Þjóðviljinn - 19.02.1944, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 19.02.1944, Qupperneq 2
Þ JÓÐVILJINN Laugardagur 19. febrúar 1944. VINNUGLEÐI Sundmót skólanna Og enn er falsað Það er staðreynd sem vert er að gefa gaum, að þegar andstæð- ingamir tala um stefnu okkar sósíalista, þá skýra þeir nær undantekningarlaust rangt frá henni í megin atriðum. Á þessu getur ekki verið onnur skýring en sú, að ekki þyki fýsilegt að ganga gegn rökum okkar, hitt þykir léttara að falsa kenningar okkar og berjast svo við eigin tilbúning. Morgunblaðið tók eina k)tu í þessum fölsunarleik á fimmtudaginn. Það sagði: „Tvö öfl“ „Hér á landi togast á tvö öfl um það hvaða tilhögun skuli vera á rekstri framleiðslunnar. Annars vegar eru þeir sem halda fram einkarekstri og félagsrekstri. Hins vegar em boðberar þjöð- nýtingarstefnunnar, sem halda því fram að einkarekstur og fé- lagsrekstur eigi að hverfa úr sögunni, en í stað þess komi rík- is- og bæjarrekstur. Þessi stefna hefur ekki náð neinum tökum á landbúnaði eða fiskveiðum, svo teljandi sé, þó hún hafi verið boðuð hér um þrjátíu ára skeið og sé nú borin uppi af tveimur stjómmálaflokkum. Eina undan- tekningin í því efni er bæjarút- gerð Hafnarfjarðar, Tilraunir sem önnur bæjarfélög hafa gert í þessa átt hafa farið út um þúfur. Tvö bæjarfélög hafa kom- ið uipp kúabúum. en í þeim bú- skap er kyrrstaða". Satt og logrið Það er satt hjá Morgunblað- inu að hér á landi berjast tvö öfl, en það eru öfl félagshyggj- unnar, samstarfs og samvinnu annars vegar og öfl einstaklings- hyggjunnar, samkeppninnar og sundmngarinnar hins vegar, Við félagshyggjumenn, sósíalistar, lítum svo á að framleiðslutæki og náttúrugæði eigi að vera sam- eign þeirra manna sem af þeim eiga að lifa. Atvinnulífið mundi því, i sósíalistísku þjóðfélagi. fyrst og fremst verða rekið á fé- lagsgrundvelli og félögin mynd- uð af þeim mönnum sem eiga afkomu sína undir rekstri eins og sama fyrirtækis. Ríkið og sveitafélögin mundu vissulega hafa ýmis konar rekstur með höndum í sósíalistísku þjóðfé- lagi, en þeirra rekstur mundi vera smár saman borið við fé— lagsrekstur þegnanna. Þannig er sannleikurinn, og sést af því að allt sem Morgunblaðið segir um þessi mál fyrr og síð- ar, er furðulegt sambland af sönnu og lognu. Skatturinn til bankavalds ins og stórgróðamanna Fyrirtæki Reykjavíkur, hitaveit- an, rafveitan o, fl. skulda um 50 milljónir króna. Vextir af þessu fé eru yfir 2 milljónir kr. á ári. Þetta er skattur sem Reyk- víkingar greiða bönkum og nokkr um auðmönnum, sem fé lána i þessi fyrirtæki. Eins og sakir standa staðnæmist þó verulegur hluti þessa fjár hjá Landsbank- anum, hann hefur lánað mest af fénu og það sem hann þannig notar er sparifé bæjarbúa, sem bankinn nú geymir vaxta- laust, l Bærinn á sjálfur að reka banka Það eru þessi rök sem hnigu undir þá tiilögu sem sósíalistar fluttu við afgreiðslu fjárhagsá- ætlunar, um að bærinn stofnaði banka. Tillagan var þannig: „Bæjarstjórn felur borgar- stjóra og bæjarráði að láta fara fram ýtarlega athugun á, hvort ekki mundi framkvæmanlegt að bærinn kæmi upp bankastarf- semi“. Þessi tillaga var felld. Hún var andstæð hagsmunum Landsbankans og nokkurra stórgróðamanna. Hún var í sam- ræmi við hagsmuni alls þorra bæjarbúa. Ágætt dæmi um í hvers um- boði íhaldið, sem stjómar bænum starfar. Eftirtektarverð fyrir- brigði í fjármálum og viðskiptum Hagtíðindin í janúar gefa nokkrar eftirtektarverðar upp lýsingar: í desember hafa verið tekn- ar út úr bönknnum tæpar 57 milljónir króna, svo innieignir þar hafa minnkað úr 523 millj- ónum króna í októberlok niður í 434 millj. í desemberlok. — Til hvers er þetta tekið út? Það mun aðallega gert í þrenns konar tilgangi: borga skatta og gjöld um áramót, — eyða á jólum og nýári og —? — fela undan skatti? Seðlavelta eykst um leið gíf- urlega. Það er bætt tæpum 12 milljónum króna við hana í desember, — en það er sama og öll seðlaveltan var fyrir stríð. Er hún þá orðið 144 millj. eða tólfföld við það, sem var fyrir stríð. Innieign erlendis er 438 milljónir, en var í ársbyrjun 1942 156 milljónir. Verzlunin við einstök lönd 1943 sýnir hve gersamlega verzlunarviðskipti vor hafa nú breytzt. Við fluttum út til Bret lands fyrir 190 milljónir og til Bandaríkjanna fyrir tæpar 40 milljónir kr., en alls er út- flutningurinn 233 millj. kr. En innflutningur vor frá Banda- ríkjunum er 1943 tæpar 160 milljónir króna (1942: 98 millj.) og frá Bretlandi 58 millj. (1942: 123 millj.) og frá Kanada 20 millj. kr., en alls 247 millj. og er það sama og árið á undan. Á þessum síöustu og verstu tímum hafa atvinnurekendur fengiö nýja „dellu“, einskonar sálarexem. Þessi sjúkdómur lýsir sér í þvi, aö þeir tala og rita um vinnusvik og vinnuógleð'i verkafólksins, viö öll möguleg tækifæri Þaö er vitnaö í gamla daga og fólkiö sem þá lifði. Auðvitað er verkafólk sem komið er niður í jöröina ágætt fólk, eins og dauðir menn eru undantekn- ingarlítiö. Þaö kemur ekki upp úr gröfinni til að heimta vinnu, hærra kaup eða kannski sveitastyrk. Eg skil sjónai'miö atvinnurekenda um hina gömlu 'og góöu daga, þegar hiö hlýðna og auömjúka fólk vann 15—18 stundir 1 sólar- hring, klæölítiö, kaupvana meö hungurólina um mittið. Hvergi var aö flýja, heldur varð hver og einn að einbeita orku sinni til aö halda dauöa- haldi í þetta athvarf sem þótti gott hjá því að fá engan mat, engin klæði og enga vinnu. Ekkert dauðastríð er hryggi- legra og langvinnara en deyja fyrir náð þjóðfélagsins. En nú vaknar sú spurning var þetta hin eina og sanna vinnugleöi sem dreif fólkiö áfram. Var þaö ekki hræðslan við jaröneskt Helvíti, allsleys- iö, samstofna við gömlu guö- hræðsluna sem logandi Hel- víti hélt vakandi. | Eg heid að vinnugleði og guðhræösla séu þarna á einu máli, en orðið guðhræösla skýrir svo innilega á hverju trúin byggðist. En er þá engin vinnugleði til? Þessu veröum við óhikaö að svara játandi. Vinnugleöin er slagæö lífsins. Ef einhver spyröi mig hvað lífið væri, mundi ég svara á stundinni: Lífiö er ósk og vinna. Það er engum áskapaö að sitja auöum höndum. Þeir, sem ekki fá sig til að virlna, hvorki andlega eða líkamlega vinnu, snúa sér að einhverju til aö eyða tímanum. Þetta á einkum við hinn menningar- snauða og hugsjónalausa pen ingalýö nútímans. Þarna er ekki að tala um vinnusvik, því að hver snefill af vinnu- hugsun er máö úr hugum þessara fláningsmanna. Aftur hafa þeir eyöslugleöi, sem birtist í því aö þeir fara í kapp hver við annan um að koma sem mestu af verömæt- um fyi’ir kattarnef, á þann hátt aö enginn hafi gagn aö. Verkafóikiö er kannski ekki alveg eins vitlaust eins og þessar engisprettur halda. Ef til vill er það búið að fá ógleöi af því að sjá þannig farið með auðinn af vinnu sinni. ÞaÖ er í rauninni ekkert und- arlegt, þótt fyrr' hefði verið. Reykvískir verkamenn eru búnir að byggja hér upp aö mörgu leyti veglegan bæ, en hvaö er um þá sjálfa. Sjálfir búa þeir í kjöilurunum, ef eig endurnir eru ekki þaö fínir að slíkt geti gengið. Þeir búa í verstu timburhjöllunum, í einu oröi sagt, allstaöar þar sem peningamenn vilja ekki líta inn. Þarna greiöa þeir ok- ur leigu. Fyrir utan þetta allt er fjöldi fólks á götunni. Bara lóöirnar undir verzl- unarhúsin, sem þeir hafa byggt, hafa verið frá 100— 200 þúsundir undir hús og eru sjálfsagt V2 milljón núna, ef eitthvað er til. Það þarf því ekki aö undra með öðru góðu, þótt vöruverðið narti í hæl- inn. Verksmiöjuhúsin fyllast af hraövirkum vélum, sem kasta fólkinu á dyr. Máttar- stólpar bæjarfélagsins mynda fyrirtæki og selja bænum allt sem hann þarf til aö vinna úr. Vinur verzlar við vin, greiði kemur fyrir greiöa og verka- fólkiö ber uppi greiöasemina. Peningamönnunum þykir þaö án efa undarlegt aö al- menningur skuli ekki ljóma af ánægju yfir því að vera arörændur, þó er þaö ennþá undarlegra að þessir sömu menn sem elska land og þjóð yfir máta ofurheitt, — skuli alltaf barma sér undan skött- um og skyldum. Framtal þessara manna er heil vísinda grein. Það eru sett lög á lög ofan aö taka og taka af þeim ofurlítinn kúf, en 1 fyrir drættinum rifnar netiö svo veiðin er bara í orði, hitt verö- ur að sækja til almúgans. Atvinnurekendur vita, aó ekkert er þeim hættulegra en verkamenn eigi tií næsta máls. Þegar nóg atvinna er, hverfur hræðslan viö atvinnu- leysi. Menn fara sér hægara og vinna eins og menn. Með aukinni velmegun koma ný hugðarefni sem þrælsóttinn og stritið hafa haldiö niöri. 'Fólkið hættir að líta á kúgara sína sem endurlausnara. Þarna held ég að rótin sé aö vinnusvikum og vinnugleði sem atvinnurekendum verður svo margrætt um. Hvernig veröur ráðin bót á þessu? Vinnugleöina á aö hefja í öndvegi. Eitt fyrsta skilyrð’i fyrir vinnugleöi er þaö, að verka- manninum sé tryggð rétt hlutdeíld í aröinum af vinnu hans. Gleðin liggur sjaldnast í stritinu einu heldur þeim verðmætum sem þaö gefur. Á þessu er engin lausn önnur en sú, að hiö vinnandi fólk taki framleiöslutækin í sínar hend ur og reki þau á eigin ábyrgö. Hverjir ættu líka að gera það, aðrir en þeir sem við þau vinna. Þá er ekki við neinn aö deila ef fólkiö getur ekki lát- iö þau bera sig, veröur þaö að falla meö þeim. Viö þetta skapast fólkinu sú ábyrgö Skólasundmótiö fór fram í Sundhöllinni mánudaginn 14. febr. á vegum Stúdentaráðs Háskólans. Sex skólar tóku þátt í keppninni og var synt í tveim. riölum. I fyrra riöli áttu að vera Háskólinn, Verzlunar- skólinn og Samvinnuskólinn, en vegna þess aö Háskólinn haföi ekki fengiö fullt lið er keppni skyldi hafin, þá lét ráðiö 2. riðil synda á undan. í þeim riðli voru Iönskólinn, Menntaskólinn og Stýri- mannaskólinn. Keppnin varö þar einkum á milli Iðnskól- ans og Menntaskólans því aö „Menntó“ leiddi sundið þar til að 15. maöur Iönskólans sigraöi sinn keppinaut, sem haföi mjög lítið forskot. Eft- ir það var Iðnskólinn alltaf á undan og stækkaði biliö jafnt og þétt og varð að lokum rúm ir 20 metrar. Stýrimannaskól- inn varö tveim umferöum á eftir Menntaskólanum. Tími IÖnskólans varð 17 mín. 45.8 sek. en vegna ólöglegrar skipt ingar var sveit skólans dæmd úr leik. Menntaskólinn fékK tímann 18 mín. og Stýri- mannaskólinn 19 mín. 30.8 sek. og voru báðar þessar sveitir löglegar. Þegar þessi. Frh. á 8. síðu. sem þaö þarf aö hafa þá hef- ur það engan aö svíkja nema sjálft sig. Því meira sem það leggur aö sér, því meira fær þaö í aðra hönd. Eg held að þaö sé líka mál aö leysa þessa þrautpíndu krossbera, atvinnurekendurna, af hólmi, þessa tröllslyguðu tapsmenn í góðæri og harð- æri. ÞaÖ er heldur ekki nokkurt réttlæti aö láta tiltölulega fáa menn bera þjóöina á heröum sér áratug eftir áratug og öld eftir öld. ViÖ enim skyldir t.il aö leysa þá frá þessum ótta og áþján, enda trúi ég ekki öðru en aö þeir taki þessu fegins hendi. Við erum fúsir til aö taka á okkur þessa ábyrgð á fram- leiöslutækjunum, um tap er ekki að tala, því ég gleymdi því áöan að viö urðum alitflf aö borga það, það var bara aröurinn sem. viö misstum. Þó aö slíkt gæti hent sig í núverandi þjóöskipulagi að tap gæti komið til greina á einhverri framleiöslu, þá sér hver heilvita maður að það er tryggara fyrir lánsstofnun aö eiga slíkt hjá heildinni en eihstökum manni, sem er oft- ast undir það búinn aö hafa ekki mikil verðmæti á sinni hendi ef í óefni fer. Sýni nú átvinnurekendur einlægni og viö ábyrgö, þá mun öllum vegna vel og vinnugleði kom- ast í öndvegi. Halldór Pétursson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.