. Maack, 1. stýri- maður, Ránargötu 2, Rvík, fæddur 24. febrúar 1915. Kvænt- ur, átti 2 börn 4 og 3 ára og 1 fósturbarn 8 áraí Jón Sigurgeirsson, 2. stýrimað ur, Ásvallagötu 28, Rvík, fædd- ur 9. nóvember 1912. Kvæntur og áíti 2 börn, 5 ára og á 1. ári. Þorsteinn Þórðarson, vélstjóri Sólnesi við Baldurshaga, fædd- ur 19. maí 1892. Kvæntur og átti 5 börn, 15, 13, 10, 6 og 2 Pétur Maack. ára. Daislpfiapnenn! Diuið fireiðið attoœðl i dag, a Síðasti dagur allsherjaratkvæðagreiðslu verkamanna í Dagsbrún um uppsögn samninga félagsins er í dag. f dag skera verkamenn úr því með atkvæði sínu, hvort þeir ætla að fá leiðrétt það ranglæti, sem þeir hafa verið beittir meðan gróðinn flæddi inn í landið og einstakir menn söfnuðu auði. Meðan gróðinn hefur hrúgast upp í þessu landi og kjör ýmsra stétta verið bætt, hafa verka- menn beðið eftir leiðréttingu mála sinna. Þeim var lofað að grund- völlur vísitölunnar skyldi verða lagfærður. — Það var svikið. Þeir óskuðu eftir fulltrúa í nefndina er átti að leiðrétta vísitölugrundvöllinn. — Því var ekki sinnt. í dag svara verkamenn vald- höfunum fyrir svikin í vísitölu málinu. Enginn verkamaður má sýna kæruleysi við þessa atkvæða- geiðslu. Látið ekki feistast til þess að sitja heima af vissunni um það að uppsögnin verði sam- þykkt. Sá sem situr heima vinn ur ekki aðeins sjálfum sér tjón heldur og öðrum verkamönn- um, því fleiri sem sitja heima, því frekar gera atvinmurekend- ur tilraunir til þess að hindra að verkamenn fái leiðréttingu mála sinna. Ef allir verkamenn greiða at- kvæði með uppsögn samning- annna tryggir það þeim sigur- inn fyrirfram. Það minnsta, sem hver verkamaður getur gert í baráttunni fyrir hættum kjörum sín og stéttar sinnar, er að greiða atkvæði. Atvinnurekendur reyna að hræða verkamenn með atvinnu leysi. \ Það er imdir samheldni verka manna sjálfra komið, hvort þeir verða tryggðir gegn atvinnu- leysinu. Mikil þátttaka í atkvæða- greiðslunni er ekki aðeins sigur í kaup- og kjarabaráttunni, heldur er hún og um leið bar- átta gegn atvinuleysinu. Á síðasta degi atkvæðagreiðsl unnar verða verkamenn að at- huga eftirfarandi: að léleg þátttaka þýðir minnk- andi horfur á því að kjara- bætur fáist fram. að allir þeir, sem heima sitja verða taldir andstæðir því að sagt verði upp gildandi samningum. að verkamenn munu láta sig það miklu skipta hverjir það eru sem heima sitja. Þeir verkamenn, sem heima sitja taka á sig' á- byrgðina á því, hversu fé- laginu tekst að halda á málefnum stéttarinnar. Notið atkvæðisrétt ykk- ar í dag! Á morgun verður það of seint! í : Max Pemberton. Þóröur Þorsteinsson, vélstjóri, Sólnesi við Baldurshaga, fædd- ur 10. maí 1924, sonur Þorsteins Þórðarsonar. Hilmar Jóhannesson, kyndari, Framnesveg 13. Rvík, fæddur 4. marz 1924. Var hjá foreldrum sínum. Benedikt R. Sigurösson, kynd ari, Hringbraut 147, Rvík, fædd- ur 19. desember 1906. Kvænt- ur og átti 4 börn, tvö 15 ára, 14 og 6 ára. Gísli Eiríksson, bátsmaður, Vífilsgötu . 3, Rvík, fæddur 1. apríl 1894. Kvæntur, átti 3 upp- komin börn og eitt 14 ára. Björgvin Björnsson, stýrimað- ur, Hringbraut 207, Rvík, fædd- ur 24. ágúst 1915. Kvæntur og átti 1 barn 2 ára. Guöjón Björnsson, háseti, Sól- vallagötu 57, Rvík, fæddur 27. febrúar 1926. Var heima hjá foreldrum. Bróðir Björgvins. Valdemar Guðjónsson, mat- sveinn, Sogamýrarbl. 43, Rvík, fæddur 21. ágúst 1897. Kvæntur og átti 3 börn, 11, 8 og 6 ára. Guðmundur Einarsson, neta- maður, Bárugötu 36, Rvík, fæddur 19. janúar 1898. Kvænt- ur og átti 2 börn, 10 ára og á 1. ári. Guðm. Þorvaldsson, bræðslu- maður, Selvogsgötu 24, Hafnar- firði, fæddur 7. des. 1899. Sigurður Pálmason, netamað- ur, Bræðraborgarstíg 49, Rvík, fæddur 25. nóvember 1894. Ekkjumaður, átti 2 börn, 13 og 11 ára. Guðni Sigurðsson, netamaður, Laugaveg 101, Rvík, fæddur 15. janúar 1893. Kvæntur en barn- laus. Sæmundur Halldórsson, neta- maður, Hverfisgötu 61, Rvík, fæddur 2. apríl 1910. Kvæntur og átti eitt barn ársgamalt. Kristján Halldórsson, háseti, Innri-Njarðvík, fæddur 20. marz 1906. Jens Konráðsson, stýrimaður, Öldugötu 47, Rvík, fæddur 29. september 1917. Kvæntur en barnlaus. Jón M. Jónsson, stýrimaður, Hringbraut 152, Rvík, fæddur 10. október 1914. Ókvæntur. Valdemar Hlöðver Ólafsson, háseti, Skólavörðust. 20A, Rvík, fæddur 3. apríl 1921. Var hjá foreldrum sínum. Magnús Jónsson háseti, Frakka stíg 19, Rvík, fæddur 11. ágúst 1920. Var hjá foreldrum sínum. Jón Hafliðason, háseti, Fram- nesveg 30, Rvík, fæddur 19. september 1915. Kvæntur og átti 1 barn á fyrsta ári. Halldór Sigurðsson, háseti, Jaðarkoti, Árnessýslu, fæddur 26. september 1920. Gunnlaugur Guðmundsson, háseti, Óðinsgötu 17, Rvík, fædd ur 15. janúar 1917. Ókvæntur. Kristján Kristinsson, aðstoðar matsveinn, Háteig, Rvík, fædd- ur 2. júní 1929. Var hjá for- eldrum sínum. Ari Friðriksson, háseti, Látr- um, Aðalvík, fæddur 4. apríl 1924. Aðalsteinn Amason, Efsta- sundi 14, Langholti, Rvík, fæddur 16. september 1924. Jón Ólafsson, háseti, Kefla- vík, fæddur 22. marz 1904. Arnór Sigmundsson, háseti, Vitastíg 9, Rvík, fæddur 3. okt. 1891. Kvæntur og átti fyrir blindu gamalmenni að sjá. Á þriðjudaginn birtir Þjóð- viljinn myndir af öllum sem fórust með skipinu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.